Fara í efni

Sveitarstjórn

528. fundur 15. júní 2022 kl. 09:00 - 10:35 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Smára Bergmanns Kolbeinssonar
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir

1. Fundargerðir.

a) Fundargerð 241. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 8. júní 2022.
Mál nr. 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19 og 30 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 241. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 8. júní 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 11: Klausturhólar L168258; Bæjartorfa; Deiliskipulag - 2201053.
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til bæjartorfunnar að Klausturhólum L168258 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda á 7 lóðum og 8 byggingarreitum. Innan svæðisins er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, skemma og hesthúss. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðri skipulagstillögu.
Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 12: Miðengi lóð 17a L199066; Bátaskýli; Fyrirspurn - 2205107.
Lögð er fram fyrirspurn frá Sigyn Eiríksdóttur og Friðriki Degi Arnarssyni er varðar endurbyggingu á bátaskýli innan lóðar Miðengis lóð 17a í takt við framlagða samantekt vegna málsins.
Að mati sveitarstjórnar er endurbygging hússins ekki æskileg á sama stað vegna flóðahættu líkt og fram kemur í framlögðum gögnum vegna málsins. Skýlið er auk þess ekki innan byggingarreits samkvæmt deiliskipulagi svæðisins.
Mál nr. 13: Hamrar 3 L224192; Lón; Stofnun lóðar - 2205119.
Lögð er fram umsókn frá Þorsteini Garðarssyni er varðar stofnun 2.54 ha lóðar úr landi Hamra 3 L224192. Lóðin fái staðfangið Lón.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn.
Mál nr. 14: Vatnsbrekka 1 L199296; Skipting lóðar; Deiliskipulag – 2201076.
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til Vatnsbrekku 1 L199296. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fjórar jafnstórar lóðir sem verða um 21.750 m2 hver. Ein lóðanna er þegar byggð og á henni er sumarbústaður (93,3 m2) byggður 2007 og geymsla (12,4 m2) byggð 2007. Heimilt er að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús innan byggingarreits, þó ekki stærri en 40 m2. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum skipulagsuppdrætti.
Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 15: Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Deiliskipulag - 2010071.
Lögð er fram tillaga deiliskipulags vegna Gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í landi Króks L170822 eftir auglýsingu og yfirferð Skipulagsstofnunar. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir þremur borholum ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna. Gert er ráð fyrir því að 11 kV jarðstrengur verði lagður um 7 km leið að bænum Króki. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW. Umsagnir bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og telur að brugðist hafi verið við umsögnum og athugasemdum sem bárust við tillöguna með fullnægjandi hætti. Sveitarstjórn mælist því til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð og afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 16: Búrfellsvegur (351); Frá Klausturhólum að Búrfelli; Framkvæmdaleyfi - 2205140.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni er varðar endurbyggingu Búrfellsvegar (351).
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis.
Mál nr. 17: Gíslabraut 1 L194306 og 3 L169841; Breytt afmörkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2205141.
Lögð er fram umsókn frá Ólafi Þór Þorsteinssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Gíslabrautar 1 og 3. Í breytingunni felst að lóðamörk á milli lóðanna breytast.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 18: Nesjavallavirkjun L170925; Gasháfur; Framkvæmdarleyfi - 2206001.
Lögð er fram umsókn frá Orku náttúrunnar ohf. er varðar framkvæmdaleyfi við Nesjavallavirkjun. Í framkvæmdinni felst uppsetning á nýjum gasháf á Nesjavöllum með það að markmiði að draga úr hættu af völdum jarðhitagasa sem innihalda brennisteinsvetni en það er eitruð lofttegund. Um er að ræða nýjan stað fyrir mögulega útsleppingu á jarðhitagasi frá virkjuninni þegar aðstæður valda því að núverandi útsleppingarstaðir henta ekki, t.d. vegna vindátta. Ekki er um að ræða neina breytingu á magni jarðhitagasa sem sleppt er út.
Sveitarstjórn fékk kynningu á fyrirhugaðri framkvæmd í fjarfundi frá Sæmundi Guðlaugssyni og Guðmundi Kjartanssyni hjá Orku Náttúrunnar.
Að mati sveitarstjórnar telst umsóknin vera háð útgáfu byggingarleyfis en ekki framkvæmdaleyfis. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis á grundvelli deiliskipulags svæðisins. Að mati sveitarstjórnar er þörf á að vinna að heildarendurskoðun deiliskipulags fyrir svæðið sem var upphaflega unnið árið 2001 m.s.br.
Mál nr. 19: Björk 1 L211337; Færsla vegtengingar; Framkvæmdarleyfi - 2206004.
Lögð er umsókn frá Grímsnes- og Grafningshrepp er varðar framkvæmdaleyfi. Í framkvæmdinni felst færsla á vegtengingu að vatnsbóli. Núverandi vegtenging verður fjarlægð ásamt ristarhliði og ný 4 metra breið vegtenging sett norðar á Bjarkarvegi og sett ristarhlið. Ný tenging nær að núverandi vatnsveituvegi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags.
Mál nr. 30: Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 22-165 - 2205005F.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. júní 2022.
Fundargerð

b) Fundargerð 93. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 11. maí 2022.
fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

c) Fundargerð 94. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 8. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

d) Fundargerð 40. fundar Bergrisans, 10. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

e) Fundargerð 41. fundar Bergrisans, 23. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

f) Fundargerð vorfundar Héraðsnefndar Árnesinga, 9. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

g) Fundargerð 582. fundar stjórnar SASS, 3. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

2. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032.
Lagt fram endurskoðað aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 ásamt fylgiskjölum að lokinni auglýsingu og viðbragða vegna framkominna athugasemda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlögð gögn er varða heildar endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps eftir auglýsingu. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma sem sveitarstjórn telur að búið sé að bregðast við og svara með fullnægjandi hætti innan greinargerðar skipulagsins og framlögðu samantektarskjali. Sveitarstjórn mælist til þess að aðalskipulagstillagan taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 2. og 3. mgr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni yfirferð skipulagsstofnunar.
Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga 123/2010 ber sveitarstjórn að loknum kosningum að meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins. Með fyrrgreindri staðfestingu á heildar endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 sem verið hefur í vinnslu á síðasta kjörtímabili telur sveitarstjórn að hún hafi þar með uppfyllt skyldur sínar.

3. Erindi til sveitarstjórnar frá Magnúsi Ingberg Jónssyni.
Lagt fram að nýju erindi frá Magnúsi Ingberg Jónssyni, dagsett 29. apríl 2022, þar sem farið er yfir athugasemd við fyrirhugaða aukna vatnsvernd á jörðinni Lyngdal.
Sveitarstjórn telur sig hafa brugðist við athugasemdum við fyrirhugaða aukna vatnsvernd í endurskoðun aðalskipulagsins og hafnar því samhljóða tilboðinu.
Erindi frá Magnúsi Ingiberg Jónssyni

4. Kauptilboð í Klausturhóla b götu 6a.
Fyrir liggur kauptilboð í sumarhúslóð sveitarfélagsins við Klausturhóla b götu 6a í Klausturhólalandi að fjárhæð kr. 2.300.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kauptilboð gegn staðgreiðslu. Sveitarstjóra falið að skrifa undir kaupsamninginn.

5. Dagdvalarþjónusta í Uppsveitum.
Fyrir liggur erindi frá Bláskógabyggð dagsett 1. júní 2022, þar sem kynnt var bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 1. júní 2022 um þá tillögu að unnin verði greining á þörf fyrir dagdvalarþjónustu fyrir eldri borgara. Ef af yrði myndu starfsmenn HSU í Laugarási og starfsmenn félagsþjónustunnar greina þörfina og skila áliti til sveitarfélaganna. Á því mætti byggja umsókn til heilbrigðisráðuneytisins um dagdvalarrými fyrir svæðið og greina hvaða staðsetning og húsnæði myndi henta. Ráðuneytið greiðir daggjöld með þeim rýmum sem samþykki fæst fyrir, en ætla má að húsnæðiskostnaður og akstursþjónusta yrði á kostnað sveitarfélaganna. Þess er óskað að sveitarfélögin sem eiga aðild að félagsþjónustunni í Laugarási taki afstöðu til þess hvort þau óski eftir að taka þátt í þarfagreiningunni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í þarfagreiningunni.

6. Samþykktir öldungaráðs Uppsveita og Flóa.
Fyrir liggja samþykktir öldungaráðs Uppsveita og Flóa.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykktir öldungaráðs Uppsveita og Flóa.

7. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitinga í flokki II A veitingahús í Stofusundi 1.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 3. júní 2022 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitinga í flokk II Veitingaleyfi –A Veitingahús í Þjónustumiðstöðinni Hraunborgum Grímsnesi í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.
Teikning af húsnæði
Pallur og sólstofa
Umsagnarbeiðni

8. Erindi frá fræðslusetri Alviðru um Náttúruskólann að Alviðru.
Fyrir liggur bréf frá Tryggva Felixssyni formanni stjórnar Alviðru og stjórnar Landverndar, dagsett 29. maí 2022, þar sem óskað er eftir að Grímsnes- og Grafningshreppur ásamt sveitarfélögum í Árnessýslu taki í sameiningu að sér að fjármagna launakostnað starfsmanns Alviðru og deili sín á milli í samræmi við fjölda grunnskólanema.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða tillögu um að sveitarfélagið taki þátt í launakostnaði starfsmanns. Sveitarstjórn er tilbúin að skoða aðra útfærslu á þessu fyrirkomulagi. Þar sem grunnhugsun verkefnisins er sú að skapa varanlegar forsendur fyrir fræðslustarfi sem fyrst og fremst myndi þjóna börnum þá felur sveitarstjórn Skólanefnd að skoða málið nánar og vera í sambandi við Tryggva Felixson.
Bréf frá Tryggva Felixssyni

9. Ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.
Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Félags atvinnurekanda vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, dagsett 31. maí 2022. Þar ítrekar stjórn Félags atvinnurekenda áskoranir sínar til sveitarfélaga að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023. FA skorar jafnframt á sveitarfélögin að taka upp viðræður hið fyrsta við ríkisvaldið um breytingar á þessu fráleita kerfi þar sem skattgreiðslur af atvinnuhúsnæði eru beintengdar við þróun fasteignamats og taka þannig sífelldum hækkunum, án nokkurs tillits til gengis atvinnulífsins að öðru leyti.
Ályktun stjórnar Félags atvinnurekanda

10. Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 94/2022, „Breyting á kosningalögum“.
Fyrir liggur til samráðs frá Dómsmálaráðuneytinu mál nr. 94/2022, „Breyting á kosningalögum“
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:35.

Getum við bætt efni síðunnar?