Fara í efni

Sveitarstjórn

553. fundur 06. september 2023 kl. 09:00 - 11:17 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 39. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. ágúst 2023.
Mál nr. 2 og 5 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 39. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 23. ágúst 2023.
Mál nr. 2; Fjallskil.
Farið yfir fyrirkomulag fjármögnunar fjallskila. Fjallskilanefnd leggur til að fjallskil verði greidd með eftirfarandi hætti:
1/3 fasteignahluti verði greiddur eins og samþykkt var af sveitarstjórn 2021.
2/3 bændur leggi til vinnu (dagsverk) í samræmi við fjárfjölda og sveitarfélagið greiði það sem útaf stendur af kostnaði við fjallskil í formi styrkjar til að viðhalda þeim forna sið og menningararfi okkar sem fjallskil eru.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vinna að óskum fjallskilanefndar fyrir árið 2023 að því gefnu að fjallskilanefnd vinni nánari útfærslu á styrkjaforminu og tillögu fjallskilanefndar. Sveitarstjórn leggur ríka áherslu á að útfærslan sé einföld og þar komi skýrt fram hvernig dagsverkin sem bændur leggi til leggist á hvert sauðfjárbú og hvernig því sem út af stendur og eigi að styrkja leggist á hvert sauðfjárbú. Jafnframt er sveitarstjórn sammála um að fjallskilanefnd verði falið að yfirfara og leggja til úthlutun á styrkjum á fundi sínum í desember 2023.
Mál nr. 5; Undirbúningur fjallskila.
Fjallskilanefnd óskar eftir því að starfsmaður sveitarfélagsins fari og yfirfari réttir og skála fyrir fjallskil auk þess að sækja fjárgrindur sem sveitarfélagið á og hafa til taks fyrir fjallskil.
Hefð hefur verið fyrir því að starfsmenn sveitarfélagsins hafi í samskiptum við formann fjallskilanefndar og fjallskilanefnd rætt saman um þau verkefni sem sinna þarf fyrir fjallferðir og leitir ár hvert. Í skipunarbréfi nefndarinnar kemur fram að Steinar Sigurjónsson, umsjónarmaður umhverfismála sé tengiliður nefndarinnar og sé nefndinni innan handar með þau mál sem þarf. Steinar hefur nú þegar byrjað á einhverjum verkefnum tengdum fjallferðum.
b) Fundargerð 264. fundar skipulagsnefndar UTU, 23. ágúst 2023.
Mál nr. 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35 og 50 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 264. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 23. ágúst 2023.
Mál nr. 25; Syðri-Brú lóð L169624; Færsla byggingarreits; Fyrirspurn – 2308001
Lögð er fram fyrirspurn frá Hermanni Unnsteini Emilssyni er varðar stækkun byggingarreits á lóð Syðri-Brúar lóð L169624. Gróðursetning og lagning stofnlagna að lóðinni hafa gert ráð fyrir staðsetningu bústaðar nokkuð sunnar en byggingarreitur er skilgreindur á deiliskipulagi svæðisins. Óskað er eftir því að reiturinn verði skilgreindur 10-15 metrum sunnar en hann er í dag skilgreindur í um 35 m fjarlægð frá lóðarmörkum til suðurs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við gerð deiliskipulagsbreytingar sem tekur til endurskilgreiningar á byggingarreit lóðarinnar í takt við framlagða fyrirspurn.
Mál nr. 26; Neðan-Sogsvegar 15 L169420; Neðan-Sogsvegar 15B, 15C og 15D; Stofnun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2306090
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Neðan-Sogsvegar 15. Í breytingunni felst skipting lóðarinnar í 4 mismunandi hluta í takt við núverandi byggingarheimildir lóðarinnar. Með tillögu deiliskipulagsbreytingar er lögð fram greinargerð til rökstuðnings ákvörðun skipulagsnefndar og sveitarstjórnar ásamt skriflegu samþykki meðeigenda lóðarinnar. Athugasemdir bárust á kynningartíma breytinganna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt andsvörum málsaðila.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 27; Þrastalundur (L168297); byggingarheimild; 13 tjaldhýsi fyrir atvinnustarfsemi – 2308010
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd V63 ehf., móttekin 19.07.2023, um byggingarheimild fyrir 13 tjaldhýsi fyrir atvinnustarfsemi á viðskipta- og þjónustulóðinni Þrastalundur L168297 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja framlagðri umsókn um byggingarheimild fyrir 13 tjaldhýsum. Að mati sveitarstjórnar er forsenda slíkrar uppbyggingar að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið sem tekur til allra framkvæmdaheimilda innan þess. Fyrir liggur bókun frá stjórn UMFÍ að ekki standi til að fara í neinar breytingar á núgildandi samningum varðandi leigu og rekstur viðkomandi svæða. Ekki var veitt heimild fyrir því af hálfu UMFÍ að rekstraraðila svæðisins væri falið að vinna deiliskipulagsáætlun sem tekur til þess.
Mál nr. 28; Nesjavallavirkjun L170925; Stækkun borsvæða og fjölgun borhola; Endurskoðun deiliskipulags – 2308004
Lögð er fram beiðni frá Orku náttúrunnar um að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags Nesjavallavirkjunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Orku náttúrunnar ohf. heimild til að vinna að endurskoðun deiliskipulags fyrir Nesjavallavirkjun. Sveitarstjórn vill þó árétta þar með sé ekki verið að heimila aukna orkuöflun innan svæðis og mun fjalla sérstaklega um það þegar sú ósk liggur fyrir. Sveitarstjórn vísar í bókun sína frá 1. mars 2023 þar sem tekið er undir bókun Samtaka orkusveitarfélaga frá 17. febrúar þar sem sveitarfélög eru hvött til að staldra við í skipulagsmálum virkjana á meðan sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög en slík vinna er nú þegar hafin.
Mál nr. 29; Minna - Mosfell L206810; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi - 2307044
Lögð er fram umsókn frá IceWild ehf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Minna-Mosfells. Um er að ræða alls 91,5 ha svæði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að útgáfu framkæmdaleyfis verði frestað. Mælist sveitarstjórn til þess að lögð verði fram ræktunaráætlun með umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar þar sem nánar verði gert grein fyrir verkefninu, skiptingu svæðisins, tímaáætlun, tegundalista o.s.frv.
Mál nr. 30; Klausturhólar frístundabyggð; Baulurimi 14 L168979 og Baulurimi 16 L168982; Færsla lóðarmarka; Deiliskipulagsbreyting - 2307017
Lögð er fram umsókn frá VIK Holdings ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar að Klausturhólum. Í breytingunni felst hliðrun á lóðarmörkum milli lóða Baulurima 14 og 16. Eftir breytingu verði lóð Baulurima 16, 6.700 fm og lóð Baulurima 14, 13.300 fm.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 31; Kiðjaberg frístundabyggð; Vegtenging; Deiliskipulagsbreyting - 2307015
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundasvæðisins að Kiðjabergi. Í breytingunni felst að vegtengingu verði breytt þannig að í stað tengivegar verði tvær botnlangagötur. Vegtenging verður að lóðum 18-26 frá afleggjara að Arnarbæli og tenging að lóðum 1-17 frá Kiðjabergsvegi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 32; Svínavatn 3 L232042; Íbúðarlóðir; Deiliskipulag - 2305076
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Svínavatns 3 L232042 eftir kynningu. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að skipta 5 ha landi í 2 lóðir, 3,5 ha og 1,5 ha að stærð, og að þar geti risið 1 íbúðarhús á hvorri lóð og á þeirri stærri vinnuskemma og lítil gestahús til útleigu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 33; Þóroddsstaðir; Langirimi-frístundabyggð; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting - 2302025
Lögð er fram tillaga frá Þóroddi ehf. er varðar breytingu á skilmálum frístundasvæðis Langarima í landi Þóroddsstaða eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst breyting á skilmálum deiliskipulags með þeim hætti að heimilt verði að vera með rekstrarleyfisskylda gistingu í flokki I og II skv. reglugerð auglýsingu þess. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma tillögunnar og að deiliskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 34; Björk 1 L211337; Björk vatnsból; Stofnun lóðar - 2308046
Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi um stofnun lóðar úr landi Bjarkar 1 L211337. Um er er ræða 24 ha lóð sem fær staðfangið Björk vatnsból.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið.
Mál nr. 35; Mosabraut 9 L212967; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting - 2306044
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Mosabrautar 9 í Vaðnesi. Í umsókninni felst beiðni um að heimild verði veitt fyrir breytingu á byggingarreit lóðarinnar þannig að hann verði skilgreindur í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum. Málinu var synjað á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þann 29.6.2023 þar sem ekki voru talin liggja fyrir fullnægjandi rök fyrir umsóttri breytingu. Meðfylgjandi eru lagðar fram röksemdir lóðarhafa fyrir breytingunni. Málið lagt fram að nýju til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 50; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-189 - 2308001F
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 23-189.
c) Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans, 15. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans sem haldinn var 15. júní 2023.
d) Fundargerð 7. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 16. ágúst 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga sem haldinn var 16. ágúst 2023.
e) Fundargerð 59. fundar stjórnar Bergrisans bs., 9. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 59. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 9. júní 2023.
f) Fundargerð 60. fundar stjórnar Bergrisans bs., 12. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 60. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 12. júní 2023.
g) Fundargerð 61. fundar stjórnar Bergrisans bs., 12. júlí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 61. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 12. júlí 2023.
2. Uppfærð gjaldskrá vegna lása og lykla í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur ný gjaldskrá fyrir lykla og lása að hliðum í frístundabyggðum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hver lás sé seldur á kostnaðarverði kr. 27.000,- og hver lykill kosti kr. 2.300,-.
3. Drög að samkomulagi um kaup á Orkubúi Vaðnes ehf.
Lögð eru fram drög að samkomulagi um helstu skilmála kauptilboðs og einkaviðræður vegna kaupa og sölu á öllu hlutafé í Orkubúi Vaðnes ehf. ásamt drögum að leigusamningi um jarðhitaréttindi í Vaðnesi.
Sveitarstjórn samþykkir drögin samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita samningana og vinna málið áfram ásamt Smára B. Kolbeinssyni formanni framkvæmda- og veitunefndar og Ragnari Guðmundssyni umsjónarmanni framkvæmda og veitna.
4. Kaldavatnsöflun úr Kaldárhöfða.
Fyrir liggur greinargerð vegna umsóknar um rannsóknarleyfi í landi Kaldárhöfða ásamt minnisblaði um rannsóknir á vatnslindum í Kaldárhöfða og fundargerð frá samráðshópi vegna samvinnu Grímsnes- og Grafningshrepps, Flóahrepps og Sveitarfélagsins Árborgar vegna kaldavatnsöflunar. Búið er að kostnaðarmeta rannsóknarboranir og ráðgjöf við verkið og helstu leyfi komin. Lagt er til að sveitarfélögin sem eiga aðild að samstarfinu skipti rannsóknarkostnaði jafnt á milli sín.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að rannsóknarkostnaði verði skipt jafnt á milli sveitarfélaganna sem koma að samstarfinu og að Grímsnes- og Grafningshreppur verði skilgreindur verkkaupi og geri verkið upp við Flóahrepp og Árborg um áramót.
5. Jafnréttisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2023 – 2026.
Fyrir liggur að endurskoða ber jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til næstu þriggja ára.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra endurskoðun jafnréttisáætlunarinnar og að leggja fram tillögur að breytingum.
6. Tónlistarskóli Árnesinga – ósk um aukinn kennslukvóta í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lögð fram fyrirspurn Helgu Sighvatsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga þar sem óskað er eftir auknum kennslukvóta um 2 klukkustundir frá fyrra ári.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða aukinn kennslukvóta og felur sveitarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun.
7. Erindi frá Torfæruklúbbnum – ósk um leyfi fyrir Bikarmóti í torfæru.
Fyrir liggur beiðni frá Torfæruklúbbnum um leyfi til að halda Bikarmóti í torfæru laugardaginn 16. September í námum við Svínavatn, Stangarhyl, L210787.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að keppnin verði haldin.
8. Erindi frá Láru V. Júlíusdóttur fyrir hönd Heimis Karlssonar – krafa um skráningu lögheimilis í frístundahúsi.
Afgreitt er bréf sem sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps barst frá Láru V. Júlíusdóttur lögmanni f.h. Karls Heimis Karlssonar og Rúnu Hjaltested Guðmundsdóttur, dagsett 8. ágúst 2023, þar sem þess er krafist að sveitarstjórn ráðist í breytingar á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins í því skyni að viðkomandi aðilum verði gert kleift að skrá lögheimili sitt í fasteign sinni að Tjarnarhólslaut 82, Grímsnes- og Grafningshreppi, landnr. L193110. Um er að ræða sumarbústaðalóð sem er staðsett á svæðinu Snæfoksstaðir í dreifbýli, sem skilgreint er sem frístundabyggð samkvæmt gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Hefur svæðið verið skilgreint sem frístundabyggð allt frá því að aðilar festu kaup á eigninni árið 2021. Svæðið er ekki ætlað til fastrar búsetu, sbr. skilgreiningu á frístundabyggð í 9. tölul. 2. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og eru engin íbúðarhúsnæði á svæðinu. Í stefnumörkun aðalskipulagsins, sbr. gr. 3.1, er gert ráð fyrir að ekki verði skilgreind ný íbúðarsvæði í dreifbýli innan sveitarfélagsins. Þéttbyggð íbúðarsvæði verði fyrst og fremst í skilgreindum þéttbýliskjörnum að Borg og á Sólheimum. Með því verði viðkomandi kjarnar styrktir og stuðlað að betri nýtingu innviða og annarra fjárfestinga. Gildandi aðalskipulag gerir því ekki ráð fyrir að frístundahúsalóðinni að Tjarnarhólslaut 82 verði breytt í íbúðarhúsalóð til fastrar búsetu, en sveitarfélagið hefur hag af því að hafa íbúðarsvæði fyrst og fremst í og við þéttbýliskjarna sveitarfélagsins.
Í ljósi þess að lóðin að Tjarnarhólslaut 82 er samkvæmt aðalskipulagi staðsett á svæði sem er umlukið frístundahúsalóðum, sem ekki eru ætlaðar til fastrar búsetu, er það mat sveitarstjórnar að það myndi falla illa að aðalskipulaginu í heild, hvað varðar landnotkun og byggðamynstur, að breyta skipulagi umræddrar lóðar sérstaklega í lóð undir íbúðarhúsnæði. Það myndi þannig raska byggðamynstri sveitarfélagsins ef umrædd frístundahúsalóð yrði skilgreind sem íbúðarhúsalóð í aðalskipulagi, enda eru lóðir í kring skilgreindar sem frístundahúsalóðir. Telur sveitarstjórn að sveitarfélagið skuli eftir fremsta megni leitast við að halda samfellu í landnotkun innan aðalskipulags en ljóst er að aðalskipulagið gerir ráð fyrir að skipulögð frístundabyggð myndi heildstæða einingu.
Að gættum markmiðum skipulagslaga hefur sveitarstjórn frjálst mat um það hvernig aðalskipulagi skuli háttað, svo fremi sem það mat byggir á lögmætum sjónarmiðum. Fellur það því innan skipulagsvalds sveitarfélagsins að ákveða hvar íbúðarhúsnæði skuli staðsett innan sveitarfélagsins en vald sveitarfélagsins í þessum efnum er víðtækt. Í skipulagslögum nr. 123/2010 er gert ráð fyrir því að í aðalskipulagi komi fram heildarsýn á langtímaþróun sveitarfélagsins. Við gerð aðalskipulags eru þannig heildarhagsmunir sveitarfélagsins og íbúa þess hafðir í huga og er því almennt ekki ráðist í breytingar á aðalskipulagi vegna einnar lóðar sérstaklega. Jafnframt er ljóst að íbúar sveitarfélagsins eiga ekki lagalegan rétt á því að aðalskipulagi og stefnumörkun þess verði breytt vegna lóðar þeirra.
Með vísan til alls framangreinds er hér með bókuð sú ákvörðun sveitarstjórnar að hafna umræddri beiðni um breytingu á gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps með tilliti til lóðar fasteignarinnar að Tjarnarhólslaut 82.
9. Erindi frá Stígamótum – beiðni um fjárstuðning.
Fyrir liggur bréf frá Drífu Snædal talskonu Stígamóta, dags. 30. ágúst 2023, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs samtakanna.
Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða.
10. Erindi frá Ungmennafélaginu Hvöt.
Fyrir liggur erindi frá stjórn Ungmennafélagsins Hvatar þar sem óskað er eftir aðstöðu til þess að hafa píluspjald ásamt nauðsynlegum hlífðarbúnaði í húsnæði á vegum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að láta eftir aðstöðu til þess að hafa píluspjald og fylgihluti í húsnæði á vegum sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við skólastjórnendur og Ungmennafélagið Hvöt.
11. Erindi frá grunnskólakennurum við Kerhólsskóla – fyrirkomulag vinnutímastyttingar.
Fyrir liggur erindi frá grunnskólakennurum við Kerhólsskóla, í erindinu kemur fram tillaga að framkvæmd styttingar vinnuvikunnar hjá grunnskólakennurum í Kerhólsskóla skólaárið 2023 – 2024. Einnig liggur fyrir ósk skólastjóra Kerhólsskóla um fulla styttingu vinnuvikunnar.
Sveitarstjórn samþykkir erindin samhljóða. Sveitarstjórn minnir á að full stytting vinnuvikunnar felur í sér að grein 3.1 í kjarasamningi verður óvirk.
12. Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.
Fyrir liggur umsókn um styrk til að stunda nám í kennarafræðum. Umsóknin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
13. Álit Samkeppniseftirlitsins vegna samkeppnisaðstæðna á flutningsmarkaði.
Lagt fram til kynningar.
14. Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs máls nr. 161/2026, „Breyting á lögræðislögum“.
Lagt fram til kynningar.
15. Næstu fundir sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði 19. september n.k. kl. 9:00.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:17.

Getum við bætt efni síðunnar?