Fara í efni

Sveitarstjórn

211. fundur 15. nóvember 2007 kl. 09:00 - 11:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Sverrir Sigurjónsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða
a) Beiðni Ólafs Einarssonar á stofnun lögbýlis á Bjarnastöðum I.
b) Beiðni Guðrúnar Sigríðar Sigurðardóttur og Sigurðar Rúnars Kristbjörnssonar á stofnun lögbýlis úr landi Bjarnastaða I.
c) Yfirtaka á kaldavatnsveitu í landi Miðengis vegna sumarhúsa í Kjarrengi og Gráhellu og tengingar við Miðengi.
d) 100 ára afmæli Ungmennafélagsins Hvatar.
e) Tölvur sveitarstjórnarmanna. 

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. október 2007 liggur frammi á fundinum.

2. Fundargerðir.
a) 13. fundur Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu, 13.11.2007.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

b) 42. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 25.10.2007
Varðandi lið 13. í fundargerðinni þá verður að gera ráð fyrir aðstöðu fyrir móttöku heimilissorps á svæðinu og veghelgunarsvæði verði skv. reglum skipulagsnefndar, þ.e. 10m á stofvegum og 8 m á safnvegum. Varðandi lið 18 í fundargerð skipulagsnefndar þá liggja nú fyrir umsagnir Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar. Til að koma til móts við umsögn Vegagerðarinnar að þá hefur verið felld út ný vegtenging við Sogsveg og umrætt svæði tengist á annan hátt skv. samkomulagi við Vegagerðina. Lögð er fram skýring landeiganda vegna umsagnar Umhverfisstofnunar. Breytt tillaga samþykkt skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina samhljóða. 

c) Fundargerð Húsnefndar Félagsheimilisins Borg, 23.10.2007
Fundargerðin lögð fram. 

d) Fundargerð oddvitafundar 26.09.2007.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. 

e) 96. fundur félagsmálanefndar, 06.11.2007.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. 

f) 47. fundur Héraðsnefndar Árnesinga, 19.-20.10.2007.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. 

3. Skipulagsmál
a) Aðalskipulagsbreytingar
1) Efri Brú
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Efri-Brúar 2. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að 8 ha svæði fyrir frístundabyggð austan við Þingvallaveg breytist í íbúðarsvæði. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag fyrir 10 frístundahúsalóðir. Tillagan var í kynningu ásamt breytingu á deiliskipulagi svæðisins frá 20. september til 18. október 2007 með athugasemdafresti til 1. nóvember. Engar athugasemdir bárust. Fulltrúar C-listans leggja til að málinu verði frestað þar til endurskoðað nýtt aðalskipulag liggur fyrir. Meiri hluti sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga þar sem um er að ræða litla einingu sem er í nágreni við íbúðarbyggðina og atvinnusvæðið kring um Ljósafoss, svæðið sé við stofnbraut og að engin athugasemd hafi borist vegna íbúðarbyggðarinnar. Sveitarstjórn gerir ráð fyrir sameiginlegri fráveitu á svæðinu.

2) Iðnaðarsvæði á Nesjavöllum
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 vegna virkjunar á Nesjavöllum. Gert er ráð fyrir nýrri 145 kv raflínu/jarðstreng frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi auk þess sem afmörkun iðnaðarsvæðis umhverfis virkjunina breytist í samræmi við gildandi deiliskipulag og raunverulega landnotkun svæðisins. Iðnaðarsvæðið stækkar úr 315 ha í 430 ha, auk þess sem staðsetning efnistökusvæðis er leiðrétt. Tillagan var í kynningu frá 20. september til 18. október 2007 með athugasemdafresti til 1. nóvember 2007. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggja umsagnir frá Neytendastofu, Orkuveitu Reykjavíkur, Fornleifavernd ríkisins, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni og Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skv. 18. gr. gr. skipulags- og byggingarlaga.

3) Umsókn um námuleyfi í Seyðishólum úr landi Klausturhóla
Lagt fram erindi VGS verkfræðistofu dags. 22. október 2007 f.h. eigenda Klausturhóla þar sem óskað er eftir breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshreppss 2002-2014 á þann veg að efnistökusvæði í Seyðishólum verði stækkað til samræmis meðfylgjandi uppdrátt í mkv. 1:750 dags. 22.10.2007. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að gerð aðalskipulagsbreytingar í samráði við landeiganda og ráðgjafa hans.

4. Endurskoðun fjárhagsáætlunar vegna 2007.
Sveitarstjóri lagði fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2007, fyrir A-hluta sveitarsjóðs, þ.e. aðalsjóð, eignasjóð og þjónustumiðstöð ásamt B-hluta sem er vatnsveita, hitaveita, félagslegar íbúðir, leiguíbúðir og fráveita. Endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum og er eftirfarandi í millj. kr.
                                                      Áætlun I               Áætlun II               Breyting
Aðalsjóður                                  53.847                  66.854                  13.007
A-hluti                                          69.292                  83.486                  14.194
Saman tekinn A og B hluti       39.277                  54.383                  15.106
Fjárfesting                                 143.700                137.350                - 6.350
Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi er gert ráð fyrir að velutfé frá rekstri nemi 78,9 millj. kr., fjárfesting nemi 137,4 millj. kr. lántöku að fjárhæð 85,0 millj. kr., afborgun langtímalána 10,8 millj. kr. og hækkun á handbæru fé um 16,8 millj. kr. Í áætluninni er gert ráð fyrir 85,0 millj. kr. lántöku, en formleg ákvörðun um hvort heimildin verði nýtt verður tekin síðar. Sveitarstjórn samþykkir áætlunina.

5. Álagning gjalda og gjaldskrármál fyrir árið 2008
Sveitarstjórn ræddi álagninu gjalda og gjaldskrármál. Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir 2008 verði óbreytt 12,74%. Umræðu um álagningu annarra gjalda og gjaldskrármála var frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

6. Samstarfssamningur um félagsþjónustu.
Lagður var fram samstarfssamningur um félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps frá 24.10.2007 og staðfestur.

7. Lóðaverð í Ásborgum
Rædd var verðlagning á óseldum lóðum í Ásborgum. Sveitarstjórn samþykkir að hækka verð óselda lóða um 15%.

8. Umsókn frá Kvennaathvarfinu rekstrarstyrk.
Lögð var fram beiðni fram beiðni frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstryk fyrir árið 2008. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

9. Umsókn frá skógræktardeild Grímnesinga um styrk.
Lagt fram bréf frá skógræktardeild Grímnesinga um styrk vegna starfssemi félagsins vegna 2008. Samþykkt að gera ráð fyrir í fjárhagsáæltun 2008 styrk til félagsins að fjárhæð kr. 50.000.

10. Umsókn frá HSK um styrk.
Lagt fram bréf frá HSK þar sem óskað er eftir frekari styrkjum til starfssemi félagsins en greiddir eru gegn um Héraðsnefnd Árnesinga. Sveitarstjórn samþykkir að veita viðbótarstyrk að fjárhæð kr. 15.000.

11. Tilkynning um byggingabréf vegna Villingarvatns.
Lagt er fram byggingarbréf vegna Villingarvatns til tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga.

12. Tímabil fyrstu kynslóðar dráttarvéla.
Lagt er fram tölvubréf Guðmundar Guðmundssonar þar sem kynnt er hugmynd að dagskrá vegna tímabils fyrstu kynslóðar dáttarvéla sem haldið yrði á Borg. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við viðkomandi aðila.

13. Stofnun Háskólafélags Suðurlands ehf. og framlag úr verkefnasjóði AÞS.
Lagt er fram erindi frá AÞS um ráðstöfun fjár úr verkefnasjóði félagsins vegna stofnunar Háskólafélags Suðurlands ehf. Sveitarstjórn samþykkir að ráðstafa hlut sveitarfélagsins úr verkefnasjóði AÞS sem framlag til Háskólafélags Suðurlands ehf og felur jafnframt oddvita að undirrita f.h. sveitarfélagsins nauðsynleg skjöl vegna stofnunar Háskólafélags Suðurlands ehf.

14. Hitaveita að Borg og Kringluveita
Rætt var um lagningu hitaveitu að Borg og nærsvæði og Kringluveitu og mögulega aðkomu Orkuveitu Reykjavíkur að þeim málum. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur. Oddviti upplýsti að ekki standi til að framselja hitaveitusamning við Vaðnes.

15. Almannavarnarnefnd Árnessýslu.
Sveitarstjórn telur æskilegt að stofnuð verði ein almannavarnarnefnd í Árnessýslu. 

16. Önnur mál
a) Beiðni Ólafs Einarssonar á stofnun lögbýlis á Bjarnastöðum I.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lögbýlis á Bjarnastöðum I 

b) Beiðni Guðrúnar Sigríðar Sigurðardóttur og Sigurðar Rúnars Kristbjörnssonar á stofnun lögbýlis úr landi Bjarnastaða I.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lögbýlis úr landi Bjarnastöðum I

c) Yfirtaka á kaldavatnsveitu í landi Miðengis vegna sumarhúsa í Kjarrengi og Gráhellu og tengingar við Miðengi.
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarfélagið yfirtaki kaldavatnsveitu í landi Miðengis vegna sumarhúsa í Kjarrengi og Gráhellu og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi þar að lútandi og samningi um tengingar á kaldavatnsveitu sveitarfélagsins að Miðengi.

d) 100 ára afmæli Ungmennafélagsins Hvatar
Sveitarstjórn fagnar merkum tímamótum í sögu Hvatar.

e) Tölvur sveitarstjórnarmanna.
Sveitarstjórn lýstir því yfir að unnið verði að því að fundir sveitarstjórnar fari fram á rafrænan hátt. Sveitarstjóra falið að vinna að framgangi málsins.

17. Til kynningar
a) Samningur um umsjón á heimasíðu
b) Bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 12.10.2007
c) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna úthlutunar aukaframlaga, dags. 12.10.2007.
d) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna breytingu á aðalskipulagi Miðengis, dags. 15.10.2007.
e) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna breytingu á aðalskipulagi Stærra-Bæjar, dags. 15.10.2007.
f) Bréf frá Guðfinnu J. Guðmundsdóttur hdl v/Tjarnarlautar 12 og 13, dags. 25.10.2007.
g) Bréf frá Fornleifanefnd ríkisins vegna Nesjavallalínu, dags. 30.10.2007.
h) Bréf frá Fornleifanefnd ríkisins vegna frístundabyggðar við Selvík, dags. 29.10.2007.
i) Bréf frá Fornleifanefnd ríkisins vegna lóðar nr. 27 í Öndverðarnesi II, dags. 29.10.2007.
j) Bréf frá Fornleifanefnd ríkisins vegna frístundabyggðar við Stærri-Bæ, dags. 29.10.2007.
k) Bréf frá Fornleifanefnd ríkisins vegna frístundabyggðar við Miðengi, dags. 29.10.2007.
l) Afrit fundargerðar Skipulags- og bygginganefndar Hveragerðis v/Bitruvirkjunar.
m) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 103. stjórnarfundar.
n) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 99. stjórnarfundar.
o) Sorpstöð Suðurlands bs. Fundargerð 147. stjórnarfundar.
p) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 270. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?