Fara í efni

Sveitarstjórn

558. fundur 15. nóvember 2023 kl. 09:00 - 11:22 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 13. fundar Skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 31. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar Skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 31. október 2023.
b) Fundargerð 12. fundar Framkvæma- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar Framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 9. nóvember 2023..
c) Fundargerð 269. fundar skipulagsnefndar UTU, 8. nóvember 2023.
Mál nr. 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 268. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 8. nóvember 2023.
Mál nr. 5; Borgarhóll L168437, Borg í Grímsnesi; Vesturbyggð 1. áfangi; Framkvæmdaleyfi - 2311008.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar íbúðarbyggðar að Borg í Grímsnesi. Í framkvæmdinni felst gerð á nýjum götum. Leggja á hluta af stofngötu (Miðtún) og tvo botnlanga út frá stofngötu (Borgartún og Lækjartún) auk göngustíga samsíða götum. Einnig skal leggja fráveitu og vatnsveitu að fyrirhugaðri hreinsistöð og leggja frá-, vatns- og hitaveitu meðfram Skólabraut að tengipunktum við núverandi kerfi. Umsóknin er í takt við deiliskipulag svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags svæðisins.
Mál nr. 6; Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10; Ásgarður; Stofnun og breytt stærð lóða - 2111038.
Lögð eru fram lóðablöð sem sýna hnitsettar afmarkanir lóða við Ásabraut 1-40 og Lokastíg 1-10 sem taka til leiðréttinga á mörkum lóða innan svæðisins á grundvelli gildandi deiliskipulags. Fyrir liggur undirritað samþykki allra lóðahafa innan svæðisins vegna lóðamarka nema frá eigendum Ásabrautar 11, 17 og 19.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun viðkomandi lóða skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið samhljóða. Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til mögulegs eignaréttarlegs ágreinings er varðar hnitsetningu lóða Ásabrautar 11, 17 og 19 og mælist til þess að skráningar lóðanna innan svæðisins verði kláraðar. Eigendum viðkomandi lóða sem hafa ekki samþykkt með undirritun sinni mörk lóða verði send tilkynning um niðurstöðu málsins í framhaldi af skráningu.
Mál nr. 7; Borg í Grímsnesi; Skilmálabreyting VÞ15; Aðalskipulag – 2311009.
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi er varðar heimildir innan landnotkunarflokks VÞ15 í þéttbýlinu á Borg. Í breytingunni felst að heimild verði fyrir íbúðum til fastrar búsetu innan reitsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar. Breytingin verði grenndarkynnt nærliggjandi lóðarhöfum samhliða deiliskipulagsbreytingu.
Mál nr. 8; Borg í Grímsnesi; Hraunbraut 13-15 og Gamla-Borg, Deiliskipulagsbreyting – 2311010.
Lögð er fram tillaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi þéttbýlisins Borg. Í breytingunni felst að heimilað er raðhús í stað fjölbýlishúss á lóð Hraunbrautar 13-15 auk þess sem gert er ráð fyrir að íbúðir geti verið innan reits VÞ15 við Gömlu-Borg. Samhliða er unnið að óverulegri breytingu á aðalskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins eftir að óveruleg breyting á aðalskipulagi sem lögð er fram samhliða hefur hlotið samþykki Skipulagsstofnunar. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Málið verði grenndarkynnt nærliggjandi lóðarhöfum.
Mál nr. 9; Syðri-Brú L168277; Útleiga húsa flokk II í frístundabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2306072.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar eftir grenndarkynningu vegna frístundasvæðis í landi Syðri-Brúar. Málið er lagt fram til kynningar.
Málið var kynnt innan svæðisins í heild með útsendingu tilkynningar í gegnum island.is. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma málsins. Breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Mál nr. 10; Minna-Mosfell L206810; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi – 2307044.
Lögð er fram umsókn frá IceWild ehf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Minna-Mosfells. Um er að ræða alls 91,5 ha svæði, flatarmál gróðursetningar tekur til 62 ha. Með umsókn er lögð fram uppfærð ræktunaráætlun frá því að málinu var synjað á fundi sveitarstjórnar þann 18.10.23.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að áformin verði grenndarkynnt landeigendum aðliggjandi jarða.
Mál nr. 11; Reykjalundur L168273; Aukið byggingarmagn gestahúss á reit 6; Deiliskipulagsbreyting – 2310037.
Lögð er fram beiðni um breytingu á skilmálum deiliskipulags er varðar Reykjalund í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að heimild fyrir 40 fm gestahúsi á reit 6 verði aukin í 100 fm.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um fullnægjandi gögn. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 12; Minni-Borg golfvöllur L208755; ÍÞ5 við Biskupstungnabraut og Sólheimaveg; Deiliskipulag – 2310072.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til golfvallarsvæðis við Biskupstungnabraut og Sólheimaveg. Með nýju deiliskipulagi er afmarkað 29,8 ha svæði fyrir níu holu golfvöll, ásamt golfskála, veitingasölu og aðstöðu til gistingar. Samhliða er unnið að aðalskipulagsbreytingu sem tekur til sama svæðis þar sem einnig eru skilgreindar heimildir fyrir verslun- og þjónustu innan svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða og samþykkir að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 13; Úlfljótsvatn L170830; Frístundabyggð F14; Deiliskipulag – 2310074.
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem tekur til frístundasvæðis F14 í landi Úlfljótsvatns. Deiliskipulagið nær til alls 37 lóða. Svæðinu er áfangaskipt og er gert ráð fyrir að í uppbyggingu 1. áfanga verði 30 lóðir til uppbyggingar. Heildarbyggingarmagn innan hverrar lóðar er skilgreint allt að 200 fm og innan hverrar lóðar má byggja tvö hús, frístundahús og gestahús/geymslu/gróðurhús.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 14; Svínavatn 3 L232042; Íbúðarlóðir; Deiliskipulag – 2305076.
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Svínavatns 3 L232042 eftir auglýsingu. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að skipta 5 ha landi í 2 lóðir, 3,5 ha og 1,5 ha að stærð, og að þar geti risið 1 íbúðarhús á hvorri lóð og á þeirri stærri vinnuskemma og lítil gestahús til útleigu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 15; Þverholtsvegur 12 L191506; Sameining lóða; Fyrirspurn – 2310077.
Lögð er fram fyrirspurn er varðar sameiningu lóða innan frístundasvæðis að Ormsstöðum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni felst heimild til deiliskipulagsbreytingar sem í fælist sameining lóða vegna takmarkanna er varðar rafmagnslínu á svæðinu og landgæða.
Að mati sveitarstjórnar eru forsendur fyrir því að heimilað verði að sameina þær lóðir sem teljast óbyggilegar vegna raflínu sem liggur um svæðið við aðliggjandi lóðir séu að sömu eigiendur séu af viðkomandi lóðum. Almennt séð er ekki heimilt að skipta upp eða sameina lóðir innan þegar byggðra og skipulagðra frístundasvæða samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags. Að mati sveitarstjórnar þarf þó að líta til aðstæðna hverju sinni og í framlagðri fyrirspurn felst að hluti þeirra lóða sem um ræðir eru óbyggilegar auk þess sem nokkuð stórt svæði er án byggingarreits og ætlað fyrir hrossabeit samkvæmt upplýsingum frá lóðarhafa, sem er í raun í ósamræmi við núverandi stefnu aðalskipulags er varðar skepnuhald innan frístundasvæða. Að mati sveitarstjórnar væri því ekki óeðlilegt að lóð Þverholtsvegar 16 rynni inn í lóðir Þverholtsvegar 6-12 og að lóð 10 væri sameinuð aðliggjandi lóðum 8 og 12. Eftir stæðu 3 lóðir í stað 5. Slík breyting er háð umsókn um breytingu á deiliskipulagi og að lögð verði fram lóðarblöð sem geri grein fyrir þeim breytingum.
Mál nr. 24; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 23-194 – 2310005F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 23-194.
d) Fundargerð 12. fundar seyrustjórnar, 30. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar seyrustjórnar sem haldinn var 30. október 2023.
e) Fundargerð 1. fundar fagnefndar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 31. október 2023.
Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 1. fundar fagnefndar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 31. október 2023.
Mál nr. 3; Tillaga að breyttum gjaldskrám.
Lagðar fram tillögur um hækkun á fjárhagsaðstoð, greiðslum vegna stuðningsfjölskyldna og gjaldskrár vegna heimaþjónustu og akstursþjónustu.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
f) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 6. nóvember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 6. nóvember 2023.
g) Fundargerð 15. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 2. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., sem haldinn var 2. október 2023.
h) Fundargerð 31. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 10. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., sem haldinn var 10. október 2023.
i) Fundargerð 321. fundar stjórnar SOS, 25. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 321. stjórnar SOS sem haldinn var 25. október 2023.
j) Fundargerð 601. fundar stjórnar SASS, 6. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 601. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 6. október 2023.
k) Fundargerð 602. fundar stjórnar SASS, 25. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 602. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 25. október 2023.
l) Fundargerð 26. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis, 23. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 26. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis sem haldinn var 23. október 2023.
2. Orkubú Vaðness – kaupsamningur.
Fyrir liggur kaupsamningur vegna kaupa Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps á Orkubúi Vaðness ehf.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kaupsamning og felur sveitarstjóra að undirrita hann, kaupin verða fjármögnuð með lántöku úr aðalsjóði sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að færa lántökuna til viðauka við fjárhagsáætlun 2023.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi skipan í stjórn Orkubús Vaðness ehf:
Aðalstjórn:
Smári Bergmann Kolbeinsson, formaður
Björn Kristinn Pálmarsson
Ragnheiður Eggertsdóttir
Til vara:
Ása Valdís Árnadóttir
Iða Marsibil Jónsdóttir
Dagný Davíðsdóttir
Iða Marsibil Jónsdóttir verður jafnframt framkvæmdastjóri Orkubús Vaðnes ehf.
3. Snjómokstur í Grímsnes- og Grafningshreppi – niðurstöður verðkönnunar.
Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar í „Snjómokstur og hálkuvörn á héraðsvegum og tengivegum í Grímsnesi 2023-2025“ og í „Snjómokstur og hálkuvörn á héraðsvegum og tengivegum í Grafningi 2023-2025“. Tilboð bárust frá Suðurtak ehf. og Vélaleigu Ingólfs ehf. í verðkönnun vegna Grímsnes, tilboð Suðurtaks ehf. hljóðar upp á 14.480.000,- kr. og tilboð Vélaleigu Ingólfs ehf. hljóðar upp á 14.648.100,- kr. Tilboð barst frá Vélaleigu Ingólfs ehf. vegna Grafnings, tilboðið hljóðar upp á 11.871.975,- kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda, Suðurtaks ehf. vegna Grímsnes og Vélaleigu Ingólfs ehf. vegna Grafnings, sveitarstjóra falið að ganga frá og undirrita verksamninga.
4. Rafhleðslustöðvar á Borg.
Lögð eru fram drög að samningi milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Orku náttúrunnar um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög með þeim breytingum sem sveitarstjórn leggur til og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
5. Villingavatn – viljayfirlýsing.
Lögð er fyrir viljayfirlýsing Grímsnes- og Grafningshrepps og „Salus“ sem Þórir Haraldsson er í forsvari fyrir og samanstendur af hópi innlendra og erlendra aðila. „Salus“ áformar uppbyggingu á hágæða heilsulind í landi Villingavatns, við Þingvallavatn, innan Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarfélagið lýsir yfir vilja til að styðja við uppbygginguna eftir því sem lög, reglur og samþykktir sveitarfélagsins heimila.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða yfirlýsinguna og felur sveitarstjóra að skrifa undir hana.
6. Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands.
Fyrir liggur erindi frá Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir að samstarfssamningur verði endurnýjaður til þriggja ára.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að endurnýja samstarfssamninginn við Markaðsstofu Suðurlands.
7. Samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands, fyrri umræða.
Lagður fram staðfestingar uppfærðar samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykktir og vísar þeim til seinni umræðu.
8. Erindi frá SIGURHÆÐUM.
Fyrir liggur bréf dagsett 27. október 2023 frá verkefnisstjóra Sigurhæða – þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi – vegna starfseminnar 2024. Í bréfinu er óskað eftir styrk við verkefnið vegna starfsemi ársins 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið.
9. Erindi til sveitarstjórnar frá G-lista vegna fjallskila í sveitarfélaginu.
Lögð fram tillaga frá G-lista, tillagan felur í sér hugmyndir að breytingu á álagningu fjallskilakostnaðar, að ekki verði lengur lagt á eigendur lögbýla í sveitarfélaginu að greiða fjallskilakostnað eins og verið hefur, heldur verði það sveitarsjóður sem leggur til fjármagn til að greiða þann kostnað sem greiða þarf til smölunar á afrétti sveitarfélagsins. Áfram verði þó lagt gjald á vetrarfóðraða kind sem nýtir afréttinn eða annað sameiginlegt land til upprekstrar, en með þeim formerkjum samt að ákveðið þak sé sett á þá upphæð, ekki hærra en 500 krónur á kind.
Tillagan borin upp til atkvæða.
Tillagan felld með þremur atkvæðum fulltrúa E-lista gegn tveimur atkvæðum G-lista.
Fulltrúar E-listans leggja fram eftirfarandi bókun:
Tillagan er að mörgu leyti góð enda er svo til um sömu tillögu að ræða og sveitarstjórn samþykkti að vinna eftir við innheimtu fjallskila fyrir árið 2022. Hins vegar var sveitarstjórn gerð afturreka með þá ákvörðun þegar fyrir lá minnisblað LEX dags. 16.12.2022 um ólögmæti þess að niðurgreiða gjöld fjallskilaskyldra aðila með greiðslum úr sveitarsjóði. Þessu minnisblaði var dreift til fjallskilanefndar og allra sveitarstjórnarfulltrúa.
Í ljósi þess að fyrir liggur minnisblað um ólögmæti tillögunnar sjá fulltrúar E-listans sér ekki annað fært en að hafna tillögunni.
Jafnframt vilja fulltrúar E-listans minna á að sveitarstjórn samþykkti samhljóða á 553. fundi þann 6. september 2023 tillögu fjallskilanefndar um álagningu fjallskila fyrir árið 2023 að því gefnu að fjallskilanefnd ynni nánari útfærslu á styrkjaformi og tillögunni. Útfærslan er enn í vinnslu hjá fjallskilanefnd og leggja fulltrúar E-listans áherslu á að sú vinni klárist áður en aðrar ákvarðanir eru teknar.
10. Gjaldskrá Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps, fyrri umræða.
Fyrir liggur uppfærð gjaldskrá Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps vegna ársins 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til seinni umræðu.
11. Byggðaþróunarfulltrúi.
Inn á fundinn kom Lína Björg Tryggvadóttir, byggðaþróunarfulltrúi í Uppsveitum Árnessýslu. Hún kynnti sínar áherslur og fór yfir verkefnin framundan.
Sveitarstjórn býður Línu velkomna til starfa og þakkar góða viðkynningu.
12. Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næstu fundir sveitarstjórnar verði
6. desember klukkan 9:00, 18. desember klukkan 15:00 og 17. janúar klukkan 9:00.
13. Menningar- og viðskiptaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 219/2023, „Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030“.
Lagt fram til kynningar.
14. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 230/2023, „Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks“.
Lagt fram til kynningar.
15. Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 231/2023, „Áform um lagasetningu um breytingu á ýmsum lögum vegna þjóðlendna (starfslok óbyggðanefndar o.fl.)“.
Lagt fram til kynningar.
16. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 232/2023, „Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks“.
Lagt fram til kynningar.
17. Jarðhræringar í Grindavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps sendir hugheilar kveðjur til allra Grindvíkinga og aðstandenda vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem upp hafa komið vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Grímsnes- og Grafningshreppur lýsir sig reiðubúinn að veita alla þá aðstoð sem mögulegt er í því skyni að létta undir með Grindvíkingum.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 11:22.

Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?