Fara í efni

Sveitarstjórn

290. fundur 23. nóvember 2011 kl. 09:00 - 10:25 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Harðar Óla Guðmundssonar
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.     Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 9. nóvember 2011 lá frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     41. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 17.11 2011.

Mál nr. 3, 7, 8, 15 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram.  Farið yfir mál nr.  3, 7, 8  og 16, þau rædd og staðfest af sveitarstjórn. Varðandi lið 15, Hraunborgir svæði A Húsasund, þá er afgreiðslu frestað og vísað til skipulag- og byggingarnefndar til frekari skoðunar.

 
b)    Fundargerð 9. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. nóvember 2011.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
c)     Fundargerð 1. fundar mötuneytisnefndar Kerhólsskóla, 19. september 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
d)    Fundargerð 4. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 16. nóvember 2011.
            Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
e)     Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),  24.10 2011.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. Varðandi lið 3, fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 þá staðfestir sveitarstjórn áætlunina.

 

3.       Kauptilboð Bláskógarbyggðar í jörðina Laugarás í Bláskógarbyggð.
Fyrir liggur kauptilboð frá Bláskógarbyggð til meðeigenda sinna, Grímsnes- og Grafningshrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps að jörðinni Laugarási í Bláskógarbyggð, eign Laugaráshéraðs. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
4.       Beiðni frá reiðveganefnd Hestamannafélagsins Trausta um mótframlag í reiðvegi.
Hestamannafélagið Trausti hefur fengið úthlutað kr. 2.500.000 úr reiðvegasjóði LH og á helmingurinn að fara í reiðvegi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn samþykkir að  leggja til mótframlag að fjárhæð 1.250.000 kr. Skilyrt er að framlagið verði notað í sveitarfélaginu.

 
5.       Bréf frá Local lögmönnum f.h. Sigurjóns Hjartarsonar um innheimtu verðbóta á verkið „Borg í Grímsnes, yfirborðsfrágangur 2008“.
Fyrir liggur bréf frá Local lögmönnum f.h. Sigurjóns Hjartarsonar um innheimtu verðbóta á verkið „Borg í Grímsnesi, yfirborðsfrágangur 2008“. Sveitarstjórn samþykkir að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., að svara erindinu.

 
6.       Beiðni Stígamóta um fjárstyrk fyrir árið 2012.
Fyrir liggur beiðni Stígamóta um fjárstyrk fyrir árið 2012.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
7.       Beiðni um styrk vegna eldvarnarátaksins 2011.
Fyrir liggur beiðni Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um styrk vegna eldvarnarátaksins 2011. Sveitarstjórn samþykkir að veita 10.000 kr. styrk til verkefnisins.

 
8.       Beiðni um styrk við Snorraverkefnið sumarið 2012.
Fyrir liggur beiðni fá Snorrasjóð um styrk til Snorraverkefnisins sumarið 2012 þar sem markmið verkefnisins er að auka tengsl Íslendinga við samfélag fólks af íslenskum ættum í Kanada og Bandaríkjunum.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
9.       Beiðni um styrk frá Blátt áfram, forvarnarverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum.
Fyrir liggur beiðni frá Blátt áfram forvarnarverkefnis gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi þannig að Blátt áfram verði valið fyrir styrk í stað jólakorts í ár. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
10.    Tillaga að stækkun Hótel Hengils á Nesjavöllum.
Lögð fram tilllaga að stækkun Hótels-Hengils á Nesjavöllum.  Stækkunin er sett fram á afstöðuuppdrætti í mkv. 1:5.000 auk aðaluppdrátt í mkv. 1:100. Í dag er húsið skráð 1.219 fm og samkvæmt fyrirliggjandi teikningu er gert ráð fyrir um 800 fm viðbyggingu sem kemur í beinu framhaldi af núverandi herbergjaálmu. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 31. október 2010 þar sem farið er fram á nákvæmari greinargerð varðandi hvernig staðið verði að endurbótum á núverandi fráveitu hótelsins en ekki gerð athugasemd að aðra þætti málsins. Framkvæmdaraðili hefur sent inn frekari gögn varðandi útfærslu fráveitumála sem nú eru til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirlitinu. Sveitarstjórn samþykkir fyrirhugaða stækkun hótelsins skv. 1. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar.

 

 

Til kynningar
SASS.  Fundargerð  42. aðalfundar 28. og 29. október 2011.
SASS.  Fundargerð  449. stjórnarfundar 03.11 2011.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  304. stjórnarfundar 10.11 2011.
Minnisblað frá framkvæmdarstjóra Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 08.11 2011.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 135. stjórnarfundar 17.11 2011.
Fundargerð samstarfsnefndar aðildarfélaga Huggarðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga, 09.11 2011.
Bréf frá Velferðarvaktinni um  aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni.
Afrit af bréfi til Vegagerðarinnar frá stjórn félags lóðarhafa í Kiðjabergi vegna hraðaksturs og  ástands vegarins að Kiðjabergi.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10.25

 

Getum við bætt efni síðunnar?