Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. apríl 2012.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. apríl 2012 liggur frammi á fundinum.
2. Ársreikningur Grímssnes- og Grafningshrepps 2011.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2011 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mættu Ólafur Gestsson og Elín Jónsdóttir endurskoðendur Pwc og útskýrðu reikninginn. Ársreikningi vísað til annarar umræðu.
3. Fundargerðir.
a) Fundargerð 16. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. mars 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
b) 46. fundur Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 23.04 2012.
Mál nr. 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Farið yfir mál nr. 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9. Varðandi lið nr. 7 þá var vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn að gera þurfi breytingar á skilmálum svæðisins við Tjarnarholtsmýri í landi Bjarnastaða til samræmis við skilgreiningu svæðisins í aðalskipulagi, þ.e. sem landbúnaðarsvæði. Sveitarstjórn samþykkt að ekki verði fallist á breytingar á gildandi skipulagi. Varðandi lið nr. 8 þá var vísað til sveitarstjórnar aðkomu að svæði frístundabyggðar úr landi Stóru-Borgar, Hlauphólar þar sem aðkoman er frá Borg. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að ræða við skipulagshönnuð, málinu frestað. Önnur mál voru rædd og staðfest af sveitarstjórn.
Kl. 11:00 var gert hlé á fundi. Sveitarstjórn og nemendur Kerhólsskóla tóku fyrstu skóflustungur að nýju skólahúsnæði.
c) Fundargerð aðalfundar Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs., 23.04 2012.
Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Byggðasamlags skipulags- og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
4. Skipulags- og byggingafulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ársreikningur og ársskýrsla 2011.
Ársreikningur og ársskýrsla Byggðasamlags Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps vegna ársins 2011 lagt fram og staðfest.
5. Skipulags- og byggingafulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, gjaldskrá.
Fyrir liggur ný gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu Skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.
6. Kauptilboð í Borgarbraut 22.
Fyrir liggur staðfest kauptilboð í Borgarbraut 22 að fjárhæð kr. 10,2 millj. staðgreitt. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi tilboð og felur oddvita að undirrita kaupsamninginn.
7. Kennslukvóti skólaársins 2012/2013.
Fyrir liggur tillaga skólastjóra Kerhólsskóla, Hilmars Björgvinssonar, um að kennslustundakvóti skólaársins 2012/2013 verði 140,1 kennslustund á viku. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
8. Bréf frá skólastjóra Kerhólsskóla, Hilmari Björgvinssyni um niðurstöðu kennarafundar vegna nýrrar skólabyggingar.
Fyrir liggur bréf frá skólastjóra Kerhólsskóla, dagsett 17. apríl 2012, um niðurstöðu kennarafundar vegna nýrrar skólabyggingar. Á almennum fundi starfsmanna Kerhólsskóla þann 14. mars s.l. var fjallað um stöðu mála varðandi nýja skólabyggingu. Sveitarstjórn þakkar ábendingarnar og mun taka tillit til þeirra á framkvæmdartímanum.
9. Bréf frá Félagi lóðarhafa í Kiðjabergi um sorpgáma í landi Kiðjabergs.
Fyrir liggur bréf frá Félagi lóðarhafa í Kiðjabergi, dagsett 16. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið setji fleiri gáma á svæðið við Kiðjaberg á álagstímum. Undanfarið hafa gámarnir fyllst og ruslapokar settir við gámanna með tilheyrandi óþrifnaði. Sveitarstjórn felur varaoddvita, Herði Óla að leita lausna í samráði við Gámaþjónustuna hf.
10. Skipan fulltrúa í æskulýðs- og menningarmálanefnd.
Fyrir liggur að aðalfulltrúi C-lista og formaður í æskulýðs- og menningarmálanefnd, Björn Kristinn Pálmarsson, hefur beðist lausnar frá störfum. Fulltrúar C-lista tilnefna Sverri Sigurjónsson sem aðalfullrúa sinn og jafnframt formann í æskulýðs- og menningarmálanefnd út kjörtímabilið 2010-2014.
11. Ferðaskýrsla til Cornwall.
Fyrir liggur greinargerð og myndasýning frá ferðamálafulltrúa uppsveita Árnsessýslu, Ásborgu Arnþórsdóttur, á námsferð oddvita og sveitarstjóra uppsveita Árnessýslu til Cormwall í Bretlandi 12. – 14. mars s.l. Greinargerðin lögð fram til kynningar
12. Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Þingsályktunartillagan lögð fram.
13. Breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps í landi Stóru-Borgar.
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Stóru-Borgar. Breytingin varðar um 37 ha spildu úr landi Stóru-Borgar sem liggur upp að Biskupstungnabraut og Höskuldslæk, sunnan þjóðvegar. Landið er í dag skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð en fyrirhugað er að breyta því þannig að heimilt verði að byggja þar nokkur smábýli. Lýsing skipulagsverkefnis skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var kynnt almenningi mað auglýsingu dags. 15. mars með fresti til ábendinga/athugasemda til 21. mars. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar dags. 4. apríl. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna aðalskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt leita umsagna hjá Vegagerðinni og Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu í samæmri við ábendingar Skipulagsstofnunar.
14. Erindi frá Umhverfisstofnun um athugasemdir og ábendingar á drögum að áfanga- og verkáætlun fyrir gerð vatnaáætlunar 2011-2015.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur 18. apríl 2012 og drög að áfanga- og verkáætlun fyrir gerð vatnaáætlunar 2011-2015 þar sem óskað er eftir athugasemdum um drögin. Erindið lagt fram.
15. Bréf frá Innanríkisráðuneyti þar sem óskað er umsagna um aðgengiskafla vefhandbókar og viðmið WCAG 2.0 AA um aðgengi að opinberum vefjum.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Innanríkisráðuneyti, dagsettur 18. apríl 2012, þar sem óskað er umsagna um aðgengi vefhandbókar og viðmið WCAG 2.0 AA um aðgengi að opinberum vefjum. Tölvupósturinn lagður fram.
16. Bréf frá Sóknarnefnd Mosfellssóknar þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið.
Fyrir liggur bréf frá Sóknarnefnd Mosfellssóknar þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um framlag úr sveitarsjóði til að taka þátt í kostnaði vegna framkvæmda við kirkjugarðinn að Stóru-Borg. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra/oddvita að ræða við Sóknarnefnd Mosfellssóknar.
Til kynningar
SASS. Fundargerð 455. stjórnarfundar 13.04 2012.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 214. stjórnarfundar 16.04 2012.
Aðalfundarboð Klausturhóls, félag sumarhúsaeigenda í Rimahverfi í landi Klauturhóla.
Bréf frá Innanríkisráðuneyti um ársreikninga sveitarfélaga – rafræn skil til annara opinberra aðila.
Bréf frá fyrirtækinu Sund og safnakortið um útgáfu á kortum til einstaklinga og fjölskyldna með aðgang að söfnum og sundstöðum.
Íbúaskrá Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Límtré Vírnet ehf., ársreikningur 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:30