Fara í efni

Sveitarstjórn

493. fundur 04. nóvember 2020 kl. 10:00 - 13:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir í fjarfundarbúnaði
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarfundarbúnaði
  • Smári Bergmann Kolbeinsson í fjarfundarbúnaði
  • Ingibjörg Harðardóttir í fjarfundarbúnaði
  • Bjarni Þorkelsson í fjarfundarbúnaði
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

Oddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða

a)      Verðkönnun í ráðgjöf vegna undirbúnings að útboði á sorphirðu.

1.   Fundargerðir

a)      Fundargerð 204. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 21. október 2020.

Mál nr. 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28 og 32 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 204. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 21. október 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 20: 2010050 - Kringla 4 L227914; Vegaframkvæmdir; Framkvæmdaleyfi.

Lögð fram til kynningar útgáfa framkvæmdaleyfis vegna veglagningar í landi Kringlu 4. Í framkvæmdinni felst veglagning á grunni samþykkts deiliskipulags fyrir svæðið.

Mál nr. 21: 2010071 - Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Deiliskipulag.

Lögð er fram skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps og nýs deiliskipulags að Króki L170822. Umsækjandi er Suðurdalur ehf. Innan lýsingar kemur m.a. fram að fyrirhugað sé að reisa 3,9 MW gufuaflsvirkjun. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði 3 borholur ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 22: 2010032 - Stóra-Borg lóð 13 L218057; Pallur og kúlutjald; Fyrirspurn.

Lögð er fram fyrirspurn frá Ögmundi Gíslasyni vegna áætlana um að setja upp kúlutjöld og palla á landi nr. 13 við Stóruborg.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að afla frekari upplýsinga.

Mál nr. 23: 2010046 - Efri-Brú Sökk lóð 5 L198862; Frístundalóð í íbúðalóð; Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn ásamt tillögu frá Landhönnun slf. f.h. Ara Sigurðssonar er varðar breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst að 2 ha spildu í landi Efri-Brúar er breytt úr frístundasvæði í íbúðarsvæði.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til umræðu í endurskoðun aðalskipulagsins.

Mál nr. 24: 2010042 - Efri-Brú Sökk lóð 5 L198862; Frístundalóð í íbúðalóð; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Landhönnun slf. f.h. Ara Sigurðssonar er varðar breytingu á deiliskipulagi að Efri-Brú lóð 5. Í breytingunni felst að 2 ha spildu í landi Efri-Brúar breytist úr frístundalóð í íbúðarlóð.

Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða þar sem það er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Mál nr. 25: 2008091 - Grýluhraun 1, 3 og 5; Farborgir; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram að nýju umsókn vegna sameiningar lóða að Grýluhrauni 1,3 og 5. Samhliða eru lagðar fram athugasemdir umsækjanda og lóðarhafa við fyrri afgreiðslu skipulagsnefndar og sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókun sína vegna málsins og bendir á að þótt svo að helsta markmið ákvæða aðalskipulags sé að ekki sé heimiluð fjölgun lóða innan þegar skipulagðra frístundasvæða að þá eigi ákvæði þetta sannarlega við einnig vegna sameiningar á lóðum. Slíkt er fordæmisgefandi gagnvart sambærilegum beiðnum og þarf því að huga vel að því að slíkar heimildir séu vel rökstuddar. Séu veittar heimildir fyrir sameiningum lóða óháð rökstuðningi gerir það sveitarstjórn erfitt fyrir gagnvart beiðnum sem er eingöngu ætlað að losna undan sameiginlegum kostnaði innan sumarhúsahverfa eða til að auka byggingarheimildir innan lóða byggi þær á nýtingarhlutfalli.

Mál nr. 26: 2006012 - Gilvegur 3 L194826; Ormstaðir; Breyting á byggingarskilmálum; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram athugasemd umsækjanda vegna bókunar frá 201. fundi skipulagsnefndar sem sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps staðfesti á fundi sínum þann 16.9.2020. Innan athugasemdar er gerð athugasemd við ákvörðun skipulagnefndar um að takmarka byggingarmagn svæðisins við 140 fm. þar sem sótt var um að byggingarheimild yrði 200 fm. samkvæmt umsókn. Umsækjandi telur að lóðin beri meira byggingarmagn í samræmi við nýtingarhlutfall 0,03.

Sveitarstjórn lagði til breytta skilmála vegna deiliskipulagsbreytingar á 490. fundi sveitarstjórnar. Var þeim ætlað að taka mið af athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma skipulagsins og beiðni umsækjanda um aukningu á byggingarheimildum. Í því fólst m.a. að stærð sumarhúss á lóð takmarkist við 140 fm og aukahúss á lóð við 40 fm. Heildar byggingarmagn innan lóða fari þó aldrei fyrir 0,03. Að auki er ekki lagt bann við 15 fm. smáhýsum sbr. gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar er varðar minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi. Hámarks byggingarmagn innan lóða geti því orðið allt að 195 fm eða að öðrum kosti upp að nýtingarhlutfalli 0,03. Stærðir lóða innan deiliskipulagsins eru á bilinu 4.800-50.000 fm. og á því hámarks nýtingarhlutfall 0,03 við innan lóða á skipulagssvæðinu. Er því almennt verið að auka byggingarheimildir innan svæðisins um sem nemur 80 fm frá núgildandi skipulagsskilmálum. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að auka heimildir innan svæðisins enn frekar enda samræmist það illa þeirri byggð sem fyrir er innan svæðisins. Almennt eru ekki settir fram sérstakir skilmálar fyrir stakar lóðir innan skipulagssvæða.

Mál nr. 27: 1910010 - Tjarnarhólar; Útivistar og göngusvæði; Deiliskipulag.

Lagt er fram deiliskipulag fyrir Tjarnarhóla, útvistar og göngusvæði, eftir auglýsingu ásamt athugasemdum og umsögnum sem bárust á auglýsingatíma skipulagsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins. Lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. og skipulagsfulltrúa falið að skoða nánar athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma skipulagsins.

Mál nr. 28: 2010070 - Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps og nýs deiliskipulags að Króki L170822. Umsækjandi er Suðurdalur ehf. Innan lýsingar kemur m.a. fram að fyrirhugað sé að reisa 3,9 MW gufuaflsvirkjun. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði 3 borholur ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 32: 2010003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 20-129

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 21. október 2020.

 b)     Fundargerð 21. fundar stjórnar Bergrisans, 12. október 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)      Fundargerð fundar lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum, 20. október 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð 10. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 25. september 2020.

      Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð 11. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 29. september 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 12. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 8. október 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 3. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 7. október 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)     Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 16. október 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 2.  Fundartími sveitarstjórnar.

Oddviti leggur fram tillögu um að fundartími sveitarstjórnar taki breytingum fram til 1. apríl 2021. Í stað þess að fundirnir verði fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar kl. 9.00 eins og samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps segir til um, verði fundirnir þess í stað kl. 13.00 þá sömu daga eftir aðstæðum. Fundartíma hverju sinni skal tilkynna í fundarboði, sem skal sent út ekki síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund líkt og samþykktin kveður á um.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytinguna.

 3.  Skipurit og starfslýsing sveitarstjóra.

Fyrir liggja drög að skipuriti sveitarfélagsins og starfslýsingu sveitarstjóra. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

 4.  Lántaka Brunavarna Árnessýslu vegna kaupa á stigabíl.

Lögð er fram bókun vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga í tengslum við kaup á stigabíl;

Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð  100.000.000 kr., í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Lánið er tekið í tvennu lagi, 30 millj.kr. á árinu 2020 og 70 millj.kr. á árinu 2021.

Grímsnes- og Grafningshreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýjum stigabíl til slökkvistarfa sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Grímsnes- og Grafningshreppur skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Grímsnes- og Grafningshreppur selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Grímsnes- og Grafningshreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ingibjörgu Harðardóttur  kt. 020371-4639 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða bókunina.

5.  Bréf frá Óskari Magnússyni f.h. Kerfélagsins ehf. vegna skipulagsmála við Kerið

Fyrir liggur bréf frá Óskari Magnússyni f.h. Kerfélagsins ehf. dags. 18. október 2020 þar sem óskað er eftir því að sérstaða Kersins verði nánar áréttuð í hverfisverndarákvæðum svæðisins (H1) í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Þar komi m.a. skýrt fram að einvörðungu verði heimil ein aðkoma að Kerinu í samræmi við þegar samþykkt deiliskipulag Kersins og að óheimilt verði að reisa mannvirki á efstu brún Kersins.

Sveitarstjórn vísar málinu til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd.

 6.  Vöktun Þingvallavatns.

Fyrir liggur erindi frá Jónu Kolbrúnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra rekstrarsviðs hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum dags. 26. október 2020, þar sem óskað er eftir aukaframlagi frá aðstandendum vöktunarinnar til þess að hægt sé að ljúka verkefninu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umbeðið viðbótarframlag.

7.  Bréf frá Hannesi Lárussyni f.h. Íslenska bæjarins ehf. þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda.

Fyrir liggur bréf frá Hannesi Lárussyni f.h. Íslenska bæjarins ehf. dags. 26. október 2020 þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda af fasteigninni F220-8648. Fasteignin var friðlýst af menntamálaráðherra þann 5. maí 2020 og er óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda ásamt endurgreiðslu þeirra fasteignagjalda sem greidd hafa verið síðan friðlýsing var undirrituð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.

8.  Bréf frá Páli Helga Möller vegna flóða á Nesvegi í Vaðnesi.

Fyrir liggur bréf frá Páli Helga Möller, dags. 23. október 2020 um flóð á Nesvegi í Vaðnesi. Forsagan er sú að á undanförnum árum hafa orðið nokkur flóð á svæðinu við Nesveg og því hafa frístundahúsaeigendur á svæðinu verið að skoða möguleika á framkvæmdum til að reyna að bæta úr aðstæðum. Í greindu bréfi er óskað eftir sveitarfélagið finni ásættanlega lausn til að koma í veg fyrir frekari flóð. Deiliskipulag fyrir sumarhúsasvæði í Vaðnesi var samþykkt í sveitarstjórn þann 4. október 2005. Á þeim tíma var í gildi fjarlægðarregla í þágildandi skipulagsreglugerð nr. 400/1998 varðandi nálægð mannvirkja við ár og vötn. Samkvæmt nefndri reglugerð skyldi gæta að því að byggja ekki nær vötnum, ám eða sjó en 50m og að ekki yrði hindruð leið fótgangandi meðfram þeim, skv. ákvæði gr. 3.1.4. og gr. 4.15.2.  Við gerð gildandi deiliskipulags var fylgt greindri 50 metra fjarlægðarreglu við afmörkun byggingarreita á svæðinu. Þessi sama regla er í gildandi skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gr. 5.3.2.14. Af því leiðir að við meðferð og afgreiðslu deiliskipulagsins fylgdi sveitarfélagið fyrirmælum laga og reglugerða varðandi fjarlægðarmörk bygginga frá ám og vötnum. Að því sögðu, þá er sveitarfélagið sjálft meðeigandi að dæluskúr á svæðinu og sem meðeigandi byggingar á svæðinu er það reiðubúið til þess að að fara yfir þessi mál á svæðinu með bréfriturum og öðrum fasteignareigendum á svæðinu.

9.  Starfsskýrsla og ársreikningur Hestamannafélagsins Trausta fyrir árið 2019..

Fyrir liggur starfsskýrsla og ársreikningur Hestamannafélagsins Trausta fyrir árið 2019.

Lagt fram til kynningar.

10.  Beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni varðandi móttöku flóttafólks.

Fyrir liggur bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 26. október 2020, þar sem óskað er eftir sveitarfélögum til þátttöku í tilraunaverkefni á vegum ráðuneytisins sem felst í móttöku flóttafólks. Um er að ræða reynsluverkefni til eins árs.

Lagt fram til kynningar.

11.  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXXV. landsþing Sambandsins.

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. október 2020 þar sem tilkynnt er að XXXV. landsþing Sambandsins verði haldið rafrænt þann 18. desember n.k.

Lagt fram til kynningar.

12.  Fyrirspurn Jóns Þóris Frantszonar, forstjóra Íslenska Gámafélagsins ehf., um afdrif úrgangs í sveitarfélaginu.

Fyrir liggur bréf frá Jóni Þóri Frantzsyni forstjóra Íslenska Gámafélagsins ehf. f.h. félagsins, dags. 23. október 2020 þar sem lögð er fram fyrirspurn um afdrif almenns úrgangs sem safnast í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að afla frekari gagna hjá Terra.

13.  Bréf frá Landvernd um vindorku á Íslandi.

Fyrir liggur bréf frá Auði Önnu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar dags. 12. október 2020, þar sem kynnt er skýrsla sem unnin var af Landvernd um virkjun vindorku á Íslandi.

Lagt fram til kynningar.

14.  Tölvupóstur frá Önnu G. Björnsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um málþing um íbúasamráð.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Önnu G. Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26. október 2020, þar sem kynnt er málþing um íbúasamráð sem haldið verður á vefnum 9. nóvember n.k.

Lagt fram til kynningar.

15.  Tölvupóstur frá Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðuskýrslu uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

Lagt fram til kynningar.

16.  Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

17.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

18.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

19.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

20.  Beiðni frá Velferðarnefnd Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

21.  Beiðni frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um fjarskipti, 209. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

22.  Barnvænt sveitarfélag – kynning frá Unicef.

Sveitarstjórn fékk kynningu frá fulltrúum Unicef á Íslandi um verkefnið „Barnvæn sveitarfélög“.

 23.  Önnur mál.

a)      Verðkönnun í ráðgjöf vegna undirbúnings að útboði á sorphirðu.

Fyrir liggja tilboð í ráðgjöf vegna undirbúnings að útboði á sorphirðu. Fjögur tilboð bárust, frá Eflu hf. kr. 4.776.108, Börkur Brynjarsson kr. 3.003.900, Mannvit hf. kr. 5.306.000 og Verkís hf. kr. 3.800.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka lægsta tilboði, frá Berki Brynjarssyni. Oddvita / sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn.

Getum við bætt efni síðunnar?