Sveitarstjórn
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 54. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 28. apríl 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 55. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 29. september 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 18. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 12. maí 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 230. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 20. desember 2021.
Mál nr. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14 og 26 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 230. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 20. desember 2021. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 8: Kiðjaberg lóð 107 L201721; Færsla byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting - (2112024).
Fyrir liggur umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Kiðjabergs sem tekur til lóðar Kiðjabergs 107, L201721. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreit lóðarinnar um u.þ.b. 14 metra til suð-vesturs. Tilgangur breytingarinnar er að auka óhindrað útsýni frá húsinu.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fara á staðinn og meta aðstæður m.t.t. hugsanlegra grenndaráhrifa gagnvart aðliggjandi lóðum. Afgreiðslu málsins frestað.
Mál nr. 9: Kerið 1 L172724; Aðkomuvegur og bílastæði; Framkvæmdarleyfi - (2112030).
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum 204 m löngum aðkomuvegi ásamt uppbyggingu á bílastæði við Kerið fyrir um 120 fólksbíla og 4-6 hópferðabíla á alls um 4.600 m2 svæði. Umsókn um framkvæmdaleyfi var synjað á fundi sveitarstjórnar þann 1. desember 2021 þar sem umsóknin þótti ekki vera í samræmi við deiliskipulags svæðisins. Framlögð umsókn er uppfærð frá fyrri gögnum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags fyrir Kerið.
Mál nr. 10: Öndverðarnes 2 lóð (Laxabakki) L170095; Safn, ferða- og þjónustuhús; Deiliskipulag - (2107038).
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi Öndverðarness 2 lóð (Laxabakki) L170095 eftir kynningu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og byggingarheimilda þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu þjónustu- og aðstöðuhúss sem ætlað er að þjóna þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er á lóðinni. Athugasemdir bárust við kynningu deiliskipulagsins frá Alviðrustofnun og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir Alviðrustofnunar er varðar samræmingu deiliskipulagstillögu við aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem svæðið er skilgreint sem óbyggt svæði innan gildandi aðalskipulags sveitarfélagsins. Innan heildarendurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir því að landnotkun svæðisins verði skilgreind sem landbúnaðarsvæði. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu á heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Smári Bergmann Kolbeinsson vék sæti við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 11: Lyngbrekka 5 (L208556); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður - breyting, með svefnlofti að hluta - (1608042).
Lögð fram að nýju umsókn um byggingarheimildir ásamt breyttum aðaluppdrætti, móttekinn 3. desember 2021 frá hönnuði. En fyrir lá umsókn Bjarka M. Sveinssonar f.h. Lina Kleinaityté um byggingarheimild til að byggja 148,2 m2 sumarhús með svefnlofti að hluta á Lyngbrekku 5, L208556 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Málið var ekki tekið til afgreiðslu byggingarfulltrúa vegna óvissu um skilmála er varðar mænishæð á svæðinu þar sem hús er að hækka töluvert frá fyrri byggingarleyfisumsókn.
Skilmálar deiliskipulags viðkomandi frístundabyggðar í Syðri-Brú gera ráð fyrir að alla jafna sé gert ráð fyrir frístundahúsum á einni hæð, þakhalli megi vera 14-35°og þakform innan þeirra marka er gefið frjálst. Heimilt er að hafa svefnloft yfir hluta hússins. Sveitarstjórn telur að umsótt bygging sé í samræmi við skilmála deiliskipulags svæðisins þó svo að engir skilmálar séu um hámarksmænishæð. Framlögð hæð hússins sé eðlileg og í samræmi við áður nefndar heimildir deiliskipulags. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 12: Hallkelshólar lóð (L168499); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður - viðbygging og geymsla - (2112017).
Fyrir liggur umsókn Halls Kristmundssonar f.h. Birgis Emils J. Egilssonar og Guðbjargar S. Guðlaugsdóttur, móttekin 9. desember 2021, um byggingarheimild til að byggja 33,1 m2 við sumarhús og byggja 16,9 m2 geymslu á sumarhúsalóðinni, Hallkelshólar lóð L168499 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 95,7 m2.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 13: Þórisstaðir land L220557; Landbúnaðarsvæði breytt í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting - (2002001).
Fyrir liggur tillaga um breytingar á aðalskipulagi sem tekur til Þórisstaða lands L220557 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði innan landeignarinnar. Innan svæðisins er ætlunin að rísi þyrping gistihúsa með tilheyrandi þjónustumannvirkjum. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu og að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 14: Akurgerði 3-5 L169232; Mýrarkot; Skipting lóðar - (2112041).
Fyrir liggur umsókn um skiptingu lóðarinnar Akurgerði 3-5, L169232 í landi Mýrarkots. Óskað er eftir því að lóðinni verði skipt í tvo jafnstóra hluta. Lóðin er í dag skráð 8.854,8 m2.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppskiptingu lóðarinnar með fyrirvara um að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins.
Mál nr. 26: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-155.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. desember 2021.
e) Fundargerð 231. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 12. janúar 2022.
Mál nr. 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22 og 28 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 231. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 12. janúar 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 15: Nesjar; Stapavík L170904; Frístundalóðir; Deiliskipulag - (2012010).
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi sem tekur til lóðarinnar Stapavík, L170904 í landi Nesja eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining þriggja lóða auk byggingarheimilda. Athugasemdir bárust við gildistöku deiliskipulagsins af hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 16: Markalækur L192476; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting - (2112047).
Fyrir liggur umsókn frá Agli Jóhannssyni sem tekur til breytingar á deiliskipulagi í landi Syðri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulagsbreytingin nær til 2 ha lands, Markalæks L192476, og gerir ráð fyrir sameiningu tveggja lóða í eina lóð ásamt breyttum byggingarheimildum innan svæðisins. Landnúmer er 192476 og helst óbreytt. Skipulagssvæðið er landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps og er skráð sem lögbýli sbr. staðfestingu Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ferðaþjónustubýlið mun starfa skv. gildum um sjálfbærni, nýsköpun og mannrækt og áhersla lögð á uppgræðslu lands, skógrækt, vistvæna hönnun, nýsköpun, sjálfbærni og hlutleysi hvað varðar kolefnisspor. Landið er að hluta ógróinn melur og syðsti hluti þess nýttur sem malarnáma fyrir mörgum árum síðan. Landið er ekki talið hafa verndargildi sökum gróðurs eða jarðfræði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Sveitarstjórn mælist jafnframt til þess að samhliða verði afmörkun frístundasvæðis á svæðinu skoðuð og heimfærð við framlögð gögn innan endurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Mál nr. 17: Steingrímsstöð lnr 170935: Sogið: Deiliskipulag - (1804009).
Fyrir liggur deiliskipulagstillaga sem tekur til Steingrímsstöðvar. Í deiliskipulaginu felst að staðfesta núverandi landnotkun svæðisins. Samhliða er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Írafoss- og Ljósafossstöðvar. Unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir stöðina og eru settir skilmálar í tengslum við hana. Þá hefur deiliskráning fornminja verið gerð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 18: Írafoss- og Ljósafossvirkjanir lnr 168922 og 168926: Sogið: Deiliskipulag - (1804008).
Fyrir liggur deiliskipulagstillaga sem tekur til Írafoss- og Ljósafossvirkjana. Í deiliskipulaginu felst í megindráttum staðfesting núverandi landnotkun svæðisins auk þess að gera ráð fyrir byggingu yfir hluta tengivirkis við Írafossstöð og gera ráð fyrir stöðvarhúsi fyrir vetnisstöð. Samhliða er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Steingrímsstöð. Unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir stöðvarnar og eru settir skilmálar fyrir mannvirki í tengslum við hana.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 19: Mosfell L168267; Endurheimt votlendis; Fyrirspurn - (2112062).
Lögð er fram fyrirspurn frá Helgu Lucie Andrée Káradóttur varðandi framkvæmdaleyfisskyldu við endurheimt votlendi í landi Mosfells.
Sveitarstjórn telur að endurheimt votlendis teljist til framkvæmdaleyfisskyldra verkefna sbr. 5 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Slíkt er þó í öllum tilfellum háð mati á umfangi verkefnisins hverju sinni.
Mál nr. 20: Kringla 2 og 9; Kringlugil 1 og 2; Deiliskipulag - (2107009).
Fyrir liggur tillaga deiliskipulags er varðar lóðir Kringlugils 1 og 2 úr Kringlu 2 og 9. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhús og úthús. Tillagan var kynnt frá 1. - 24. desember s.l., engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 21: Úlfljótsvatnsbær (L223638); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús breyting á notkun í gistihúsnæði - (2112065).
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Einarssonar f.h. Skógræktarfélag Íslands, móttekin 30. desember 2021, um byggingarleyfi til að breyta notkun á íbúðarhúsi í gistihús að Úlfljótsvatni, L223638 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið er innan skilgreinds afþreyingar- og ferðamannasvæðis samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn telur að breytt notkun hússins falli ágætlega að skilgreindri notkun svæðisins samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins. Sveitarstjórn telur þó að ef komi til frekari uppbyggingar innan lóðarinnar á ferðaþjónustutengdri starfsemi sé eðlilegt að landnotkun lóðarinnar skuli skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði í takt við meginnotkun hennar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 22: Kiðjaberg lóð 107 L201721; Færsla byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting - (2112024).
Lögð er fram að nýju umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Kiðjabergs sem tekur til lóðar Kiðjaberg 107, L201721. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreit lóðarinnar um u.þ.b. 14 metra til suð-vesturs. Tilgangur breytingarinnar er að auka óhindrað útsýni frá húsinu. Málinu var frestað á 230. fundi skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa falið að fara á staðinn og meta aðstæður og hugsanleg grenndaráhrif breytinganna. Ljósmyndir og nánari gögn lögð fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðum, L201720 og L200069.
Mál nr. 28: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-156.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 5. janúar 2022.
f) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 13. desember 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð 35. fundar stjórnar Bergrisans, 10. janúar 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h) Fundargerð 13. fundar um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið, 24. nóvember 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
i) Fundargerð 307. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 1. desember 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
j) Fundargerð fundar um framtíð minni sveitarfélaga á Íslandi, 6. október 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð 577. fundar stjórnar SASS, 7. janúar 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
l) Fundargerð 904. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 10. desember 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Heimsmarkmiðin – kynning.
Inn á fundinn kom Guðrún Ása Kristleifsdóttir, heilsu- og tómstundafulltrúi sveitarfélagsins og kynnti heimsmarkmiðin og innleiðinguna.
3. Loftlagsstefna
Lögð fram að nýju tillaga um að unnin verði sameiginleg loftslagsstefna fyrir sveitarfélögin í uppsveitum og Flóahreppi. Jafnframt er lagt til að ráðinn verði verkefnisstjóri fyrir verkefnið.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í samtal og samvinnu við gerð loftslagsstefnu og felur heilsu- og tómstundafulltrúa að vinna áfram að málinu.
4. Bréf frá Jóhannesi Jónssyni vegna hreinsunar á rotþró.
Fyrir liggur bréf frá Jóhannesi Jónssyni, dags. 30. desember 2021 þar sem farið er fram á að rotþró við Neðra-Apavatn lóð 169316 verði hreinsuð.
Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá þjónustuaðila sveitarfélagsins hefur rotþró við Neðra-Apavatn lóð 169316 verið hreinsuð og biðst sveitarstjórn velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á verkinu.
5. Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kæru til nefndarinnar í máli nr. 13/2021, Oddsholt 53.
Fyrir liggur bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dags. 13. desember 2021 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kæru til nefndarinnar í máli nr. 13/2021, Oddsholt 53. Einnig er lögð fram greinargerð lögmanns sveitarfélagsins, Óskars Sigurðssonar hrl.
Sveitarstjórn staðfestir greinargerð lögmannsins og samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.
6. Bréf frá Ferðafélagi Íslands þar sem óskað er eftir leyfi til endurbyggingar á sæluhúsi á Mosfellsheiði.
Fyrir liggur bréf frá Bjarka Bjarnasyni f.h. Ferðafélags Íslands, dags. 6. desember 2021 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið veiti leyfi fyrir endurbyggingu á gömlu sæluhúsi á Mosfellsheiði.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við endurbygginguna uppfylli hún öll skilyrði um byggingarleyfi og fái samþykki frá öllum hagsmunaaðilum.
Ósk um leyfi vegna endurbyggingar sæluhúss á Mosfellsheiði
7. Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.
Fyrir liggur umsókn starfsmanns Kerhólsskóla um styrk til að stunda nám í kennarafræðum. Umsóknin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja umsækjanda til náms í kennarafræðum skv. lið nr. 1 í reglum sveitarfélagsins. Að auki er samþykkt samhljóða að veita styrk skv. 4. lið reglnanna um kostnað við skólagjöld og til bókakaupa.
8. Umsókn um styrk til Sigurhæða – þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.
Fyrir liggur bréf frá verkefnisstjóra Sigurhæða, dags. 16. desember 2021, þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá sveitarfélaginu til Sigurhæða að fjárhæð kr. 103.725,-. Tilgangur Sigurhæða er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Sigurhæðir um umbeðinn styrk.
9. Beiðni um styrk frá Ferlir vegna heimasíðunnar ferlir.is
Fyrir liggur beiðni um styrk frá vefsíðunni www.ferlir.is að fjárhæð kr. 7.900 til að viðhalda vefsíðunni.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
10. Beiðni um umsögn vegna tegundabreytingar Fjallalax ehf. við Hallkelshóla í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Matvælastofnun, dags. 3. janúar 2022, þar sem óskað umsagnar sveitarfélagsins vegna tegundabreytingar Fjallalax ehf. við Hallkelshóla í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tegundabreytingar Fjallalax ehf.
11. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022 – 2033.
Fyrir liggur sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022 – 2033 til staðfestingar sveitarstjórnar. Tillagan hefur á vinnslustigi verið kynnt á vettvangi aðildarsveitarfélaganna og hlotið meðferð í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana sbr. lög nr. 111/2021. Tillagan er nú send til allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að áætluninni til formlegrar staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að staðfesta svæðisáætlunina.
Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033
12. Umsögn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um fjármálastefnu 2022 – 2026 og fjárlagafrumvarp ríkisins 2022.
Fyrir liggur umsögn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um fjármálastefnu 2022 – 2026 og fjárlagafrumvarp ríkisins 2022.
Umsögnin lögð fram til kynningar.
13. Skýrsla um kaup og framkvæmdir Byggðasafns Árnesinga á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka.
Fyrir liggur skýrsla um kaup og framkvæmdir Byggðasafns Árnesinga á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Skýrslan lögð fram til kynningar.
14. Bréf frá Hveragerðisbæ vegna umsagnar á tillögu til breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps, Folaldaháls – nýtt iðnaðarsvæði fyrir gufuaflsvirkjun.
Fyrir liggur bréf frá Hveragerðisbæ, dags. 13. desember 2021, vegna umsagnar á tillögu til breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps, Folaldaháls – nýtt iðnaðarsvæði fyrir gufuaflsvirkjun.
Sveitarstjórn vísar bréfinu til skipulagsnefndar.
15. Bréf frá mennta- og barnamálaráðherra um bólusetningu barna á aldrinum 5 – 11 ára.
Fyrir liggur bréf frá mennta- og barnamálaráðherra, dags. 11. janúar 2022, þar sem kynnt er bólusetning barna á aldrinum 5 – 11 ára.
Bréfið lagt fram til kynningar.
Bréf frá mennta - og barnamálaráðherra
16. Í samráðsgátt stjórnvalda – Hollustuháttareglugerð.
Fyrir liggur að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 2/2022, „Hollustuháttareglugerð“. Umsagnarfrestur er til og með 21. janúar n.k.
Lagt fram til kynningar.
Mál nr. 2/2022, „Hollustuháttareglugerð“
17. Í samráðsgátt stjórnvalda – Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða.
Fyrir liggur að Heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 8/2022, „Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða“. Umsagnarfrestur er til og með 7. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 13:00