Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða
a) Nýr varamaður í sveitarstjórn.
b) Almenningssamgöngur á Suðurlandi, greinargerð, drög að samningi og kostnaðarskipting.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. júní 2011 lá frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) 36. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 23.06 2011.
Mál nr. 3, 4, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27 og 28 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Farið yfir mál nr. 3, 4, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27 og 28, þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.
b) Félagsþjónusta í uppsveitum Árnessýslu og Flóa.
i. Fundargerð 138. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, 01.06 2011.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
ii. Ársskýrsla 2010.
Ársskýrsla Félagsþjónustu í uppsvitum Árnessýslu og Flóa lögð fram til kynningar.
c) Brunavarnir Árnessýslu.
i. Fundargerð 87. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu, 14.06 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
ii. Samþykktir Brunavarna Árnessýslu.
Lögð fram samþykkt Brunavarna Árnessýslu. Sveitarstjórn staðfestir samþykktina.
3. Svarbréf til Skipulagstofnunar vegna bréfs dags. 29.04 2011 um efnistöku í Seyðishólum.
Á fundi sveitarstjórnar þann 18. maí s.l. var tekið fyrir bréf frá Skipulagsstofnun dags. 29. apríl 2011 þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu varðandi efnistöku í Seyðishólum. Sveitarstjórn fól sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að afla gagna vegna málsins. Gagna hefur verið aflað og liggur fyrir tillaga að svarbréfi frá skipulagsfulltrúa. Sveitarstjórn staðfestir bréf skipulagsfulltrúa.
4. Bréf frá Skipulagsstofnun vegna breytinga á aðalskiplagi Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun dags. 22. júní 2011 þar sem óskað er eftir frekari rökstuðningi sveitarstjórnar fyrir því að fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem svæði úr landi Miðengis við Álftavatn er breytt í íbúðarsvæði samræmist ákvæðum gildandi aðalskipulags. Eitt af markmiðum aðalskipulagsins er að skapa fjölbreytta búsetukosti í sveit og þéttbýli og kröftuga uppbyggingu, með framboði íbúðarlóða á skipulögðum íbúðarsvæðum, smábýlum og sveigjanlegum reglum um byggingu íbúðarhúsa á landbúnaðarsvæðum. Þó svo að lóðirnar tvær sem aðalskipulagsbreytingin nær yfir séu vissulega hluti af skipulagi stærra frístundabyggðarsvæði eru þær að mörgu leyti aðskildar frá öðrum lóðum innan svæðisins. Að lóðunum liggur sér afleggjari frá þjóðvegi auk þess sem allar aðrar lóðir innan deiliskipulagssvæðisins, nema ein, eru hinum megin við þjóðveginn sem felur ósjálfrátt í sér ákveðin skil á milli svæðanna. Breytingin felur ekki í sér breytingar á byggingarskilmálum svæðisins að öðru leyti en að hús á lóðunum tveimur verða að samræmast ákvæðum byggingarreglugerðar um íbúðarhús. Þegar hafa verið reist hús á lóðunum tveim sem eru í samræmi við núverandi byggingarskilmála frístundabyggðarinnar og eru húsin í góðu samræmi við önnur hús sem byggð hafa verið innan deiliskipulagssvæðisins og heimilt verður að reisa á öðrum lóðum. Breytingin mun því ekki hafa áhrif á ásýnd svæðisins, heldur eingöngu á skráningu húsana. Þá gerir þéttur og hár skógur innan svæðisins það að verkum að hús innan lóðanna sjást varla frá öðrum lóðum innan skipulagssvæðisins. Það er mat sveitarstjórnar að breyting á landnotkun svæðisins sé í samræmi við markmið aðalskipulagsins um að skapa fjölbreytta búsetukosti í sveit og þéttbýli og að hún komi ekki til með að hafa neikvæð áhrif í för með sér á aðliggjandi frístundabyggðarsvæði. Í gildandi aðalskipulagi er þegar gert ráð fyrir þremur íbúðarhúsasvæðum (Ásborgir, Miðengi og Efri-Brú) sem liggja upp að frístundahúsasvæðum og er umrædd breyting að flestu leyti í samræmi við þá landnotkun. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu í samræmi við bókun sveitarstjórnar.
5. Jarðamörk Hamra.
Fyrir liggur uppdráttur af afmörkun jarðanna Hamra 1 og Hamra 2 gagnvart aðliggjandi jörðum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við þessa afmörkun. Gunnar Þorgeirsson og Guðmundur Ármann Pétursson véku sæti við afgreiðslu málsins.
6. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III í Gistiheimilinu Seli/Selskapur,Seli, 801 Selfoss.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III í Gistiheimilinu Seli/Selskap, Seli, 801 Selfoss. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.
7. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur fengið kynningu á hugmyndum að rammasamkomulagi sem mögulega kann að nást á milli Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. („Fasteign“), lánadrottna félagsins, hluthafa og leigutaka. Megininntak fyrirliggjandi rammasamkomulags kemur fram í kynningu sem lögð hefur verið fram á fundinum. Sveitarstjórn samþykkir að haldið verði áfram samningsumleitunum á þessum forsendum með það að markmiði að ganga frá samningum í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
8. Bréf frá Bjarka Þór Sveinssyni hdl. f.h. Þórs Ingólfssonar og Þórdísar Tómasdóttur vegna skipulagsmála í Kiðjabergi.
Fyrir liggur bréf frá Bjarka Þór Sveinssyni hdl. f.h. Þórs Ingólfssonar og Þórdísar Tómasdóttur vegna skipulagsmála í Kiðjabergi. Lögmanni sveitarfélagsins Óskari Sigurðssyni hrl. var falið að svara bréfinu og staðfestir sveitarstjórn bréf Óskars.
9. Breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020.
Í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 sem kynnt hefur verið skv. 2. mgr. 30. gr.. Í tillögunni felst að íbúðarsvæðið Ásborgir, merkt Íb 11 í aðalskipulaginu, breytist í blandaða landnotkun íbúðarsvæðis og svæði fyrir verslun- og þjónustu til að gefa möguleika á því að nýta þegar byggð og fyrirhuguð íbúðarhús sem gisti- og/eða veitingahús. Borist hafa fjórar athugasemdir við tillöguna auk þess sem fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dags. 10. maí 2011. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi svæðisins skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 óbreytta frá þeirri tillögu sem kynnt var sbr. ofangreint.
10. Önnur mál.
a) Nýr varamaður í sveitarstjórn.
Borist hefur bréf frá Vigdísi Garðarsdóttur dags. 2. júní 2011 þar sem hún tilkynnir flutning úr sveitarfélaginu. Sveitarstjórn óskar eftir að kjörnstjórn útbúi kjörbréf fyrir nýjan varamann K-lista.
b) Almenningssamgöngur á Suðurlandi, greinargerð, drög að samningi og kostnaðarskipting.
Fyrir liggur greinargerð um almenningssamgöngur á Suðurlandi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga ásamt drögum að kostnaðarskiptingu. Sveitarstjórn fagnar auknum almenningssamgöngum og hvetur til þess að sveitarfélög á Suðurlandi taki þátt í verkefninu.
Til kynningar
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 788. stjórnarfundar, 24.06 2011.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 204. stjórnarfundar 10.06 2011.
Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um fráveitur sveitarfélaga.
Þjóðskrá Íslands, fasteignamat 2012.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands. Fundargerð 301. stjórnarfundar 14.06 2011.
Minnisblað frá framkvæmdarstjóra Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 13.06 2011.
Skólanefnd Tónlistarskóla Árnesinga. Fundargerð 157. Fundar, 14.06 2011.
Veiðifélag Árnesinga. Fundargerð aðalfundar 28.04 2011.
Almenningssamgöngur á Suðurlandi, greinargerð, drög að samningi og kostnaðarskipting.
Safetravel, fréttabréf Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, júní 2011.
Hestamannafélagið Trausti, ársreikningur 2010.
Hestamannafélagið Trausti, ársskýrsla 2010.
Kvenfélag Grímsneshrepps, ársreikningur 2010.
Hjálparsveitin Tintron, ársskýrsla 2010.
Hjálparsveitin Tintron, ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Háskólafélag Suðurlands ehf. Fundargerð 3. aðalfundar, 14.06 2011.
Háskólafélag Suðurlands ehf. Skýrsla stjórnar og framkvæmdarstjóra vegna aðalfundar.
Háskólafélag Suðurlands ehf, ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Brunavarnir Árnessýslu, ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Íslandsstofa, fréttablað 1. tbl 2. árg 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Skógrækt ríkisins, ársrit 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Ferðafélag Íslands, árbók 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:45