Fara í efni

Sveitarstjórn

555. fundur 04. október 2023 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 10. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 11. september 2023.
b) Fundargerð 13. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. september 2023.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar atvinnu- og menningarnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 11. september 2023.
Mál nr. 2: Verkefni atvinnu- og menningarnefndar í vetur 2023/2024.
Þjónustudagatal Grímsnes- og Grafningshrepps. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Þjónustudagatalið verði endurvakið fyrir árið 2024. Ef samþykki fæst þá þyrfti hefja vinnu við það hratt og auglýsa það í Hvatarblaðinu í október. Nefndin leggur til að halda áfram samstarfi við grafíska hönnuðinn sem sá um það síðast.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þjónustudagatalið verði endurvakið.
c) Fundargerð 6. fundar loftslags- og umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. maí 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar loftslags- og umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 4. maí 2023.
d) Fundargerð 7. fundar loftslags- og umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar loftslags- og umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 19. september 2023.
e) Fundargerð 11. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 29. ágúst 2023.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 10. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 5. september 2023.
Mál nr. 2; Erindi frá ADHD samtökunum.
Sveitarfélaginu hefur borist beiðni um styrk frá ADHD samtökum. Rætt var um gott samstarf við samtökin bæði af hálfu skólans og félagsþjónustunnar hingað til. Skólinn mælir því með að sveitarstjórn taki jákvætt við beiðni um styrk vegna þess að skólinn og foreldrar hafa nýtt sér mikið þjónustu þeirra. Ákvörðun um upphæð styrksins er falin sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja samtökin um 125.000,- kr. til eins árs.
f) Fundargerð 266. fundar skipulagsnefndar UTU, 27. september 2023.
Mál nr. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 20 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 266. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 27. september 2023.
Mál nr. 8; Hvítárbraut 9 L169724; Breyttir byggingarskilmálar; Deiliskipulagsbreyting - 2309027
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til lóðar Hvítárbrautar 9. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa frístundahús, gestahús og smáhýsi á lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að framlögð breyting á deiliskipulagi taki til svæðisins í heild en ekki til stakrar lóðar innan skipulagssvæðisins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn deiliskipulagið samhljóða og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 9; Bíldsfell 1 L170812; Frístundasvæði F20; Deiliskipulag – 2202010
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsáætlunar sem tekur til hluta frístundasvæðis F20 í landi Bíldsfells 1 L170812 eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Í deiliskipulaginu felst skilgreining 30 frístundalóða og byggingaheimilda innan þeirra. Nýtingarhlutfall er 0,03 og skal samanlagt byggingarmagn á hverri lóð vera innan þeirrar heimildar. Innan hverrar lóðar er heimilt að byggja eitt frístundahús, eitt aukahús að hámarksstærð 40 fm og geymslu að hámarki 15 fm. Skilgreint hámarksbyggingarmagn innan lóða er skilgreint í töflu. Athugasemdir Skipulagsstofnunar eru lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt andsvara.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 10; Hraunkot; Hraunborgir; Frístundasvæði; Endurskoðað deiliskipulag - 2205021
Lögð er fram tillaga deiliskipulags frá Sjómannadagsráði er varðar deiliskipulag frístundasvæðis í Hraunkoti eftir auglýsingu. Málið var kynnt sem breyting á deiliskipulagi. Eftir kynningu var tekin ákvörðun um að leggja fram tillögu sem tekur til heildarendurskoðunar á deiliskipulagi svæðisins. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur núverandi skipulag svæðisins úr gildi. Í breytingunni felst meðal annars fjölgun lóða. Stærðum aðalhúsa og geymslu- og gestahúsa er breytt og þau stækkuð.
Skipulagssvæðin eru tvö í dag, A og B, en verða sameinuð í eitt skipulagssvæði. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og samantekt á viðbrögðum frá málsaðila.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins vegna fjölda framlagðra athugasemda og felur skipulagsfulltrúa að vinna sjálfstæða greinargerð sem tekur til athugasemda og viðbragða við þeim við fyrirtöku málsins á næsta fundi skipulagsnefndar.
Mál nr. 11; Öndverðarnes 1 L168299; Neðan-Sogsvegar 1A og 1B; Deiliskipulag - 2305088
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til jarðar Öndverðarness 1 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir tveimur lóðum undir staðföngum Neðan-Sogsvegar 1A (9.946 fm) og 1B (13.479 fm). Skilgreindir eru byggingarreitir auk byggingarheimilda þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir frístundahús ásamt aukahúsum á lóð innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 12; Villingavatn L170954; Villingavatn L170831; Stækkun lóðar - 2309065
Lögð er fram umsókn um breytta skráningu lóðar Villingavatns L170954. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar úr 2.431,27 fm í 3.636,8 fm. Stækkunin sem nemur 1.205,53 fm kemur úr landi Villingavatns L170831.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
Mál nr. 13; Ásgarður L168229; Bygging hótels og frístundahúsa; Fyrirspurn - 2309072
Lögð er fram fyrirspurn frá Hermanni Ólafssyni er varðar breytingu á aðal- og deiliskipulagi í landi Ásgarðs L168229 í samræmi við framlagðan uppdrátt. Í fyrirspurninni felst áætlanir um uppbyggingu gistiþjónustu á svæðinu.
Að mati sveitarstjórnar gæti skilgreining á verslun og þjónustu hentað ágætlega á viðkomandi svæði á þeim forsendum að sér vegtenging væri inn á svæðið frá Búrfellsvegi auk þess sem fyrir er skilgreint verslunar- og þjónustusvæði aðliggjandi umræddu svæði til suðurs, skilgreint VÞ6. Svæðið virðist auk þess ekki skilgreint á aðalskipulagi sem hluti að frístundasvæði að Ásgarði þótt svo að viðkomandi lóðir séu innan deiliskipulags frístundasvæðisins.
Mál nr. 14; Oddsholt F50; Skilgreining byggingaskilmála; Deiliskipulagsbreyting - 2309085
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundasvæðis Oddsholts F50. Í breytingunni felst að skilgreindar eru byggingarheimildir fyrir svæðið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Tillagan verði sérstaklega kynnt sumarhúsafélagi svæðisins.
Mál nr. 15; Hallkelshólar F55; Skilgreining byggingaskilmála; Deiliskipulagsbreyting – 2309084
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundasvæðis F55 að Hallkelshólum. Í breytingunni felst að skilgreindar eru byggingarheimildir fyrir svæðið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Tillagan verði sérstaklega kynnt sumarhúsafélagi svæðisins.
Mál nr. 16; Bjarkarlækur L224049; stækkun íbúðarhúss; Deiliskipulagsbreyting - 2309090
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Bjarkarlækjar L224049. Í breytingunni felst aukning á byggingarheimildum úr 200 fm í 210 fm.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 17; Svínavatn land L196497; Svínavatn L168286; Stækkun lands - 2309092
Lögð er fram umsókn um stækkun Svínavatns land L196497 sem er innan hluta deiliskipulags frístundasvæðisins Öldubyggðar. Stækkunin, sem nær utan um restina af skipulagssvæðinu, kemur úr landi Svínavatns L168286.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkunina.
Mál nr. 20; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-191 – 2309003F
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 23-191.
g) Fundargerð 207. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 13. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 207. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga sem haldinn var 13. september 2023.
h) Fundargerð 13. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, 11. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga sem haldinn var 11. september 2023.
i) Fundargerð 230. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 11. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 230. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 11. september 2023.
j) Fundargerð 102. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 13. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 102. fundar stjórnar byggðasamlags UTU sem haldinn var 11. september 2023.
k) Fundargerð 11. fundar seyrustjórnar, 13. september 2023.
Mál nr. 3 þarfnast umræðu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 11. fundar seyrustjórnar sem haldinn var 13. september 2023.
Mál nr. 3; Rekstrarform.
Fyrirliggjandi greinargerð og minnisblað sem unnið var af Guðjóni Bragasyni hdl. var lagt fram, þar er fjallað um mögulegt rekstrarform starfseminnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða að leggja til að starfsemin verði færð undir UTU þar sem mikil samlegðaráhrif geta verið með verkefnunum.
l) Fundargerð 8. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 27. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga sem haldinn var 27. september 2023.
m) Fundargerð 598. fundar stjórnar SASS, 17. ágúst 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 598. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 17. ágúst 2023.
n) Fundargerð 599. fundar stjórnar SASS, 1. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 599. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 1. september 2023.
o) Fundargerð 600. fundar stjórnar SASS, 18. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 600. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 18. september 2023.
p) Fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 19. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 19. september 2023.
q) Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 18. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. september 2023.
2. Erindi frá Láru V. Júlíusdóttur fyrir hönd Elísar Hanssonar og Fanneyjar Pálsdóttur – beiðni um afslátt af fasteignaskatti.
Fyrir liggur bréf sem sveitarstjórn barst frá Láru V. Júlíusdóttur lögmanni f.h. hjónanna Elísar Hanssonar og Fanneyjar Pálsdóttur, dags. 18. september 2023, vegna synjunar sveitarfélagsins á beiðni þeirra um afslátt af fasteignaskatti vegna fasteignar þeirra að Lambholti 8 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Beiðni þeirra hjóna byggðist á reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti til eigenda íbúðarhúsa í sveitarfélaginu sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar. Sveitarfélagið svaraði erindi þeirra Elísar og Fanneyjar 17. nóvember 2022 og tilkynnti að þau uppfylltu ekki skilyrði fyrir slíkum afslætti enda er hann bundinn áskilnaði um að greiðandi eigi lögheimili í þeirri fasteign sem skatturinn miðast við og að auki þarf sú fasteign að vera skilgreind sem íbúðarhúsnæði samkvæmt opinberum skráningum. Synjun sveitarfélagsins á afsláttarbeiðninni var ekki kærð til ráðherra innan lögboðins kærufrests. Hvað þetta varðar áréttar sveitarstjórn að ekki dugar að eiga lögheimili í sveitarfélaginu heldur er um að ræða afslátt af skatti sem er beintengdur tilteknu íbúðarhúsnæði og þarf greiðandi aukinheldur að eiga lögheimili í því íbúðarhúsnæði. Engar breytingar hafa orðið á skipan mála frá því að sveitarfélagið hafnaði beiðni þeirra Elísar og Fanneyjar. Umrædd fasteign að Lambholti 8 er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá heldur sem 80 fermetra sumarbústaður sem tilheyrir frístundabyggð í landi Hæðarenda í Grímsnesi. Þar að auki eiga þau hjón ekki lögheimili í eigninni. Skilyrði til endurupptöku málsins eða afturköllun á fyrri afstöðu sveitarfélagsins eru því ekki fyrir hendi.
Hvað varðar tilvísun í erindi lögmannsins til úrskurðar innviðaráðuneytisins frá 9. janúar 2023 í máli nr. IRN22010914, þá áréttar sveitarstjórn bókun á 545. fundi sveitarstjórnar 19. apríl sl. þegar málið var tekið fyrir öðru sinni.
3. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II á Vaðstíg 5 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II á Vaðstíg 5 í Grímsnes- og Grafningshreppi, fnr. 250-3882.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II á Vaðstíg 5 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
4. Bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um innviði fyrir orkuskipti.
Fyrir liggur bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dagsett 26. september 2023. Í bréfinu er fjallað um mikilvægi þess að sveitarfélög útbúi orkuskiptaáætlun á sinu svæði svo unnt sé að skapa svigrúm til nauðsynlegrar uppbyggingar innviða í skipulagi og hafa til reiðu mögulegar lóðir sem henta. Orkuskipti á landi nái til einkabíla, bílaleigubíla, hópferðabíla og vöruflutningabíla. Hröð uppbygging innviða sé þegar hafin og megi búast við að mesti þungi uppbyggingarinnar verði á tímabilinu 2025-232.
Lagt fram til kynningar.
5. Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023.
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. október 2023, þar sem kynnt er að ársfundur náttúruverndarnefnda verði halinn 12. október næstkomandi á Ísafirði, fundurinn verður einnig í streymi.
Lagt fram til kynningar.
6. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 167/2023, „Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla“.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.
7. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028, 182 mál.
Lagt fram til kynningar.
8. Beiðni Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál.
Lagt fram til kynningar.
9. Orkuveita Reykjavíkur, kynning á verkefnum OR samstæðu í orkuöflun.
Á fundinn komu fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur, Harpa Pétursdóttir, Hera Grímsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir og Lilja Björk Hauksdóttir og kynntu þau verkefni OR samstæðu í orkuöflun sem verið er að skoða í jarðhita og vindorku.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:00.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?