Fara í efni

Sveitarstjórn

501. fundur 17. mars 2021 kl. 13:00 - 15:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.  Kynning frá Orku náttúrunnar á áformum um að koma fyrir lofthreinsistöð við Nesjavallavirkjun.

Á fundinn komu Nökkvi Andersen (OR), Sandra Ó. Snæbjörnsdóttir (Carbfix) og Magnea Magnúsdóttir (ON) og kynntu áform um að koma fyrir tímabundinni tilraunalofthreinsistöð í samstarfi við fyrirtækið Carbfix við Nesjavallavirkjun. Lofthreinsistöðinni er ætlað að prófa að hreinsa H2S og CO2 úr gufunni frá Nesjavallvirkjun.

2.  Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.

Á fundinn komu fulltrúar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps þau Gunnar Birkir Sigurðsson, Matthías Fossberg Matthíasson, Ísold Assa Guðmundsdóttir, Ásdís Rún Grímsdóttir, Viðar Gauti Jónsson, Ingibjörg Elka Þrastardóttir og Gerður Dýrfjörð og lögðu fram tillögur fyrir sveitarstjórn.

Sveitarstjórn þakkar ungmennaráði fyrir komuna og tekur tillögur þeirra til skoðunar.

3.  Fundargerðir

a)      Fundargerð 90. fundar fræðslunefndar, 2. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 213. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. mars 2021.

Mál nr. 17, 18, 19, 20, 21 og 25 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 213. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 10. mars 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 17: 2102075 - Minni-Borg lóð B L198597; 14 byggingareitir verði lóðir; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Minni Borgum ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að skilgreindar eru lóðir í kringum 14 byggingarreiti sem fyrir eru innan deiliskipulagsins. Engar byggingar hafa verið byggðar innan umræddra byggingarreita. Óskað er eftir því að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 18: 2103003 - Efri-Brú Sökk lóð 5 L198862; Brúarey 1-3; Niðurfelling göngustígs og stækkun lóðar nr.3; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Landhönnun slf., f.h. landeigenda er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi lóða við Brúarey úr landi Efri-Brúar Sökk lóð 5 L198862. Í breytingunni felst að ræma fyrir skilgreindum göngustíg meðfram lóð nr. 3 er felld út og lóðin stækkuð sem því nemur. Þá er sett kvöð um gegnumakstur/vegstæði sem aðkomuleið gegnum lóð Brúarey 1 vegna aðstæðna á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Mál nr. 19: 2009016 - Borg í Grímsnesi; Land sveitarfélags norðan Biskupstungnabrautar; Þéttbýli; Aðalskipulagsbreyting.

Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingum fyrir þéttbýlið að Borg í Grímsnesi. Lýsing var í kynningu frá 7.10.2020-28.10.2020. Umsagnir sem bárust við lýsingu verkefnisins fylgja við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 20: 2103019 - Hallkelshólar lóð 69 L186617; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Erni Aanes Gunnþórssyni og Þórhildi Eddu Sigurðardóttir er varðar umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi lóðar í landi Hallkelshóla. Í breytingunni felst breytt lega lóðar Hallkelskóla lóð 69, L186617. Samhliða er skilgreindur byggingarreitur innan lóðarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Mál nr. 21: 2011042 - Tilraunahreinsistöð á Nesjavöllum; Fyrirspurn um matsskyldu.

Lögð er fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 varðandi mat á umhverfisáhrifum. Óskað er eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum viðkomandi framkvæmd er varðar tilraunahreinsistöðvar að Nesjavöllum skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum í takt við framlagða beiðni.

Sveitarstjórn telur að innan fyrirspurnar um matsskyldu sé á fullnægjandi hátt gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisðagerðum og vöktun. Sveitarstjórn telur að framkvæmd á grundvelli framlagðra gagna sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin getur verið háð útgáfu framkvæmdaleyfis og eftir atvikum byggingarleyfa. Sveitarstjórn telur framkvæmdina rúmast innan skilmála aðal- og deiliskipulags fyrir svæðið.

Mál nr. 25: 2102004F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-138.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. mars 2021.

c)      Fundargerð 83. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 24. febrúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26. febrúar 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.  Erindi til Flóahrepps um sameiginlega vatnsöflun.

Ræddir voru kostir um vatnsöflun í sveitarfélaginu og mögulegt samstarf við Flóahrepp um sameiginlega vatnsöflun.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að senda erindi til sveitarstjórnar Flóahrepps.  

5.  Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

Fyrir liggur beiðni frá Sveitarfélaginu Árborg um námsvist utan lögheimilissveitarfélags vegna tveggja nemenda grunnskóladeildar fyrir tímabilið 1. febrúar til loka skólaársins 2020-2021.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða námsvistina.

6.  Bréf frá Landgræðslunni vegna afgreiðslu umsóknar Grímsnes- og Grafningshrepps til Landbótasjóðs 2021.

Fyrir liggur bréf frá Landgræðslunni, dags. 9. mars 2021, þar sem fram kemur að Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið úthlutað styrk að fjárhæð kr. 360.000 úr Landbótasjóði Landgræðslunnar.

Bréfið lagt fram til kynningar.

7.  Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna aðalfundar Lánasjóðsins þann 26. mars 2021.

Fyrir liggur bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dags. 11. mars 2021, þar sem tilgreint er að aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verði haldinn þann 26. mars n.k. á Grand Hótel í Reykjavík. Jafnframt verður boðið upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum.

Bréfið lagt fram til kynningar.

8.  Bréf frá Jafnréttisstofu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

Fyrir liggur bréf frá Jafnréttisstofu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. mars 2021, þar sem farið er yfir hvaða áhrif ný jafnréttislöggjöf hefur á sveitarfélög.

Bréfið lagt fram til kynningar.

9.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Heiðarbraut 22, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 12. mars 2021, um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Heiðarbraut 22, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

10.  Stöðuskýrsla nr. 11 frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála vegna Covid-19.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. mars 2021, þar sem kynnt er 11. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

11.  Félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 76/2021, „Mælaborð um farsæld barna“.

Fyrir liggur að birt er til samráðs frá félagsmálaráðuneytinu mál nr. 76/2021, „Mælaborð um farsæld barna“.

Lagt fram til kynningar.

12.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum, 470. mál.

Fyrir liggur beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum, 470. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

13.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

Fyrir liggur beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

14.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.

Fyrir liggur beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

15.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.

Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

16.  Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

Fyrir liggur beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps styður ekki við frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur).

Sveitarstjórn telur ekki rétt að aðskilja kosningarétt og kjörgengi og telur því að kosningaréttur og kjörgengi eigi að fylgja sjálfrœðisaldri og kosningaaldur verði því áfram 18 ár við sveitarstjórnarkosningar eins og verið hefur. Vissulega vill sveitarstjórn styðja við lýðrœðisþátttöku ungs fólk og telur að slíkt þurfi að byrja með aukinni fræðslu í elstu deildum grunnskóla þar sem að ungmennum er veitt frœðsla meðal annars um stjórnsýsluna. Einnig þarf að gera Ungmennaráð að fastanefndum hjá öllum sveitarfélögum og hvetja til þess að ungmenni séu einnig höfð í huga þegar valið er í aðrar fastanefndir sveitarfélaga þannig að rödd ungs fólks heyrist þegar verið er að fjalla um málefni samfélagsins. Með slíkum breytingum er ungu fólki veitt aukið tœkifœri til að hafa áhrif á samfélagið sem virkir og ábyrgir þátttakendur.

Getum við bætt efni síðunnar?