Fara í efni

Sveitarstjórn

286. fundur 21. september 2011 kl. 09:00 - 11:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. september 2011 lá frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)   
Fundargerð 2. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 14. september 2011.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið 1, reglur um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka hjá starfsmönnum Velferðarnefndar Árnesþings þá staðfestir sveitarstjórn þær reglur. Varðandi lið 2, reglur Velferðarþjónustu Árnesþings um fjárhagsaðstoð þá staðfestir sveitarstjórn reglurnar. Fundargerðin staðfest.

 
b)    Fundargerð 7. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. september 2011.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

 
3.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Grímsborgum, Ásborgum 30, 801 Selfoss (Ásborgir 1-3-5-9-15-17-30).
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Grímsborgum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 
4.       Bréf frá Sverri Sverrissyni um að lögheimli hans verði skráð í frístundahúsi að Heiðarlundi 47 í landi Hallkelshóla.
Fyrir liggur bréf frá Sverri Sverrissyni þar sem óskað er eftir að lögheimili hans verði skráð í frístundahúsi að Heiðarlundi 47 í landi Hallkelshóla. Samkvæmt lögum um lögheimili nr. 21/1990, með síðari breytingum er ekki heimilt að eiga skráð lögheimili í húsnæði á skipulögðu frístundasvæði og er Heiðarlundur 47  á slíku svæði. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
5.       Bréf frá Local lögmönnum f.h. Sigurjóns Ásbjörns Hjartarsonar vegna verðbóta á verkið „Borg í Grímsnesi, yfirborðsfrágangur 2008“.
Fyrir liggur bréf frá Local lögmönnum f.h. Sigurjóns Ásbjörns Hjartarsonar vegna verðbóta á verkið „Borg í Grímsnesi, yfirborðsfrágangur 2008“. Sveitarstjórn samþykkir að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., að svara bréfinu.

 
6.       Fulltrúar á ársþing SASS.
Fulltrúar á ársþing SASS sem haldið verður í Vík dagana 28. og 29. október 2011. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti og Guðmundur Ármann Pétursson verði fulltrúar sveitarfélagsins á ársþinginu og Hörður Óli Guðmundsson, varaoddviti og Ingvar Grétar Ingvarsson til vara.

 
7.   Beiðni um styrk frá Birgi Leó Ólafssyni vegna rotþróar að Stangarlæk 1.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. september s.l. frestaði sveitarstjórn afgreiðslu á beiðni um styrk frá Birgi Leó Ólafssyni vegna nýrrar rotþróar að Stangarlæk 1. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr 150.000. Gert verður ráð fyrir þessu við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

 
8.   Gjaldskrá mötuneytis.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. september s.l. lagði sveitarstjóri fram drög að hækkun gjaldskrár mötuneytis um 15%. Sveitarstjórn samþykkir hækkunina frá og með 1. nóvember 2011.

 
9.   Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. september s.l. lagði sveitarstjóri fram drög að hækkun gjaldskrár dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla um 12%. Sveitarstjórn samþykkir hækkunina frá og með 1. nóvember 2011. Samþykkt er að fela sveitarstjóra að skoða afsláttarreglur leikskólagjalda.

 
10.    Framkvæmdir við golfvöllinn á Minni-Borg.
Lögð fram til kynningar gróf kostnaðar- og framkvæmdaráætlun frá Haraldi Má Stefánssyni um að ljúka 18 holu golfvelli á landi sveitarfélagsins á Minni-Borg. Samþykkt er að leggja 13 millj. kr. til framkvæmda á þessu ári í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðar- og framkvæmdaráætlun. Gert verður ráð fyrir þessu við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

 
11.    Ný skólabygging.
Fyrir liggja drög að teikningu nýs skólahúsnæði að Borg.

       Samþykkt að óska eftir framkvæmdarleyfi til jarðvegsskipta.

 

 

Til kynningar
SASS.  Fundargerð  446. stjórnarfundar 09.09 2011.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 135. stjórnarfundar 09.09 2011.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  302. stjórnarfundar 07.09 2011.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 133. stjórnarfundar 15.09 2011.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 789. stjórnarfundar, 09.09 2011.
Bréf frá Fornleifavernd ríkisins vegna umsagnarbeiðni deiliskipulags í landi Reykjalundar.
Bréf frá Velferðarráðuneyti um að sveitarfélögin setji sér áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum.
Bréf frá Umhverfisráðuneyti um Umhverfisþing sem haldið verður 14. október 2011 á Hótel Selfoss.
Bréf frá Innanríkisráðuneyti um uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2011.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ungmennráð sveitarfélaga.
Frá Brussel til Breiðadalshrepps, upplýsingarit frá skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel.
Nýr landshlutabæklingur frá Markaðsstofu Suðurlands.
-liggur frammi á fundinum-. 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:20

 

Getum við bætt efni síðunnar?