Fara í efni

Sveitarstjórn

567. fundur 17. apríl 2024 kl. 09:00 - 10:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Iða Marsibil Jónsdóttir

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

Oddviti leitar afbrigða
Samþykkt samhljóða
a) Álagning fjallskila.
b) Samstarfsyfirlýsing um Öruggara Suðurland.

1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 18. fundar Skólanefndar, 10. apríl 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar Skólanefndar sem haldinn var 10. apríl 2024.
b) Fundargerð 278. fundar skipulagsnefndar UTU, 10. apríl 2024.
Mál nr. 11, 12, 13, 14, 15, 16 og 25 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 278. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 10. apríl 2024.
Mál nr. 11; Sólbakki 9 (L210820); byggingarheimild; sumarbústaður-viðbygging – 2403105
Móttekin er umsókn, þ. 27.03.2024, um byggingarheimild fyrir 14,1 m2 viðbyggingu við 121,5 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Sólbakki 9 L210820 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Stærð eftir stækkun er 135,6 m2.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja umsókn um viðbyggingu við húsið þar sem viðbygging fer nær lóðarmörkum en 10 metra auk þess sem enginn byggingarreitur er skilgreindur á lóðinni í skipulagi svæðisins. Að mati sveitarstjórnar er forsenda frekari uppbyggingar á lóðinni sú að unnin verði breyting á deiliskipulagi þar sem mörkum lóðarinnar verði breytt og skilgreindur verði byggingarreitur innan hennar.
Mál nr. 12; Ásgarður frístundasvæði; Landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónusta; Aðalskipulagsbreyting - 2403091
Lögð er fram tillaga óverulegrar aðalskipulagsbreytingar í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að 6,8 ha landbúnaðarsvæði er fært yfir í landnýtingarflokkinn verslun og þjónusta með heimild fyrir hótelrekstri og útleigu frístundahúsa.
Að mati sveitarstjórnar telst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði fyrir 182 gistirými þar af 150 gistirými innan hótels ekki til óverulegrar breytingar á landnotkun á svæðinu. Meðal forsenda sem horft skal til við mat á því hvort breyting á landnotkun telst veruleg eða óveruleg er hvort umfang landnýtingar aukist verulega umfram það sem fyrir er eða ef fyrirhuguð áform hafa í för með sér verulega aukningu á byggingarmagni eða starfsemi og hvort stækkun reits eða landfræðilegt umfang nýs landnotkunarreits aukist verulega. Sem viðmið í leiðbeiningum Skipulagsstofnunar má almennt líta á breytingu á 3 ha sem verulega breytingu, þótt það sé háð mati hverju sinni. Svæðið sem um ræðir eru 6.8 ha. Jafnframt telur sveitarstjórn að uppbyggingin geti haft töluverð áhrif á aðliggjandi svæði. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að synja beiðni um óverulega breytingu en gerir ekki athugasemdir við að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til umsóttra breytinga á aðalskipulagi.
Mál nr. 13; Frístundabyggðin Ásgarður; Skilmálabreyting fyrir útleigu og sameining lóða í þjónustulóð; Deiliskipulagsbreyting - 2403093
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundabyggðar í Ásgarði. Breytingin er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem lögð er fram samhliða deiliskipulagsbreytingu þessari og nær til lóða 2-12 við Herjólfsstíg og þjónustulóðar við Búrfellsveg. Í breytingunni felst að skilmálar fyrir lóðir Herjólfsstíg 2-8 breytast að því leyti að þar er gert ráð fyrir frístundahúsum til útleigu. Herjólfsstígur 10 - 12 og þjónustulóð við Búrfellsveg sameinast í þjónustulóð þar sem leyfilegt verður að reisa hótel/gistiheimili ásamt veitingastað og tilheyrandi þjónustumannvirkjum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.
Mál nr. 14; Lækjarbrekka 45 L230892; Þakhalli; Deiliskipulagsbreyting - 2404001
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundasvæðis innan jarðar Syðri-Brúar. Í breytingunni felst að heimildum er varðar þakhalla í skilmálum deiliskipulagsins er breytt úr 14-35° í 0-45°.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt sumarhúsafélagi svæðisins, sé það til staðar, auk þess verði málið sérstaklega kynnt aðliggjandi lóðum sem breytingunni er sérstaklega beint að, þótt svo að breytingin taki til skilmála deiliskipulagsins í heild sinni.
Mál nr. 15; Álfheimar L236515; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi - 2404008
Lögð er fram umsókn um skógrækt sem tekur til svæðis Álfheima L236515. Um er að ræða gróðursetningu á um 64,3 ha landi. Fyrir liggur mat Skipulagsstofnunar á matsskyldu framkvæmdarinnar þar sem talið var að framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fyrir liggur gróft mat fornleifafræðings á fornleifum innan svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málið verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi landeigna. Við tilkynningu málsins bárust umsagnir frá helstu umsagnaraðilum sem matsskylduákvörðunin tekur til. Mælist sveitarstjórn til þess að leyfið verði bundið þeim skilyrðum sem þar koma fram er varðar að framkvæmdir innan svæðisins fari ekki fram á varptíma, áburðargjöf verði haldið í lágmarki og minjaskráning verði kláruð fyrir svæðið. Tilhögun og umfang minjaskráningar verði unnin í samráði við Minjastofnun.
Mál nr. 16; Vaðnesvegur 2 L169743; Staðfesting á afmörkun lóðar - 2404020
Lögð er fram umsókn þar sem sótt er um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Vaðnesvegur 2 L169743 skv. meðfylgjandi gögnum. Hugmyndir eru um að skipta lóðinni í tvær lóðir og fara í frekari byggingaframkvæmdir innan svæðisins. Hnitsett afmörkun lóðarinnar hefur ekki legið fyrir fyrr en nú.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða afmörkun lóðarinnar samkv. meðfylgjandi gögnum með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna vegna sameiginlegra marka og uppfærslu gagna í samræmi við reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024. Að mati sveitarstjórnar hentar lóðin ágætlega til uppskiptingar þar sem stærð hennar er töluvert umfram viðmið aðalskipulags er varðar stærðir frístundalóða auk þess að hún er ekki innan þegar deiliskipulagðs svæðis. Forsenda uppskiptingar og frekari uppbyggingar á lóðinni er að unnið verði deiliskipulag sem tekur til svæðisins þar sem gert verður grein fyrir því hvernig skuli m.a. haga skilgreiningu lóðarmarka og byggingarreita.
Mál nr. 25; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-202 - 2403004F
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 24 – 202.
c) Fundargerð 19. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 26. mars 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 26. mars 2024.
d) Fundargerð 17. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. kjörtímabilið 2022-2026, 5. mars 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. kjörtímabilið 2022-2026, sem haldinn var 5. mars 2024.
e) Fundargerð 18. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. kjörtímabilið 2022-2026, 19. mars 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. kjörtímabilið 2022-2026, sem haldinn var 19. mars 2024.
f) Fundargerð 19. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. kjörtímabilið 2022-2026, 5. apríl 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs. kjörtímabilið 2022-2026, sem haldinn var 5. apríl 2024.
g) Fundargerð 324. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 2. apríl 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 324. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var þann 2. febrúar 2024.
h) Fundargerð 6. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 5. febrúar 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands sem haldinn var 5. febrúar 2024.
i) Fundargerð 7. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 4. mars 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands sem haldinn var 4. mars 2024.
2. Aðalskipulagsbreyting – byggingarheimildir á frístundasvæðin.
Fyrir liggur tillaga um aðalskipulagsbreytingu vegna byggingarheimilda á frístundasvæðum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að farið verði í aðalskipulagsbreytingu og að unnin verði skipulagslýsing vegna breytinga á skilmálum í aðalskipulagi vegna byggingarheimilda á frístundasvæðum.
3. Bréf frá innviðaráðuneytinu um kvörtun Björgvins Njáls Ingólfssonar yfir ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um synjun á endurgreiðslu vegna eldri gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og sundlaugar sveitarfélagsins – Málsnúmer IRN23120183.
Fyrir liggur bréf frá innviðaráðuneytinu, dagsett 25. mars 2024. Í bréfinu er vísað til erindis er Björgvin Njáll Ingólfsson sendi ráðuneytinu 12. desember s.l. en í erindinu fólst kvörtun um ólögmæta stjórnsýslu sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps. Nánar tiltekið lýtur kvörtunin að ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um að synja Björgvini um endurgreiðslu á mismun þeirrar fjárhæðar sem greidd var fyrir árskort í íþróttamiðstöð og sundlaug sveitarfélagsins, og þeirrar sem íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu var gert að greiða.
Ekki er kveðið á um það í lögum að sveitarfélögum beri skylda til að byggja og annast rekstur sundlauga til almenningsnota. Að mati ráðuneytisins fer starfsemi sundlauga, að því leyti sem þær eru til almenningsnota, fyrst og fremst fram á einkaréttarlegum grundvelli. Hafa notendur t.d. val um hvort og hvar þeir njóti þjónustunnar og þrátt fyrir að sveitarfélög séu helstu rekstraraðilar sundlauga hafa þau ekki einkarétt á slíkum rekstri. Þá er áratuga löng hefð fyrir gjaldtöku í sundlaugar sem reknar eru af sveitarfélögum. Telur ráðuneytið því að rekstur sundlauga og íþróttamannvirkja hvíli almennt á einkaréttarlegum grunni og ákvörðun um gjaldtöku vegna slíkrar þjónustu telst því ekki vera ákvörðun um réttindi eða skyldur manna sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Niðurstaða ráðuneytisins er að það telur að ekki sé tilefni að fjalla formlega um ábendingar Björgvins á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga. Er málinu því lokið að hálfu ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.
4. Önnur mál.
a) Álagning fjallskila.
Fyrir liggur tillaga að álagningu fjallskila í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þann 21. mars síðastliðinn var haldinn opinn fundur um fjallskil á vegum sveitarstjórnar sem sauðfjárbændur og landeigendur voru sérstaklega hvattir til þess að mæta á. Þar var farið yfir tillögu sveitarstjórnar sem unnin var út frá tillögum fjallskilanefndar/sauðfjárbænda frá 21. júní 2023. Upprunalega tillagan stangaðist á við lög og var því unnið með hana og hún lagfærð svo hægt væri að notast við hana. Á opna fundinum komu engar athugasemdir við tillöguna og er hún því lögð fram til staðfestingar. Tillagan er svohljóðandi:
Hver sá sem nýtir afréttina eða önnur sameiginleg beitarsvæði fyrir hluta af fé sínu eða heild, skal leggja fram 1 dagsverk, án endurgjalds, fyrir hverjar 20 vetrarfóðraðar kindur sem eru í hans eigu. Sinni fjáreigandi ekki þeim dagsverkum sem honum ber að gera skal hann greiða fyrir þau dagsverk samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá, sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn.
Þeir fjáreigendur sem ekki hyggjast nýta sér afréttina eða önnur sameiginleg beitarsvæði skulu gera Fjallskilanefnd það viðvart fyrir 1. júní ár hvert eftir auglýstum hætti, og skal Fjallskilanefnd miða fjallseðla við það. Komi til þess að ekki sé nægilegur fjöldi fjár sendur á fjall til þess að manna þau dagsverk sem til þarf að hægt sé að fullsmala svæðin að mati Fjallskilanefndar, sér Fjallskilanefnd um að manna þau dagsverk sem út af standa með ráðningu smala. Skulu þau kallast utanaðkomandi dagsverk en lúta sömu gjaldskrá og önnur fjallskil. Utanaðkomandi dagsverk skulu greiðast úr sveitarsjóði skv. 46. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986.
Einnig skal greiða annan kostnað svo sem fæði og öll aukaverk, s.s. akstur af ýmsu tagi, smölun á fjórhjólum, smölun með drónum og laun smalastjóra og fjallkónga úr sveitarsjóði, samkvæmt sömu grein.
Heimilt skal vera að jafna niður dagsverk fjallskilaskyldra aðila með aukaverkum, en slíkt skal koma skýrt fram á vinnuseðli sem fjallskilaskyldir aðilar skila inn til sveitarfélagsins.
Fjallskilanefnd ber að halda skrá yfir það fé sem safnast af afrétti og sameiginlegum beitarsvæðum að hausti og sjá þannig hvort að einhver fjáreigandi hafi nýtt svæðin undir beit án þess að leggja fram dagsverk. Komi til þess skal sá hinn sami greiða sekt í fjallskilasjóð fyrir þau dagsverk sem honum hefði borið að sinna í samræmi við fjárfjölda. Um sektarheimild vísast til 44. gr. laga nr. 6/1986, um afréttarmálefni, fjallskil o.fl.
Jafnframt sér Fjallskilanefnd um að gera tillögu að gjaldskrá og yfirfara reikninga sem berast vegna fjallskila.
Leggja skal þriðjung áætlaðs fjallskilakostnaðar á landverð jarða sem njóta upprekstrarréttar, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um álagningu fjallskila í Grímsnes- og Grafningshreppi.
b) Samstarfsyfirlýsing um Öruggara Suðurland.
Fyrir liggja drög að viljayfirlýsingu um verkefnið Öruggara Suðurland, sem er samstarfsverkefni lögreglustjórans á Suðurlandi, sveitarfélaganna á Suðurlandi, sýslumannsins á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og framhaldsskólanna á Suðurlandi sem miðar að því að tryggja og þróa grundvöll fyrir afbrotaforvarnir milli lögregluyfirvalda og samstarfsaðila.
Sveitarstjórn samþykkir drögin samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?