Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða.
a) Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022.
1. Kynning á tillögum á deiliskipulagi vegna Vesturbyggðar, nýtt íbúðarsvæði.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir frá Verkís kom inn á fundinn og kynnti tillögur á deiliskipulagi vegna Vesturbyggðar.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 34. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20 október 2022.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 34. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 20. október 2022.
Mál nr. 2. Uppbygging Klausturhólarétta
Fjallskilanefnd leggur til að gömlu Klausturhólaréttirnar verði jafnaðar við jörðu og að byggðar verði réttir álíka þeim sem voru gerðar í Grafningi.
Sveitarstjórn vísar erindinu inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
b) Fundargerð NOS stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 20. október 2022.
Fundargerð NOS stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., sem haldinn var 20. október lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 95. fundar stjórnar Umhverfi- og tæknisviðs Uppsveita, 12. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 20. fundar svæðisskipulags Suðurhálendis, 27. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 587. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 7. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 12. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Staða fjárhagsáætlunar 2022.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu rekstrar fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við fjárhagsáætlun.
4. Námuúttekt í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn tók ákvörðun 3. nóvember 2021, í vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins að fara í námuúttekt í sveitarfélaginu og nú er þeirri úttekt lokið. Nú eru lögð fram til kynningar annars vegar skýrsla Verkís og hins vegar minnisblað dagsett 24. október 2022, unnið af umsjónarmanni framkvæmda og veitna þar sem fram kemur samanburður á skilmálum aðalskipulags m.t.t efnistökuheimildar og raunmagns sem unnið hefur verið úr námum í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn fagnar því samhljóða að niðurstöður úttektar liggi fyrir og felur Vigfúsi Þór Hróbjartsyni skipulagsfullrúa að hafa samband við námueigendur.
5. Viljayfirlýsing - Borgað þegar hent er.
Lögð fram viljayfirlýsing þar sem Grímsnes- og Grafningshreppur, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga lýsa yfir vilja sínum til þess að vinna tilraunaverkefnið Borgað þegar hent er hraðall. Verkefnið gengur út á að innleiða nýtt innheimtufyrirkomulag fyrir meðhöndlun úrgangs samkvæmt Borgað þegar hent er (BÞHE) kerfi, sem sveitarfélögum er skylt að innleiða á árinu 2023 skv. lögum nr. 103/2021, um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í samstarfsverkefninu og felur sveitarstjóra, oddvita og umsjónarmanni umhverfismála að vinna að verkefninu.
6. Efnistaka í Seyðishólum, beiðni um umsögn.
Fyrir liggur beiðni Skipulagsstofnunar dagsett 2. september 2022 um umsögn varðandi umhverfismatsskýrslu um efnistöku í Seyðishólum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við framlagða umhverfismatsskýrslu vegna efnistöku í Seyðishólum. Að mati sveitarstjórnar er með fullnægjandi hætti gerð grein fyrir helstu þáttum er varðar umhverfisáhrif framkvæmdarinnar ásamt mótvægisaðgerðum og vöktun. Allar framkvæmdir innan svæðisins eru háðar útgáfu framkvæmdaleyfis af hálfu sveitarfélagsins og eftir atvikum byggingarleyfa. Auk þess getur komið til þess að sveitarstjórn fari fram á gerð deiliskipulags sem tekur til viðkomandi efnistökusvæðis þar sem ítarlegri framkvæmdaheimildir innan þess verða skilgreindar.
7. Uppbygging hjúkrunarheimilis eða dagþjónustu.
Lögð er fram greining Heilsugæslunnar í Laugarási og velferðarþjónustunnar á þörf fyrir dagþjónustu fyrir eldri borgara á svæði þeirra.
Tildrög þessa eru þau að sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur sóttu um til heilbrigðisráðuneytisins að komið yrði á fót hjúkrunarheimili í Uppsveitum Árnessýslu. Á fundi sem fulltrúar sveitarfélaganna áttu með starfsmönnum ráðuneytisins í vor kom fram að um langtímaverkefni væri að ræða sem tæki tíma að koma á fjármála- og framkvæmdaáætlun hjá ríkinu. Umsókninni var vel tekið og því sýndur skilningur að þörf væri fyrir úrræði á þessu svæði. Starfsmenn ráðuneytisins ræddu m.a. um það hvort þörf væri á dagþjónustu fyrir eldri borgara á svæðinu. Á fundi sem fulltrúar sveitarfélaganna í Uppsveitum og Flóa áttu með fulltrúum HSU og félagsþjónustunnar í Laugarási í vor kom fram það mat starfsmanna sem koma að heimahjúkrun og heimaþjónustu að þörf væri fyrir slíkt úrræði.
Í framhaldi af því samþykktu öll sveitarfélögin sem eiga aðild að félagsþjónustunni í Laugarási að kanna nánar þörf fyrir dagþjónustu (dagdvöl) á svæðinu.
Niðurstaða greiningarinnar liggur fyrir. Til að vinna áfram að málinu er lagt til að hvert sveitarfélaganna tilnefni einn fulltrúa í starfshóp sem undirbúi umsókn til heilbrigðisráðuneytisins um dagþjónusturými fyrir svæðið, vinni áætlun um reksturinn og greini hvaða staðsetning og húsnæði myndi henta.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Iðu Marsibil Jónsdóttur, sveitarstjóra til setu í starfshópnum.
8. Erindi frá Sigurhæðum.
Fyrir liggur bréf dagsett 15. október 2022 frá verkefnisstjóra Sigurhæða – þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi – vegna starfseminnar 2023. Í bréfinu er óskað eftir styrk við verkefnið vegna starfsemi ársins 2023.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið.
9. Náttúrufræðistofa Kópavogs, vöktun Þingvallavatns.
Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns, gagnaskýrsla fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar.
10. Aðalfundarboð, Landssamtök landeigenda á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.
11. Önnur mál.
a) Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga.
Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður þann 11. nóvember 2022 í Þorlákshöfn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Björn Kristinn Pálmarsson sem sinn fulltrúa með atkvæðisrétt og Ásu Valdísi Árnadóttur til vara.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið klukkan 15:23.