Fara í efni

Sveitarstjórn

212. fundur 06. desember 2007 kl. 09:00 - 12:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15 nóvember 2007 liggur frammi á fundinum.

2. Fundargerðir.
a) 43. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 22.11.2007.

Varðandi lið 18 þá gerir sveitarstjórn þá athugasemd að enn er sýnd vegtenging á landi Landsvirkjunar og gerir sveitarstjórn fyrirvara um að samþykki Landsvirkjunar liggi fyrir henni. Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina samhljóða.

b) Fundargerð Æskulýðs- og menningarmálanefndar, 21.11.2007.
Fundargerðin lögð fram.

c) Drög að fundargerð Leik- og grunnskólaráðs, 28.11.2007.
Drög að fundargerðinni lögð fram. 

d) Fundargerð oddvitafundar 29.11.2007.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. 

3. Skipulagsmál.
a) Aðalskipulag.
1) Iðnaðarsvæði á Hellisheiði v/sveitarfélagsins Ölfus.
Tekið er fyrir erindi frá Sveitarfélaginu Ölfus þar sem kynnt er aðalskipulagsbreyting vegna iðnarsvæðis á Hellisheiði og tengdum framkvæmdum. Sveitarstjórn telur sig ekki geta gefið út umsögn sína um beytingar á aðalskipulagi Ölfus, fyrr en landamerki á fyrirhuguðu virkjunarsvæði liggi fyrir þannig að ljóst sé hvert er stjórnsýslusvæði sveitarfélagana.

2) Skilmálar vegna frístundabyggða.
Rætt var um breytingar á skilmálum vegna frístundabyggða.

b) Deiliskipulag.
1) Bitruvirkjun.
Lögð eru fram til kynningar drög að deiliskipulagi frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna Bitruvirkjunar. Sveitarstjórn telur að áður en hægt verði að leggja fyrir deiliskipulag vegna Bitruvirkjunar verði landamerki á fyrirhuguðu virkjunarsvæði að liggja fyrir þannig að ljóst sé hvert er stjórnsýslusvæði sveitarfélagsins.

4. Álagning gjalda og gjaldskrármál fyrir árið 2008.
Lögð er fram tillaga að álagningu gjalda og gjaldskrármál vegna 2008 en umræðu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar um annað en álagningu útsvars.

1.
Fasteignaskattur A, 0,475% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, með tilheyrandi lóðum.
Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C, 1,45% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.
Tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti til fasteignareiganda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign, verða óbreytt frá fyrra ári.

2.
Seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði óbreytt kr. 4.500 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.
Holræsagjald í þéttbýlinu Borg og í Ásborgum verður 0,20% af fasteignamati húss.

3.
Álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar eru: Íbúðarhús kr. 7.830 Sumarhús kr. 4.807 Fyrirtæki/smárekstur kr. 9.523 Lögbýli kr. 9.523 Losun úr gámum kr. 441 pr/kg. Gjöldin taki breytingum 1. janúar 2008 samkvæmt byggingavísitölu með grunn í janúar 2007.

4.
Vatnsskattur verði 0,20% af fasteignamati eigna sem tengst hafa vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 30.000 á sumarhús og kr. 30.000 á íbúðarhús. Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti. Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 201.946 Tengigjöld fyrir íbúðarhús í þéttbýlinu Borg eru kr. 168.288. Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi eru kr. 330.790. Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 3.366. Tengigjöldin taki breytingum 1. janúar 2008 samkvæmt byggingavísitölu með grunn í janúar 2007.

5.
5. gr. A, B og C-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps breytist þannig:
A. Hemlagjald (varmagjald): Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lámarksstilling er 3,0 l/mínútu og hækkar úr 2,0 l/mínútu. Hemlagjald fyrir hvern mínutulíter á mánuði lækkar í kr. 1.557 úr 1.795
B. Eldri samningar Þar sem vatnið er keypt skv. hemli beint úr stofnlögn er verður gjald fyrir hvern mínútulíter kr. 1.168 á mánuði og hækkar úr 768.
C. Rúmmetragjald skv. mæli: Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns hækkar í kr. 65,21 úr 45 kr.
Breyting þessi tekur gildi frá og með 1. janúar 2008.
Að öðru leyti verður gjaldskrá hitaveitunnar óbreytt.

6.
Lóðaleiga 1% af lóðamati.
Sveitarstjórn telur óásættanlegt að niðurstöður Fasteignamats ríkisins liggi ekki fyrir um breytingar á álagningarstofni fasteignagjalda fyrir árið 2008.
Fulltrúar C-listans sitja hjá við afgreiðslu málsins. Meirhluti sveitarstjórnar samþykkir tillögu um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar. 

5. Fjárhagsáætlun vegna 2008-fyrri umræða.
Lögð voru fram drög að fjárhagsætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjárhagsárið 2008. Sveitarstjórn vísar áætlunni til annarrar umræðu.

6. Innheimta vanskilnakrafna.
Lögð eru fram samningsdrög um innheimtu vanskilakrafna við Intrum á Íslandi ehf. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Intrum á Íslandi ehf. 

7. Yfirtökusamningur kaldavatns- og hitaveitu í Hraunborgum
Lagður var fram yfirtökusamningur um kaldavatns- og hitaveitu í Hraunborgum.

8. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf.
Lögð er fram fundargerð hluthafafundar í Eignarhaldfélaginu Fasteign hf frá 13.11.2007. Sveitarstjórn samþykkir að eins og aðstæður eru núna séu ekki forsendur til að breyta samþykktum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf og skrá félagið á markað. Sveitarstjóra falið að mæta á næsta hluthafafund Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf og fara með atkvæði sveitarfélagins.

9. Fasteignafélag sveitarfélaga
Lagt er fram erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem kynntar eru hugmyndir að stofnun fasteignafélags sveitarfélaganna.

10. Þriggja fasa rafmagn.
Lagt er fram erindi frá Iðnaðarráðuneytinu þar sem óskað er upplýsinga um hvar sé mest og brýnust þörf í sveitarfélaginu á tengingu við þriggja fasa rafmagn. Sveitarstjórn fagnar framtakinu og lýsir því yfir að lagt sé þriggja fasa rafmagn á öll lögbýli og fyrirtæki í sveitarfélaginu sem ekki hafa þriggja fasa rafmagn. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

11. Félagafundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
Oddvita meiri og minni hluta falið að fara með atkvæði sveitarfélagsins á félagafundi Atvinnuþróunarfélags Suðurlands þann 12.12.2007. Sigurður Jónsson verður varamaður Ingvars Ingvarssonar og Hildur Magnúsdóttir verður varamaður Gunnars Þorgeirssonar.

12. Tilkynning um ræktunaráform v/Tjaldhóls.
Lögð er fram tilkynning um ræktunaráform á lögbýlinu Tjaldhóli. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að hægt sé að sækja verkefni í Suðurlandsskóga án þess að vera með skráð lögheimili á lögbýlinu.

13. Tónlistarskóli Suðurlands ehf.
Lagt er fram erindi frá Tónlistaskóla Suðurlands ehf þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið geri samning um tónlistarkennslu. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

14. Umsókn um styrk vegna örmerkjagagnagrunns gæludýra.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

15. Umsókn um styrk við Snorraverkefnið.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

16. Umsókn um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið.
Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 300.000 í verkefnið á árinu 2008.

17. Umsókn um styrk frá Golfklúbbi Kiðjabergs v/Landsmóts 35 ára og eldri.
Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 180.000 vegna Landsmóts 35 ára og eldri.

18. Umsókn um styrk frá Stígamótum.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

19. Umsókn um styrk vegna byggingar reiðhallar á Gaddstaðaflötum.
Sveitarstjórn er hluthafi í verkefninu og hefur ekki áhuga á að auka hlut sinn í félaginu og hafnar erindinu.

20. Vegtenging Eyvíkur við Sólheimaveg.
Borist hefur svar Vegagerðarinnar, dags. 07.11.2007 vegna fyrirspurnar um vegtengingu Eyvíkur við Sólheimaveg. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur ábúenda Eyvíkur dags. 18.11.2007. Sveitarstjórn leggur áherslu á að Vegagerðin leysi þetta mál án tafar.

21. Til kynningar
a) Bókun bæjarráðs Heragerðisbæjar v/Bitruvirkjunnar.
b) Upplýsingar um arðgreiðslu frá Fasteign hf
c) Ályktun 45. sambandsþings UMFÍ um uppbyggingu íþróttamannvirkja.
d) Fundargerð 38. aðalfundar SASS
e) Ályktun ársþings SASS um málefni grunnskólans.
f) Ályktun ársþings SASS um skipulags- og umhverfismál.
g) Ályktun ársþings SASS um velferðarmál.
h) SASS. Fundargerð 407. stjórnarfundar.
i) SASS. Fundargerð 408. stjórnarfundar.
j) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 100. stjórnarfundar.
k) Sorpstöð Suðurlands bs. Fundargerð 148. stjórnarfundar.
l) Sorpstöð Suðurlands bs. Fundargerð 149. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?