Sveitarstjórn
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 1. fundar framkvæmda- og veitunefndar, 29. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð
b) Fundargerð 244. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 24. ágúst 2022.
Mál nr. 9, 10, 11 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 244. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 24. ágúst 2022. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 9: Giljatunga 34 L213513; Ásgarðsland; Deiliskipulagsbreyting – 2208034.
Lögð er fram umsókn frá Jóhanni Þór Rúnarssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Giljatungu 34 L213513 í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að heimilað verði að byggja 40 fm aukahús á lóð í stað 25 fm.
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi svæðisins og mælist til þess að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði auglýst. Málið verði jafnframt kynnt sérstaklega fyrir frístundahúsafélagi svæðisins sé það til staðar.
Mál nr. 10. Villingavatn lóð L170974; Villingavatn L170831; Stækkun lóðar – 2207034.
Lögð er fram umsókn frá Ivon Stefán Cilia er varðar breytta skráningu lóðar Villingavatns lóð L170974. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar úr 2.567 fm í 5.294 fm. Stækkunin kemur úr jörðinni Villingavatn L170831.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið.
Mál nr. 11. Skógarbrekkur L233752; Framkvæmdarleyfi; Skógrækt – 2207023.
Lögð er fram umsókn frá Hannesi Lentz er varðar útgáfu framkvæmdaleyfis vegna skógræktar á landi Skógarbrekkna L233752. Fyrirhuguð skógrækt tekur til um 90 ha landsvæðis.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og mælist til þess að útgáfa leyfisins verði kynnt landeigendum aðliggjandi jarða og í 2 km radíus frá fyrirhuguðu svæði.
Mál nr. 19: Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 22-168 – 2208001F.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2022.
Fundargerð Byggingarfulltrúa
Fundargerð skipulagsnefndar
c) Fundargerð 4. fundar seyrustjórnar, 16. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð
d) Fundargerð stjórnar byggðasamlagsins Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings b.s. – NOS 29. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð
e) Fundargerð aukaaðalfundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings b.s. 29. júní 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð
f) Fundargerð 202. fundar Tónlistarskóla Árnesinga, 16. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð
g) Fundargerð 24. fundar Brunavarna Árnessýslu, 16. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð
h) Fundargerð 1. fundar Brunavarna Árnessýslu kjörtímabilið 2022-2026, 18. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð
i) Fundargerð 585. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 15. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð
j) Fundargerð 220. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 26. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð
k) Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð
2. Björk 1. L211337; Færsla vegtengingar; Framkvæmdaleyfi - 2206004.
Sveitarstjórn hefur borist erindi þar sem gerð er athugasemd við bókun sveitarstjórnar þann 15. júní 2022 um eftirfarandi mál; Björk 1 L211337; Færsla vegtengingar; Framkvæmdarleyfi – 2206004.
Erindið kemur frá eigendum Bjarkar II, Ingibjörgu Harðardóttur og Birni Snorrasyni, dagsett 1. september 2022, þar sem gerð er athugasemd við orðalag bókunarinnar með tilliti til misræmis.
Með vísan til 2. mgr. 23. gr. stjórnsýslulaga leiðréttir sveitarstjórn hér með bókun sína þannig að norður breytist í suður og hljómar bókunin eftir breytingu í heild sinni svo:
Lögð er umsókn frá Grímsnes- og Grafningshrepp er varðar framkvæmdaleyfi. Í framkvæmdinni felst færsla á vegtengingu að vatnsbóli. Núverandi vegtenging verður fjarlægð ásamt ristarhliði og ný 4 metra breið vegtenging sett suður á Bjarkarvegi og sett ristarhlið. Ný tenging nær að núverandi vatnsveituvegi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags.
Hlutaðeigandi verður sent endurrit af leiðréttri ákvörðun.
Athugasemd við bókun sveitarstjórnar frá jarðeigendum á Björk II
3. Tilboð í deiliskipulagsgerð á nýrri íbúðabyggð eftir verðkönnun.
Fyrir liggur minnisblað frá Ragnari Guðmundssyni umsjónarmanni framkvæmda og veitna, dagsett 1. september 2022, þar sem farið er yfir tilboð sem bárust í kjölfar verðkönnunar í deiliskipulag fyrir nýja íbúðabyggð á Borg. Verðkönnunin var send á Eflu, Landhönnun, Landform, Verkís og Mannvit. Tilboð Eflu hljóðaði upp á 3.510.000 kr., tilboð Landhönnun hljóðaði upp á 5.600.000 kr., tilboð Verkís hljóðaði upp á 3.488.400 kr. og tilboð Mannvits hljóðaði upp á 3.614.032 kr. Ekki barst tilboð frá Landform.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka lægsta tilboði, frá Verkís. Sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn. Jafnframt er samþykkt að Ása Valdís Árnadóttir oddviti og Björn Kristinn Pálmarsson sitji í vinnuhópi um deiliskipulagið ásamt Ragnari Guðmundssyni umsjónarmanni framkvæmda og veitna.
Minnisblað frá Ragnari
4. Kauptilboð í Klausturhólar C-gata 4a.
Fyrir liggur kauptilboð í sumarhúsalóð sveitarfélagsins við Klausturhóla C- götu 4a að fjárhæð 2.290.000,- kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kauptilboð gegn staðgreiðslu. Sveitarstjóra falið að undirrita kaupsamning.
Kauptilboð
5. Námsstyrkir starfsfólk Kerhólsskóla.
Fyrir liggur umsókn um styrk til að stunda nám í kennarafræðum. Umsóknin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
6. Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings, staða talmeinafræðings.
Fyrir liggur bréf frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings með upplýsingum er varða ráðningar á talmeinafræðingi til byggðasamlagsins.
Lagt fram til kynningar.
7. Erindisbréf starfshóps um hringrásarhagkerfið.
Fyrir liggja drög að erindisbréfi fyrir nýjan starfshóp á vegum sveitarfélagsins um hringrásarhagkerfið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf.
Erindisbréf
8. Atvinnumálastefna, minnisblað frá Ásborgu Arnþórsdóttur ferðamálafulltrúa.
Lagt er fram minnisblað frá Ásborgu Arnþórsdóttur ferðamálafulltrúa Uppsveita, varðandi atvinnumálastefnu þriggja sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp og Hrunamannahrepp. Frá því að minnisblaðið var sent hefur Skeiða- og Gnúpverjahreppur bæst í hópinn.
Lagt fram til kynningar.
9. Skipan kjörinna fulltrúa í milliþinganefndir fyrir ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Bjarna Guðmundssyni, dagsettur 23. ágúst 2022, þar sem tilkynnt er að stjórn samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að hafa milliþinganefndir að störfum fyrir komandi ársþing samtakanna á Hótel Höfn 27.-28. október nk. Jafnframt er óskað eftir að sveitarfélög skipi fulltrúa í milliþinganefndirnar.
Skipan kjörinna fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps í milliþinganefndir Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga er eftirfarandi: Ása Valdís Árnadóttir, allsherjarnefnd, Björn Kristinn Pálmarsson, umhverfis- og skipulagsnefnd, Smári Bergmann Kolbeinsson, fjárhagsnefnd, Dagný Davíðsdóttir, velferðarnefnd, Ragnheiður Eggertsdóttir, atvinnumálanefnd og Iða Marsibil Jónsdóttir í mennta- og menningarmálanefnd.
10. 75 ára afmælismálþing RARIK.
Lagt fram til kynningar.
11. Aðalfundur Rangárbakka, þjóðaleikvangs íslenska hestsins ehf. 2021
Lagt er fram fundarboð á aðalfund Rangárbakka, þjóðarleikvangs íslenska hestsins ehf ásamt ósk um tilnefningu fulltrúa til setu á fundinum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ragnheiður Eggertsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og felur sveitarstjóra að tilkynna þátttöku.
Fundarboð
12. Starfshópur á vegum umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.
Lagt fram til kynningar.
Bréf frá Vindorku
13. Samband íslenskra sveitarfélaga, áherslur um vindorkunýtingu.
Lagt fram til kynningar.
Bréf
14. Bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga um samræmda móttöku flóttafólks.
Lagt fram til kynningar.
Bókun
15. Samband íslenskra sveitarfélaga, forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað
16. Bókun byggðaráðs Skagafjarðar um málefni fatlaðs fólks.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tekur undir bókun byggðarráðs Skagafjarðar frá 10. fundi ráðsins sem haldinn var 24. ágúst 2022, þar sem miklum áhyggjum er lýst af sívaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Með tilfærslu málaflokksins frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 var sveitarfélögum falin mikil ábyrgð. Áskoranir í þjónustunni urðu enn stærri með lagabreytingum árið 2018.
Bókun
17. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032.
Lagt fram til kynningar.
Rammasamningur
18. Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu.
Fyrir liggja drög að samningi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu, erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu. Samkvæmt innleiðingu á breytingum á barnaverndarlögum skulu öll sveitarfélög hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og felur sveitarstjóra/oddvita að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins við undirbúning og gerð samnings sem enn er ekki fullmótaður.
Erindisbréf
Samningur um rekstur
Þóknun ráðsmanna
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:30.