Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. september 2011 lá frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 8. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. október 2011.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
b) Fundargerð 4. fundar umhverfisnefndar, 3. október 2011.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
c) Fundargerð 3. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 12. október 2011.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. Varðandi lið 1, reglur um heimaþjónustu þá staðfestir sveitarstjórn reglurnar.
3. Bréf frá VERITAS lögmönnum f.h. Péturs Þórarinssonar og Þorsteins Gunnarssonar vegna skaðabótakröfu í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 80/2010.
Fyrir liggur bréf frá VERITAS lögmönnum f.h. Péturs Þórarinssonar og Þorsteins Gunnarssonar vegna skaðabótakröfu í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 80/2010. Sveitarstjórn samþykkir að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., að gæta hagmuna sveitarfélagsins.
4. Bréf frá svæðisstjóra Suðursvæðis Vegagerðarinnar um klæðningu á heimreiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf svæðisstjóra Suðursvæðis Vegagerðarinnar um klæðningu á heimreiðar í sveitarfélaginu þar sem að fram kemur að bæta megi vinnulag sveitarfélagsins við Vegagerðina. Sveitastjórn felur samgöngunefnd að vinna í samstarfi við Vegagerðina að framkvæmdaráætlun og kostnaðarmati fyrir næsta ár vegna lagfæringa á heimreiðum.
5. Svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl. vegna krafna Sigurjóns Ásbjörns Hjartarsonar á hendur Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. við kröfu Sigurjóns Ásbjörns Hjartarsonar á hendur Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.
6. Sparidagar eldriborgara á Hótel Örk 2012.
Fyrir liggja upplýsingar frá Hótel Örk um sparidaga eldri borgara. Grímsnes- og Grafningshrepp hefur verið úthlutað vikunni 26. febrúar – 2. mars 2012 og samþykkir sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri á sparidagana.
7. Undirskriftarlistar íbúa og foreldra barna í Grímsnes- og Grafningshreppi um að sveitarfélagið veiti tómstundastyrk til barna í sveitarfélaginu.
Fyrir liggur undirskriftarlisti frá íbúum og foreldrum barna í Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið komi til móts við foreldra og veiti tómstundastyrk til barna. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að skoða málið.
8. Erindi frá Sigrúnu Jónu Jónsdóttur um styrk vegna aksturs barns í leikskóla.
Fyrir liggur beiðni frá Sigrúnu Jónu Jónsdóttur um styrk vegna aksturs barns í leikskóla þar sem um langa vegalengd er að ræða. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
9. Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að fundir sveitarstjórnar í nóvember verði annar og fjórði miðvikudagur mánaðarins, þ.e. miðvikudaginn 9. nóvember kl 9:00 og miðvikudaginn 21. nóvember kl 9:00.
Til kynningar
Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis vegna funda sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands. Fundargerð 303. stjórnarfundar 05.10 2011.
Minnisblað frá framkvæmdarstjóra Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 3.10 2011.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 134. stjórnarfundar 06.10 2011.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 207. stjórnarfundar 10.10 2011.
Markaðsstofa Suðurlands. Fundargerð stjórnarfundar, 05.09 2011.
Markaðsstofa Suðurlands, framvinduskýrsla janúar til maí 2011.
Markaðsstofa Suðurlands, framvinduskýrsla júní til október 2011.
Upplýsingar frá Markaðsstofu Suðurlands um verkefnið fræðandi ferðaþjónusta.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvatningu vegna kvennafrídagsins 25. október 2011.
Bréf frá Efnamóttökunni vegna samnings um söfnun raftækjaúrgangs.
Bréf og skýrsla frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2011 í 5., 6. og 7. bekk grunnskóla.
Bréf og skýrsla frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um stefnumótun í íþróttamálum.
-skýrslan liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:15