Fara í efni

Sveitarstjórn

504. fundur 05. maí 2021 kl. 09:00 - 13:10 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.  Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps.

Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2020 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Ólafur Gestsson endurskoðandi PwC og fór yfir reikninginn. Ársreikningi vísað til annarrar umræðu.

 2.  Fundargerðir.

a)      Fundargerð 92. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 27. apríl 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 28. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 28. apríl 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð fjallskilanefnda Grímsnes- og Grafningshrepps og Laugardals, 22. mars 2021.

Mál nr. 2, 3 og 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Vegakerfið inn á afrétt milli fjalla.

Rætt var um vegi sem liggja inn á afrétt. Vegirnir eru mjög stórgrýttir og þarfnast lagfæringar til að hægt sé að sinna fjallferðum á öruggan hátt.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita/sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Bláskógabyggðar um mögulegar lagfæringar á vegum.

Mál nr. 3: Ingólfshólf í Þingvallasveit.

Rætt var um Ingólfshólf sem staðsett er í Þingvallasveit. Þörf er á að laga aðkomu við hólfið ásamt því að laga til girðingar í kring og hlið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita/sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Bláskógabyggðar um sameiginlega lagfæringu á hólfinu.

Mál nr. 4: Girðing meðfram Laugarvatnsvegi.

Rætt var um girðingu meðfram Laugarvatnsvegi og þá miklu þörf sem er á því að leggja girðingu meðfram veginum, allt frá Apavatni að Eyvindartungu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita/sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Bláskógabyggðar.

 d)     Fundargerð 216. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 28. apríl 2021.

Mál nr. 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26 og 31 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 216. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 28. apríl 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 20: Grænahlíð; Efri-Brú; Hliðrun lóða og skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting -  (2012039).

Lögð er fram deiliskipulagsbreyting sem tekur til deiliskipulags að Grænuhlíð í landi Efri-Brúar eftir auglýsingu. Í breytingunum felst hliðrun á lóðum og grænum svæðum innan skipulagssvæðisins auk breytinga á greinargerð þar sem settar eru fram nánari kvaðir varðandi útlit og eðli bygginga og lóðaframkvæmda. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og brugðist hefur verið við umsögnum með uppfærslu á deiliskipulagsuppdrætti.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins á fullnægjandi hátt að mati sveitarstjórnar. Innan umsagnar Vegagerðarinnar eru gerðar athugasemdir við tengingu sem umsótt deiliskipulagsbreyting tekur ekki til og telur sveitarstjórn því ekki ástæðu til að bregðast við athugasemd Vegagerðarinnar að svo komnu máli. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 21: Kiðjaberg 27 Hlíð L227823 og Kiðjaberg 28 Hlíð L227824; Breytt lega og stærð; Deiliskipulagsbreyting -  (2101072).

Lögð er fram deiliskipulagsbreyting sem tekur til lóðanna Kiðjaberg 27 Hlíð og Kiðjaberg 28 Hlíð innan frístundasvæðis að Kiðjabergi. Í breytingunni felst breytt lega og stærð lóðanna. Athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma breytingarinnar sem voru dregnar til baka fyrir afgreiðslu nefndarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið verði samþykkt eftir grenndarkynningu og taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

Mál nr. 22: Mýrarkot lóð L169228; Bræðraborg; Breytt heiti lóðar -  (1902008).

Lögð er fram umsókn um breytt staðfang landsins Mýrarkot lóð L169228. Sótt er um að landið fái staðfangið Bræðraborg. Málinu var frestað á 171. fundi skipulagsnefndar þar sem gerð var athugasemd við að mannvirki væru ekki í samræmi við núgildandi deiliskipulag svæðisins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um staðfangabreytingu landeignarinnar.

Mál nr. 23: Eyvík 3 (L231154); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðri geymslu -  (2104049).

Fyrir liggur umsókn Bergs Þ. Briem, móttekin 15.04.2021, um byggingarleyfi til að byggja 215,9 m2 íbúðarhús með innbyggðri geymslu á íbúðarhúsalóðinni Eyvík 3 L231154 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Smári Bergmann Kolbeinsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 24: Þórisstaðir land L220557; Landbúnaðarsvæði breytt í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting -  (2002001).

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Þórisstaða lands L220557. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði innan landeignarinnar. Innan svæðisins er ætlunin að rísi þyrping gistihúsa með tilheyrandi þjónustumannvirkjum. Umsagnir bárust við kynningu lýsingar verkefnisins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við hönnuð varðandi uppfærslu gagna fyrir kynningu í takt við umsögn Skipulagsstofnunar.

Mál nr. 25: Borg í Grímsnesi; Land sveitarfélags norðan Biskupstungnabrautar; Þéttbýli; Aðalskipulagsbreyting -  (2009016).

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi eftir kynningu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna þéttbýlisins á Borg í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

Mál nr. 26: Selhólsvegur 10 (L169406); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður á tveimur hæðum að hluta -  (2102052).

Lögð er fram að nýju umsókn er varðar Selhólsveg 10. Málið var til afgreiðslu á 212. fundi skipulagsnefndar þar sem það var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu. Að auki mæltist nefndin til þess að skipting lóðarinnar á grundvelli deiliskipulags yrði kláruð áður en byggingarleyfi væri afgreitt. Óskað er eftir því að fallið verði frá fyrri bókun er varðar skiptingu lóðarinnar á grundvelli deiliskipulags. Núverandi lega nýbyggingar á svæðinu er á sama stað og fyrra hús sem var innan lóðarinnar og hafa lóðarmörk því ekki bein áhrif á staðsetningu hússins eða byggingarheimildir. Lóðarmörk upp að lóð 15C liggja að auki fyrir. Málið var grenndarkynnt án athugasemda.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu byggingarleyfis innan lóðarinnar á grundvelli rökstuðnings umsækjanda. Engar athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar byggingarmálsins. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 31: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-141.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 21. apríl 2021.

 e)      Fundargerð 301. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 13. apríl 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 211. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 23. apríl 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 46. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 16. apríl 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)     Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 14. apríl 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 Gert var fundarhlé frá klukkan 10:45-12:30.

 3.  Samþykkt um fráveitur í Grímsnes- og Grafningshreppi, seinni umræða.

Fyrir liggur samþykkt um fráveitur í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykkt um fráveitur.

 4.  Efnistaka úr námu E12 í landi Miðengis.

Fyrir liggur bréf frá Vigfúsi Þór Hróbjartssyni skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, til landeiganda í Miðengi, þar sem farið er fram á að öll efnistaka úr námu E12 verði stöðvuð þá og þegar þar til fyrir liggur ítarleg mæling á yfirborði og umfangi efnis sem tekið hefur verið úr námunni og sótt hefur verið um framkvæmdaleyfi vegna efnistökunnar.

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða ákvörðun skipulagsfulltrúa að stöðva  framkvæmdir  þar til umrædd gögn og framkvæmdaleyfi liggja fyrir.

 5.  Bonn áskorunin – endurheimt skógarlandslags.

Fyrir liggur bréf frá Hreini Óskarssyni hjá Skógræktinni og Gústav M. Ásbjörnssyni hjá Landgræðslunni, dagsett 28. apríl 2021, þar sem kynnt er Bonn áskorunin sem er aþjóðlegt átak um endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslags-heildum og er skipulagt af Alþjóða náttúruverndarsamtökunum (IUCN) í samstarfi við fleiri aðila. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þátttöku í verkefninu, tillögum að svæðum umfram þau sem eru í umsjá ríkisstofnana og hvort og með hvaða hætti slík skilgreining gæti orðið hluti af skipulagi sveitarfélagsins.

Oddvita falið að afla frekari upplýsinga.

 6.  Hlutabréfakaup í Límtré-Vírnet.

Fyrir liggur bréf frá Stefáni Árna Einarssyni forstjóra Límtré-Vírnets, dagsett 28. apríl 2021 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að selja hlutabréf sín í Límtré-Vírnet til Stefáns. Á sama tíma er verið að að kanna áhuga annarra minnihlutaeigenda á sölu á þeirra hlutabréfum í fyrirtækinu. Hugsanleg kaup á hlutabréfum eru gerð með fyrirvara um samþykki hluthafa Límtré-Vírnets svo og um fjármögnun á kaupunum.

Oddvita falið að afla frekari upplýsinga.

 7.  Orkufundur 2021 á vegum Samtaka orkusveitarfélaga.

Fyrir liggur að Orkufundur 2021 verður haldinn föstudaginn 28. maí n.k. í Ráðhúsi Ölfuss.

Lagt fram til kynningar.

8.  Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2021.

Fyrir liggur að aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2021 verður haldinn rafrænt miðvikudaginn 12. maí n.k. vegna fjölda- og fjarlægðartakmarkana.

Lagt fram til kynningar.

 9.  Stöðuskýrsla nr. 13 frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála vegna Covid-19.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. apríl 2021, þar sem kynnt er 13. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19. Skýrslan lögð fram til kynningar.

 10.  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 102/2021, „Grænbók um net- og upplýsingaöryggi“.

Fyrir liggur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 102/2021, „Grænbók um net- og upplýsingaöryggi“.

Grænbókin lögð fram til kynningar.

 11.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.

Fyrir liggur beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 12.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál.

Fyrir liggur beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 13.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál.

Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 14.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál.

Fyrir liggur beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 

 15. Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál.

Fyrir liggur beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?