Fara í efni

Sveitarstjórn

214. fundur 17. janúar 2008 kl. 09:00 - 12:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Sverrir Sigurjónsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a) Framkvæmdaleyfi og efnistaka vegna Búrfellsvegar.

b) Greiðsla fyrir setu í foreldraráði grunnskóla.

c) Tippur fyrir jarðvegsúrgang í Seyðishólum. 

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. desember 2007, liggur frammi á fundinum.

2. Fundargerðir.
a) Leik- og grunnskólaráð, 22.01.2008.
Drög að fundargerðinni lögð fram.

b) Foreldraráð Ljósuborgarskóla, 18.12.2007.
Fundargerðin lögð fram.

c) Fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu, 08.12.2007.
Fundargerðin lögð fram auk húsaleigusamnings milli Björgunarfélags Árborgar og Brunavarna Árnessýslu vegna Árvegar 1, Selfossi. Sveitarstjórn staðfestir fundargerð og leigusamning.

d) Fundargerð 153. stjórnarfundar Sorpstöðvar Suðurlands, 20.12.2007.
Fundargerðin lögð fram auk bréfs frá Sorpstöð Suðurlands þar sem óskað er eftir staðfestingu á fundargerðinni og afstöðu varðandi nýjan samstarfssamning. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina og samþykkir að taka þátt í nýjum samstarfssamningi.

3. Umsögn um frumvörp til laga um Framhaldsskóla, Menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda o.fl., Leikskóla og Grunnskóla.
Lögð eru fram drög að fundargerð leik- og grunnsólaráðs frá 15. janúar sl. þar sem fjallað var um og ályktað um frumvörp til leik- og grunnskólalaga. Sveitarstjórn samþykkir að fela Ingvari Ingvarssyni og Gunnari Þorgeirssyni að semja og senda umsögn vegna ofangreindra frumvarpa.

4. Gámasvæði í Seyðishólum.
Sveitarstjórn samþykkir að fela Verkfræðistofu Suðurlands hönnun, tilboðsgerð og eftirlit vegna uppbyggingar á gámasvæði á Seyðishólum og felur sveitarstjóra að ganga til samninga vegna einstakra verkþátta.

5. Gatnagerð á Borg.
Sveitarstjórn samþykkir að fela VGK-Hönnun hönnun, tilboðsgerð og eftirlit vegna gatnaframkvæmda og lagningu bundis slitslags á götur og bílastæða á Borg, skv. framlögðu tilboði og felur sveitarstjóra að ganga til samninga vegna einstakra verkþátta.

6. Efnistökuáætlun vegna námu sveitarfélagsins í Seyðishólum.
Lögð er fram drög að efnistökuáætlun vegna námu sveitarfélagsins í Seyðishólum. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

7. Nefnd vegna aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020.
Sveitarstjórn samþykkir að stofna tímabundið aðalskipulagsnefnd til að vinna með skipulagsfræðingum sveitarfélagsins vegna vinnu við aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Nefndina skipa Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri, Ingvar Ingvarsson oddviti og Gunnar Þorgeirsson. Varamenn eru Sigurður Jónsson, Ólafur I. Kjartansson og Hildur Magnúsdóttir. Greitt verður fyrir hefðbundin nefndarstörf á síðasta ári.

8. Skólalóð á Borg.
Sveitarstjórn samþykkir að fela Birki Einarssyni landslagsarkitekt að ljúka hönnun og eftir atvikum tilboðsgerð og eftirlit vegna skólalóðar og bílastæða á Borg og felur sveitarstjóra að ganga til samninga vegna einstakra verkþátta.

9. Nefnd um húsnæðismál leik- og grunnskóla.
Sveitarstjórn samþykkir að fela skólalóðanefnd auk leikskólastjóra hugmyndavinnu um húsnæðismál leik- og grunnskóla.

10. Heimasíða sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að auka tímafjölda starfsmanns sem fer með umsjón heimasíðu sveitarfélagsins og grunnskólans úr 2 tímum á viku í 4 tíma.

11. Umsókn um lóð að Hraunbraut 10.
Lögð er fram umsókn Sveins Ívarssonar um að fá úthlutað lóðinni Hraunbraut 10 á Borg til að byggja þar vinnustofu og einbýlishús. Sveitarstjórn samþykkir að breyta skipulagsskilmálum vegna lóðarinnar þannig að þar verði einnig heimilt að byggja einbýlishús og að jafnframt nái sú breyting einnig til lóðanna Hraunbrautar 4, 6 og 8. Ingvar Ingvarsson víkur sæti við afgreiðslu málsins.

12. Aukaaðalfundur SASS og AÞS.
Sveitarstjórn samþykkir að fela þeim Ingvari Ingvarssyni og Gunnari Þorgeirssyni að vera fulltrúar sveitarfélagsins á aukaaðalfundi SASS og AÞS þann 25. janúar nk.

13. Framkvæmdaleyfi vegna náma í sveitarfélaginu.
Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar um námur, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórn beinir því til þeirra aðila sem eiga námur í sveitarfélaginu að ljúka undirbúning fyrir framkvæmdaleyfi en eftir 1. júlí 2008 er efnistaka óheimil án framkæmdaleyfis.

14. Samningur um innheimtu vanskilakrafna.
Lagður er fram samningur um innheimtu vanskilakrafna við Intrum og Lögheimtuna.

15. Mat á eignum hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að fela Berki Brynarssyni verkfræðingi að meta eignir hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps í samráði við endurskoðanda og lögmann sveitarfélagsins.

16. Afsláttur starfsmanna Grímsnes- og Grafningshrepps að sundlauginni á Borg.
Sveitarstjórn samþykkir að fastráðnir starfsmenn sveitarfélagsins fái helmings afslátt af aðgangseyri að sundlauginni á Borg. Sigurður Jónsson lýsir sig mótfallinn hugmyndinni.

17. Úrskurðir úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í málum nr. 122/2007 og 131/2007, dags. 08.01.07.
Sveitarstjórn lýsir sig ósammála niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og telur fráleitt að afgreiðsla á samþykki fundargerðar skipulagsnefndar hafi ekki verið með fullnægjandi hætti. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins að sjá um framgang málsins.

18. Önnur mál.
a) Framkvæmdaleyfi og efnistaka vegna Búrfellsvegar.
Lagt er fram bréf frá Vegagerðinni þar sem farið er fram á framkvæmdaleyfi vegna breytinga á Búrfellsvegi og efnistöku úr námu sveitarfélagins í Seyðishólum, allt að 40.000m3. Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna vegarins enda verði gert ráð fyrir reiðvegi með veginum. Þá verði heimiluð efnistaka úr námu sveitarfélagins í Seyðishólum enda greiði Vegagerðin fyrir efnistökuna og hún unnin í samráði við umsjónarmenn námanna.

b) Greiðsla fyrir setu í foreldraráði grunnskóla.
Sveitarstjórn samþykkir að greiða vegna setu í foreldraráði Grunnskólans Ljósuborgar venjulega nefndarþóknum fyrir hvern setin fund.

c) Tippur fyrir jarðvegsúrgang í Seyðishólum.
Sveitarstjórn samþykkir að opna aftur fyrir losun jarðvegsúrgangs í námu sveitarfélagsins í Seyðishólum enda sé það gert í samráði við umsjónaraðila svæðisins.

19. Til kynningar.
a) Bréf frá Umhverfisstofnun um endurgreiðslu vegna refa- og minnkaveiða, dags. 14.12.2007.
b) Bréf frá Samgönguráðuneytinu um breytingar á stjórnarráðinu, dags. 28.12.2007.
c) Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu v/jöfnunarsjóðs um framlag til sérþarfa fatlaðara nemenda v/2008, dags. 20.12.2007.
d) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna breytingu á aðalskipulagi v/iðnaðarsvæðis á Nesjavöllum og Nesjavallalínu, dags. 20.12.2007.
e) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna borunar rannsóknarhola í landi Hallkels- og Klausturhóla, dags. 17.12.2007.
f) SASS. Fundargerð 409. stjórnarfundar.
g) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 104. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?