Fara í efni

Sveitarstjórn

192. fundur 14. desember 2006 kl. 18:00 - 21:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar G. Ingvarsson oddviti
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Sigfríður Þorsteinsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð var færð í tölvu og hana ritaði Sigfríður Þorsteinsdóttir

Í upphafi leitaði oddviti afbrigða vegna:
a) Fjölbrautaskóli Suðurlands – áframhaldandi uppbygging.
b) Fréttabréf sveitarfélagsins.
Hreppsnefnd samþykkir að taka liðina á dagskrá undir 6. lið Önnur mál.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Frá 7. desember 2006. Liggur frammi á fundinum.

2. Staða gatnagerðar á Borg.
Kjartan Garðarsson, verkfræðingur hjá Hönnun mætti á fundinn.
a) Vegna framkvæmda við götur og lagnir á Borg.
Kjartan gerði grein fyrir stöðu verksins.
b) Vegna framkvæmda við fráveitu á Borg.
Vegna frárennslis frá hreinsistöðinni segir Kjartan að gert hafi verið ráð fyrir því að vatnið færi í skurð á landi Stóru-Borgar. Landeiganda var kynnt það sem fyrir-hugað var á hönnunarstigi.

3. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2007 – Fyrri umræða.
Lögð voru fram drög að fjárhagsætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjárhagsárið 2007.
Hreppsnefnd vísar áætluninni til annarrar umræðu.

4. Samþykkt um fráveitur í Grímsnes- og Grafningshreppi – Fyrri umræða.
0612 06/2102. Lögð voru fram drög að samþykkt um fráveitur og meðhöndlun seyru í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Hreppsnefnd vísar samþykktinni til annarrar umræðu.

5. Gjaldskrá fyrir holræsagjald í Grímsnes- og Grafningshreppi.
0612072103.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir holræsagjöld og meðhöndlun seyru í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Hreppsnefnd frestar ákvörðun um gjaldskrána.

6. Önnur mál.
a) Fjölbrautaskóli Suðurlands – áframhaldandi uppbygging.
Hreppsnefnd samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði við áfrahaldandi uppbyggingu í samræmi við áður sent erindi þar um.

b) Fréttabréf sveitarfélagsins.
Nokkrar umræður urðu um fréttabréfið.

Getum við bætt efni síðunnar?