Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða
a) Fundargerð 1. fundar nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 08.08 2011.
b) Tillögur að færslu hringtorgsins á Borg.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. júlí 2011 lá frammi á fundinum.
2. Fundargerð 37. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 28.07 2011.
Mál nr. 1, 7, 8, 9, 10, 14, 15 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Farið yfir mál nr. 1, 7, 8, 9, 10, 14, 15 og 16, þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.
3. Skýrsla Eflu.
Á fundinn mætti Kristinn Hauksson til að fara yfir ljósleiðaraskýrslu Eflu. Sveitarstjórn óskar eftir tilboði frá Eflu í gerð frumkostnaðaráætlunar á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu.
4. Klæðning á heimreiðar.
Fyrir liggur forgangsröðun samgöngunefndar á þeim heimreiðum sem óskuðu eftir þátttöku í klæðningu. Sólheimar og Eyvík voru þar efst á lista og er komið tilboð frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í klæðninguna. Tilboðið í klæðningu á veg að Sólheimum er að fjárhæð 6.534.142 kr og er 60% hlutur sveitarfélagsins því 3.920.845 kr. en tilboð í klæðingu að Eyvík er kr. 1.500.000 og 60% hlutur sveitarfélagsins 900.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð með fyrirvara um aðkomu Vegagerðarinnar. Guðmundur Ármann Pétursson vék sæti við afgreiðslu málsins.
5. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Skakka Horni, Skyggnisbraut 2B, 801 Selfoss.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Skakka Horni, Skyggnisbraut 2B, 801 Selfoss. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi erindi.
6. Bréf frá Umferðarstofu vegna skýrslu Péturs H. Jónssonar um Biskupstungnabraut milli brúa.
Fyrir liggur bréf frá Umferðarstofu vegna skýrslu Péturs H. Jónssonar um Biskupstungnabraut milli brúa. Skýrslan var send Umferðarstofu til umsagnar og hefur Umferðarstofa ekki forsendur til að meta framangreinda skýrslu en lýsir engu að síður ánægju sinni með framtak Grímsnes- og Grafningshrepps.
7. Bréf frá Umhverfisráðuneyti um þátttöku ungmenna í VII. umhverfisþingi þann 14. október 2011.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfisráðuneyti um þátttöku ungmenna í VII. umhverfisþingi þann 14. október n.k. Leitað er eftir samstarfi við sveitarfélögin um að stuðla að þátttöku ungmenna í þinginu og mælst til að sveitarfélög tilnefni einn til tvo fulltrúa til þátttöku í þinginu. Þátttaka fulltrúa ungmennaráðanna á þinginu er á ábyrgð sveitarfélaganna. Erindið lagt fram.
8. Endurskoðun aðalskiplags Reykjavíkur 2001-2024, verkefnislýsing til umsagnar.
Fyrir liggur verkefnislýsing af endurskoðuðu aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 til umsagnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna.
9. Endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2002-2024, verkefnislýsing til umsagnar.
Fyrir liggur verkefnislýsing af endurskoðuðu aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024 til umsagnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna.
10. Beiðni frá Umhverfisráðuneyti um umsögn vegna nýrrar reglugerðar um landsskipulagstefnu.
Fyrir liggur beiðni frá Umhverfisráðuneyti um umsögn vegna nýrrar reglugerðar um landsskipulagsstefnu. Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
11. Umsögn um reglugerð um framkvæmdarleyfi.
Á fundi sveitarstjórnar þann 15. júní s.l. lá fyrir beiðni Umhverfisráðuneytis um umsögn vegna nýrrar reglugerðar um framkvæmdarleyfi. Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Umsögn skipulags- og byggingarnefndar liggur fyrir og tekur sveitarstjórn undir athugasemdir nefndarinnar.
12. Bréf frá Sverri Sigurjónssyni um lækkun/niðurfellingu á fasteignagjöldum vegna náms.
Fyrir liggur beiðni frá Sverri Sigurjónssyni um lækkun eða niðurfellingu á fasteignagjöldum af íbúðarhúsnæði hans meðan hann er við nám. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
13. Bréf frá Sverri Sigurjónssyni um námsmannaafslátt á leikskólagjöldum.
Fyrir liggur beiðni frá Sverri Sigurjónssyni um námsmannaafslátt á leikskólagjöldum líkt og um einstæða foreldra væri að ræða. Námsmannaafsláttur á leikskólagjöldum hefur ekki verið veittur áður og hafnar sveitarstjórn erindinu.
14. Samningur um almenningssamgöngur milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins.
Fyrir liggur samningur SASS og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur á milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins. Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
15. Viðhald á vegslóða milli Gatfells og Kerlingar.
Fyrir lá nauðsynlegt viðhald vegslóðans inn að Kerlingu, þ.e. leiðin frá Sandkluftavatni að Kerlingu. Ásvélar ehf. var fengið til verksins og var kostnaður að fjárhæð 100.400 kr.
16. Lóðaskil á Borg.
Fyrir liggur ósk frá Matthíasi Nóasyni og Vigdísi Hansen um riftun lóðaleigusamninga að Hraunbraut 10. Sveitarstjórn samþykkir lóðaskilin á grundvelli fyrirliggjandi samnings.
17. Framkvæmdir á Borgarsvæði.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni um verðkönnun á malbikun göngustíga á Borgarsvæðinu. Lægsta tilboðið kom frá Suðurtak ehf. að fjárhæð 4.402.500 kr. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Suðurtaks ehf. og jafnframt að óska eftir verði í malbikun fyrir framan áhaldahús sveitarfélagsins.
18. Viðhald á Félagsheimilinu Borg.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni um verðkönnun á nýjum gluggum í Félagsheimilið Borg. Sveitarstjórn hafnar öllum tilboðunum vegna breyttra forsendna.
19. Kaup á sláttutraktor.
Sláttutraktor sveitarfélagsins er kominn til ára sinna og viðhald orðið mikið. Sveitarstjórn samþykkir að kaupa notaðan sláttutraktor að fjárhæð 1.000.000 kr og verður gert ráð fyrir því við endurskoðun á fjárhagsáætlun.
20. Skipan fulltrúa í fræðslunefnd.
Fyrir liggur að aðalfulltrúi K-lista í fræðslunefnd, Vigdís Garðarsdóttir, er flutt úr sveitarfélaginu. Frestað til næsta fundar.
21. Skipan fulltrúa í æskulýðs- og menningarmálanefnd.
Fyrir liggur að aðalfulltrúi K-lista í æskulýðs- og menningarmálanefnd, Ursula Filmer, hefur beðist lausnar frá störfum. Fulltrúar K-lista tilnefna Ólaf Inga Kjartansson sem aðalfullrúa sinn í æskulýðs- og menningarmálanefnd út kjörtímabilið 2010-2014.
22. Önnur mál.
a) Fundargerð 1. fundar nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 08.08 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Tillögur að færslu hringtorgsins á Borg.
Fyrir liggur tillaga frá Landformi ehf. að staðsetningu á væntanlegu hringtorgi á Borg og undirgöngum undir Biskupstungnabraut. Fjórar mismunandi staðsetningar eru í tillögunni. Samþykkt er að hitta Odd Hermannsson næstkomandi þriðjudag kl. 10:00 og fara yfir tillögurnar.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 205. stjórnarfundar 10.08 2011.
Bréf frá Þjóðskrá Íslands um endurmat á fasteignamati.
Bréf frá Ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda í sveitarfélaginu 2011.
Bréf frá Innanríkisráðuneyti um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2011.
Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti um úthlutun úr Námsgagnasjóði.
Afrit af bréfi frá Skipulagsstofnun vegna deiliskipulags í Suðurkoti.
Bréf frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um öryggisbúnað ungs fólks í vinnu.
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands um að auglýsa eftir umsóknum til að taka að sér undirbúning og framkvæmd 2. Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2012.
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Hvati, tímarit Íþróttasambands fatlaðara 1. tbl 21. árg 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 12:10