Fara í efni

Sveitarstjórn

499. fundur 17. febrúar 2021 kl. 13:00 - 16:10 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.

1.  Fundargerðir

a)      Fundargerð 89. fundar fræðslunefndar, 26. janúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 211. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. febrúar 2021.

Mál nr. 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 26 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 211. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 10. febrúar 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 16: 2101063 - Kiðjaberg lóðir 108, 109, 110, 111; Leiðrétting; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Kiðjabergsfélaginu er varðar beiðni um leiðréttingu á deiliskipulagi Kiðjabergs. Í leiðréttingunni felst breyting á deiliskipulagi. Í henni felst að stærðir lóða 108, 109, 110 og 111 eru leiðréttar í takt við þinglýst skjöl og núverandi kvaðir deiliskipulags. Samhliða er byggingarreitur á lóð 110 stækkaður í takt við umsókn þess efnis sem barst frá lóðarhafa og hefur verið grenndarkynnt. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu sem snúa m.a. að framlagðri breytingu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt hlutaðeigandi lóðarhöfum sem breytingin tekur til.

Mál nr. 17: 2101071 - Arnarbæli 1c L228405; Byggingareitur; Deiliskipulag.

Lögð er fram umsókn frá Kristínu Magnúsdóttir er varðar deiliskipulag á lóð Arnarbælis 1c í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á 2.700 fm byggingarreit þar sem heimilað verður að byggja allt að 200 fm íbúðarhús og 100 fm skemmu/geymslu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr. 18: 2101072 - Kiðjaberg L227823; Hlíð 27; Færsla lóðar fast að 28; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Kiðjaberg ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi að Kiðjabergi. Innan umsóknar er tiltekið að í breytingunni felist að lóð 27 er færð fast upp að lóð 28 og að stærð lóðar 27 breytist og verði 5000 fm að breytingu lokinni. Stærð lóðar 28 breytist í samræmi við breytta stærð lóðar 27 og verður 11.500 fm að breytingu lokinni. Breyting er varðar færslu lóðarinnar hefur tekið gildi og tekur því umrædd breyting eingöngu til breyttra stærða á lóðum..

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum.

Mál nr. 19: 2101018 - Villingavatn L170952; Umsókn um byggingarleyfi; Fyrirspurn.

Lögð er fram fyrirspurn frá Ólöfu H. Bjarnadóttir og Stefáni Kristjánssyni er varðar endurbyggingu sumarhúss á lóð L170952 við Villingavatn. Ætlunin er að reisa nýtt hús um 120 fm að stærð í stað eldri húsa á lóðinni. Lagt fyrir skipulagsnefnd og óskað eftir mati á því hvort einhverjir sjáanlegir annmarkar geti verið á útgáfu bygginguleyfis á svæðinu að mati nefndarinnar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugað byggingarmagn.

Mál nr. 20: 2101029 - Bjarnastaðir I L189338; Bjarnastaðir lóð 1; Stofnun lóðar.

Lögð er fram umsókn frá Ólafi Einarssyni er varðar stofnun 4,8 ha. lóðar úr landi Bjarnastaða I L189338.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um uppfærð gögn og samþykki Vegagerðarinnar vegna aðkomu. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið með fyrrgreindum fyrirvörum.

Mál nr. 21: 2102022 - Stóra-Borg lóð 13 L218057; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst að Stóra-Borg lóð 13 verði skilgreind í aðalskipulagi sem verslunar- og þjónustulóð. Um leið er óskað eftir heimild fyrir deiliskipulagsgerð innan svæðisins. Til stendur að setja upp gistihús/kúlutjöld og leigja þau ferðamönnum. Einnig verði byggð upp viðeigandi þjónusta innan svæðisins. Málið hefur fengið jákvæða umsögn sveitarstjórnar á fyrri stigum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til heildarendurskoðunar aðalskipulags sem nú stendur yfir. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við vinnslu deiliskipulags fyrir svæðið.

Mál nr. 26: 2101004F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-136.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2021.

 c)      Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 4. febrúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð 10. fundar bygginganefndar Búðarstígs 22, 9. febrúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  e)      Fundargerð 26. fundar Bergrisans, 26. janúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 299. fundar Sorpstöðvar Suðurlands, 24. janúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 893. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 16. desember 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)     Fundargerð 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. janúar 2021

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 2.  Innkaupareglur og innkaupastefna Grímsnes- og Grafningshrepps.

Fyrir liggja drög að innkaupastefnu og innkaupareglum fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum.  

 3.  Viðmiðunarreglur um snjómokstur í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggja drög að viðmiðunarreglum um snjómokstur í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að viðmiðunarreglum um snjómokstur.

4.  Erindi frá ungmennaráði Grímsnes- og Grafningshrepps.

Fyrir liggur bréf frá ungmennaráði Grímsnes- og Grafningshrepps, dagsett 4. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið greiði fyrir dagskort í skíðalyftur í Bláfjöllum fyrir alla íbúa sveitarfélagsins í tenglsum við fyrirhugaða skíðaferð í vetrarfríi skólans. Til vara er óskað eftir því að niðurgreiðslan nái til barna á aldrinum 6-18 ára í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita börnum og ungmennum 6-18 ára með lögheimili í sveitarfélaginu frítt lyftukort á tímabilinu 20. febrúar til og með 14. mars 2021.

 5.  Skipulagsmál - 2011022 - Sólheimar, byggðahverfi; 2020-2025; Deiliskipulag.

Lögð er fram að nýju umsókn frá Sólheimum ses. varðandi heildar endurskoðun deiliskipulags að Sólheimum. Innan deiliskipulagsins eru m.a. skilgreindar lóðir og byggingarreitir auk byggingaskilmála. Málinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 2. desember 2020 og er nú tekið fyrir að nýju.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 6.  Erindi til sveitarstjórnar frá Magnúsi Ingberg Jónssyni vegna Lyngdals (L168232).

Lagt fram að nýju erindi frá Magnúsi Ingberg Jónssyni, dagsett 28. desember 2020, þar sem óskað er eftir tilboði frá sveitarfélaginu í jörðina Lyngdal (L168232). Fyrir liggur minnisblað Smára Bergmann Kolbeinssonar frá fundi hans með Magnúsi þann 10. febrúar síðastliðinn þar sem kemur fram að landið sé til sölu fyrir 120 milljónir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna kaupum á jörðinni Lyngdal á þessum kjörum.
Ingibjörg Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 7.  Tilkynning um kæru 13/2021 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Fyrir liggur tilkynning um kæru nr. 13/2021 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð er sú ákvörðun sveitarstjórnar að setja þann fyrirvara við samþykki skiptingu jarðarinnar Foss í Grímsnes- og Grafningshreppi að samþykki aðliggjandi landeigenda liggi fyrir.

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða svar skipulagsfulltrúa við kærunni.

 8.  Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

Fyrir liggur bréf frá kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsett 8. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins fyrir aðalfund sjóðsins sem áformað er að halda þann 26. mars næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík.

Bréfið lagt fram til kynningar.

 9.  Aðalfundur Samorku 2021.

Fyrir liggur bréf frá framkvæmdastjóra Samorku, dagsett 9. febrúar 2021, um að aðalfundur Samorku verði haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 og í fjarfundi miðvikudaginn 10. mars 2021.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Smári Bergmann Kolbeinsson og verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

 10.  „Fjármálastjórnun sveitarfélaga“ – Lokaverkefni Gunnlaugs A. Júlíussonar til MS-gráðu í viðskiptafræði.

Fyrir liggur lokaverkefni Gunnlaugs A. Júlíussonar til MS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, „Fjármálastjórnun sveitarfélaga“. Sveitarstjórn þakkar fyrir sendinguna.

Lagt fram til kynningar.

11.  Félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 39/2021, frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (barnaverndarþjónusta, umdæmisráð barnaverndar, samþætting o.fl.).

Fyrir liggur að birt er til samráðs frá félagsmálaráðuneytinu mál nr. 39/2021, frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (barnaverndarþjónusta, umdæmisráð barnaverndar, samþætting o.fl.).

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

12.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.

Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

13. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps leggst alfarið gegn ákvæði frumvarpsins um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Engin haldbær rök hafa verið færð fyrir þeirri tölu sem nefnd er í frumvarpinu sem lágmarksíbúafjöldi, né útskýrt að hvaða leyti sú íbúatala á að hjálpa sveitarfélögum við að ná markmiðum um sjálfbærni og eflingu sveitarstjórnarstigsins. Sveitarstjórn telur jafnframt að lögþvingun af þessu tagi sé ekki í samræmi við það lýðræði og sjálfsstjórnarrétt sem fjallað er um í greinargerð frumvarpsins. Frumvarpið nær ekki að styðja við markmið um eflingu sveitarfélagastigsins að ráði, en getur þvert á móti leitt til veikingar byggða á ákveðnum svæðum. Sveitarstjórn hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að virða lýðræðislegan rétt íbúa til að eiga val um það með kosningarétti sínum hvernig best er að haga sveitarfélagaskipan á hverju svæði. Sameining sveitarfélaga getur verið góður valkostur, en meginatriði er að hún verði á grundvelli ákvörðunar íbúanna sjálfra.

Sveitarstjórn setur stórt spurningarmerki við lögmæti frumvarpsins og vísar sérstaklega til 78. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. bréf Óskars Sigurðssonar hrl. frá 17. febrúar 2021 með athugasemdum við frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Sveitarstjórn hvetur eindregið til að samþykkt verði tillaga starfshóps minni sveitarfélaga, þar sem lagt er til að fallið verði frá íbúalágmarki og sveitarstjórnum og íbúum í sjálfsvald sett að ákveða hvort þörf eða forsendur séu til sameiningar. Sveitarstjórn telur að það muni leiða til farsælli þróunar sveitarfélaga en tillagan um íbúalágmark.

14. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.

Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 16:10

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?