Fara í efni

Sveitarstjórn

556. fundur 18. október 2023 kl. 09:00 - 10:45 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri

Oddviti hóf fundinn á að tilkynna sveitarstjórn að Grímsnes- og Grafningshreppur væri sveitarfélag ársins annað árið í röð. Jafnframt fór oddviti yfir að þessi árangur hefði aldrei náðst nema með þeim frábæra mannauð sem starfar hjá sveitarfélaginu. Sveitarstjórn óskar öllum starfsmönnum og sveitarfélaginu til hamingju með nafnbótina.


1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 12. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. september 2023.
Mál nr. 1 og 5 þarfnast umræðu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 12. fundar skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 26. september 2023.
Mál nr. 1; Starfsáætlun Kerhólsskóla.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða Starfsáætlun Kerhólsskóla fyrir skólaárið 2023-2024.
Mál nr. 5; Erindi frá foreldrum varðandi gervigrasvöllinn á Borg.
Foreldrar óska eftir því að gervigrasi á vellinum verði skipt út fyrir gras sem ekki er með kurli og uppfylli heilbrigðiskröfur.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við heilsu- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins.
b) Fundargerð 11. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. október 2023.
Mál nr. 9 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 11. fundar framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 9. október 2023.
Mál nr. 9: Umsóknir um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum.
Fyrir liggja 19 umsóknir um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum. Framkvæmda- og veitunefnd fjallaði um umsóknirnar og lagði mat á þær með hliðsjón af gildandi reglum um styrki vegna veghald í frístundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrki til frístundahúsafélaga samkvæmt eftirfarandi töflu vegna þeirra framkvæmda sem framkvæmdar voru á tímabilinu 16. september 2022 – 15. september 2023.

Nafn frístundahúsafélags                                                             Fjárhæð styrks
Félag sumarhúsaeigenda v/Ásskóga                                        100.000
Furuborgafélagið                                                                           100.000
Félag sumarbústaðaeigenda við 5. braut við Álftavatn          100.000
Þristurinn                                                                                        100.000
Félag sumarbústaðaeigenda í landi Villingavatns                   49.600
Kerhraun frístundahúsafélag                                                       200.000
Félag lóðareigenda í Miðborgum                                                350.000
Félag sumarhúsalóðaeigenda Þórsstíg                                     350.000
Félag sumarbústaðaeigenda í Oddsholti                                  100.000
Félag Landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð Vaðnesi     100.000
Ásar, frístundabyggð í Búrfellslandi                                            200.000
Félag lóðareigenda í Farengi                                                        300.000
Félag sumarhúsaeiganda Syðri-Brú                                            100.000
Hestur Landeigendafélag                                                              350.000
Félag sumarhúsaeiganda við Heiðarbraut                                 350.000
Félag sumarhúsaeigenda Kerengi                                               150.000
Félag sumarhúsaeigenda við Ásgarðsbreiðu                            150.000
Sumarhúsafélagið Hestvík                                                           150.000
Félag lóðaeigenda Mýrarkoti                                                        200.000

c) Fundargerð 267. fundar skipulagsnefndar UTU, 11. október 2023.
Mál nr. 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 267. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 11. október 2023.
Mál nr. 13; Hraunbraut 13 L204129; Fjölbýlishús í raðhús; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 231003.
Lögð er fram beiðni um breytingu á deiliskipulagi að Borg í Grímsnesi. Í breytingunni felst að skilmálum er varðar heimild fyrir byggingu fjölbýlishúss á lóðinni Hraunbraut 13-15 verði breytt í raðhús.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að unnin verði breyting á skilmálum deiliskipulags fyrir þéttbýlið Borg vegna Hraunbraut 13-15.
Mál nr. 14; Hæðarendi lóð (L168828); byggingarheimild; sumarhús-stækkun – 2309095.
Móttekin er umsókn 26.09.2023 um byggingarheimild fyrir 56,5 m2 stækkun á sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hæðarendi lóð L168828 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaðnum eftir stækkun verður 104,5 m2.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Berjaholtslækur telst ekki vera á í skilgreiningu skipulagsreglugerðar gr. 5.3.2.14 og gilda því ekki takmarkanir er varðar 50 m fjarlægð frá ám, vötnum eða sjó utan þéttbýlis.
Mál nr. 15; Kerhraun C77 og C78; Stækkun byggingarreits og breytt aðkoma; Deiliskipulagsbreyting – 2310002.
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóða Kerhrauns C77 og C78. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar og aðkoma að lóð breytist lítillega.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 16; Brjánsstaðir land L200776; Smámýrarvegur; Skipting lóða; Deiliskipulagsbreyting – 230902.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar Brjánsstaði land 1 L200776 við Smámýrarveg. Í breytingunni felst beiðni um uppskiptingu lóða.
Sveitarstjórn synjar umsókninni samhljóða og vísar til almennra skilmála aðalskipulags þar sem segir að almennt sé óheimilt að skipta upp eða sameina frístundalóðir í þegar byggðum frístundahverfum, nema í tengslum við heildarendurskoðun eða gerð nýs deiliskipulags. Þar sem nýtt deiliskipulag fyrir svæðið tók gildi nýlega telur sveitarstjórn ekki forsendur fyrir því að viðkomandi breyting verði samþykkt.
Mál nr. 17; Stóra-Borg lóð 8 L218052, Stóra-Borg lóð 8A L218987, Stóra-Borg lóð A L218986; Borgarhóll L168437; Sameining og stækkun lands – 2310017.
Lagt er fram lóðablað unnið af Eflu, f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps, sem sýnir afmörkun Stóru-Borgar lóð 8 L218052 eftir stækkun. Óskað er eftir því að Stóra-Borg lóð 8A L218987 og Stóra-Borg lóð A L218986 sameinist við Stóru-Borg lóð 8 ásamt því að stofnuð verði viðbótarspilda úr Borgarhóli L168437 sem einnig sameinast við lóð 8 sem verður 31,3 ha eftir sameiningu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun viðbótarspildu og stækkun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið samhljóða.
Mál nr. 18; Villingavatn lóðir (Stekkás eða Sandur 1-21) L170963-964, L170968, L170970-971, L170974, L170976-977, L208068; Villingavatn L170831; Stækkun lóða – 2304026.
Lögð er fram umsókn um stækkun 9 lóða í landi Villingavatn skv. meðfylgjandi lóðablöðum. Viðbótarlóðirnar koma úr landi Villingavatns L170831. Jafnframt er óskað eftir að lóðirnar sem stækka fái nýtt staðfang og viðeigandi númer eins og fram kemur á lóðablöðum. Óskað er eftir staðvísinum Stekkás en Sandur til vara.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðanna skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfærð gögn og samþykki lóðareigenda og eigenda aðliggjandi lóða fyrir hnitsetningu, þar sem við á. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að notast verði við staðvísinn Stekkás.
Mál nr. 19; Minna-Mosfell L206810; Skógrækt; Framkvæmdaleyfi – 2307044.
Lögð er fram umsókn frá IceWild ehf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Minna-Mosfells. Um er að ræða alls 91,5 ha svæði. Með umsókn er lögð fram ræktunaráætlun.
Sveitarstjórn synjar erindinu samhljóða og bendir á að viðkomandi svæði liggur að svæði sem telst til skógræktar og landgræðslusvæðis samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Að mati sveitarstjórnar samræmist núverandi landnotkun svæðisins sem frístundasvæði ekki framlagðri umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt. Mælist sveitarstjórn til þess að landnotkun svæðisins verði breytt í samræmi við fyrirhugaða notkun.
Mál nr. 20; Hraunkot; Hraunborgir; Frístundasvæði; Endurskoðað deiliskipulag – 2205021.
Lögð er fram tillaga deiliskipulags frá Sjómannadagsráði er varðar deiliskipulag frístundasvæðis í Hraunkoti eftir auglýsingu. Málið var kynnt sem breyting á deiliskipulagi. Eftir kynningu var tekin ákvörðun um að leggja fram tillögu sem tekur til heildarendurskoðunar á deiliskipulagi svæðisins. Við gildistöku nýs deiliskipulags fellur núverandi skipulag svæðisins úr gildi. Í breytingunni felst meðal annars fjölgun lóða. Stærðum aðalhúss og geymslu- og gestahúsa er breytt og þau stækkuð. Skipulagssvæðin eru tvö í dag, A og B, en verða sameinuð í eitt skipulagssvæði.
Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og samantekt á viðbrögðum.
Sveitarstjórn telur að innan framlagðra samantekt andsvara og umsagna sé með fullnægjandi hætti gert grein fyrir andsvörum vegna þeirra athugasemd sem bárust vegna málsins. Hins vegar telur sveitarstjórn nauðsynlegt að fjalla nánar um þjónustumiðstöð og tjaldsvæði svæðisins og starfsemi hennar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að afgreiðslu málsins eftir auglýsingu verði frestað og að skipulagsfulltrúa verði falið að annast samskipti við málsaðila og rekstraraðila viðkomandi starfsemi er varðar nánari umfjöllun um viðkomandi starfsemi innan svæðisins.
Mál nr. 24; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-192 – 2309005F
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 23-192.
d) Fundargerð 103. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU, 9. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 103. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU sem haldinn var 9. október 2023.
e) Fundargerð aðalfundar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, 11. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita sem haldinn var 11. október 2023.
f) Fundargerð 62. fundar stjórnar Bergrisans bs., 28. ágúst 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 62. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 28. ágúst 2023.
g) Fundargerð 63. fundar stjórnar Bergrisans bs., 18. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 63. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 18. september 2023.
h) Fundargerð 231. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 5. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 231. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 5. október 2023.
i) Fundargerð 208. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 25. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 208. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga sem haldinn var 25. september 2023.
j) Fundargerð 209. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 28. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 208. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga sem haldinn var 28. september 2023.
k) Fundargerð 11. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 12. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 12. september 2023.
l) Fundargerð 12. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 28. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 28. september 2023.
m) Fundargerð 13. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 3. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 3. október 2023.
n) Fundargerð 3. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 28. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu sem haldinn var 28. september 2023.
o) Fundargerð 320. fundar stjórnar SOS, 2. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 320. fundar stjórnar SOS sem haldinn var 2. október 2023.
p) Fundargerð 934. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 934. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. september 2023.
2. Úthlutun lóða á Miðsvæði.
Deiliskipulag vegna miðsvæðis var samþykkt í sveitarstjórn þann 19. apríl 2023. Verið er að vinna gögn vegna gatnagerðar á svæðinu og styttist því í að hægt verði að úthluta lóðum á svæðinu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fara í úthlutun á lóðunum Miðtún 1-11 og að leitað verði að áhugasömum aðilum til að leggja fram hugmyndir um nýtingu lóðanna, og hafa áhuga á að gera tilboð í byggingarrétt þeirra. Leitað verði að aðilum sem eru tilbúnir að taka þátt í viðræðum við sveitarfélagið um útfærslu og nýtingu lóðanna, og gangast undir kaupsamning um kaup á byggingarrétti á lóðinni ef sveitarfélagið ákveður að úthluta þeim lóðinni í framhaldi af slíkum viðræðum. Sveitarstjórn leggur áherslu á að semja við hæfan aðila sem kemur með hugmynd að nýtingu lóðar, sem er til þess fallin að styðja við mannlíf og menningu. Þar sem litið er á skipulagssvæðið sem miðbæ þéttbýlisins sem þjónusta eigi íbúa, fasteignaeigendur og gesti sveitarfélagsins verður horft til þess hvernig tillaga er til þess fallin að uppfylla þessi markmið. Þá verður lögð áhersla á að húsbyggingingar falli að umhverfinu og þeim fasteignum sem fyrir eru á svæðinu. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að vinna málið áfram.
3. Reglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun hjá Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagðar fram reglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun hjá Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps samhljóða.
4. Jafnréttisáætlun og jafnlaunastefna fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp.
Lögð var fram jafnréttisáætlun og jafnlaunastefna fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp sem gildir frá 2023 til 2027.
Sveitarstjórn samþykkir áætlunina samhljóða og felur sveitarstjóra að tilkynna hana til Jafnréttisstofu og að kynna hana fyrir starfsmönnum sveitarfélagsins.
5. Forvarnarstefna og viðbragðsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi.
Lögð fram stefna og viðbragðsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi.
6. Reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagðar fram reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatta.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatta.
7. Kvennaverkfall 2023.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Árný Erlu Bjarnadóttur formanni FOSS stéttarfélags í almannaþjónustu, dagsett 12. október 2023. Í tölvupóstinum er kynnt kvennaverkfall sem boðað hefur verið til þriðjudaginn 24. október 2023 en þann dag eru konur og kynsegin fólk hvatt til að leggja niður launaða og ólaunaða vinnu allan daginn eins og konur gerðu þegar fyrst var boðað til Kvennafrís árið 1975. Jafnframt er sveitarfélagið hvatt til að sýna konum og kvárum stuðning í baráttunni með því að hvetja þau til þátttöku í Kvennaverkfallinu án þess að það hafi áhrif á laun þeirra eða kjör.
Mikill meirihluti starfsmanna Grímsnes- og Grafningshrepps eru konur og vinnuframlag þeirra er okkur mikils virði og styður sveitarfélagið að sjálfsögðu við réttindabaráttu þeirra.
8. Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps leggur áherslu á að vetrarþjónusta á vegum í Uppsveitum Árnessýslu verði skilgreind með hliðsjón af þörf, en á nokkrum vegum innan sveitarfélagsins, sem eru mikilvægar stofnleiðir, vantar nokkuð upp á.
Í Uppsveitum Árnessýslu eru íbúar á fjórða þúsund. Á svæðinu eru á fimmta þúsund frístundahúsa og margir af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins eru í Uppsveitunum. Umferð á svæðinu er því margfalt meiri en íbúafjöldi segir til um. Til þess að samfélagið geti gengið sinn vanagang allt árið um kring er grunnforsendan að stofnvegir á svæðinu séu í sjö daga vetrarþjónustu.
Í ríkisstjórnarsáttmálanum kemur skýrt fram að stuðla eigi að búsetufrelsi um land allt og að opinber störf verði auglýst sem störf án staðsetningar, sé slíkt mögulegt. Nokkuð ljóst er að forsenda fyrir búsetufrelsi mun ávallt vera öruggar samgöngur allt árið um kring. Forsenda þess að Uppsveitirnar í heild séu eitt svæði, bæði til búsetu og vinnu, eru öruggar samgöngur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps skorar á fjárveitingavaldið að tryggja Vegagerðinni fjármagn til að unnt verði að gæta jafnræðis milli íbúa Uppsveitanna og tryggja sjö daga vetrarþjónustu á öllum stofnvegum og fjölförnum tengivegum.
9. Stefna um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðakjarna – bréf frá Innviðaráðuneytinu.
Lagt fram til kynningar bréf frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur, f.h. Innviðaráðuneytisins, dags. 29. september 2023, þar sem minnt er á mótun þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 13. gr. sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags.
10. Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2023 – bréf frá Innviðaráðuneytinu.
Lagt fram til kynningar bréf frá Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra, dagsett 29. september 2023, þar sem farið er yfir fyrirkomulag minningardagsins um fórnarlömb umferðarslysa sem haldinn verður þann 19. nóvember 2023.
11. Áskorun frá eldri borgurum í Uppsveitum Árnessýslu.
Lagt fram til kynningar bréf frá eldri borgurum í Uppsveitum þar sem skorað er á yfirstjórn HSU, fulltrúa allra sveitarstjórna í Uppsveitum Árnessýslu, sveitarstjóra, oddvita, Landlæknisembættið, heilbrigðisráðherra og Heilbrigðisráðuneyti, innviðaráðherra, fjölmiðla og þingmenn Suðurland að:
Tryggja og verja stöðu heilsugæslunnar í Uppsveitum.

Fastráða lækna og tryggja bakvaktir þeirra í Laugarási.
Tryggja fasta viðveru sjúkrabíla og bráðaliða allt árið um kring.
Fylgja Heilbrigðisstefnu til ársins 2023 þar sem m.a. kemur fram: „Til að tryggja að heilbrigðisþjónustan sé í samræmi við þarfir og væntingar notenda þarf að kanna reynslu og viðhorf notenda reglubundið með þjónustukönnunum.“
Sveitarstjórn tekur undir áskorunina og vísar í bókun frá 552. fundi sveitarstjórnar þar sem eftirfarandi bókun var gerð:
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tekur undir áhyggjur Kvenfélagskvenna af þeirri skerðingu á þjónustu sem farið er yfir í áskoruninni, enginn læknir mun verða á bakvakt í Uppsveitum Árnessýslu eftir að dagvinnu lýkur ef af uppsögninni verður, en læknir á bakvakt hefur hingað til sinnt bráðatilfellum sem komið hafa upp á svæðinu.
Uppsveitir Árnessýslu eru stórt landsvæði en íbúar telja á fjórða þúsund, ásamt því þá hefur svæðið að geyma stærstu frístundahúsabyggðir á Íslandi eða á sjöunda þúsund húsa. Fólksfjöldi þegar á heildina litið getur því verið gríðarlega mikill á svæðinu þegar mest er, ásamt þessu þá er stöðug aukning í straumi ferðafólks um þetta vinsæla svæði sem Uppsveitirnar eru.
Sveitarstjórn tekur undir bókanir sveitarstjórna Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Bláskógabyggðar um málið og skorar á stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að tryggja íbúum og gestum Uppsveita Árnessýslu eins góða bráðaþjónustu og hægt er.
Einnig skorar sveitarstjórn á heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að tryggja fjármagn í aukna bráðaþjónustu viðbragðsaðila á svæðinu, til dæmis með því að sjúkrabifreið með sérhæfðum sjúkraflutningamönnum verði staðsett miðsvæðis í Uppsveitum. Ekki getur talist viðunandi að viðbragðstími þegar slys eða bráðaveikindi ber að höndum miðist við að allt viðbragð komi frá Selfossi ef litið er til stærðar, vegalengda og fólksfjölda á svæðinu.
12. Styrkbeiðni frá Sjóðinum góða.
Fyrir liggur bréf frá starfshópi Sjóðsins góða dags. 3. október 2023, þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá sveitarfélaginu í sjóðinn. Tilgangur Sjóðsins góða er að veita þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum aðstoð fyrir jólahátíðina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Sjóðinn góða um 250.000 kr.
13. Styrkbeiðni frá Klúbbnum Stróki.
Fyrir liggur bréf frá Fjólu Einarsdóttur forstöðumanni Styrktarfélagsins klúbbsins Stróks, dagsett 10. október 2023 þar sem óskað er eftir styrk vegna starfsemi klúbbsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja félagið um 50.000.- krónur.
14. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024 – 2028, 315. mál.
Lagt fram til kynningar.
15. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál.
Lagt fram til kynningar.
16. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 185/2023, „Viðskiptavettvangur raforku“.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:45.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?