Fara í efni

Sveitarstjórn

561. fundur 17. janúar 2024 kl. 09:00 - 10:36 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 6. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar, 12. september 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar sem haldinn var 12. september 2023.
b) Fundargerð 7. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar, 11. október 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar Lýðheilsu- og æskulýðsnefndar sem haldinn var 11. október 2023.
c) Fundargerð 40. fundar Fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. desember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 40. fundar Fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 4. desember 2023. Áður höfðu verið lögð fram drög að fundargerð sama fundar og leiðréttist það hér með.
d) Fundargerð 13. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 11. desember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar Framkvæmda- og veitunefndar sem haldinn var 11. desember 2023.
e) Fundargerð 272. fundar skipulagsnefndar UTU, 10. janúar 2024.
Mál nr. 22, 23 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 272. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 10. janúar 2024.
Mál nr. 22; Villingavatn L170831; Lóð undir bátaskýli; Stofnun lóðar - 2401012.
Lögð er fram umsókn er varðar stofnun lóðar úr landi Villingavatns L170831. Um er að ræða 12.000 fm lóð þar sem fyrirhugað er að reisa ca. 800 fm skýli fyrir báta sumarbústaðaeiganda á Villingavatni.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða skv. fyrirliggjandi umsókn. Sveitarstjórn vill árétta að heimildir til uppbyggingar á lóðinni geta eftir atvikum verið háðar gerð deiliskipulags sem tekur til framkvæmdaheimilda innan hennar.
Mál nr. 23; Grímkelsstaðir 1-32 og Grímkelsstaðir L170861 – 863, Krókur L170822; Staðfesting á afmörkun og stærð lóða – 2312046.
Lögð er fram umsókn sem tekur til staðfestingar á stærðum og hnitsetningum á frístundalóðum að Grímkelsstöðum 1-32 og Grímkelsstöðum L170861-863.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu m.a. vegna misræmis á milli framlagðra gagna og þinglýstra gagna og mælist til þess að staðföng lóðanna verði tekin til endurskoðunar á grundvelli staðfangareglugerðar.
Mál nr. 24; Minna-Mosfell L168262; Staðfesting á afmörkun og breytt skráning jarðar - 2312045.
Lögð er fram beiðni um staðfestingu á hnitsetningu og afmörkun jarðarinnar Minna-Mosfell L168262.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða með fyrirvara um lagfærð gögn og samþykki viðkomandi eigenda aðliggjandi landeigna.
f) Fundargerð samvinnuverkefnis um kaldavatnsöflun úr Kaldárhöfða, 8. janúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð samvinnuverkefnis um kaldavatnsöflun úr Kaldárhöfða sem haldinn var 8. janúar 2024.
g) Fundargerð 3. fundar Almannavarnanefndar Árnessýslu, 14. desember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar Almannavarnanefndar Árnessýslu sem haldinn var þann 14. desember 2023.
h) Fundargerð 604. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 8. desember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 604. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var þann 8. desember 2023.
i) Fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 15. desember 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var þann 15. desember 2023.
2. Húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2024.
Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2024. Áætlunin var unnin á rafrænum grunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp 2024 en felur sveitarstjóra að koma á framfæri athugasemdum við tölur úr gagnagrunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
3. Fjallskilanefnd.
Fyrir liggur bréf frá Guðrúnu S. Sigurðardóttur formanni Fjallskilanefndar þar sem fram kemur að hún ásamt öðrum aðalmönnum í Fjallskilanefnd hafa beðist lausnar frá störfum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að varamenn fjallskilanefndar fari með stjórn fjallskila í Grímsnes- og Grafningshreppi tímabundið þar til nýir aðalmenn hafa verið skipaðir og að Guðmundur Jóhannesson verði formaður.
Fulltrúar G listans lögðu fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar G listans harma að fjallskilanefnd sjái sér ekki fært að starfa áfram. Þar sem að upp er komin sú staða að skipa þurfi í fjallskilanefnd í þriðja sinn á kjörtímabilinu, skora fulltrúar G listans á sveitarstjórn að rýna í hvað fór úrskeiðis í samstarfinu til að koma í veg fyrir afsögn í þriðja sinn. Mikil vinna og tími sparist með því að sama nefnd starfi út kjörtímabilið.
4. Beiðni um umsögn: Skógrækt í Álfadal, Álfheimum og Skógarbrekkum í Grímsnes- og Grafningshreppi, nr. 0014/2024.
Fyrir liggur tölvupóstur frá skipulagsgátt Skipulagsstofnunar dagsettur 8. janúar 2024. Í tölvupóstinum er óskað eftir umsögn sveitarfélagsins við skógrækt í Álfadal, Álfheimum og Skógarbrekkum í Grímsnes- og Grafningshreppi, nr. 0014/2024: Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til skipulagsnefndar.
5. Stofnsamningur fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. – seinni umræða.
Fyrir liggur stofnsamningur fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. ásamt viðaukum til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi stofnsamning fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. ásamt viðaukum 1 og 2.
6. Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála, mál nr. 98/2023.
Fyrir liggur úrskurður í máli nr. 98/2023, kæra á ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 29. júní 2023 um að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku úr námu E24 í Seyðishólum.
Í úrskurðinum kemur fram að ákvörðun sveitarstjórnar um að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku úr námu E24 í Seyðishólum er felld úr gildi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra/oddvita ásamt Vigfúsi Þór Hróbjartssyni að vinna málið áfram og lögmanni sveitarfélagsins Óskari Sigurðssyni hrl., að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.
7. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II – Óðinsstígur 6, 805 Selfossi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 3. janúar 2024 um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Óðinsstíg 6, 805 Selfossi, fnr. 234-3814.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Óðinsstíg 6, fnr. 234-3814 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins.
Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
8. Viðauki við ráðningarsamning sveitarstjóra.
Fyrir liggur viðauki við ráðningarsamning sveitarstjóra þar sem fyrri hluti 6. greinar í ráðningasamningi sem snýr að akstri tekur breytingum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og felur oddvita að undirrita hann.
Iða Marsibil Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
9. Skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps telur að mörgum spurningum sé enn ósvarað varðandi fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælaeftirliti. Sveitarstjórn leggur áherslu á að fyrirhugaðar breytingar muni ekki fela í sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélög og að í áframhaldandi vinnu sé haft náið samráð við sveitarfélög, heilbrigðiseftirlitsnefndir og aðra hagaðila.
10. Bréf frá Vali Rafni Halldórssyni, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, boðun á landsþing 14. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf frá innviðaráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni, breytingar á regluverki um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
12. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 1/2024, „Frumvarp til laga um vindorku“.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fagnar því að komið sé til umsagnar frumvarp um breytingar á lagaumhverfi vindorkunýtingar ásamt drögum að stefnu um vindorkunýtingu. Sveitarstjórn telur mjög mikilvægt að sett verði skýrt regluverk og skýr stefna um vindorkunýtingu og tekur heilshugar undir umsögn stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Jafnframt vill sveitarstjórn ítreka umsögn sína frá maí 2023 sem skilað var inn vegna skýrslu starfshóps um vindorku og taka sérstaklega undir nokkra punkta frá Samtökum orkusveitarfélaga.
Brýnt er að allar ákvarðanir tengdar vindorku og eftir atvikum öðrum virkjanakostum séu teknar á grundvelli skýrrar stefnu stjórnvalda, heildstæðu regluverki og skýrum leiðbeiningum sem tryggi samræmda og skilvirka framkvæmd og fyrirsjáanleika í ákvarðanatöku. Það verður því að setja það í forgang að gera skýra stefnu, setja heildstætt regluverk og vinna góðar leiðbeiningar. Sveitarstjórn tekur því undir það sem Samtök orkusveitarfélaga segja um að mun æskilegra hefði verið að leggja fram mun knappari og hnitmiðaðri stefnu ásamt tillögu að aðgerðaáætlun um breytingar á lögum og reglugerðum, leiðbeiningum til stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga um leyfisveitingar og skipulagsmál og mögulega fleiri framkvæmdaratriði en þessa almennu stefnu sem kemur fram í tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi . Það eru vonbrigði að slík aðgerðaáætlun er ekki hluti af stefnunni. Tilefni er til að segja mun skýrar hvaða aðgerðum stjórnvöld hyggjast hrinda í framkvæmd og hver sé ábyrgðaraðili þeirra aðgerða.
Það er þó skýrt að nærsamfélag orkuvinnslu á ekki og getur ekki fórnað sinni náttúru og auðlindum án þess að njóta sanngjarns ávinnings af orkuframleiðslunni og því er mjög mikilvægt að það komi fram ásættanlegar tillögur um skattlagningu orkumannvirkja samhliða eða í kjölfar þessa frumvarps.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps er að sjálfsögðu reiðubúin til frekara samráðs og samtals um þau atriði sem fram koma í umsögn þessari.
13. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 265/2023, „Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar – tillögur verkefnastjórnar“.
Lagt fram til kynningar.
14. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 264/2023, „Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf“.
Lagt fram til kynningar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:36.


Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?