Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða.
a) Sameining lóða úr jörðina Ásgarði.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. júní 2012.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. júní 2012 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) 48. fundur Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 21.06 2012.
Mál nr. 2, 3, 5, 6, 7, 8, 9 og 10 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram. Farið yfir mál nr. 2, 3, 5, 6, 7, 8, 9 og 10 þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.
b) Fundargerð 5. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 15. apríl 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
c) Fundargerð 89. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu, 15.06 2012.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á svæði úr landi Stóru-Borgar. Smábýli í staða frístundabyggðar.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Stóru-Borgar. Breytingin varðar um 37 ha spildu úr landi Stóru-Borgar sem liggur upp að Biskupstungnabraut og Höskuldslæk, sunnan þjóðvegar. Landið er í dag skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð en fyrirhugað er að breyta því þannig að heimilt verði að byggja þar nokkur smábýli, um 6-10 skv. fyrirliggjandi tillögu. Svæðið verður skilgreint sem blanda landbúnaðar- og íbúðarsvæðis. Tillagan var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með auglýsingu frá 21. til 27. júní 2012. Engar ábendingar hafa borist. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Ásgarðs við Skógarholt. Svæði fyrir frístundabyggð í stað opins svæðis til sérstakra nota.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á um 14 ha spildu úr landi Ásgarðs. Í dag er svæðið skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en með breytingunni verður það að svæði fyrir frístundabyggð til samræmis við aðliggjandi svæði. Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi hluta svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að bæta við um 10-11 frístundahúsalóðum. Tillagan var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með auglýsingu frá 21. til 27. júní 2012. Engar ábendingar hafa borist. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Klausturhóla. Lýsing skv 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrir liggur lýsing skipulagsverkefnis skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna aðalskipulagsbreytingar á um 21 ha svæði úr landi Klausturhóla. Um er að ræða svæði austan Búrfellsvegar í námunda við Klausturhólaréttir sem í dag er skilgreint sem landbúnaðarsvæði en fyrirhugað er að breyta í svæði fyrir frístundabyggð til samræmis við landnotkun aðliggjandi svæða. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og senda hana til umsagnar Skipulagsstofnunar.
6. Bréf frá Ingvari Kristinssyni, formanni Félags landeigenda í Vaðnesi vegna höfnunar á vegstyrk til viðhalds vega í frístundabyggð.
Fyrir liggur bréf frá Ingvari Kristinssyni formanni Félags landeigenda í Vaðnesi, dagsett 25. júní 2012 þar sem óskað rökstuðnings á höfnun vegstyrkjar til viðhalds vega í frístundabyggð árið 2012. Samgöngunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps fer yfir allar umsóknir og metur þær með tilliti til fjölda lóða og húsa í hverfinu ásamt lengd vegar innan hverfis. Skila skal inn umsóknum á þar til gerðu eyðublaði sem hægt er að nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins og skrifstofu. Það er verklagsregla samgögnunefndar að séu ekki allir þættir umsóknar fylltir út og rétt fylltir út, þá er umsókn hafnað. Í þessu tilfelli var liður 6 í umsókn þar sem gera á grein fyrir framlögum seinastu fjögurra ára, ekki rétt fylltur út og umsókn því hafnað.
7. Bréf frá Reyni Bergsveinssyni um greiðslur vegna minkaveiða.
Fyrir liggur bréf frá Reyni Bergsveinssyni, dagett 21. júní 2012 þar sem óskað eftir að sveitarstjórn taki ákvörðun um greiðslur vegna minkaveiða á svæði sveitarfélagsins sem bréfritari hefur annast. Samkvæmt fyrirliggjandi samningi lýkur verkefninu á árinu 2012. Sveitarstjórn samþykkir að ekki verði samið um framhald verkefnisins.
8. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga.
Fyrir liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 26. júní 2012 þar sem óskað er eftir að reikningsskil veitu- og orkufyrirtækja sveitarfélagsins verði undanskilin reikningsskilum sveitarfélagsins skv. 12. gr. reglugerðar nr. 502/2012. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við endurskoðanda sveitarfélagsins.
9. Bréf frá Umhverfisráðuneyti þar sem veittur er kostur á að koma með athugasemdir varðandi drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfisráðuneyti, dagsett 15. júní 2012 þar sem sveitarfélaginu er veittur kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir varðandi drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Sveitarstjórn vísar málinu til Sorpstöðvar Suðurlands.
10. Bréf frá formanni fjárlaganefndar Alþingis vegna fyrirhugaðra breytinga á áherslum við gerð fjárlagagerðar.
Fyrir liggur bréf frá formanni fjárlaganefndar Alþingis, dagsett 18. júní 2012, þar sem sagt er frá fyrirhuguðum breytingum á áherslum við gerð fjárlagagerðar og óskað eftir viðbrögðum við þeim breytingum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.
11. Beiðni um styrk frá Söngkór Miðdalskirkju vegna 60 ára afmælis kórsins.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Söngkór Miðdalskirkju vegna 60 ára afmælis kórsins. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 50.000 til kórsins.
12. Beiðni um styrk frá Ljósboga vegna framleiðslu á heimildarþáttum um einelti.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Ljósboga vegna framleiðslu á heimildarþáttum um einelti. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
13. Umferðarmál um Þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Settar hafa verið umferðatakmarkanir um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Sveitarstjórn hefur ekki fengið þessar takmarkanir til umsagnar eins og lög kveða á um. Auk þess miðast takmörkunin einvörðungu við akstur vöru- og flutningabíla en ekki öxulþunga eins og hefð er fyrir. Sveitarstjórn krefst þess að takmarkanirnar verði felldar úr gildi þar til umsögn sveitarstjórna hefur verið aflað.
14. Staða fjárhagsáætlunar.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2012.
15. Önnur mál.
a) Sameining lóða úr jörðina Ásgarði.
Fyrir liggur beiðni um sameiningu á lögbýlinu Ásgarði 3, landnúmer 220978 og Ásgarði árbakka, landnúmer 220979. Eftir sameiningu mun eignin heita Ásgarður 3 með landnúmer 220978. Sveitarstjórn samþykkir að þessar eignir renni saman í eitt.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 217. stjórnarfundar 26.06 2012.*
Brunavarnir Árnessýslu, ársreikningur 2011.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:10