Fara í efni

Sveitarstjórn

507. fundur 02. júní 2021 kl. 09:00 - 10:10 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Ingibjargar Harðardóttur
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
  • Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Steinar Sigurjónsson.

1.  Fundargerðir.

 

a)      Fundargerð 12. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 218. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 26. maí 2021.

Mál nr. 19, 20, 21, 22, 23, 24 og 30 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 218. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 26. maí 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 19: Svínavatn L168286; Svínavatn 3; Stofnun lóðar -  (2105014).

Lögð er fram umsókn Hugrúnar Hörpu Björnsdóttur f.h. eiganda, dags. 05. maí 2021, um stofnun landeignar úr jörðinni Svínavatn L168286. Um er að ræða 50.707,5 fm spildu sem óskað er eftir að fái staðfangið Svínavatn 3.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 20: Björk 2 L201555; Endurnýjun hitaveitustofns; Framkvæmdaleyfi -  (2105055).

Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi er varðar endurnýjun á hitaveitustofni að Bjarkarbæjum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir endurnýjun hitaveitustofna.

Mál nr. 21: Miðengi L168261; Stækkun námu; Aðalskipulagsbreyting -  (2105059).

Lögð er fram beiðni frá Benedikt Gústafssyni er varðar breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í breytingunni felst stækkun á rauðamölsnámu í landi Miðengis, skilgreind E12 í aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gerð skipulagslýsingar í samræmi við framlagða umsókn. Skipulagslýsing verði auglýst til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn bendir á að aukin efnistaka á svæðinu sé tilkynningarskyld á grundvelli 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum lið 2.03. Mælst er til þess að samhliða verði unnin tilkynningarskýrsla vegna hugsanlegs mats á umhverfisáhrifum.

Mál nr. 22: Miðengi L168261; Efnistaka úr námu; Framkvæmdaleyfi -  (2105060).

Lögð er fram umsókn frá Benedikt Gústafssyni er varðar framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu E12 í landi Miðengis. Í umsókninni felst efnistaka að 50.000 m3 sem er hámarksefnistaka innan námunnar samkvæmt aðalskipulagi. Samkvæmt framlögðum gögnum hafa nú þegar verið teknir 48.400 m3 af svæðinu.

Sveitarstjórn telur að forsenda frekari efnistöku á svæðinu sé uppmæling svæðisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að útgáfu framkvæmdaleyfis verði frestað og felur skipulagsfulltrúa að annast mælingu á námunni sem staðfesti hversu mikið magn efnis hafi verið unnið úr námunni.

Mál nr. 23: Torfastaðir 2 (L170829); umsókn um byggingarleyfi; fjarskiptamastur (2105029).

Fyrir liggur umsókn Gauts Þorsteinssonar fyrir hönd Nova ehf. og umboð jarðareiganda, móttekin 06.05.2021, um byggingarleyfi til að setja upp fjarskiptamastur á jörðina Torfastaðir 2 L170829 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 24: Neðan-Sogsvegar 2 L169489; Staðfesting á afmörkun lóðar -  (2105017).

Lögð er fram umsókn Sigurðar Óla og Sigurjóns Sigurðssona, dags. 6. maí 2021, um staðfestingu á hnitsettri afmörkun lóðarinnar Neðan-Sogsvegar 2 L169489 sem ekki hefur legið fyrir áður. Lóðin er skráð 14.550 fm í Þjóðskrá en mælist 13.157,8 fm skv. hnitsettu mæliblaði. Lóðin er innan skipulags fyrir frístundasvæði í landi Norðurkots m.s.br. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar, Neðan-Sogsvegar 3 á hnitsettri afmörkun, og samþykkt lóðablöð fyrir Neðan-Sogsvegar 4.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 30: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-143.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 19. maí 2021.

 c)      Fundargerð 48. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 11. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð 22. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 18. maí 2021.

Mál nr. 12 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 12: Húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga – tilboð um húsnæði

Ákveðið var að bjóða verkið út og vann Efla öll gögn fyrir útboðið. Einungis eitt tilboð barst frá Akurhólum ehf. upp á 389 millj.kr. fullbúið húsnæði án húsgagna, afhendingartími í október 2022.
Tillaga Héraðsnefndar er að taka tilboði Akurhóla ehf. og er stjórn falið að semja við Akurhóla ehf. að fengnu samþykki aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar um að fara í verkefnið.

Sveitarstjórn fagnar því að húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins séu komin í farveg og samþykkir samhljóða að fara í verkefnið.

 e)      Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 14. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð aðalfundar Háskólafélags Suðurlands, 19. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 2.  Skipulagslýsing svæðisskipulags Suðurhálendisins 2020-2032.

Fyrir liggur skipulagslýsing fyrir svæðisskipulag Suðurhálendisins 2020-2032, unnin af Eflu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna.

 3.  Fasteignagjöld 2017 til 2021 – Hestur lóð 123 (F224-8528).

Fyrir liggur bréf frá Einari Huga Bjarnasyni hrl. fyrir hönd Blönduhlíðar 727, eiganda frístundahúss að Hesti lóð 123 (F224-8528), dagsett í apríl 2021, þar sem þess er krafist að Grímsnes- og Grafningshreppur breyti álagningu fasteignagjalda ársins 2018 fyrir umrædda eign á þann hátt að fasteignaskattur, sorpeyðingargjald og vatnsskattur eignarinnar verði alfarið ákvarðaður samkvæmt a-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., að svara erindinu.

 4.  Umsögn Vegagerðarinnar vegna héraðsvegar að bænum Snæfoksstöðum.

Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni, dags. 27. maí 2021, þar sem tilkynnt er að umsókn um nýjan héraðsveg að Snæfoksstöðum í Grímsnes- og Grafningshreppi hafi verið samþykkt og að vegurinn verði færður inn á vegaskrá sem nýr hérðasvegur.

Lagt fram til kynningar.

5.  Bréf frá Orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu varðandi greiðslu vegna orlofs húsmæðra.

Fyrir liggur bréf frá Orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, dags. 20. maí 2021, varðandi greiðslu vegna orlofs húsmæðra. Meðfylgjandi bréfinu er reikningur, skýrsla um starfsemi orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, ársreikningur fyrir árið 2020 og yfirlit yfir greiðslu allra sveitarfélaga sem greiða skulu í Orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu.

Lagt fram til kynningar.

6.  Ársskýrsla og ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2020.

Fyrir liggur ársskýrsla og ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2020.

Lagt fram til kynningar.

 7.  Stöðuskýrsla nr. 15 frá uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála vegna Covid-19.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. maí 2021, þar sem kynnt er 15. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

8.  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 115/2021, „Hvítbók um byggðamál“.

Fyrir liggur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 115/2021, „Hvítbók um byggðamál“.

Lagt fram til kynningar.

9.  Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál.

Fyrir liggur beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 10.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða, 720. mál.

Fyrir liggur beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða, 720. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 11.  Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál.

Fyrir liggur beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?