Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða.
a) Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2023.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 3. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. nóvember 2022.
Lögð fram fundargerð 3. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 8. nóvember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b) Fundargerð 3. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. nóvember 2022.
Mál nr. 7 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 3. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 14. nóvember 2022.
Mál nr. 7, Erindi um vegstyrk.
Fyrir liggur erindi frá félagi sumarbústaðaeigenda í landi Villingavatns vegna umsóknar um vegstyrk. Umsóknin barst eftir að umsóknarfrestur rann út.
Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða og vísar til reglna um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi en þar segir að tímabil styrkveitinga skuli vera frá 16. september til 15. september og enn fremur kemur þar fram að umsóknir skulu berast skrifstofu sveitarfélagsins í síðasta lagi 15. september.
c) Fundargerð 250. fundar skipulagsnefndar UTU, 23. nóvember 2022.
Mál nr. 20, 21, 22 og 25 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 250. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 23. nóvember 2022.
Mál nr. 20, Minni-Borg 2 L226996; Stofnun lóðar – 2211040.
Fyrir liggur umsókn frá Þresti Sigurjónssyni er varðar stofnun lóðar úr landi Minni-Borgar 2.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið samhljóða. Lögð er áhersla á að skilgreind aðkoma að landinu sé í samræmi við gildandi deiliskipulagsáætlun aðliggjandi lands. Komi til beiðni um breytingu á landnotkun viðkomandi lands verði aðkoma að svæðinu metin að nýju innan ofangreindra skipulagsáætlana og hugsanlegs framtíðar skipulags fyrir svæðið.
Mál nr. 21, Kiðjaberg (L168257); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2211022.
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar fyrir hönd Kiðjaberg ehf., móttekin 06.11.2022 um byggingarheimild fyrir 39,7 m2 gestahús á jörðinni Kiðjaberg lóð (L168257) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um byggingarleyfi með fyrirvara um að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi við Kiðjaberg þar sem verði gert grein fyrir uppbyggingu viðkomandi starfsmannahúss. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2.mgr 43.gr skipulagslaga. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 22, Athafnasvæði við Sólheimaveg; Deiliskipulag – 2204019.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til athafnasvæðis við Sólheimaveg eftir auglýsingu. Skipulagssvæðið skiptist upp í 52 lóðir og gilda sérskilmálar fyrir hverja lóð. Gert er ráð fyrir heimild fyrir hreinlegan léttan iðnað og athafnastarfsemi á svæðinu. Skipulagssvæðinu mun verða skipt upp í framkvæmdaráfanga til að stuðla að hagkvæmni og heildstæðu yfirbragði byggðar. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu á 15 lóðum, 11 í öðrum áfanga, 13 í þriðja og 12 í fjórða. Lóðir eru á bilinu 1.575 m2 til 2.400 m2. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að unnin verði skráning fornleifa fyrir svæðið í takt við umsögn Minjastofnunar. Einnig samþykkir sveitarstjórn að skilgreind verði aðkoma að landi Minni-Borgar 2 í takt við athugasemd þess efnis og að aðkoman verði um veg sem er skilgreindur nyrst á skipulagssvæðinu fram hjá lóð fyrir grenndargáma.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til skráning fornleifa hefur farið fram.
Mál nr. 25, Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22 – 174 – 2211002F.
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 22-174 lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð NOS stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 24. nóvember 2022.
Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð NOS stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. sem haldinn var 24. nóvember 2022.
Mál nr. 1, Staða Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða útgöngu Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss úr Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. Útgangan miðast við í síðasta lagi 1. mars 2023 og að öll aðildarsveitarfélög hafi komist að samkomulagi um eignir, skuldir og yfirfærslu á málum sem eru í vinnslu hjá skóla- og velferðarþjónustu sem og öðru er leysa þarf úr fyrir útgöngu sveitarfélaganna.
e) Fundargerð aðalfundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 24. nóvember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 57. fundar Skólaþjónustu og velferðarnefndar , 9. nóvember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð 58. fundar Skólaþjónustu og velferðarnefndar, 16. nóvember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h) Fundargerð aðalfundar Sorpsstöðvar Suðurlands, 28. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
i) Fundargerð 315. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 21. nóvember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
j) Fundargerð 222. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 11. nóvember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð 589. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 4. nóvember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
l) Fundargerð 53. fundar Samtaka orkusveitarfélaga, 11. nóvember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
m) Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 11. nóvember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
n) Fundargerð 21. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis, 25. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
o) Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25. nóvember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði þann 19. desember kl. 9:00 nk. í stað 21. desember. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fella niður fyrri fund sveitarstjórnar í janúar og verður því fyrsti fundur sveitarstjórnar á árinu 2023 þann 18. janúar 2023.
3. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps vegna ársins 2023, síðari umræða.
2023 2024 2025 2026
Tekjur 1.459.644 1.507.443 1.568.630 1.631.657
Gjöld 1.223.605 1.272.140 1.330.478 1.374.264
Fjármagnsgjöld (84.617 ) (93.332 ) (78.569 ) (72.635 )
Rekstrarafgangur 44.074 11.055 24.732 51.469
Eignir 2.984.706 2.990.908 2.927.674 2.872.592
Skuldir 1.577.494 1.572.641 1.484.675 1.378.124
Eigið fé 1.407.212 1.418.267 1.442.999 1.494.468
Fjárfestingar 1.182.000 166.400 94.390 60.890
Gert er ráð fyrir lántökum vegna fjárfestinga að einhverju leyti á árunum 2023-2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárin 2023-2026.
4. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lögð fram til fyrri umræðu drög að breytingum á samþykktum um meðhöndlun úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Málinu vísað til seinni umræðu.
5. Ártangi L168272; Stofnun lóðar og nýtt staðfang; framkvæmdaleyfi vegna vegtengingar.
Lagt er fram lóðarblað vegna stofnunar lóðar úr upprunalandi Ártanga, L168272. Stofnun lóðar byggir á samþykktri breytingu á deiliskipulagi Ártanga sem birt var í B-deild stjórnartíðinda 29. desember 2021. Skipulagsfulltrúi óskar eftir samþykki sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps vegna staðfangs lóðarinnar sem ekki er tilgreint innan deiliskipulags. Lagt er til að lóðin fái staðfangið Vaðholt 1 í samræmi við framlagt lóðarblað.
Samhliða er lögð fram fyrirspurn er varðar nýja vegtenginu að lóðinni í takt við gildandi deiliskipulag ásamt umsögn Vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemdir við umsótt staðfang lóðarinnar og mælist til þess að hún verði stofnuð á grundvelli gildandi deiliskipulags. Sveitarstjórn gerir jafnframt ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn er varðar nýja vegtengingu að lóðinni og mælist til þess að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirspurnar. Skipulagsfulltrúa er falið að gera umsækjanda grein fyrir álögðum gjöldum vegna útgáfu framkvæmdaleyfis.
6. Erindi frá Hjálparsveitinni Tintron – Ósk um umsögn og leyfi vegna brennu og flugeldasýningar.
Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um umsögn og leyfi vegna brennu og flugeldasýningar á Borg þann 31. desember n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að veita brennu- og skoteldaleyfi og felur sveitarstjóra að klára málið.
7. Erindi frá Hjálparsveitinni Tintron – Ósk um framlag til endurbóta húsnæðis.
Fyrir liggur greinargerð frá Hjálparsveitinni Tintron um framkvæmdir á aðstöðuhúsi ásamt beiðni um fjárframlag frá sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ræða við formann Hjálparsveitarinnar.
8. Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga.
Lögð fram til kynningar.
9. Erindi frá ADHD samtökunum.
Fyrir liggur bréf frá ADHD samtökunum, dagsett 16. nóvember 2022, þar sem óskað er eftir styrk allt að fjárhæð kr. 500.000 vegna reksturs samtakanna.
Sveitarstjórn hafnar samhljóða styrkbeiðninni og felur skólanefnd að taka erindið til skoðunar með tilliti til fræðslu eða samstarfs af einhverju tagi.
10. Erindi frá foreldrafélagi Kerhólsskóla.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla að fjárhæð kr. 250.000 vegna ýmissa viðburða haustið 2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.
Dagný Davíðsdóttir formaður foreldrafélagsins vék af fundi undir þessum lið.
11. Bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Lagt fram til kynningar bréf frá Lilju Katrínu Ólafsdóttur, lögfræðingi hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, dagsett 22. nóvember 2022. Efni erindisins er tilkynning um mögulega afturköllun staðfestingar mennta- og barnamálaráðherra á reglum um innritun og útskrift nemenda vegna sérdeildar Suðurlands. Oddviti fór munnlega yfir það að erindið hefur nú þegar fengið umfjöllun innan stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu þar sem Óskari Sigurðssyni hrl. var falið að svara erindinu fyrir hönd byggðasamlagsins Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. og aðildarsveitarfélaganna.
12. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2022, „Grænbók um sveitarstjórnarmál“.
Lagt fram til kynningar, oddvita og sveitarstjóra falið að senda inn umsögn í takti við umræður á fundinum.
13. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kynnir til samráðs mál nr. 231/2022, „Tillaga að þingsályktun um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara“.
Lagt fram til kynningar.
14. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 232/2022, „Aðalnámskrá leikskóla endurskoðun kafla 7-10“.
Lagt fram til kynningar.
15. Önnur mál.
a) Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2023.
Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám og álagningu gjalda vegna ársins 2023.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 var farið yfir hverja deild fyrir sig og hún skoðuð ítarlega með tilliti til þess hver áætlun var vegna 2022 og staða deildarinnar eftir 9 – 10 mánuði. Þessar forsendur voru svo aðlagaðar aðstæðum.
Við mat á útsvarstekjum var stuðst við upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins og íbúaþróun. Útsvarsprósenta er sú sama og árið 2022 eða 12,44%. Fasteignaskattur er byggður á upplýsingum um álagningastofn frá Þjóðskrá Íslands og prufukeyrslu úr Fasteignaskrá. Álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki A, er 0,47% en lækkar í 0,46% fyrir árið 2023 og álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki C verður óbreytt 1,65%. Að jafnaði eru hækkanir á gjaldskrám sveitarfélagsins í samræmi við verðlagsþróun.
Ekki eru áætlaðar tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
1. Útsvarshlutfall árið 2023 verði óbreytt 12,44%.
2. Fasteignaskattur A, 0,46% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og frístundahús, allt með tilheyrandi lóðum.
Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C, 1,65% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.
Afsláttur er af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Til tekna teljast bæði launatekjur og fjármagnstekjur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
Tekjumörk vegna afsláttar ársins 2023 eru eftirfarandi:
Tekjur einstaklinga Tekjur hjóna Niðurfelling
Allt að 3.974.250 Allt að 5.979.750 100%
Milli 3.974.251 – 4.641.000 Milli 5.979.751 – 6.877.500 75%
Milli 4.641.001 – 5.302.500 Milli 6.877.501 – 7.791.000 50%
Milli 5.302.501 – 5.964.000 Milli 7.791.001 – 8.694.000 25%
Ekki verður veittur staðgreiðsluafsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda.
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:
Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 8 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. október.
3. Seyra,
Kostnaður við seyruhreinsun verður kr. 14.691 á hvert íbúðarhús, frístundahús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.
Beiðni um aukalosanir skulu ávallt fara í gegnum þjónustufulltrúa seyruverkefnis og sér Hrunamannahreppur um innheimtu gjalds vegna aukalosana fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir aukahreinsun, að beiðni eiganda, greiðist eftirfarandi:
Aukahreinsun á rotþró í tengslum við aðra hreinsun kr. 40.540,- ásamt kr. 550,- þóknun fyrir hvern ekinn kílómetra.
Aukahreinsun á rotþró sem sérferð kr. 96.850,- ásamt kr. 550,- þóknun fyrir hvern ekinn kílómetra.
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,27% af fasteignamati húss. Hámarksálagning verði kr. 54.300 kr. á íbúðarhús.
Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðarmörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 267.905,-.
4. Sorp.
Vegna þeirrar metnaðarfullu vinnu sem þegar hefur átt sér stað í sveitarfélaginu undanfarin ár, við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og fyrir tilstuðlan aukinnar úrgangsflokkunar íbúa, frístundahúsaeigenda og annarra fasteignaeigenda, gerist ekki þörf fyrir sambærilegar hækkanir í þessum málaflokki og þeim sem verða á öðrum gjaldskrám sveitarfélagsins. Álagning vegna sorphirðu og meðhöndlunar úrgangs í sveitarfélaginu hækkar því töluvert minna en verðlag.
Heimilissorp frá íbúðarhúsnæði skal flokkað í fjóra flokka og er að lágmarki greitt gjald fyrir grunneiningu íláta.
Grunneiningin er samsetning fjögurra íláta: 240 lítra tunna undir blandaðan úrgang, 240 lítra tunna undir pappír og pappa, 240 lítra tunna undir plast og 240 lítra tunna undir lífúrgang.
Einungis er ein stærð í boði en hægt er að fá auka tunnur fyrir þá flokka sem þörf er á.
Ílátastærðir og verð fyrir íbúðarhús:
Blandaður úrgangur, tunna 240L 34.900,- kr.
Lífúrgangur, tunna 240L 9.900,- kr.
Pappi og pappír, tunna 240L 4.900,- kr.
Plast, tunna 240L 4.900,- kr.
Fastur kostnaður/rekstur grenndar- og gámastöðva/meðhöndlun úrgangs:
Gjald vegna reksturs gámasvæðis og annar fastur kostnaður 10.500,- kr. leggst á íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði og atvinnuhúsnæði.
Gjald vegna reksturs grenndarstöðva 13.500,- kr. leggst á frístundahúsnæði og það íbúðarhúsnæði sem ekki hefur grunneiningu íláta.
Gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, fyrirtæki 34.900,- kr.
Gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, lögbýli 13.510,- kr.
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að innheimta breytingargjald vegna breytinga á skráningu íláta að fjárhæð kr. 3.500,-.
Allir fasteignaeigendur sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað fyrir íbúðarhúsnæði eða frístundahúsnæði eða eingöngu gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, lögbýli fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 4,5 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.
Allir fasteignaeigendur sem greiða bæði gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað fyrir íbúðarhúsnæði og gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, lögbýli fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 10 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.
Allir fasteignaeigendur sem greiða bæði gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað og gjald vegna meðhöndlunar úrgangs, fyrirtæki fá afhent inneignarkort sem veitir þeim gjaldfrjálsan aðgang að gámastöð fyrir samtals 10 m3 á ári. Inneign færist ekki á milli ára.
Glatist inneignarkort getur fasteignaeigandi nálgast nýtt kort á skrifstofu sveitarfélagsins gegn gjaldi kr. 5.000,-.
Íbúðarhúsnæði sem ekki hefur grunneiningu greiðir gjald vegna reksturs grenndarstöðva til viðbótar við gjald vegna reksturs gámasvæðis og annan fastan kostnað.
Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.
Móttökugjald á einn m3 6.500,- kr.
5. Gjaldskrá vatnsveitu:
Vatnsgjald eigna í fasteignaskattsflokki A, lögbýli/einbýlishús, verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 50.000 á hverja eign/hús.
Vatnsgjald eigna í fasteignaskattsflokki A í skipulagðri frístundabyggð verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 65.000,- og lágmarksálagning verði kr. 35.000,- á hús.
Vatnsgjald eigna í fasteignaskattsflokki C verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 170.000,- á hverja eign/hús.
Heimæðargjald vatnsveitu fylgir byggingarvísitölu í janúar ár hvert og er uppfært einu sinni á ári.
Þvermál rörs Lágmarksgjald Verð pr.m. umfram 30 m.
20 mm 480.000,- kr. 2.200,- kr.
25 mm 500.000,- kr. 2.600,- kr
32 mm 540.000,- kr 3.000,- kr
Gjöldin miðast við að ídráttarrör fyrir heimlagnir hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitu Grímsnes- og Grafningshrepps við lóðarmörk, að tengistað (inntaksstað) mannvirkis, og að lega og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekin út og samþykkt af starfsmönnum vatnsveitu. Innifalið í heimæðargjaldi er allt að 30 metra lögn. Ef heimtaug er lengri en 30 metrar bætist við yfirlengdargjald á hvern metra. Heimæðargjald fyrir inntök stærri en 32 mm er reiknað út hjá vatnsveitunni í hverju tilfelli fyrir sig.
Miðað er við að heimtaug í íbúðarhús sé 32 mm.
Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða að lágmarki kr. 750.000 kr. en miðað er við allt að 200 m heimæð. Reikna þarf umframkostnað í hverju tilviki fyrir sig en landeigandi greiðir þann viðbótarkostnað sem hlýst af tengingu veitu að býli. Miðað er við að heimtaug sé 32 mm og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.
Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 35.000,-.
Fyrir nýskipulagða frístundabyggð og/eða landbúnaðarlóðir (L3) sem tengja skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 100.000,- fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.
Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 16.144 án vsk. á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.
6. Gjaldskrá hitaveitu:
Gjaldskrá hitaveitu hækkar um 15% og verður eftirfarandi.
gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps er þannig:
Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lágmarksstilling er 3,0 l/mínútu.
Hemlagjald fyrir hvern mínútulíter á mánuði er kr. 3.340,-.
Rúmmetragjald skv. mæli:
Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns er kr. 151,7.
Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 10.019,- á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.
Mælagjald á mánuði:
C1 Stærð mælis/hemils DN 15 1.520,- kr.
C2 Stærð mælis/hemils DN 20 2.174,- kr.
C3 Stærð mælis/hemils DN 25 2.685,- kr.
C4 Stærð mælis/hemils DN 32 3.204,- kr.
C5 Stærð mælis/hemils DN 40 3.720,- kr.
C6 Stærð mælis/hemils DN 50 5.091,- kr.
Stofngjöld
Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 811.647,- og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 309,- kr/m3.
Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 471.809,- og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 309,- kr/m3.
Fyrir frístundahús er stofngjaldið kr. 811.647,-.
Gjald fyrir auka mælagrind er kr. 121.126,-.
Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða kr. 6.077,- fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.
Önnur gjöld
Lokunargjald verður kr. 22.757,- og auka álestur kr. 10.709,-.
Gjald fyrir útkall vegna tilkynningar notanda um bilun sem reynist vera í búnaði húseiganda verði kr. 18.566,- án vsk. á dagvinnutíma en sé leitað eftir þjónustu utan dagvinnutíma reiknast 55% álag.
Hitaveita Grímsnes- og Grafningshrepps áskilur sér rétt til að beita viðurlögum við rofi á innsigli.
6. Lóðaleiga, verði óbreytt 1% af lóðamati.
7. Gatnagerðargjöld, verði óbreytt.
Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:
Húsgerð |
Hlutfall |
Einingarverð/m² |
Einbýlishús með bílgeymslu |
8,5% |
15.386,- kr. |
Parhús með/án bílgeymslu |
7,5% |
13.575,- kr. |
Raðhús með/án bílgeymslu |
7,0% |
12.670,- kr. |
Fjölbýlishús með/án bílgeymslu |
4,0% |
7.240,- kr. |
Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði |
3,5% |
6.335,- kr. |
Iðnaðarhúsnæði |
3,0% |
5.430,- kr. |
Hesthús |
3,0% |
5.430,- kr. |
Gróðurhús o.fl. tengt landbúnaði |
1,0% |
1.810,- kr. |
*Verð breytist með byggingarvísitölu, viðmið 580,2 stig í janúar 2013.
Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (181.006,- kr./m2, byggingarvísitala 580,2 stig fyrir janúar 2013).
8. Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg, verði eftirfarandi:
Sund: fullorðnir, 18-66 ára börn, 10-17 ára
Stakt skipti 1.100,- kr. 500,- kr.
10 miða kort 6.500,- kr. 2.700,- kr.
30 miða kort 16.000,- kr. 7.000,- kr.
Árskort 37.000,- kr. 19.000,- kr.
Þreksalur:
Stakt skipti 1.600,- kr.
10 miða kort 11.500,- kr.
30 miða kort 22.500,- kr.
Árskort 37.000,- kr.
Íþróttasalur:
Fullorðinn – 60 mín. 1.600,- kr.
Barn – 60 mín. 800,- kr.
Hálfur dagur 12.500,- kr.
Heill dagur 22.500,- kr.
Sturta 750,- kr.
Leiga á sundfatnaði 750,- kr.
Leiga á handklæði 750,- kr.
Handklæði og sundföt 1.100,- kr.
Íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu er boðið upp á að kaupa árskort í sund, þreksal og íþróttasal.
Fullorðnir, 18-66 ára 15.000,- kr.
Börn, 10-17 ára 6.000,- kr.
Íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu geta leigt íþróttasalinn fyrir afmælisveislu barna sinna fyrir kr. 6.500,-.
Börn 0-9 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá frítt í sund, þreksal og íþróttasal.
9. Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla:
Gjaldskrá dagvistunargjalda verður eftirfarandi:
4 klst. vistun 7.802,- kr.
4,5 klst. vistun 8.693,- kr.
5 klst. vistun 9.754,- kr.
5,5 klst. vistun 10.729,- kr.
6 klst. vistun 11.705,- kr.
6,5 klst. vistun 13.231,- kr.
7 klst. vistun 14.757,- kr.
7,5 klst. vistun 16.283,- kr.
8 klst. vistun 17.810,- kr.
8,5 klst. vistun 23.067,- kr.
9 klst. vistun 28.324,- kr.
Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur dagvistunargjalda er samtengdur systkinaafslætti frístundar.
Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.
Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.
10. Gjaldskrá frístundar:
Gjaldskrá frístundar verður eftirfarandi:
Hver klukkustund 332,- kr.
Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur frístundar er samtengdur systkinaafslætti dagvistunargjalda.
Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.
Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.
11. Gjaldskrá mötuneytis:
Gjaldfrjálst er fyrir nemendur Kerhólsskóla og notendur frístundar í mötuneyti Kerhólsskóla. Jafnframt er gjaldfrjálst fyrir eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu í mötuneyti Kerhólsskóla. Um gjald fyrir hádegismat starfsmanna fer samkvæmt skattmati á fæðishlunnindum hverju sinni.
Hádegisverður, kostgangara 1.350,- kr.
12. Gjaldskrá bókasafns:
Gjaldskrá bókasafns verður eftirfarandi:
Bókasafnskort 18-66 ára, árskort 1.500,- kr.
Gjaldfrjálst er fyrir börn 0-17 ára, ellilífeyrisþega og öryrkja.
Millisafnalán, fyrir hvert safngagn 1.000,- kr.
Ljósritun og prentun á A4 blaði 30,- kr.
Ljósritun á A3 blaði og litprentun 50,- kr.
Bókasafnskort hefur gildistíma til eins árs. Ef útlánsgagn glatast eða skemmist hjá lánþega ber honum að bæta safninu skaðann með nýju eintaki sem hann útvegar og greiðir fyrir sjálfur eða greiða skaðabætur er nema innkaupsverði viðkomandi gagns.
Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2023.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 12:40.