Fara í efni

Sveitarstjórn

218. fundur 13. mars 2008 kl. 17:00 - 17:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Ásdís Lilja Ársælsdóttir
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a) Umsókn Orkuveituveitu Reykjavíkur um framkvæmdaleyfi vegna borunar á rannsóknarholum í landi Hallkels- og Klausturhóla.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. mars 2008 liggur frammi á fundinum

2. Beiðni foreldra barna í 7. bekk að 8. bekkur verði starfræktur í Grunnskólanum Ljósuborg á næsta skólaári.
Lagt er fram erindi foreldra barna í 7. bekk Grunnskólans Ljósuborgar um að 8. bekkur verði starfræktur í skólanum á næsta skólaári en afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta sveitarstjórnarfundi. Erindið hefur verið tekið fyrir í leik- og grunnskólaráði, sveitarstjórn, foreldraráði og haldinn hefur verið fundur með fulltrúum Bláskógabyggðar um málið. Þá hefur verið leitað álits skólastjóra og starfsfólks skólans sem hefur lýst faglegum áhuga og getu til að leysa verkefnið. Skólastjóri hefur lagt fram upplýsingar um þörf á aukningu kennslukvóta og stöðugildum kennara. Meirihluti sveitarstjórnar samþykkir að verða við ósk foreldra 7. bekkjar og hafa 8. bekk næsta skólaár í Grunnskólanum Ljósuborg. Þessi ákvörðun er ekki fordæmisgefandi enda verður leik- og grunnskólaráði og foreldraráði falið að vinna greinargerð/tilögur um framtíðarskipan í skólamálum sveitarfélagsins. Niðurstaða skal liggja fyrir ekki seinna en í enda nóvember 2008 . Samtímis er verið að vinna að greiningu á húsnæðisþörf skólanna og er sú vinna þegar hafin. Áætlaður kostnaðarauki við verkefnið vegna aukningu á kennslukvóta á skólaárinu 2008/2009 er um kr. 2.000.000 og breytingar á húsnæði í 1. áfanga og kennslutæki um kr. 2.500.000. Gert verður verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Fulltrúar C-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

3. Önnur mál.
a) Umsókn Orkuveitu Reykjvíkur um framkvæmdaleyfi vegna borunar á rannsóknarholum í landi Hallkels- og Klausturhóla.
Lagt er fram erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna borunar á rannsóknarholum í landi Hallkels- og Klausturhóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita framkvæmdaleyfi, skv. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir borun á rannsóknarholum á því svæði sem lýst er í umsókninni og meðfylgjandi greinargerð til Skipulagsstofnunar frá því í janúar 2008 og felur skipulagsfulltrúa að gefa framkvæmdaleyfið út.

Getum við bætt efni síðunnar?