Fara í efni

Sveitarstjórn

293. fundur 30. desember 2011 kl. 12:00 - 12:55 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fjárhagsáætlun 2012.
Á fundi sveitarstjórnar þann 21. desember s.l. var lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar frestað þar sem ekki lágu fyrir endanlegar niðurstöður frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Erindi dagsett 21. desember 2011 hefur borist frá Innanríkisráðuneyti um framlag sjóðsins fyrir fjárhagsárið 2012. Sveitarstjórn telur gagnrýnivert að niðurstaða Innanríkisráðuneytis skuli ekki liggja fyrir fyrr á árinu  þar sem úthlutun sjóðsins hefur talsverð áhrif á niðurstöðu fjárhagsáætlunarinnar.

 
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 var tekin til lokaafgreiðslu. Niðurstöður áætlunarinnar eru eftirfarandi í þúsundum króna:

Rekstrarniðurstaða A-hluta tekjur umfram gjöld                                         155.346

Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld               102.449                                                                                                           

Handbært fé frá rekstri A-hluti                                                                    108.356

Handbært fé frá rekstri samstæðu                                                                102.692

 
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð samtals 242 millj. kr.  Helstu liðir í fjárfestingu eru í eignasjóði og hitaveitu.  Ekki er gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga en gert er ráð fyrir sölu eigna sveitarfélagsins að fjárhæð 150 millj. kr.

 
Meirihluti sveitarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Lögmanni sveitarfélagsins falið að skoða gildandi reglugerðir og breytingar á þeim varðandi framlag Jöfnunarsjóðs vegna grunnskóla og samkomulags sem gert var á sínum tíma milli ríkis og sveitarfélaga vegna tilflutnings grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga.

 
Fulltrúar minnihlutans sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar og bóka eftirfarndi:

Fulltrúar minnihlutans harma þá ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar að vinna við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sé ekki unnin í samvinnu meiri- og minnihluta. Lagt er til að golfvöllur sveitarfélagsins verði seldur hið fyrsta þannig að ekki sé verið að hækka útsvar (golfvallarskatt) á íbúa sveitarfélagsins. Nær væri að nýta fé sveitarfélagsins í nýbyggingu Kerhólsskóla og til annarar grunnþjónustu . 

 

 
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 12:55

Getum við bætt efni síðunnar?