Fara í efni

Sveitarstjórn

541. fundur 15. febrúar 2023 kl. 09:00 - 10:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

Oddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða.
a) Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála, tilkynning um kæru mál nr. 17/2023.
b) Bréf frá Lárusi Helgasyni, beiðni um lækkun fasteignagjalda.
c) Fundargerð 51. fundar stjórnar Bergrisans bs., 31. janúar 2023.
d) Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032.

1. Fundargerðir.

a) Fundargerð 5. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 30. janúar 2023.
Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 5. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 30. janúar 2023.
Mál nr. 3 Hitaveita: Prófanir á Sólheimum – fyrstu niðurstöður.
Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda- og veitna fór yfir þær mælingar sem hafa átt sér stað á borholunum á Sólheimum að undanförnu og kynnti fyrstu niðurstöður sem lofa góðu. Gera þurfti hlé á mælingum á meðan mesta kuldakastið stóð yfir seinni part desember og fram í janúar. Nú hafa mælingar verið settar í gang aftur til að safna ítarlegri gögnum um virkni og afköst holanna.
Framkvæmda- og veitunefnd vill koma á framfæri þakklæti til Sólheima fyrir samvinnuna.
Vonast nefndin til þess að niðurstöður úr ítarlegri mælingum skapi grundvöll fyrir frekari samvinnu sveitarfélagsins og Sólheima til framtíðar á sviði heitavatnsöflunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela formanni framkvæmda- og veitunefndar, sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda- og veitna að senda formlegt erindi til framkvæmdastjórnar Sólheima þar sem farið er yfir hvernig hugsanlegu samstarfi sveitarfélagsins og Sólheima gæti verið háttað.

b) Fundargerð 36. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 25. janúar 2023.
Mál nr 1. þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 36. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 25. janúar 2023.
Mál nr. 1. Tillaga nefndarinnar til sveitarstjórnar um formann fjallskilanefndar.
Fjallskilanefnd leggur til við sveitarstjórn að Guðrún Sigríður Sigurðardóttir gegni stöðu formanns.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar.

c) Fundargerð 253. fundar skipulagsnefndar UTU, 8. febrúar 2023.
Mál nr. 24, 25, 26, 27, 28 og 34 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 254. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 8. febrúar 2023.
Mál nr. 24. Minni-Borg L168263; Athafnasvæði við Sólheimaveg; Deiliskipulag - 2204019
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til athafnasvæðis við Sólheimaveg eftir auglýsingu. Skipulagssvæðið skiptist upp í 52 lóðir og gilda sér skilmálar fyrir hverja lóð. Gert er ráð fyrir heimild fyrir hreinlegan léttan iðnað og athafnastarfsemi á svæðinu. Skipulagssvæðinu mun verða skipt upp í framkvæmdaráfanga til að stuðla að hagkvæmni og heildstæðu yfirbragði byggðar. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu á 15 lóðum, 11 í öðrum áfanga, 13 í þriðja og 12 í fjórða. Lóðir er á bilinu 1.575 m2 til 2.400 m2. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins. Í takt við bókun skipulagsnefndar frá 23.11.2022 hefur verið unnin minjaskráning innan svæðisins og hafa minjar verið færðar inn á uppdrátt skipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 25. Norðurkot; Frístundabyggð, svæði 1-4; Breytt byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting - 2301079
Lögð er fram umsókn frá Páli Gunnlaugssyni um breytingu á skilmálum deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis í landi Norðurkots. Í breytingunni felst að heimildir er varðar hámarksstærð aukahúss á lóð eru felldar út úr skilmálum deiliskipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Sveitarstjórn vekur athygli umsækjanda á að áðurnefndar breytingar greiðast af umsækjanda. Sveitarstjórn leggur til að málið verði sérstaklega kynnt sumarhúsfélagi svæðisins sé það til staðar.
Mál nr. 26. Bjarnastaðir 1; Tjarnholtsmýri 1-15; Landbúnaðarsvæði; Skilgreining lóðarmarka, byggingarreita og byggingarheimilda; Deiliskipulag - 2301077
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóða við Tjarnholtsmýri 1-15. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóðarmarka, byggingarreita og byggingarheimilda. Heimilt verður að byggja íbúðarhús með bílageymslu/geymslu og aðstöðuhús/hesthús. Nýtingarhlutfall lóða má vera allt að 0,05.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn leggur til að tillagan verði sérstaklega kynnt innan skipulagssvæðisins.
Mál nr. 27. Heimaás L226734; Breytt lega lóðar; Deiliskipulagsbreyting - 2302005
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til verslunar- og þjónustulóðarinnar Heimaás L226734 í landi Eyvíkur. Í breytingunni felst breytt lega lóðarinnar þar sem gert er ráð fyrir að hún færist lítillega til vesturs. Engar breytingar eru gerðar á stærð lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem ekki er talið að hagsmunir nágranna skerðist hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Smári B. Kolbeinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 28. Farbraut 26 L169581; Farbraut 26a; Sameining lóða - 2302001
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Farbrautar 26 og 26a innan deiliskipulags frístundabyggðar í landi Norðurkots. Í breytingunni felst að lóðin verði skilgreind sem ein lóð innan deiliskipulagsins. Breytingin er í takt við núverandi skráningu lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem ekki er talið að hagsmunir nágranna skerðist hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 34. Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-178 - 2301006F
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 23-178 lögð fram til kynningar.

d) Fundargerð NOS stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs., 31. janúar 2023. Lögð fram til kynningar fundargerð NOS stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 31. janúar 2023.

e) Fundargerð 97. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 19. desember 2022.
Lögð fram til kynningar fundargerð 97. fundar stjórnar byggðasamlags UTU sem haldinn var 9. febrúar 2023.
Sveitarstjórn vill nota tækifærið og þakka Jóhannesi Hreiðari Símonarsyni vel unnin störf og þann árangur sem náðst hefur með embættið, jafnframt óskar sveitarstjórn Jóhannesi velfarnaðar á nýjum vettvangi.

f) Fundargerð 2. stjórnarfundar Arnardrangs hses., 5. janúar 2023.
Fundargerð 2. fundar stjórnar Arnardrangs hses., sem haldinn var 5. janúar 2023 lögð fram til kynningar.

g) Fundargerð 3. stjórnarfundar Arnardrangs hses., 13. janúar
Fundargerð 3. fundar stjórnar Arnardrangs hses., sem haldinn var 13. janúar 2023 lögð fram til kynningar.

h) Fundargerð 49. fundar stjórnar Bergrisans bs., 5. janúar 2023.
Fundargerð 49. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 5. janúar 2023 lögð fram til kynningar.

i) Fundargerð 50. fundar stjórnar Bergrisans bs., 13. janúar
Fundargerð 50. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 13. janúar 2023 lögð fram til kynningar.

j) Fundargerð 3. fundar vinnuhóps um atvinnumálastefnu Uppsveitanna, 24. janúar 2023.
Fundargerð 3. fundar vinnuhóps um atvinnumálastefnu Uppsveitanna sem haldinn var 24. janúar 2023 lögð fram til kynningar.

k) Fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27. janúar 2023.
Fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27. janúar 2023 lögð fram til kynningar.

2. Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Jóhönnu Ester Adamsdóttur um námsvist fyrir barn hennar utan lögheimilissveitarfélags við Sunnulækjarskóla í Sveitarfélaginu Árborg veturinn 2022 að útskrift viðkomandi barns úr grunnskóla.
Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða.

3. Minnisblað um úrgangsmál.
Fyrir liggur minnisblað frá Steinari Sigurjónssyni, umsjónarmanni umhverfismála þar sem farið er nokkuð ítarlega yfir úrgangsmál í sveitarfélaginu árið 2022. Í minnisblaðinu er komið inn á að mesta vinnan var í tengslum við undirbúning vegna lagasetningar um innleiðingu hringrásarhagkerfisins sem tók gildi 1. janúar 2023.
Sveitarstjórn þakkar Steinari Sigurjónssyni umsjónarmanni umhverfismála fyrir greinagóðar upplýsingar.

4. Deiliskipulag fyrir Vesturbyggð.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulag fyrir vesturhluta íbúðabyggðar á Borg.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela VERKÍS að senda deiliskipulagið til Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita til meðferðar og umfjöllunar.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að samhliða verði unnin óveruleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins annarsvegar vegna tilfærslu á iðnaðarsvæði I14 vegna hreinsistöðvar og hins vegar vegna skilmálabreytinga á íbúðarsvæðinu.

5. Afrit af bréfi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem kynnt er breytt fasteignamat sumarbústaðar við Hólmasund 23.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til eigenda Hólmasunds 23, dagsett 26. janúar 2023 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

6. Kjarasamningsumboð.
Fyrir liggja drög að samkomulagi milli sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar við þau stéttarfélög sem tilgreind eru í samkomulaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag og felur sveitarstjóra að undirrita það fyrir hönd sveitarfélagsins.

7. Ósk um umsögn frá Innviðaráðuneytinu, varðandi beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð.
Fyrir liggur erindi frá Innviðaráðuneytinu dagsett 20. desember þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um erindi frá Heimi Þóri Gíslasyni og Hrefnu Hjördísi Guðnadóttur þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu sbr. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á 533. fundi sveitarstjórnar þann 5. október 2022 var tekin fyrir umsókn Heimis Þ. Gíslasonar og Hrefnu H. Guðnadóttur, móttekin 05.09.2022, um byggingarheimild til að byggja 16,1 m2 viðbyggingu við sumarbústað (mhl 01) og 30,7 m2 garðskála (mhl 03) á sumarbústaðalóðinni Farbraut 15 L169478 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 38,8 m2. Sveitarstjórn synjaði umsókninni um byggingarleyfi og var umsækjanda bent á að óska eftir undaþágu frá ákvæðum skipulagslaga- og reglugerðar til innviðaráðuneytis á grundvelli 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga. Fyrir liggur að byggingarnar sem um ræðir hafa þegar verið byggðar og var því um umsókn um byggingarleyfi vegna óleyfisframkvæmdar að ræða. Samkvæmt afstöðumynd sem lögð var fram við umsóknina eru byggingar staðsettar þétt upp að lóðarmörkum aðliggjandi lóða og samræmast því ekki skilmálum skipulagsreglugerðar 5.3.2.12 er varðar frístundasvæði og takmarkanir vegna fjarlægðar byggingarreita frá lóðarmörkum. Eigendur Farbrautar 15 hafa í kjölfarið leitað til innviðaráðuneytisins og óskað eftir undanþágu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fordæmir óleyfisframkvæmdir og mælist til þess að við afgreiðslu skipulagsmála sé farið að skilmálum skipulagsreglugerðar til að jafnræðis sé gætt í skipulagsmálum. Í skilmálum skipulagsreglugerðar 5.3.2.12 segir að ekki skal byggja nær lóðamörkum en 10 m og má af því ætla að eigendur tveggja aðliggjandi lóða geri ráð fyrir lágmark 20 metrum á milli bygginga. Þ.e. 10 metrum á lóð a frá lóðarmörkum og 10 metrum á lóð b frá lóðarmörkum. Í þessu tiltekna máli liggur fyrir undirritað samþykki allra aðliggjandi lóðarhafa um staðsetningu húsanna á Farbraut 15. Aðliggjandi lóðarhafa hafa því gefið samþykki sitt fyrir því að húsin á Farbraut 15 séu minna en 10 metra frá lóðarmörkum þeirra og má af því skilja að viðkomandi lóðarhafar séu að hafna þeim rétti sínum að nágrannar byggi að lágmarki 10 metra frá lóðarmörkum. Á Farbraut 15 er um óleyfisframkvæmdir að ræða sem fara gegn skipulagreglugerð 90/2013 en hafa hlotið samþykki nærliggjandi lóðarhafa. Af því gefnu gerir sveitarstjórn athugasemd við óleyfisframkvæmdirnar en gerir ekki athugasemd við að undanþágan vegna nálægðar við lóðarmörk verði veitt.

8. Bréf frá Óttari Guðjónssyni, f.h. Lánasjóðs sveitarfélaga, vegna stjórnarkjörs.
Fyrir liggur bréf frá Óttari Guðjónssyni fyrir hönd kjörnefndar Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsett 10. febrúar 2023, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

9. Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um ágang búfjár.
Fyrir liggur minnisblað frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. febrúar 2023, um ágang búfjár. Minnisblaðið er ritað vegna álits Umboðsmanns Alþingis 11. október 2022 (11167/2021) og úrskurðar Dómsmálaráðuneytisins 11. janúar 2023 (DMR21080053). Markmið minnisblaðsins er að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir um smölun berast sveitarfélögum vegna ágangs búfjár milli landareigna og jafnframt frá afrétti. Minnisblaðið er lagt fram til kynningar.

10. Rökstuðningur fyrir fasteignamati á Finnheiðarvegi 15 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Á 533. fundi sveitarstjórnar í október 2022 var lagður fram til kynningar úrskurður yfirfasteignamatsnefndar frá 22. september 2022 í máli nr. 4/2022 vegna kæru Grímsnes- og Grafningshrepps á úrskurði Þjóðskrár Íslands varðandi lækkun á fasteignamati fasteignarinnar að Finnheiðarvegi 15, Grímsnes- og Grafningshreppi, fnr. 220-8084 fyrir árið 2022. Með úrskurði yfirfasteignamatsnefndar er úrskurður Þjóðskrár Íslands, dags. 16. febrúar 2022, varðandi fasteignamat Finnheiðarvegar 15, Grímsnes- og Grafningshreppi, fnr. 220-8084, fyrir árið 2022, felldur úr gildi.
Á 538. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember 2022 var lagt fram til kynningar bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dagsett 1. desember 2022 þar sem kynntur var úrskurður þess efnis að fasteignamat Finnheiðarvegar 15 í Grímsnes- og Grafningshreppi skuli standa óbreytt fyrir 2023. Að því tilefni óskaði sveitarstjórn að óska eftir rökstuðningi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fyrir óbreyttu fasteignamati. Rökstuðningurinn er lagður fram og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og fá álit hjá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl.

11. Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 30/2023, „Drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu“.
Lagt fram til kynningar.

12. Önnur mál
a) Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála, tilkynning um kæru mál nr. 17/2023.
Fyrir liggur tilkynning um stjórnvaldskæru nr. 17/2023 frá Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindarmála þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar að leggja hverfismat á Stóra-Grámel í landinu Hagavík C, aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2023, sem var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 29. desember 2022, nr. 1571/2022.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra ásamt lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

b) Bréf frá Lárusi Helgasyni, beiðni um lækkun fasteignagjalda.
Fyrir liggur bréf frá Lárusi Helgasyni, dagsett 10. febrúar 2023 þar sem farið er fram á lækkun fasteignagjalda vegna hluta árs 2022 fyrir fasteignina Illagil 21.
Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða og felur sveitarstjóra ásamt lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., að svara erindinu.

c) Fundargerð 51. fundar stjórnar Bergrisans bs., 31. janúar 2023.
Fundargerð 51. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 31. janúar 2023 lögð fram til kynningar.
Mál nr. 6 þarfnast umfjöllunar sveitarstjórnar.
Vegna aukinna umsvifa í rekstri Bergrisans bs. leggur stjórn Bergrisans til að ráðinn verði inn starfsmaður í 75-100% starf, tímabundið í eitt ár. Aukin umsvif hafa orðið vegna ytri aðstæðna þar sem gerðar eru auknar kröfur um gæði og uppbyggingu í málefnum fatlaðs fólks og vegna innri þátta sem snúa að fjölgun þjónustusvæða og uppbyggingu er varðar gerð og innleiðingu heildstæðrar stefnu um faglegt starf og húsnæðisáætlun.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að ráðið verði í stöðugildi sérfræðings.

d) Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032.
Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps var staðfest af núverandi sveitarstjórn í júní 2022 og tók gildi 29. desember 2022 eftir auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Meðan á vinnu við aðalskipulagið stóð vann sveitarstjórn að ýmsum öðrum skipulagsmálum sem nú eru að klárast og liggur fyrir að fara þarf í aðalskipulagsbreytingar til að klára sum þeirra mála. Oddviti fór yfir tillögur að breytingum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir oddviti og Björn Kristinn Pálmarsson vinni aðalskipulagsbreytingarnar áfram með EFLU og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:50.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?