Sveitarstjórn
1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. mars 2009 liggur frammi á fundinum.
2. Húsnæðismál sveitarfélagsins.
Rædd eru húsnæðismál sveitarfélagins. Á fundinn mætir Páll Tryggvason, húsasmíðameistari og gerir grein fyrir þeirri vinnu sem hann hefur unnið í að greina húsnæðiskosti sveitarfélagsins og þær tillögur sem hann hefur gert varðandi mögulega nýtingu á húsnæðinu og mögulegar leiðir sem þurfi að taka afstöðu til. Jafnframt er rædd skýrsla sem hann hefur gert vegna viðhaldsvinnu vegna Félagsheimilisins. Sveitarstjórn samþykkir halda þessari vinnu áfram til samræmis þær ákvarðanir sem teknar eru varðandi uppbyggingu skólana og óskar eftir því að Páll vinni áfram fyrir sveitarfélagið á þeim vettvangi í samvinnu við Leik- og grunnskólaráð.
3. Fundargerðir.
a) 11. fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 25.03.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
b) Drög að fundargerð leik- og grunnskólaráðs, 26.03.2009.
Drög að fundargerðinni lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir ályktun ráðsins að stefnt skuli að því að 9. bekkur verði tekinn inn í Grunnskólann Ljósuborg skólaárið 2011/2012 og heilstæður grunnskóli verði rekinn á Borg skólaárið 2012/2013 enda verði búið að gera viðeigandi ráðstafanir til að bæta húsnæðiskost skólans. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að samhliða verði hugað að framtíðarstaðsetningu leikskólans og uppbyggingu hans.
c) Fundargerð fundar vegna samstarfssamnings um samvinnu grunnskóla
Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps, 18.02.2009.
Fundargerðin lögð fram. Sveitarstjórnin tekur undir það sjónarmið að gera samning við Bláskógabyggð um samvinnu grunnskólana til samræmis við stefnu sveitarfélagins um að heildstæður grunnskóli verði á Borg skólaárið 2012/2013.
d) Fundargerð Húsnefndar Félagsheimilisins á Borg, 26.03.2009.
Fundargerðin lögð fram. Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar varðandi utanhússviðhald á Félagsheimilinu en samþykkir að fresta ákvörðun á hönnun og framkvæmdum þangað til fyrir liggur nánari útfærsla á uppbyggingu skólahúsnæðis.
4. Skólaakstur.
Ræddur er skólaakstur á vegum sveitarfélagsins og að samningar við skólabílstjóra rennur út nk. haust. Sveitarstjórn samþykkir að láta fara fram verðkönnun vegna skólaasksturs á vegum sveitarfélagsins í takt við stefnu sveitarfélagsins að heildstæður grunnskóli verði rekinn á Borg skólaárið 2012/2013. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita samninga við Verkís að sjá um verkið. Fulltrúar C-listans sitja hjá við afgreiðslu málsins.
5. Ráðning á starfsmönnum vegna sumarafleysinga.
Sveitarstjórn samþykkir að heimila sveitarstjóra að ráða í sumarafleysingar 2 störf vegna starfsmanna í áhaldahúsi og unglingavinnu og 1 starfsmann á skrifstofu sveitarfélagsins. Gera verður ráð fyrir þessum kostnaði í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
6. Starfsleyfisskilyrði vegna Nesjavallavirkjunar.
Lagt er fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands til kynningar á starfleyfisskilyrðum vegna Nesjavallarvirkjunar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við starfsleyfisskilyrði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
7. Dómur Héraðsdóms Suðurlands í málinu nr. E- 15/2007.
Lagður er fram dómur Héraðsdóms Suðurlands í málinu nr. E-15/2007.
8. Grafningsbók.
Lagt er fram tilboð frá Sigurði Kristni Hermundarsyni þar sem hann býðst til þess að sjá gerð rits um Grafning og sögu Sogsvirkjana. Sveitarstjórn felur sveitastjóra að boða til fundar með Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun um aðkomu þeirra og stuðning við verkefnið.
9. Ákvörðun um kjörstað vegna alþingiskosninga 25. apríl nk.
Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður vegna alþingiskosninga þann 25. apríl nk. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð. Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.
10. Hitaveita sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að hitaveita sveitarfélagins verði skráð á sér kennitölu í bókhaldi sveitarfélagins og að endurskoðanda sveitarfélagins verði falið að ganga frá skráningunni og nauðsynlegum samþykktum þar að lútandi.
11. Beiðni um styrk vegna reiðvegagerðar.
Lögð er fram á beiðni Hestamannafélagsins Trausta um styrk við að leggja reiðveg frá Kaldárhöfða að Steingrímsstöð og á völdum köflum meðfram Grafningsvegi en verkið átti að fara fram á síðasta ári. Sveitarstjórn samþykkar að veita kr. 1.800.000 í verkefnið enda verði gert ráð fyrir því í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagins. Sverrir víkur sæti við afgreiðslu málsis.
12. Grímsævintýri.
Lögð er fram staðfesting á því að Kvenfélagið taki að sér að sjá um Grímsævintýri. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Kvenfélagið.
13. Skoðunarmenn sveitarsjóðs.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Guðrúnu Bergmann sem varaskoðunarmann sveitarsjóðs í stað Björgvins Sveinssonar. Björgvini er þökkuð góð störf á liðnum árum.
14. Til kynningar
a) Erindi frá samtökum forstöðumanna sundstaða á Íslandi.
b) Bréf frá Umhverfisstofnun um raf- og rafeindatækjaúrgang.
c) Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunetis Suðurlands 2008.
d) Bréf frá HSK vegna ályktana samþykktar á 87. Héraðsþingi sambandsins 28.02.2009.
e) Upplýsingar um kostnaðarskiptingu vegna Skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins.
f) Bréf frá Menntamálaráðuneytinu v/ráðstefnu um Menningarlandið 2009 þann 11.-12. maí 2009.
g) Fundarboð vegna samráðsfundar um samgönguáætlun 2011-2014 á Hótel Selfossi þann 2. apríl
h) SASS. Fundargerð 422. stjórnarfundar, 19.03.2009.
i) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 117. stjórnarfundar 17.03.2009.
j) Atvinnuþróunarfélags Suðurlands. Fundargerð 282. stjórnarfundar 04.03.2009.
k) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 113. stjórnarfundar 16.03.2009.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:40.