Fara í efni

Sveitarstjórn

220. fundur 17. apríl 2008 kl. 09:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Sverrir Sigurjónsson
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a) Aðalskipulag

       1) Miðengi

       2) Þóroddstaðir.

b) Umsögn um frumvarp um skráningu og mat fasteigna.

c) Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps.

d) Rafræn fundarboð sveitarstjórnar.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. apríl 2008 liggur frammi á fundinum.

2. Fundargerðir.
a) 101. fundur félagsmálanefndar, 01.04.2008.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

b) Drög að fundargerð Leik- og grunnskólaráðs, 10.04.2008.
Drög að fundargerðinni lögð fram. Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra, í samráði við formann leik- og grunnskólaráðs, að ráða verkefnisstjóra til að vinna “ greinargerð/tillögur um framtíðarskipan í skólamálum sveitarfélagsins“ , “ greiningu á húsnæðisþörf skólanna” og eftir atvikum skólastefnu sveitarfélagsins. Gert verður ráð fyrir þeim kostnaði í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

c) Fundargerð hluthafafundar í Eignarhaldsfélaginu Fasteign, 31.03.2008.
Fundargerðin lögð fram.

3. Ólafsvíkuryfirlýsing vegna Staðardagskrá.
Málið var áður tekið fyrir í sveitarstjórn þann 7. febrúar sl. og því frestað. Sveitarstjórn telur ekki tímabært að undirrita Ólafsvíkuryfirlýsingu að svo stöddu. Fulltrúar C-listans telja þetta athyglisvert þar sem það samræmist ekki stefnuskrá K-listans. Fulltrúar K-lista vilja taka fram að þeir hafi og muni áfram vinna faglega að umhverfismálum.

4. Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps vegna skipulags og bygginganefndar. Seinni umræða.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta seinni umræðu til næsta fundar sveitarstjórnar.

5. Erindi frá kennurum í Grunnskólanum Ljósuborg vegna álagsgreiðslna.
Lagt er fram erindi frá kennurum í Grunnskólanum Ljósuborg um greiðslur vegna launaþróunar og aukins álags í starfi. Sveitarstjórn þakkar kennurum fyrir mjög gott starf en bendir á að sveitarfélagið hafi nú þegar verið með sértækar aðgerðir til að bæta launakjör og starfsumhverfi kennara. Sveitarstjórn hafnar erindinu og bendir á að Launanefnd sveitarfélaga fari með samningsumboð sveitarfélagsins í kjaramálum umræddra starfsmanna. Jafnframt tekur sveitarstjórn undir ályktun Kennarafélags Suðurlands frá 10. mars s.l. þar sem m.a. sveitarstjórnarfólk er hvatt til þess að standa við bakið á Launanefnd sveitarfélaga þannig að ekki verði fórnað því frábæra starfi sem kennarar á Suðurlandi hafa byggt upp undanfarin ár í samvinnu við sveitarfélögin.

6. Húsaleigustuðningur vegna ráðningar á kennurum.
Sveitarstjórn samþykkir að veita heimild til greiðslu á húsleigustyrk vegna ráðningar á kennurum sem flytja lögheimilið í sveitarfélagið, styrkurinn geti numið allt að kr. 20.000 á mánuði. Heimildin gildir eingöngu tímabundið fyrir skólaárið 2008/2009. Gert verði ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Fulltrúar C-listans greiða atkvæði gegn tillögunni.

7. Reglur um minka- og refaveiðar.
Sveitarstjórn ræddi um reglur um minka- og refaveiðar í sveitarfélaginu fyrir árið 2008-2009. Sveitarstjórn samþykkir að skráðir ábúendur á lögbýlum í sveitarfélaginu eða aðili í hans umboði sem uppfylla skilyrði veiðimálastjóra um veiði á mink fái greitt viðmiðunargjald viðmiðunargjaldskrár Umhverfisráðuneytis fyrir minka- og refaveiðar fyrir árið 2008 fyrir veidda minka, enda hafi ábúandi veitt þá á sínu landi. Sveitarstjórn samþykkir að greiða samningsbundnum veiðimönnum sveitarfélagsins tvöfalt viðmiðunnargjald viðmiðunargjaldskrár Umhverfisráðuneytisins. Veiðitímabil á ref er frá 1. apríl til 31. ágúst 2008. Sveitarstjórn heimilar oddvita að veita skráðum veiðimönnum sveitarfélagsins að stunda tímabundnar vetrarveiðar enda afli þeir tilskilinna leyfa til veiðanna. Oddviti skal upplýsa sveitarstjórn ef hann veitir slíkt leyfi. Að öðru leyti gilda reglur Veiðimálastofnunar. Sveitarstjórn felur sveitastjóra að ganga til samninga við núverandi veiðimenn sveitarfélagsins þá Jón M. Sigurðsson og Viðar B. Þórðarson um minka- og refaveiðar fyrir Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. maí 2008-1. maí 2011.

8. Samningur um garða- og sláttuþjónustu sumarið 2008.
Lögð eru fram drög að samningi um garða- og sláttusþjónustu fyrir sveitarfélagið fyrir sumarið 2008. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn á grundvelli fyrirliggjandi draga.

9. Viðaukasamningur vegna verksamnings um verkið “Tæming rotþróa”
Lagður er fram viðaukasamningur vegna verksamnings um verkið “Tæming rotþróa” í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð. Sveitarstjórn staðfestir undirritun samningsins samhljóða.

10. Álagning dagsekta vegna hreinsunar á lóðum nr. 169534, 168836 og 211501.
a) Rusl á lóð nr 168836 úr landi Hæðarenda í Grímsnesi.
Umgengni um lóðina hefur verið óforsvaranleg um langan tíma og hefur embætti byggingarfulltrúa án árangurs reynt að fá eiganda hennar, Rafn Reyni Bjarnason kt. 161036-7819, til þess að fjarlægja ruslið og koma lóðinni í lögmætt horf. Með bréfi lögmanns sveitarfélagsins dags. 18. janúar 2008 var Rafni Reynir veittur lokafrestur til 1. mars 2008 til þess að fjarlægja , hjólhýsi, kofa byggðan án heimildar, ónýtt timbur og alls kyns rusl af lóðinni.

Í bréfinu var Rafni Reyni jafnframt tilkynnt að ef kröfunni um að fjarlægja ruslið yrði ekki sinnt hefði sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps í hyggju notfæra sér heimild í 1. mgr. 210. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 sbr. 57. gr. skipulags og byggingalaga nr 73/1997 og leggja á hann dagsektir fyrir hvern dag sem líður án þess að ruslið verði fjarlægt. Ruslið hefur ekki verið fjarlægt og var Rafni Reyni tilkynnt að mál þetta yrði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnarinnar nú í dag.

Dagsektaákvörðun:
Samþykkt er að leggja á dagsektir þannig að Rafni Reyni Bjarnasyni kt. 161036-7819, beri að greiða kr 10.000 á hvern dag sem líður frá birtingu ákvörðunar þessarar án þess að ruslið verði fjarlægt. Dagsektirnar renna í sveitarsjóð

Lögmanni sveitarfélagsins er falið að láta birta Rafni Reyni ákvörðun þessa og innheimta dagsektir ef til kemur.

b) Gámar og rusl á lóð nr 211501 úr landi Ásgarðs í Grímsnesi.
Umgengni um lóðina er óforsvaranleg og hefur embætti byggingarfulltrúa án árangurs reynt að fá eiganda hennar, Rafn Reyni Bjarnason kt. 161036-7819, til þess að fjarlægja gáma af lóðinni og koma lóðinni í lögmætt horf. Með bréfi lögmanns sveitarfélagsins dags. 18. janúar 2008 var Rafni Reyni veittur lokafrestur til 1. mars 2008 til þess að fjarlægja , gámana af lóðinni.

Í bréfinu var Rafni Reyni jafnframt tilkynnt að ef kröfunni um að fjarlægja gámana yrði ekki sinnt hefði sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps í hyggju notfæra sér heimild í 1. mgr. 210. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 sbr. 57. gr. skipulags og byggingalaga nr 73/1997 og leggja á hann dagsektir fyrir hvern dag sem líður án þess að gámarnir verði fjarlægðir. Gámarnir hafa ekki verið fjarlægðir og var Rafni Reyni tilkynnt að mál þetta yrði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnarinnar nú í dag.

Dagsektaákvörðun:
Samþykkt er að leggja á dagsektir þannig að Rafni Reyni Bjarnasyni kt. 161036-7819, beri að greiða kr 10.000 á hvern dag sem líður frá birtingu ákvörðunar þessarar án þess að gámarnir verði fjarlæðir. Dagsektirnar renna í sveitarsjóð

Lögmanni sveitarfélagsins er falið að láta birta Rafni Reyni ákvörðun þessa og innheimta dagsektir ef til kemur.

c) Ónýtar byggingarframkvæmdir á lóð nr 8 landnr 169534 í landi Norðurkots.
Umgengni um lóðina er óforsvaranleg og hefur embætti byggingarfulltrúa án árangurs reynt að fá eiganda hennar, Júlíus Þorbergsson kt. 100844-3549 til þess að fjarlægja ónýtt ófullgert hús af lóðinni og koma henni í lögmætt horf. Með bréfi lögmanns sveitarfélagsins dags. 18. janúar 2008 var Júlíusi veittur lokafrestur til 1. mars 2008 til þess að fjarlægja , ónýta húsið af lóðinni.

Í bréfinu var Júlíusi jafnframt tilkynnt að ef kröfunni um að fjarlægja ónýta húsið yrði ekki sinnt hefði sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps í hyggju notfæra sér heimild í 1. mgr. 210. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 sbr. 57. gr. skipulags og byggingalaga nr 73/1997 og leggja á hann dagsektir fyrir hvern dag sem líður án þess að ónýta húsið verði fjarlægt. Ónýta húsið hefur ekki verið fjarlægt og var Júlíusi tilkynnt að mál þetta yrði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnarinnar nú í dag.

Dagsektaákvörðun:
Samþykkt er að leggja á dagsektir þannig að , Júlíusi Þorbergssyni kt. 100844-3549 , beri að greiða kr 10.000 á hvern dag sem líður frá birtingu ákvörðunar þessarar án þess að ónýta húsið verði fjarlægt. Dagsektirnar renna í sveitarsjóð.

Lögmanni sveitarfélagsins er falið að láta birta Júlíusi ákvörðun þessa og innheimta dagsektir ef til kemur.

11. Beiðni um styrk vegna tengingu við hitaveitu í Miðengi 6.
Lögð er fram beiðni um styrk vegna tengingu við hitaveitu í Miðengi 6. Sveitarstjórn hafnar erindinu. Sverrir Sigurjónsson víkur sæti við afgreiðslu málsins.

12. Kostnaðarmat vegna ferðaþjónustu fatlaðra.
Lögð eru fram gögn frá Félagsmálastjóra um kostnaðarmat vegna beiðni um ferðaþjónustu fyrir fatlaðra. Sveitarstjórn vísar til fyrri afgreiðslu á 98. fundargerð félagsmálanefndar en henni var frestað. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til fundað hefur verið með félagsmálaherra.

13. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að fella niður næsta fund sveitarstjórnar þann 1. maí nk. þar sem hann ber upp á frídag. Fundir sveitarstjórnar í maí 2008 verða þann 8. og 22. , kl. 09:00.

14. Önnur mál..
a) Aðalskipulag
1) Miðengi
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Miðengis. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að 3 ha. svæði sem liggur upp að aðkomuvegi að frístundahúsasvæði í landi Miðengis, vestan aðkomuvegar að bæjartorfu Miðengis, breytist úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði. Í dag er í gildi deiliskipulag fyrir tvær íbúðarhúsalóðir á þessu svæði en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í 10 talsins. Tillagan var í kynningu frá 21. febrúar til 20. mars 2008 með athugasemdafresti til 3. apríl. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.

2) Þóroddstaðir.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Þóroddsstaða. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir svæði fyrir frístundabyggð sem liggur upp að Stangarlæk, austan Laugarvatnsvegar, stækki úr 25 ha í 70 ha. Tillagan var í kynningu frá 21. febrúar til 20. mars 2008 með athugasemdafrest til 3. apríl. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.

b) Umsögn um frumvarp um skráningu og mat fasteigna.
Lagt er fram frumvarp um skráningu og mat fasteigna.

c) Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps.
Rædd eru málefni hitaveitunnar og farið yfir viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur. Sveitarstjórn samþykkir að vinna frekar að málinu.

d) Rafræn fundarboð sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að heimila að senda út fundarboð og fundargögn með rafræmum hætti til sveitarstjórnarmanna.

15. Til kynningar
a) Ráðningarsamningur við Rut Guðmundsdóttur í starf við Íþróttamiðstöðina á Borg.
b) Tilkynning frá Úrvinnslusjóði um breytt fyrirkomulag á greiðslum fyrir meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöðum.
c) Skýrsla frá Lýðheilsustöð á aðstæðum barna- og unglinga í leik- og grunnskólum vegna hreyfingar og næringar.
d) Tilkynning um ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2008.
e) Áætlun um úthlutanir framlaga úr Jöfnuarsjóði sveitarfélaga fyrir árið 2008.
f) Tilkynning frá Menntamálaráðuneytinu vegna lögverndunar á starfsréttindum gunnskólakennara o.fl.
g) Fundarboð aðalfundar Veiðifélags Árnesinga fyrir árið 2007.
h) SASS. Fundargerð 413. stjórnarfundar.
i) Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð XXII. landsþings.
Tónlistarskóli Árnesinga. Fundargerð 143. skólanefndar.
j) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 107. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?