Sveitarstjórn
Fundargerðir.
a) Fundargerð 33. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 22. ágúst 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 2. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c) Fundargerð 248. fundar skipulagsnefndar UTU, 1. nóvember 2022.
Mál nr. 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25 og 35 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 248. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 1. nóvember 2022.
Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 18: Hvítuborgir L218057; Verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulag – 2203020.
Lögð er fram tillaga deiliskipulags í landi Hvítuborgar L218057 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingaheimilda vegna reksturs verslunar- og þjónustu innan svæðisins. Gert er ráð fyrir uppbyggingu þjónustuhúsa, starfsmannahúsa auk allt af 15 stakra gistihúsa sem hvert um sig mega vera allt að 90 fm að grunnfleti. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðri deiliskipulagstillögu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fara að umsögn Minjastofnunar og leggur til að fornleifar verði skráðar innan þess svæðis sem deiliskipulagið tekur til.
Mál nr. 19: Borg í Grímsnesi; Borgarteigur; Íbúðarbyggð og hesthúsahverfi; Deiliskipulag – 2210030.
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem tekur til Borgarteigar, landbúnaðarsvæðis við Minni-Borg golfvöll, Móaflöt 1 og Móaflöt 2-11. Svæðið er staðsett sunnan Biskupstungnabrautar og austan Sólheimavegar. Með nýju deiliskipulagi er afmarkað svæði fyrir 12 íbúðalóðir og hesthúsahverfi. Íbúðalóðir eru með rúmum byggingarheimildum og er heimilt að stunda þar léttan iðnað, skógrækt og húsdýrahald. Áhersla er lögð á góðar göngutengingar innan svæðisins og að helstu þjónustum sem þéttbýlið á Borg hefur upp á að bjóða. Gott aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda verður tryggt með hjóla- og göngustíg samhliða Sólheimavegi, milli Borgar og Sólheima. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn áformar að halda opinn kynningarfund þar sem skipulag þetta ásamt öðrum deiliskipulagsáætlunum sem nú eru til vinnslu í og við þéttbýlið á Borg verður sérstaklega kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Mál nr. 20: Borg-þéttbýli; Deiliskipulag – 2210039.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Um er að ræða 6 nýjar verslunar- og þjónustulóðir þar sem á fjórum er heimild fyrir íbúðum á efri hæð. Í skilgreiningu á miðsvæði kemur fram að gera megi ráð fyrir blöndu af verslun og þjónustu og einnig íbúðum, aðallega á efri hæðum húsa. Æskilegt er að atvinnustarfsemi geti þróast innan svæðisins í bland við íbúðabyggð. Starfsemi á lóðunum getur verið af ýmsum toga og skal horft til skilgreiningar á miðsvæði og markmiða þessa skipulags þegar mat er lagt á það hvaða starfsemi hentar innan reitsins. Má þar nefna gistiheimili, veitinga- og menningartengdan rekstur, litlar verslanir með áherslu á framleiðslu úr héraði, handverksiðnað, smærri verkstæði, gallerí o.fl. Einnig er gert ráð fyrir eldsneytissölu og hleðslustöðvum fyrir rafbíla.Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn áformar að halda opinn kynningarfund þar sem skipulag þetta ásamt öðrum deiliskipulagsáætlunum sem nú eru til vinnslu í og við þéttbýlið á Borg verður sérstaklega kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Mál nr. 21: Borg í Grímsnesi; Vesturbyggð; Ný byggð á reit ÍB2, I14 OG I15; Deiliskipulag – 2210061.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til deiliskipulagningar á reitum ÍB2, I14 og I15 innan þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Deiliskipulagssvæðið tekur til svæðis vestan Skólabrautar á Borg og er um 16 ha að stærð. Skipulagssvæðið afmarkast af Biskupstungnabraut og fyrirhuguðu miðsvæði í suðri og suðaustri, tjaldsvæði og Skólabraut í austri og opnu svæði í norðri. Mörk svæðisins til vesturs ráðast af mörkum landeigna í eigu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna samhljóða til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn áformar að halda opinn kynningarfund þar sem skipulagslýsing þessi ásamt öðrum deiliskipulagsáætlunum sem nú eru til vinnslu í og við þéttbýlið á Borg verður sérstaklega kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Mál nr. 22: Ásgarður; Ferjubakki 1 L232538 og L232540; Breytt lega lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2209044.
Lögð er fram umsókn frá Sverri Sverrissyni ehf er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst breytt lega lóða Ferjubakka 1 og 3. Sveitastjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 23: Vaðnes land L210708; Deiliskipulagsbreyting; Breytt lega lóðar – 2210045.
Lögð er fram umsókn frá Antoníu Helgu Helgadóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Vaðness. Í breytingunni felst breyting á mörkum Mosabrautar 27 ásamt breytingu á lóð sem tekur til bílastæða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 24: Nesvegur 5 L205644 og Nesvegur 6 L205645; Breytt lóðamörk; Dsk.breyting 2210060.
Lögð er fram umsókn frá Vigfúsi Halldórssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Nesvegi í landi Vaðnes. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkun á milli lóða Nesvegar 5 og 6. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja framlagðri breytingu á deiliskipulagi svæðisins vegna fjarlægðar byggingarreita frá ám og vötnum.
Mál nr. 25: Bíldsfell 1 L170812; Frístundasvæði F20; Deiliskipulag – 2202010.
Lögð er fram umsókn frá Kistufossi ehf. sem tekur til deiliskipulags frístundasvæðis í landi Bíldsfells 1 L170812. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining 30 frístundalóða auk byggingaheimilda innan svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 35: Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 22-172 - 2210001F.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá fundi nr. 22-172 lagðar fram til kynningar.
d) Fundargerð 249. fundar skipulagsnefndar UTU, 9. nóvember 2022.
Mál nr. 8 og 9 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 249. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 9. nóvember 2022.
Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 8: Hvítuborgir L218057; Verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulag – 2203020.
Lögð er fram tillaga deiliskipulags í landi Hvítuborgar L218057 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingaheimilda vegna reksturs verslunar- og þjónustu innan svæðisins. Gert er ráð fyrir uppbyggingu þjónustuhúsa, starfsmannahúsa auk allt af 15 stakra gistihúsa sem hvert um sig mega vera allt að 90 fm að grunnfleti. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðri deiliskipulagstillögu. Fornleifaskráning hefur farið fram og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðri umsögn Minjastofnunar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fyrirvara um að texta er varðar hugsanlegar flóttaleiðir um aðliggjandi land og rekstur tjaldsvæðis verði felldur út úr skipulaginu. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í Bdeild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 9: Vaðnes; Frístundabyggð; 3. Áfangi; Deiliskipulag – 2204055.
Lögð er fram tillaga deiliskipulags er varðar stækkun frístundabyggðar í landi Vaðness eftir kynningu. Í tillögunni felst að gert er nýtt deiliskipulag sem tekur til hluta frístundasvæðis F26 skv. aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 65 sumarhúsalóðum á 54 hektara svæði. Athugasemdir og umsagnir bárust við kynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt andsvörum umsækjanda. Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á 534. fundi sveitarstjórnar þar sem ekki hafði verið unnin fornleifaskráning innan svæðisins. Sú skráning hefur nú verið unnin og er lögð fram ásamt uppfærðum skipulagsgögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
e) Fundargerð aðalfundar byggðasamlags UTU, 1. nóvember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 96. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 9. nóvember 2022.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 96. fundar stjórnar byggðasamlags UTU sem haldinn var 9. nóvember 2022.
Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1; Fjárhagsáætlun UTU bs. fyrir árið 2023.
Fjárhagsáætlun 2023 gerir ráð fyrir að rekstrarkostnaður embættisins 2023 hækki um 9,1% á milli ára og verði um 208,9 mkr., þar af deili aðildarsveitarfélögin með sér framlögum að upphæð 190,9 mkr. sem er mismunur á áætluðum rekstrarkostnaði og sértekjum embættisins. Á móti framlögum aðildarsveitarfélaganna til embættisins koma tekjur af byggingar- og framkvæmdaleyfisgjöldum sem UTU bs. innheimtir fyrir aðildarsveitarfélögin.
Framlag Grímsnes- og Grafningshrepps árið 2023 verður samkvæmt fjárhagsáætluninni kr.61.092.956.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlunina og gert verður ráð fyrir hlut sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun næsta árs.
g) Fundargerð 5. fundar seyrustjórnar, 20. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h) Fundargerð 6. fundar seyrustjórnar, 18. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
i) Fundargerð 7. fundar seyrustjórnar, 7. nóvember 2022.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 7. fundar seyrustjórnar sem haldinn var þann 7. nóvember 2022. Eftirfarandidagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar; Mál nr. 2; Fjárhagsáætlun og fjárfestingar 2023.
Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og hún samþykkt með fyrirvara um endurskoðun á prósentuskiptingu vegna hreinsunar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar áfram til gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2023.
j) Fundargerð NOS stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 24. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð 3. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, kjörtímabilið 2022-2026, 6. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
l) Fundargerð 4. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, kjörtímabilið 2022-2026, 26. september 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
m) Fundargerð 5. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, kjörtímabilið 2022-2026, 4. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
n) Fundargerð 27. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 11. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
o) Fundargerð 314. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 26. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
p) Fundargerð 52. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 21. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps vegna ársins 2023, fyrri umræða.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2023 og skipulag vinnu framundan.
Sveitarstjórn samþykkir að halda vinnufundi vegna fjárhagsáætlunar mánudaginn 21. nóvember og mánudaginn 28. nóvember.
Sveitarstjórn vísar áætluninni til annarrar umræðu.
3. Íbúafundur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda íbúafund í Félagsheimilinu Borg þann 29. nóvember klukkan 17:00. Á fundinum sem verður opinn kynningarfundur verða deiliskipulagsáætlanir sem eru í vinnslu í og við þéttbýlið á Borg sérstaklega kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Sveitarstjóra falið að boða til fundarins og auglýsa hann.
4. Erindi frá félögum í söngsveitinni Tvennir tímar.
Fyrir liggur erindi frá Elsu Jónsdóttur og Karen Jónsdóttur félögum í söngsveitinni Tvennir tímar, dagsett 8. nóvember 2022. Í erindinu er þess farið á leit við sveitarfélagið að það styrki söngsveitina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja söngsveitina og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
5. Erindi frá Örugg búseta – íbúasamtök fólks með búsetu í frístundahúsum Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur erindi frá Heiðu Björk Sturludóttur fyrir hönd íbúasamtakanna Örugg búseta, dagsett 12. september 2022, áður tekið fyrir á 532. fundi sveitarstjórnar þann 21. september 2022. Í erindinu kemur fram ósk samtakanna um að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps stofni samráðshóp til að vinna að hagsmunamálum íbúa í heilsárshúsum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn fagnar því að áhugi sé fyrir búsetu í sveitarfélaginu og telur mikilvægt að eiga gott samráð við íbúa um þjónustu sveitarfélagsins og starfsemi þess. Það er því sjálfsagt að eiga virkt samtal við íbúa um búsetumöguleika sem og möguleika fyrir heilsársbúsetu. Í þeim efnum verður sveitarstjórn þó að fylgja fyrirmælum skipulagslags- og mannvirkjalaga sem og þeim reglum sem á þeim lögum byggja. Í skipulagslögum er t.d. mælt fyrir um að frístundabyggð og svæði fyrir frístundahús sé byggð sem ekki sé
ætluð til fastrar búsetu og tekið er fram í skipulagsreglugerð að föst búseta sé óheimil í frístundabyggðum. Eins segir í lögum um lögheimili að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrár Þjóðskrár Íslands. Það leiðir því af lögum að föst búseta er óheimil í frístundabyggðum og skráning lögheimilis þar sömuleiðis. Samráðshópur um slíkt hagsmunamál væri ósamrýmanlegt gildandi lögum.
Sveitarstjórn hafnar því samhljóða beiðni samtakanna um stofnun samráðshóps og leiðbeinir samtökunum að beina hugmyndum sínum varðandi fasta búsetu í frístundabyggð til Alþingis.
6. Erindi vegna dvalarheimilis.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. nóvember 2022 frá Halldóri Benjamínssyni, Halldóru Guðmundsdóttur og Fanney Gestsdóttur. Í tölvupóstinum er skorað á sveitarstjórnir, ráðherra og alþingismenn að vinna að því að húsnæði Háskólans á Laugarvatni verði gert að dvalarheimili fyrir aldraða vegna vöntunar á slíkri stofnun í uppsveitum Árnessýslu.
7. Tilnefning í vatnasvæðanefnd.
Fyrir liggur bréf frá Sigrúnu Ágústsdóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar og Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur verkefnisstjóra, dagsett 1. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
Sveitarstjórn tilnefnir Smára Bergmann Kolbeinsson sem fulltrúa sinn í nefndina.
8. Desemberfundur Samorku.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Lovísu Árnadóttur, upplýsingafulltrúa Samorku, dagsettur 7. nóvember 2022 um að desemberfundur Samorku verði haldinn á Hótel Borg þann 1. desember 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Smári Bergmann Kolbeinsson og Ragnar Guðmundsson verði fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum.
9. Hinsegin málefni – hvatning frá Innviðaráðuneytinu.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur sérfræðingi á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála, dagsettur 9. nóvember 2022 um hinsegin málefni. Þar kemur fram að Innviðaráðuneytið býður kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks. Verkefnið er liður í aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025. Kynningarnar verða haldnar 30. nóvember og 1. desember.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að öllum kjörnum fulltrúum standi til boða að sækja fræðslufundinn.
10. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 215/2022, „Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga“.
Lagt fram til kynningar.
11. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 211/2022, „Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga“.
Lagt fram til kynningar.
12. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 210/2022, „Frumvarp til laga um stefnumarkandi stefnur á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála“.
Lagt fram til kynningar.
13. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 208/2022, „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga nr. 54/1971“.
Lagt fram til kynningar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:50