Fara í efni

Sveitarstjórn

530. fundur 17. ágúst 2022 kl. 09:00 - 10:35 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 243. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. júlí 2022.
Mál nr. 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25 og 26 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 243. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 13. júlí 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 19: Hestur L168251 (lóð 8); Ný lóðamörk og breytt lega byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2106009.
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hests eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum og ný lega byggingarreits á lóð 8. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins sem eru lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag eftir grenndarkynningu. Jafnframt mælist sveitarstjórn til þess að deiliskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu og að þeir sem athugasemdir gerðu við grenndarkynningu málsins verði send uppfærð gögn til skoðunar og kynnt niðurstaða skipulagsnefndar og sveitarstjórnar.
Mál nr. 20: Hestur lóð 81 L168587; Byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting – 2206102.
Lögð er fram umsókn frá Rafni Benediktssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar Hests lóð 81 L168587. Í breytingunni felst að byggingarreitur er skilgreindur í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum í stað 15 metra.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um lagfærð gögn. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og að deiliskipulagið verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.
Mál. nr. 21: Kerhraun C 88 L197677; Bílastæði; Byggingareitur; Deiliskipulagsbreyting – 2206111.
Lögð er fram umsókn frá E. Sigurðssyni ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Kerhrauns C88 L197677. Í breytingunni felst breyting á aðkomu og byggingarreit lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum lóða Kerhrauns C89 L197686 og Kerhrauns C101 L173009.
Mál nr. 22: Öndverðarnes 2 lóð (L170138); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2206090.
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Ólafsdóttur fyrir hönd Mest ehf., móttekin 22.06.2022, um byggingarheimild fyrir 236,6 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Öndverðarnes 2 lóð L170138 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað vegna afmörkunar lóðarinnar.
Sveitarstjórn bendir á að nýtingarhlutfall frístundalóða skal ekki fara umfram 0,03 og að eingöngu er heimilt að byggja eitt sumarhús og eitt aukahús á lóð innan frístundalóða sbr. skilmála aðalskipulags. Innan framlagðra gagna virðist vera gert ráð fyrir öðru eins húsi innan sömu lóðar til framtíðar sem er umfram framangreindar heimildir.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 23: Kóngsvegur 12A (L1694409); umsókn um byggingarheimild; breyta notkun á sumarbústaði í bílgeymslu og byggja nýjan sumarbústað – 2104035.
Fyrir liggur ný aðalteikning frá Gísla G. Gunnarssyni fyrir hönd Seyluvíkur ehf., móttekin 23.06.2022, um byggingarheimild til að breyta notkun á 58,9 m2 sumarbústaði mhl 01, rífa að hluta og endurbyggja í 38,9 m2 bílgeymslu og byggja 75,2 m sumarbústað á sumarbústaðalandinu Kóngsvegur 12A L169440 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 24: Ásborgir; Umsókn um deiliskipulagsmál – 2207015.Lögð er fram umsókn frá Pétri H. Jónssyni fh. Grímsborga ehf. er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til Ásborga. Skipulaginu er ætlað að taka yfir núgildandi deiliskipulag svæðisins m.s.br.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggja fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 25: Vaðnes; Frístundabyggð; 4. áfangi; Deiliskipulag – 2204055
Lögð er fram umsókn frá Páli Helga Kjartanssyni er varðar stækkun frístundabyggðar að Vaðnesi. Í umsókninni felst að gert er nýtt deiliskipulag sem tekur til hluta frístundasvæðis F26 skv. aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 65 sumarhúsalóðum á 54 hektara svæði.
Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfærð gögn. Félagi sumarhúsaeigenda á aðliggjandi svæði verði sérstaklega kynnt tillagan sé það til staðar.
Mál nr. 29: Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 22-167 - 2206005F.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. júlí 2022.
Fundargerð
Fundargerð

b) Fundargerð 56. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 13. júlí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

c) Fundargerð aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs., 16. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

d) Fundargerð 219. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 29. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

e) Fundargerð 26. fundar Héraðsnefndar Árnesinga, 30. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

f) Fundargerð 583. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 15. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð

2. Starfssamningur oddvita.
Fyrir liggur starfssamningur við oddvita sveitarfélagsins út kjörtímabilið 2022-2026.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi starfssamning. Sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar.
Ása Valdís Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið.

3. Leigusamningur vegna Kringlumýrar.
Fyrir liggja drög að leigusamningi vegna fjallaskála í Kringlumýri.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarstjórnar.

4. Verðfyrirspurn í gerð bílastæðis og stíga við Yndisskógarsvæði.
Engin tilboð bárust í verkið.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda og veitna að vinna áfram að málinu.

5. Útboð vegna hönnunar á viðbyggingu við íþróttamiðstöð.
Lagðar fram niðurstöður útboðs vegna hönnunar á viðbyggingu við íþróttamiðstöð á Borg. Eitt tilboð barst í verkhlutann frá Verkfræðistofunni Eflu að upphæð 46.348.664,- m/vsk, tilboðsáætlun hljóðaði upp á 35.148.000,- m/vsk.
Sveitarstjórn samþykkir tilboðið með fyrirvara um yfirferð tilboðs og felur sveitarstjóra að undirrita verksamning þegar hann liggur fyrir.

6. Innleiðing hringrásarhagkerfisins starfshópur.
Kynnt er tillaga að stofnun starfshóps vegna lagabreytinga sem samþykktar voru á Alþingi í júní 2021 og munu taka gildi 1. janúar 2023; Lög um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi). Starfshópurinn er skipaður til eins árs.

Í starfshópinn eru tilnefndir:
Snjólfur Ólafsson, fulltrúi frá Samtökum frístundabyggða í GOGG, skammstafað FRÍ-GOGG.
Henning Leon, umsjónarmaður gámastöðvarinnar Seyðishólum.
Steinar Sigurjónsson, umsjónarmaður umhverfismála hjá Grímsnes- og Grafningshreppi.
Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps.
Guðmundur Finnbogason, formaður loftslags- og umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti og fulltrúi E-listans.
Ragnheiður Eggertsdóttir, fulltrúi frá G-listanum.
Steinar Sigurjónsson verður jafnframt formaður hópsins.

Sveitarstjórn staðfestir tilnefningar í starfshópinn og óskar honum góðs gengis í þeirri vinnu sem framundan er.

7. Bréf um innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum.
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 12. júlí 2022 þar sem kynntur er upplýsinga og samráðsfundur þann 31. ágúst nk. um framhald samstarfs um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Öllum kjörnum fulltrúum sveitarstjórnar er boðið til upplýsinga og samráðsfundar á Teams 31. ágúst þar sem farið verður yfir framgang og stöðu innleiðingar í þátttökusveitarfélögunum og rætt um möguleika til áframhaldandi stuðnings og samstarfs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram ásamt heilsu- og tómstundafulltrúa.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

8. Sigurhæðir – matsskýrsla.
Lögð fram til kynningar skýrslan Frá hugmynd til framkvæmdar sem fjallar um helstu niðurstöður ytra mats á verkefninu Sigurhæðir sem er þjónusta fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.
Matsskýrsla

9. Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni.
Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja þann 5. júlí sl., var til umræðu alvarleg staða vegna mönnunar heilbrigðisstarfsfólks á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni og lögð fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjórn Vestmannaeyja áréttar að jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu á að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. Sú er hins vegar ekki raunin fyrir fólk á landsbyggðinni í dag. Heilsugæslan á landsbyggðinni er undirmönnuð og aðgengi íbúa að grunnheilbrigðisþjónustu er skert. Það þarf að búa þannig um hnútana að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni geti mannað stöður heilbrigðisstarfsfólks þannig að þær geti veitt þá grunnheilbrigðisþjónustu sem þeim er ætlað. Þá liggur fyrir að flestar flóknar aðgerðir eru í dag einungis framkvæmanlegar á Landspítalanum. Það þarf að auka öryggi sjúklinga á landsbyggðinni með því að styrkja og breyta fyrirkomulagi sjúkraflugs m.a. með tilkomu sérhæfðrar sjúkraþyrlu og ákveða þarf staðsetningu flugvallar í Vatnsmýrinni til framtíðar. Þannig tryggjum við að allir landsmenn geti notið þjónustu Landspítalans með fullnægjandi hætti.“
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tekur undir bókunina og vill undirstrika þá þörf að öryggi og aðgengi sjúklinga á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu sé bætt. Sveitarstjórn hvetur heilbrigðisyfirvöld til þess að bregðast við vandanum og finna lausn til frambúðar.

10. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna tækifærisleyfis í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 25. júlí 2022, um umsögn vegna tækifærisleyfis þann 13. til 14. ágúst í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjóri sendi umsagnarbeiðni til efnislegrar umfjöllunar með tölvupósti dagsettum 10. ágúst 2022. Sveitarstjóra var falið að veita jákvæða umsögn fyrir hönd sveitarstjórnar og staðfestir sveitarstjórn hér með umsögn sína.
Umsögn

11. Landssamtök landeigenda á Íslandi.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Óskari Magnússyni formanni Landssamtaka landeigenda á Íslandi fyrir hönd stjórnar, dagsettur 28. júlí 2022, þar sem farið er yfir mál sem eru efst á baugi hjá samtökunum.
Lagt fram til kynningar.

12. Styrkbeiðni frá Aflinu.
Fyrir liggur bréf frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis og heimilisofbeldi, dagsett 4. ágúst 2022, þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs samtakanna.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða styrkbeiðninni.
Ársskýrsla Aflsins 2021

13. Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. 2022.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn verður 25. ágúst í Reykjavík. Sveitarstjórn tilnefnir Björn Kristinn Pálmarsson til fundarsetu fyrir hönd sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Fundarboð

14. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 11/2022 „Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030“
Lagt fram til kynningar.

15. Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 122/2022 „Drög að frumvarpi til laga um sýslumann“.
Lagt fram til kynningar.

16. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 141/2002 „Áform um breytingu á lögum um menningarminjar – aldursfriðun“.
Lagt fram til kynningar.

17. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 139/2022 „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um búsetu fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir, nr. 138/2018“.
Lagt fram til kynningar.

18. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 138/2022 „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga, nr. 652/2004“
Lagt fram til kynningar.

19. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 142/2022, „Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971“.
Lagt fram til kynningar.

20. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 137/2022, „Drög að reglugerð um brottfall reglugerða á sviði barnaverndar“.
Lagt fram til kynningar.

21. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 135/2022, „Drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra“.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:35.

Getum við bætt efni síðunnar?