Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða.
a) Deiliskipulagsbreyting á golfvallarsvæðinu að Minni Borg.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. júní 2012.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. júní 2012 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 18. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. júní 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
b) Fundargerð 2. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borg, 12. júní 2012.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið 3, þá beinir sveitarstjórn því til húsnefndar að koma með tillögu að kaupum á búnaði í Félagheimilið þannig að það verði hægt að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2013. Fundargerðin staðfest.
c) Fundargerð 5. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 24. maí 2012.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið 3, sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur oddvita að skoða möguleika í stöðunni. Varðandi lið 4, þá samþykkir sveitarstjórn að endurskoða lóðarleigu og gatnagerðargjöld á iðnar-/þjónustulóðum á Borg þannig að ný gjaldskrá verði lögð fram á haustdögum. Fundargerðin staðfest.
d) Fundargerð 4. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. maí 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
e) Fundargerð 5. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 12. júní 2012.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið 2, sveitarstjórn hvetur nefndina til að koma með tillögur og kostnaðaráætlun er varðar æskulýðs- og menningarmál. Varðandi lið 3, þá mun sveitarstjórn skoða staðsetningu aðstöðu til íþróttaiðkunar samhliða deiliskipulagsvinnu á Borgarsvæðinu. Fundargerðin staðfest.
f) Fundargerð 5. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. júní 2012.
Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið 2, umsögn samgöngunefndar á erindi Félags sumarhúsaeigenda í Bjarkarborgum um að sveitarfélagið taki þátt í að leggja bundið slitlag á 180 m vegkafla frá Biskupstungabraut að innkeyrslu í Bjarkarborgir. Samgöngnefnd telur að sveitarfélagið eigi ekki að leggja fjármagn í þessa framkvæmd. Sveitarstjórn hafnar erindi Félags sumarhúsaeigenda í Bjarkarborgum. Fundargerðin staðfest að öðru leyti.
3. Kjör oddvita og varaoddvita.
Gengið er til skriflegra kosninga oddvita og varaoddvita. Í kjöri oddvita hlaut Gunnar Þorgeirsson 3 atkvæði og 2 seðlar voru auðir. Gunnar Þorgeirsson er því rétt kjörinn oddviti út kjörtímabilið. Í kjöri varaoddvita hlaut Hörður Óli Guðmundsson 3 atkvæði og 2 seðlar voru auðir. Hörður Óli Guðmundsson er því rétt kjörinn varaoddviti út kjörtímabilið.
4. Samningur um refa- og minkaveiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggja drög að samningi um refa- og minkaveiðar við Viðar Braga Þórðarson og Jón Matthías Sigurðsson til þriggja ára. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarsjóra að undirrita samninginn.
5. Útboð á hitaveitulögn í frístundabyggð í landi Svínavatns, Öldubyggð.
Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar í hitaveitulögn í frístundabyggð í landi Svínavatns, Öldubyggð. Lægsta tilboðið kom frá Ólafi Jónssyni að fjárhæð 2.618.273 kr. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Ólafs Jónssonar og er sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn.
6. Kjörskrá og kjörfundur.
Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður vegna forsetakosninga þann 30. júní n.k. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð. Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.
Kjörskrá vegna forsetakosninga er lögð fram og yfirfarin. Á kjörskrá eru 318 aðilar, 177 karlar og 141 konur. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að árita kjörskrá um samþykki sveitarstjórnar. Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagins til 29. júní n.k.
7. Úthlutun vegstyrkja til frístundabyggða.
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta. 26 umsóknir bárust og var leitað umsagnar samgöngunefndar. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, hversu nýlegir vegirnir eru, hversu löng heildarvegalengd hvers hverfis er og fjölda lóða og hús í hverfinu. Samþykkt er að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2012, samtals að fjárhæð kr. 2.800.000.
Félag sumarbústaðaeigenda í Bjarkarborgum kr. 300.000
Selhóll, félag sumarhúsaeigenda kr. 100.000
Félag land- og frístundahúsaeigenda við A og B götu úr Norðurkotslandi kr. 100.000
Hólaborgir, sumarhúsafélag kr. 300.000
Félag sumarbústaðaeigenda við 5. braut við Álftavatn kr. 50.000
Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi kr. 300.000
Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi kr. 200.000
Félag sumarhúsalóðaeigenda við Þórsstíg kr. 100.000
Furuborgir, félag í frístundabyggð kr. 50.000
Sumarhúsafélagið Hestvík kr. 300.000
Þrastarungarnir kr. 50.000
Félag lóðareigenda í Miðborgum kr. 250.000
Félag lóðareigenda í Farengi (í landi Miðengis) Grímsnesi kr. 250.000
Félag sumarhúsaeigenda við Kjarrmóa kr. 50.000
Lækjarbakki, félag sumarhúsaeigenda við Lækjarbakka kr. 50.000
Klausturhóll félag sumarhúsaeigenda kr. 200.000
Félag sumarhúsaeigenda við Heiðarbraut og Smámýrarveg kr. 50.000
Vaðlækur-félag sumarhúsaeigenda við Vaðlækjarveg, Grímsnesi kr. 50.000
Félag lóðareigenda í landi Minna-Mosfells kr. 50.000
8. Erindi frá Kerhestum ehf. um það hvort sveitarfélagið vilji kaupa sólarsellu í gangnamannakofann í Kringlumýri.
Fyrir liggur erindi frá Kerhestum ehf., dagsett 8. júní 2012 um það hvort sveitarfélagið vilji kaupa sólarsellu í gangnamannakofann í Kringlumýri gegn því að Kerhestar ehf. sjái um uppsetningu á búnaðinum. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
9. Beiðni frá Fræðsluneti, símenntun á Suðurlandi, um það hvort sveitarfélagið vilji vera styrkaraðili Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands með árlegu framlagi.
Fyrir liggur beiðni frá Fræðsluneti, símenntun á Suðurlandi, um það hvort sveitarfélagið vilji vera styrkaraðili Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands með árlegu framlagi í fimm ár. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
10. Beiðni um styrk vegna reksturs Aflsins 2012, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Afli, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi vegna rekstur Aflsins 2012. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
11. Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 30. júlí til og með 10. ágúst 2012.
12. Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.
Samþykkt að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og fyrri fund í ágúst. Fyrsti fundur eftir sumarleyfi er því 22. ágúst 2012.
13. Önnur mál.
a) Deiliskipulagsbreyting á golfvallarsvæðinu að Minni Borg.
Lögð fram tilllaga að breytingu á deiliskipulagi golfvallarsvæðis úr landi Minni-Borgar. Í breytingunni felst að fallið er frá uppbyggingu frístundahúsa sem fyrirhuguð voru á tveimur svæðum innan golfvallarins (Móaflöt og Tjaldhólar) og ekki er lengur gert ráð fyrir byggingarreit undir sér golfskála við bílastæði né byggingarreit fyrir æfingaskýli og áhaldahús á æfingasvæðinu. Í staðinn er nú gert ráð fyrir lóð undir hótel- og gistihús ásamt tilheyrandi bílastæðum á vesturhluta svæðisins auk þess sem gert er ráð fyrir áhaldahúsi á miðju golfvallarsvæðinu. Nýtingarhlutfall nýrra lóða verður 0,4. Mænishæð hótels-/gistihúss frá jörðu skal ekki vera meiri en 12 m (3 hæðir) og hæð áhaldahúss skal ekki vera meiri en 6 m.
Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem samþykkt var í sveitarstjórn 6. júní sl.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 215. stjórnarfundar 14.05 2012.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 216. stjórnarfundar 29.05 2012.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 142. stjórnarfundar 01.06 2012.
Brunavarnir Árnessýslu. Fundargerð 106. stjórnarfundar, framhaldsfundur, 01.06 2012.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 13. júní 2012, þar sem svarað er afriti af bréfi Grímsnes- og Grafningshrepps til Íbúðalánasjóðs.
Bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 31. maí 2012, þar sem verið er að vekja athygli á lagaákvæðum sem snerta efnistöku, framkvæmdarleyfi og mat á umhverfisáhrifum.
Háskólafélag Suðurlands ehf. Skýrsla stjórnar og framkvæmdarstjóra vegna aðalfundar.
ü Háskólafélag Suðurlands ehf, ársreikningur 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
ü Byggðasafn Árnesinga og Sjóminjasafnið á Eyrabakka, ársreikningur 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
ü Börn með krabbamein, tímarit Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna 1. tbl 18. árg 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:35