Sveitarstjórn
Oddviti leitaði afbrigða
a) Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.
b) Netsamband í sveitarfélaginu.
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. febrúar 2008 liggur frammi á fundinum
2. Fundargerðir.
a) 2. fundur bygginganefndar uppsveita Árnessýslu, 26.02.2008.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.
b) 46. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 26.02.2008.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.
c) Drög að fundargerð Leik- og grunnskólaráðs, 28.02.2008.
Drög að fundargerð lögð fram ásamt aðsendum erindum. Varðandi lið nr. 2 um kennslukvóta og viðbótarkennslukvóta grunnskólans fyrir skólaárið 2008-2009 er kennslukvótar samþykktir. Varðandi lið nr. 3 um ósk um viðbótar starfsdag fyrir kennara í grunnskólanum í vor er hún samþykkt. Varðandi lið nr. 4. um ósk kennara grunnskólans og annara starfsmanna skólana um uppbót á laun þá felur sveitarstjórn sveitarstjóra að athugað verði hvernig sambærileg sveitarfélag hafa brugðist við sambærilegum óskum um launauppbót og haft verði samráð við launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Varðandi lið nr. 5 um ósk frá foreldrum barna í 7. bekk að 8. bekkur verði starfræktur í Ljósuborgarskóla á næsta skólaári kom Hilmar Björgvinsson skólastjóri inn á fund og fór yfir málið. Málinu frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.
d) 99. fundur félagsmálanefndar, 12.02.2008.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
e) Fundargerð skólalóðarnefndar, 20.02.2008.
Fundargerðin lögð fram. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að láta gera verðkönnun hjá þeim aðilum sem hafa reynslu og/eða sérþekkingu á einstaka verkþáttum umhverfis skóla, eins og leiktæki, hitalagnir, hellur og frágang þeirra og ganga til samninga á þeim grundvelli.
3. Þriggja ára fjárhagsáætlun.
Sjá áður útsend gögn með 1. umræðu. Fulltrúar C-lista lýsa furðu á því að ekki sé gert ráð fyrir kaupum á skrifstofu- og skólahúsnæði eins og stendur í stefnuskrá K-listans. Fulltrúar K-listans lýsa því yfir þau mál verði skoðuð þegar þar að kemur. Sveitarstjórn samþykkir 3. ára fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2009-2011.
4. Reglur sveitarfélagsins um heimgreiðslur til foreldra/forráðmanna barna á aldrinum 12.-18. mánaða.
Reglur sveitarfélagsins um heimgreiðslur til foreldra/forráðmanna barna á aldrinum 12.-18. mánaða lagðar fram og staðfestar af hálfu sveitarstjórnar.
5. Kynningarfundur vegna aðalskipulags.
Sveitarstjórn ákveður að haldinn verði kynningarfundur vegna aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í Félagsheimilinu á Borg fimmtudaginn 13. mars nk. kl. 20:00.
6. Makaskipti á landi á Borg.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til viðræðna og samninga við landeigendur á Stóru Borg vegna makaskipta á landi við Borg, vegna fyrirhugaðar uppbyggingar á verslun og bensínstöð og aðkomu að iðnaðarsvæði sveitarfélagsins.
7. Yfirlýsing vegna borholu á Borg.
Lögð fram yfirlýsing frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf um eignarrétt sveitarfélagsins á borholu á Borg.
8. Beiðni um umsögn vegna rekstarleyfis til gistingar og veitinga að Brekkukoti á Sólheimum.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðan afgreiðslutíma skv. umsókninni og staðfestir að staðsetning Brekkukots sé skv. reglum sveitarfélagins.
9. Beiðni um styrk frá Ungmennafélaginu Hvöt.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmennafélaginu Hvöt fyrir árið 2008 rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 200.000 og að félagið fái úthlutað án endurgjalds umbeðna 5 tíma í íþróttamiðstöðinni þar sem innifalið er aðstaða í sal, tæki og sundlaug auk þess að leggja til nauðsynlega tíma í íþróttamiðstöðinni fyrir íþrótta- og tómstundastarf sem Ungmennafélagið stendur fyrir í samstarfi við grunnskólann.
10. Sorpstöð Suðurlands-Framtíðarlausnir-
Lagt er fram yfirlit frá Sorpstöð Suðurlands um kostnað aðildarsveitarfélagana vegna sorpmeðhöndlunar eftir lokun Kirkjuferjuhjáleigu og við framtíðarlausnir.
11. Sameiginlegt útboð á söfnun og flutningi á pappír og umbúðarúrgangi.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í sameiginlegu útboði Sorpstöðvar Suðurlands á söfnun og flutningi á pappír og umbúðarúrgangi.
12. Beiðni um umsögn um frumvörp til skipulagslaga, mannvirkjalaga og brunavarnarlaga.
Lögð fram beiðni frá Umhverfisnefnd Alþingis um umsögn um frumvörp til skipulagslaga, mannvirkjalaga og brunavarnarlaga. Málinu frestað.
13. Beiðni um tengingu á köldu og heitu vatni í sumarbústaðahverfi austan . Bjarkarborga úr landi Brjánsstaða.
Lögð fram beiðni frá Eignarhaldsfélaginu Foxflugi ehf um tengingu á köldu og heitu vatni í sumarbústaðahverfi austan Bjarkarborga úr landi Brjánsstaða sem kallast Smámýravegur. Sveitarstjórn telur að ekki sé hægt að verða við erindinu á þessu ári en að gert verði ráð fyrir þeim í veituáformum sveitarfélagsins.
14. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarp til laga um frístundabyggð.
Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarp til laga um frístundabyggð. Sveitarstjórn tekur undir umsögnina en bendir þó sérstaklega á að ákvæði 11. og 12. gr. frumvarpsins um einhliða rétt leigutaka til að framlengja leigusamning eru mjög ósanngjörn gagnvart landeigendum og þeim samningum sem nú þegar kunna að liggja fyrir og kveða á um framlengingu leigusamninga. Telur sveitarstjórn vafasamt að þessi ákvæði standist ákvæði annarra laga og ákvæði stjórnarskrár um vernd eignarréttar. Þá telur sveitarstjórn að vandséður sé tilgangur og hlutverk kærunefndar frístundabyggðamála þar sem þegar séu næg úrræði til að leysa ágreiningsmál innan stjórnsýslunnar og eftir atvikum fyrir dómstólum.
15. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að fella niður næsta fund sveitarstjórnar þann 20. mars nk. þar sem hann ber upp á skírdag. Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 13. mars 2008, kl. 17:00.
16. Önnur mál.
a) Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.
Samþykkt að Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi Eignarhaldsfélagis Fasteignar hf þann 11. mars nk.
b) Netsamband í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn lýsir yfir megnum vonbrigðum með möguleika á háhraðatengingum og aðgang að veraldarvefnum til náms og starfa í sveitarfélaginu. Skorað er á Samgönguráðherra að bætt verði úr háhraðatenginum á jafn þéttbýlu svæði og í uppsveitum Árnessýslu.
17. Til kynningar
a) Ársyfirlit Ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu.
b) Bréf frá Varasjóði húsnæðismála um sölu- og rekstrarframlög, dags. 14.02.2008
c) Bréf Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi vegna umsókna um styrk vegna aðgengis fatlaðra að opinberrum byggingum og þjónustustofnunum, dags. 05.02.2008.
d) Bréf frá Fornleifavernd ríkisins vegna deiliskipulags lóðar úr landi Syðri Brúar, dags. 18.02.2008.
e) Bréf frá Landsstaðardagskrá Staðardagskrá 21 í fámennum sveitarfélögum, dags. 25.02.2008.
f) Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um skrá yfir eftirlitsskylda aðila á svæðinu, dags. 26.02.2008.
g) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 106. stjórnarfundar.
h) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 155. stjórnarfundar.
i) SASS. Fundargerð aukaaðalfundar 15.02.2008.
j) AÞS. Fundargerð aukaaðalfundar 15.02.2008.
k) SASS. Fundargerð 411. stjórnarfundar.