Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Brunavarnir.
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. apríl 2008 liggur frammi á fundinum
2. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2007.
Ársreikningar sveitarfélagsins fyrir árið 2007 lagðir fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi og útskýrði reikningana. Oddviti þakkaði Einari góð störf. Ársreikningi vísað til annarar umræðu.
3. Fundargerðir.
a) 49. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 23.04.2008.
Varðandi lið nr. 30 þá er gerður sá fyrirvari að staðfesting landeiganda liggi fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti samhljóða.
b) Fundargerð um sameiginlega almannavarnarnefnd í Árnessýslu, 27.02.2008.
Fundargerðin lögð fram.
4. Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps nr. 88/2001 vegna skipulags og bygginganefndar. Seinni umræða.
Lögð er fram tillaga og greinargerð á breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp Grímsnes og Grafningshrepps nr 88/2001. Fyrri umræða fór fram þann 03.04.2008. Sveitarstjórn samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á samþykktum Grímsnes- og Grafningshrepps.
a) 2. tölul. 49. gr. fellur niður
b) Í stað orðsins “ Skipulagsnefnd “ í 7. tölulið 49. gr. komi: “ Sameiginleg skipulags- og byggingarnefnd Grímsnes og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps, “
c) Númer töluliða 49. gr. breytast í samræmi við þessar breytingar.
d) Ákvæði til bráðabirgða:
Þeir einstaklingar sem nú eiga sæti í Skipulagsnefnd eins og hún var fyrir gildistöku samþykktar þessarar skulu eiga sæti í Sameiginlegri skipulags- og byggingarnefnd Grímsnes og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða og Gnúpverjahrepps auk Flóahrepps, út kjörtímabil nefndarinnar.
5. Matsskýrslur fyrirhugaðra virkjana Orkuveitu Reykjavíkur í Bitru og við Hverahlíð.
Lagðar eru fram matskýrslur vegna virkjana Orkuveitu Reykjavíkur í Bitru og Hverahlíð. Sveitarstjórn ítrekar fyrri afstöðu sína að hún geti ekki tekið afstöðu til virkjunar við Bitru fyrr en sveitarfélagsmörk við Ölfus liggi fyrir.
6. Stefnumótunarvinna Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Gunnar Þorgeirsson til að taka þátt í stefnumótunarvinnu Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
7. Aðgerðaráætlun um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns
Lögð er fram aðgerðaráætlun um framkvæmd verndur vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns.
8. Tilboð vegna yfirborðsfrágangs á Borg.
Lögð er fram niðurstaða tilboða í yfirborðsfrágangs á Borg. Eftirfarandi tilboð bárust. Uppúrtekt ehf kr. 94.500.000, Vélgrafan ehf og Malbik og Völtun kr. 87.952.500, Loftorka Reykjavík ehf kr. 109.568.000, Ræktunarsamband Flóa og Skeiða kr. 114.313.000, Ræktunarmiðstöðin kr. 99.128.000, Magnús Ingiberg Jónsson, kr. 89.426.000, Heflun ehf kr. 99.514.500, Hrafn Magnússon kr. 142.480.500, Mjölnir kr. 90.477.000, Sigurjón Á. Hjartarson kr. 86.773.500, Gilsverk kr. 89.548.750. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 105.000.000. Á fundinn mætti Kjartan Garðarsson verkfræðingur frá Mannviti fór yfir tilboðsgögn og skýrði þau út. Samþykkt að fela sveitarstjóra eða oddvita að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli fyrirliggjandi tilboða. Undirritun samnings skal liggja fyrir innan viku svo framkvæmdir geti hafist sem fyrst.
9. Beiðni um umsögn vegna tillögu til þingsályktunar í barnaverndarmálum til 2010.
Lögð er fram beiðni um umsögn vegna tillögu til þingsályktunar í barnaverndunarmálum til 2010. Málinu vísað til Félagsmálanefndar.
10. Vegur að sumarhúsum við Rimamóa.
Lagt er fram bréf frá félagi sumarbústaðaeiganda við Rimamóa þar sem farið er þess á leit við sveitarstjórn að uppdrætti að vegi sem liggur gegn um sumarhúsahverfið verði breytt þannig að hann nái ekki lengra en innstu sumarhúsalóðinni við. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
11. Samningur um garða- og sláttaþjónustu sumarið 2008.
Lagður er fram samningur um garða- og sláttaþjónustu sumarið 2008.
12. Breyting á aðalskipulagi Ölfus 2002-2014 vegna virkjunarsvæðis við Hverahlíð og Bitru, línulagnir, tvöföldun Suðurlandsvegar og mislæg gatnamót.
Lagt er fram erindi frá Landmótun vegna breytinar á aðalskipulagi Ölfus 2002-2014 vegna virkjunarsvæðis við Hverahlíð og Bitru, línulagnir, tvöföldun Suðurlandsvegar og mislæg gatnamót. Sveitarstjórn ítrekar fyrri athugasemir varðandi virkjum við Bitru að landamerki milli sveitarfélaga liggi ekki ljós fyrir. Sveitarstjórn fagnar tillögum að tvöföldun Suðurlandsvegar og mislægum gatnamótum á þeirri leið.
13. Umsögn um rekstrarleyfi til veitinga við Golfskálann í Kiðjabergi.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðan afgreiðslutíma skv. umsókninni og staðfestir að staðsetning Golfskálans í Kiðjabergi sé skv. reglum sveitarfélagins.
14. Áætlun um efnistöku í námum sveitafélagsins í Seyðishólum.
Lögð er fram áætlun um efnistöku í námum sveitarfélagisns í Seyðishólum. Sveitarstjórn samþykkir efnistökuáætlunina og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá framkvæmdaleyfum vegna námanna.
15. Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps.
Rædd eru málefni hitaveitunnar og farið yfir minnisblað sveitarstjórnar til Orkuveitunnar og svör Orkuveitunnar við því. Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram viðræðum við Orkuveituna um yfirtöku á eignum hitaveitunnar að undanskildum Hraunborgum. Sveitarstjóra falið að vinna að áframhaldandi stofnlögn frá dæluhúsi í Hraunborgum að Kiðjabergsvegi.
16. Önnur mál.
a) Brunavarnir.
Rædd eru málefni brunavarna á svæðinu. Sveitarstjórn leggur til við Brunavarnir Árnessýslu að unnin sé viðbragðsáætlun vegna sinubruna og skógarelda í sveitarfélaginu og að verkferlar verði gerðir um að nýta þjónustu björgunarsveitar og bænda í slökkvistarfi.
17. Til kynningar.
a) Tilkynning frá Félags- og Tryggingamálaráðuneytinu um hækkun húsaleigubóta.
b) Aðalfundur Vottunarstofnunar Túns ehf.
c) Fundargerð samráðsfunds fámennra sveitarfélaga 03.04.2008.
d) Skólskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 104. stjórnarfundar.
e) Tónlistarskóli Árnesinga. Fundargerð 144. skólanefndar.
f) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 108. stjórnarfundar.