Fara í efni

Sveitarstjórn

508. fundur 16. júní 2021 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Björn Kristinn Pálmarsson varaoddviti
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar

1. Fundargerðir.

a)      Fundargerð 13. fundar veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. júní 2021.

Mál nr. 2, 3, 6 og 7 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Eftirfarandi liðir þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Fimm ára áætlun vatnsveitu.

Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 22.05.2021 um langtímaáætlun vatnsveitu. Í minnisblaðinu er lögð fram tillaga að fjárfestingaáætlun fram til ársins 2026.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða fjárfestingaáætlun.

Mál nr. 3: Umsókn um hitaveitutengingu við Lækjarbraut 2a.

Fyrir liggur umsókn um hitaveitutengingu við Lækjarbraut 2a.

Sveitarstjórn hafnar nýtengingunni samhljóða þar sem ekki hefur verið lögð stofnlögn í hverfið.

Mál nr. 6: Tilboð í göngustíg í Ásborgum.

Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 27.05.2021 um tilboð í stígagerð í Ásborgum. Kostnaðaráætlun verkefnisins hljóðaði upp á 5.028.000 kr. Einungis eitt tilboð barst í verkefnið en það var frá Suðurtak ehf. að fjárhæð 13.025.000 kr. og er því 159% yfir kostnaðaráætlun.

Sveitarstjórn hafnar tilboðinu samhljóða á grundvelli kostnaðaráætlunar.

Mál nr. 7: Tilboð í hönnun og eftirlit fráveitu í Ásborgum.

Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 19.05.2021 um tilboð í hönnun og eftirlit með hreinsistöð í Ásborgum. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 5.683.693 kr. en þrjú tilboð bárust í verkið. Tilboðin sem bárust voru frá Mannvit hf. að fjárhæð 6.131.800 kr., Verkís hf. að fjárhæð 8.895.000 kr. og Berki Reykjalín Brynjarssyni (Hvati ráðgjöf) að fjárhæð 1.520.400 kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda, Barkar Reykjalín Brynjarssonar.

b)      Fundargerð 93. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)     Fundargerð 219. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 9. júní 2021.

Mál nr. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14 og 21 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 219. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 9. júní 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 8: Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting -  (2003014).

Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Torfastaða 1 L170828 í Grafningi. Í tillögunni felst að landnotkun á um 25 ha svæði innan jarðar Torfastaða er breytt úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð. Samhliða er lögð fram fornleifaúttekt innan svæðisins til kynningar. Tillaga aðalskipulagsbreytingar var í kynningu frá 28. apríl til 19. maí 2021. Engar athugasemdir bárust á kynnningartíma.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Torfastaða í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

Mál nr. 9: Ártangi L168272; Ný lóð og stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting -  (2106002).

Lögð er fram umsókn frá Gunnari Þorgeirssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Ártanga. Í breytingunni felst skilgreining á nýrri lóð og stækkun á byggingarreit.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.

Mál nr. 10: Hraunborgir í landi Hraunkots L168252; Svæði A; Fjarskiptamastur fyrir MÍLU; Deiliskipulagsbreyting -  (2106006).

Lögð er fram umsókn frá MÍLU er varðar breytingu á deiliskipulagi í landi Hraunkots, svæði A. Í breytingunni felst að skilgreint verði svæði fyrir fjarskiptamastur, alls um 36 fm.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um að innan gagnanna verði skýrt hvort að viðkomandi athafnasvæði eigi að vera sér lóð eða ekki. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum og sumarhúsafélagi svæðisins.

Mál nr. 11: Hestur L168251 (lóð 8); Ný lóðamörk og breytt lega byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting -  (2106009).

Lögð er fram umsókn frá Hákoni Páli Gunnlaugssyni fh. Jarðarinnar Hests ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hests. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum og ný lega byggingarreits á lóð 8.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt.

Mál nr. 12: Nesjavallavirkjun L170925; Uppsetning tilraunalofthreinsistöðvar; Framkvæmdaleyfi -  (2105105).

Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Orku náttúrunnar ehf. er varðar uppsetningu tilraunahreinsistöðvar. Leyfið hefur nú þegar verið afgreitt á grundvelli heimilda deiliskipulags og fyrri umsagna vegna málsins. Lagt fram til kynnningar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu málsins innan UTU.

Mál nr. 13: Giljatunga 32, 34 og 37; Ásgarður í Grímsnesi (2.áfangi); Stækkun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting -  (2106014).

Lögð er fram umsókn frá Önnu Ólöfu Haraldsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst stækkun byggingarreita á lóðum Giljatungu 32,34 og 37.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum. Sveitarstjórn mælist til þess við skipulagsfulltrúa að viðkomandi breyting verði skoðuð m.t.t. fjarlægðar frá raflínum á svæðinu.

Mál nr. 14: Ásborgir í landi Ásgarðs; Göngustígur; Deiliskipulagsbreyting -  (2106020).

Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi er varðar deiliskipulagsbreytingu að Ásborgum í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst skilgreining göngustíga innan svæðisins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Mál nr. 21: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-144.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 2. júní 2021.

d)      Fundargerð 86. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, 26. maí 2021. Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Eftirfarandi liður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Drög að gjaldskrá skipulagsfulltrúa.

Vigfús og Jóhannes kynntu drög að gjaldskrá skipulagsfulltrúa. Stjórnin er sammála um nauðsyn þess að uppfæra gjaldskránna til að koma til móts við þann kostnað sem verkefnið sannarlega kostar. Sú gjaldskrá sem hér liggur fyrir er skref í rétta átt til að innheimta fyrir raunkostnaði. Stjórn samþykkir drög að gjaldskrá skipulagsfulltrúa og sendir þau til sveitarstjórna aðildasveitarfélaganna til staðfestingar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að gjaldskrá.

e)     Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 20. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)      Fundargerð 302. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 18. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð 212. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 7. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)     Fundargerð 12. fundar byggingarnefndar Búðarstígs 22, 8. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

i)      Fundargerð 570. fundar stjórnar SASS, 4. júní 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

j)     Fundargerð XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, 21. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

k)      Fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. maí 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Skipulagsmál - 2012001 - Foss L168242; Foss 2 og 3; Skipting lands og stofnun lóða.

Lögð er fram að nýju umsókn Landforms, dags. 30. nóvember 2020 og bréf dags. 8. júní 2021, f.h. landeigenda um skiptingu jarðarinnar Foss L168242 í þrjá hluta. Óskað er eftir að stofna annars vegar 179,95 ha landeign sem fengi staðfangið Foss 2 og hins vegar 152,51 ha landeign sem fengi staðfangið Foss 3. Eftir skiptin mælist Foss með stærðina 236,05 ha skv. meðfylgjandi lóðablaði en hún er í dag skráð með stærðina 0,0 í fasteignaskrá þar sem hnitsett uppmæling hennar hefur ekki legið fyrir fyrr en nú. Aðkomur að landeignunum eru frá Kiðjabergsvegi (353) um núverandi aðkomur að sumarbústöðum innan jarðarinnar skv. lóðablaði. Erindið var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 16. desember 2020 en fyrirvari sem settur var um að samþykki aðliggjandi landeigenda liggi fyrir var felldur úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann 30. apríl 2021.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. gr. jarðalaga.

3. Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

Fyrir liggur beiðni Christiane Luise Mueller og Ólafs Inga Kjartanssonar um að börn þeirra fái námsvist utan lögheimilissveitarfélags við Bláskógaskóla á Laugarvatni.

Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða.

4. Beiðni um styrk frá SEM (Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra).

Fyrir liggur bréf frá Arnari Helga Lárussyni f.h. SEM samtakanna, dags. 2. júní 2021, þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á hjólastóla-fjallahjólum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um 100.000 kr.

5. Hlutabréfakaup í Límtré-Vírnet.

Lagt fram að nýju bréf frá Stefáni Árna Einarssyni forstjóra Límtré-Vírnets, dagsett 28. apríl 2021 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að selja hlutabréf sín í Límtré-Vírnet til Stefáns.  Á sama tíma er verið að að kanna áhuga annarra minnihlutaeigenda á sölu á þeirra hlutabréfum í fyrirtækinu. Hugsanleg kaup á hlutabréfum eru gerð með fyrirvara um samþykki hluthafa Límtré-Vírnets svo og um fjármögnun á kaupunum.

Á 504. fundi sveitarstjórnar fól sveitarstjórn oddvita að afla frekari upplýsinga um málið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að selja ekki umrædd bréf.

6. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Fljótsbakka 5, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 4. júní 2021, um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Fljótsbakka 5, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

7. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Lækjarbakka 25, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 4. júní 2021, um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Lækjarbakka 25, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

8. Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022.

Fyrir liggur bréf frá Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, dagsett 1. júní 2021, þar sem komið er á framfæri ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda. Í ályktuninni er skorað á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til þess að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022.

Lagt fram til kynningar.

9. Minnisblað sviðsstjóra kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um launaþróun sveitarfélaga.

Fyrir liggur minnisblað frá sviðsstjóra kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. maí 2021, um launaþróun sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

10. Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum nr. 81/2004.

Fyrir liggur umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum nr. 81/2004 frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 28. maí 2021.

Bréfið lagt fram til kynningar.

11. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands.

Fyrir liggur bréf frá Bjarna Guðmundssyni f.h. stjórnar Eignarhaldsfélags Suðurlands, dagsett 8. júní 2021, það sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 28. júní n.k. Fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi Eignarhaldsfélagsins er Smári Bergmann Kolbeinsson.

Fundarboðið lagt fram til kynningar.

12. Framhaldsaðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2021.

Fyrir liggur bréf frá stjórn Landskerfis bókasafna, dags. 9. júní 2021, þar sem boðað er til framhaldsaðalfundar félagsins þann 19. maí 2021. Fundurinn fer fram í fjarfundarbúnaði.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ragna Björnsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

13. Ársreikningur Kvenfélags Grímsneshrepps 2020.

Fyrir liggur ársreikningur Kvenfélags Grímsneshrepps fyrir árið 2020.

Lagður fram til kynningar.

14. Ársskýrsla Heilbrigðisstofnunar Suðurlands 2020.

Fyrir liggur ársskýrsla Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir árið 2020.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

15. Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga 2020.

Fyrir liggur ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga fyrir árið 2020.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

16. Kerfisáætlun Landsnets 2021-2030.

Fyrir liggur að kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2021-2030 er komin í opið umsagnarferli.

Lagt fram til kynningar.

17. Kynning frá Orku náttúrunnar um fyrirhugaðar breytingar á rekstri öryggislosunar á gufu og skiljuvatnsveitum Nesjavallavirkjunar.

Á fundinn mættu Magnea Magnúsdóttir og Gunnlaugur Brjánn Haraldsson frá Orku náttúrunnar og kynntu fyrirhugaðar breytingar á reksti öryggislosunar á gufu og skiljuvatnsveitum Nesjavallavirkjunar.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?