Fara í efni

Sveitarstjórn

568. fundur 02. maí 2024 kl. 09:00 - 10:55 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Anna Katarzyna Wozniczka í fjarveru Smára Bergmann Kolbeinssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir oddviti

 Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Fundargerðir.

a) Fundargerð 17. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 22. apríl 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar Framkvæmda- og veitunefndar sem haldinn var 22. apríl 2024.
b) Fundargerð 18. fundar Atvinnu- og menningarnefndar, 7. mars 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar Atvinnu- og menningarnefndar sem haldinn var 7. mars 2024.
c) Fundargerð 279. fundar skipulagsnefndar UTU, 24. apríl 2024.
Mál nr. 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 20 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 279. fundar skipulagsnefndar UTU sem haldinn var 24. apríl 2024.
Mál nr. 9; Nesjavellir L209139; Afmörkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting - 2404046
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til hótellóðar á Nesjavöllum. Aðlaga þarf afmörkun deiliskipulagsins til samræmis við breytingu deiliskipulags Nesjavallavirkjunar sem er í auglýsingu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 10; Lyngás 4 L203623; Stækkun aukahúss; Deiliskipulagsbreyting – 2404045
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundasvæðis í landi Búrfells II. Í breytingunni felst að heimild fyrir aukahúsi er aukin úr 40 fm í 50 fm auk þess sem heimildir vegna þakhalla eru auknar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 11; Lækjarbakki 13 L205931; Undanþága byggingarreits; Fyrirspurn – 2404034
Lögð er fram fyrirspurn er varðar byggingu 60 fm aukahúss á lóð Læjarbakka 13. Vegna aðstæðna á lóð er erfiðleikum háð að byggja húsið að öllu leyti innan byggingarreits í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum aðliggjandi lóðar. Með fyrirspurn er lagður fram rökstuðningur lóðarhafa auk ljósmynda af svæðinu.
Á grundvelli þess rökstuðnings sem lagður er fram vegna málsins er varðar staðsetningu núverandi húss og náttúrulegar aðstæður á svæðinu telur sveitarstjórn forsvaranlegt á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga að heimild verði veitt fyrir stækkun aukahúss á lóð og að húsið fari með óverulegum hætti út fyrir mörk byggingarreits. Að mati sveitarstjórnar er forsenda málsins sú að skriflegt samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða liggi fyrir við afgreiðslu byggingarheimildar.
Mál nr. 12; Kiðjaberg lóð 55 L189819; Byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting - 2404028
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundasvæðis í landi Búrfells II. Í breytingunni felst að heimild fyrir aukahúsi er aukin úr 40 fm í 50 fm auk þess sem heimildir vegna þakhalla eru auknar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi..
Mál nr. 13; Skagamýri 12 L233656; Íbúðarhús og gestahús; Fyrirspurn - 2404026
Lögð er fram fyrirspurn er varðar landnotkun og framtíðaruppbyggingu á lóð Skagamýri 12.
Lóðin Skagamýri 12 er staðsett innan landnotkunarflokksins landbúnaðarland í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Í gildi er deiliskipulag sem tekur til framkvæmdaheimilda innan svæðisins. Innan heimilda deiliskipulags er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss allt að 320 fm, útihús s.s. hesthús eða skemmu að 500 fm auk gróðurhúss. Hámarksnýtingarhlutfall lóða skal ekki fara umfram 0,05. Meginlandnotkun landsins er skilgreind sem landbúnaðarland, heimildir aðalskipulags er varðar landbúnaðarjarðir í ábúð eiga ekki við stakar lóðir á landbúnaðarlandi. Megininntak skipulagsins er að íbúar þess byggi íbúðarhús og hafi þar fasta búsetu og hafi heimild til að byggja gróður og útihús. Enn fremur má vera með á lóðunum takmarkaða þjónustu og léttan iðnað sem einkum þjóni ferðaþjónustu og frístundabyggðum, t.d. veitinga- eða gistiþjónustu styðji það við búsetu innan svæðisins. Þrátt fyrir það er meginnotkun svæðisins óbreytt auk skilgreindra byggingarheimilda. Uppbygging á gistingu fyrir 20 manns í 10 smáhýsum eða tjöldum telst ekki vera í takt við meginnotkun svæðisins eða heimildir þess samkvæmt deiliskipulagi að mati sveitarstjórnar. Slík uppbygging gæti átt sér stað innan bújarða þar sem er föst ábúð og búrekstur og/eða innan skilgreindra verslunar- og þjónustusvæða.
Mál nr. 14; Kiðjaberg 101 og 102; Breytt lega lóða; Deiliskipulagsbreyting - 2404059
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til lóða Kiðjabergs 101 og 102. Í breytingunni felst breytt innbyrðis lega lóðanna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 15; Minna-Mosfell L168262; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi - 2307044
Lögð er fram umsókn frá IceWild ehf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi MinnaMosfells eftir grenndarkynningu. Um er að ræða alls 91,5 ha svæði, flatarmál gróðursetningar tekur til 62 ha á landbúnaðarlandi. Athugasemdir og umsagnir bárust á grenndarkynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt andsvara og skýrslu um skráningu fornleifa innan svæðisins.
Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu málsins með fullnægjandi hætti. Að sama skapi telur sveitarstjórn að brugðist hafi verið við með fullnægjandi hætti er varðar skráningu fornminja innan svæðisins. Lögð eru fram svör málsaðila vegna umsagnar Náttúrufræðistofnunar Íslands, að mati sveitarstjórnar er athugasemdum sem þar koma fram svarað að mestu er varðar fuglalíf á svæðinu en telur þó mikilvægt að svæðið verði vaktað m.t.t. þróunar fuglalífs innan svæðisins. Hins vegar telur sveitarstjórn að enn þurfi að gera ítarlegar grein fyrir vernduðum vistgerðum innan svæðisins séu þær til staðar og hugsanlegum mótvægisaðgerðum í tengslum við verndun þeirra. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
Mál nr. 20; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 24-203 - 2404002F
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 24 – 203.
d) Fundargerð 108. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 10. apríl 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 108. fundar stjórnar byggðasamlags UTU sem haldinn var 10. apríl 2024.
e) Fundargerð 6. fundar oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu, 16. apríl 2024.
Mál nr. 1 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 6. fundar oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 16. apríl 2024.
Mál nr. 1; Stuðningur við verkefnið Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu.
Fyrir liggur ósk frá byggðaþróunarfulltrúa Uppsveita dagsett 4. apríl 2024. Í erindinu er ósk um að sveitarfélögin leggi til húsnæði til notkunar fyrir menningarhátíð sem áætluð er að halda í lok september eða byrjun október 2024. Jafnframt er óskað eftir fjárframlagi til að mæta fjármögnunarþörf verkefnisins. Upphaflega var sótt um 1,4 milljónir króna í styrki en styrkupphæðin sem fékkst var 1 milljón og því vantar fjármagn til að geta haldið verkefninu óbreyttu.
Oddvitanefndin leggur til að hvert sveitarfélag styrki verkefni um 100.000.- krónur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita 100.000,- króna styrk til verkefnisins.
Mál nr. 3; Fjármál.
Farið var yfir fjárhagsstöðu nefndarinnar. Oddvitanefndin leggur til við sveitarstjórnir að greiddar verða út 17.500.000.- krónur úr sjóði Laugaráslæknishéraðsins til aðildarsveitarfélaga miðað við meðal íbúafjölda 1995-1997.
Grímsneshreppur 11,9% - 2.082.500
Bláskógabyggð 33,2% - 5.810.000
Hrunamannahreppur 30.0% - 5.250.000
Skeiða- og Gnúpverjahreppur 24,9% - 4.357.500
Sveitarstjórn samþykkir tillögu oddvitanefndarinnar samhljóða.
f) Fundargerð 71. fundar stjórnar Bergrisans bs., 18. mars 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 71. fundar stjórnar Bergrisans bs., sem haldinn var 18. mars 2024.
g) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 15. apríl 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð fundar stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn var 15. apríl 2024.
h) Fundargerð 325. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 16. apríl 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 325. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var þann 16. apríl 2024.
i) Fundargerð 70. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 21. mars 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 70. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 21. mars 2024.
j) Fundargerð 71. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 8. apríl 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 71. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 8. apríl 2024.
k) Fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 19. apríl 2024.
Lögð fram til kynningar fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 19. apríl 2024.
2. Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundinn komu fulltrúar frá ungmennaráði Grímsnes- og Grafningshrepps, þau Stormur Leó Guðmundsson, Bjarni Guðjónsson Bäcker, Árni Tómas Ingólfsson, Karólína Waagfjörð Björnsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir ásamt starfsmanni ráðsins, Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur. Fram fóru umræður um almenningssamgöngur, frisbígolfvöll, körfuboltakörfu í sundlauginni og aldurstakmörk í tækjasal í íþróttamiðstöðinni.
Sveitarstjórn þakkar ungmennunum fyrir komuna og fyrir góðar umræður.
3. Forsetakosningar 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kjörstaður vegna kosninga til forseta Íslands þann 1. júní n.k. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð. Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.
4. Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næstu fundir sveitarstjórnar verði 8. maí klukkan 16:00 og 15. maí klukkan 16:00.
5. Tjaldsvæðið á Borg.
Fyrir liggur minnisblað um leigu á tjaldsvæðinu, dagsett 30. apríl 2024. Steinar Sigurjónsson, umsjónarmaður umhverfismála sveitarfélagsins kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti fyrir sveitarstjórn niðurstöður viðtala við umsækjendur um leigu á tjaldsvæðinu á Borg. Fyrir liggur að tveir umsækjendur voru hæfastir að mati starfshópsins og var val sveitarstjórnar á milli umsækjanda 1 og umsækjanda 4.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við umsækjanda 4; Cabin Co ehf. og felur sveitarstjóra og umsjónarmanni umhverfismála að ganga frá málinu.
6. Niðurstöður útboðs í verkið sláttur, hirðing og áburður á opnum svæðum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur fundargerð frá opnunarfundi tilboða í verkið „Sláttur, hirðing og áburður á opnum svæðum á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi“ sem haldinn var þann 15.04.2024.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bjóðandi       JÞ Verk              Borg 805 ehf.          Kostnaðaráætlun
Upphæð       7.454.385 kr.    8.479.950 kr.            7.761.030 kr.
Í minnisblaði Steinars Sigurjónssonar dags. 17.04.2024 um opnun tilboða í slátt og hirðingu kemur fram að búið sé að yfirfara tilboð lægstbjóðanda m.t.t. hæfi bjóðenda, útilokunarástæðna og réttra útreikninga í tilboðsskrá og telst tilboðið gilt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda, JÞ Verk.
Björn Kristinn Pálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
7. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, B stærra gistiheimili að Ljósafossskóla fnr. 220-7340.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 16. apríl 2024 um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II B, stærra gistiheimili að Ljósafossskóla, 805 Selfossi, fnr. 220- 7340.
Við skoðun byggingarfulltrúa á lóð Ljósafossskóli L168468 kom í ljós að þar hafa verið framkvæmdir í gangi og hafa nú risið fjögur tjaldhýsi á undirstöðum án tilskilinna leyfa eða tilkynninga til leyfisveitanda og skipulagsyfirvalda. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II B á þeim grundvelli að ekki hefur verið sótt um tilskilin leyfi fyrir mannvirkjum sem risið hafa á sömu lóð.
8. Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2024.
Fyrir liggur að aðalfundur Landskerfis bókasafna hf verður haldinn þann 7. maí 2024 klukkan 11:00. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ragna Björnsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
9. Ársreikningur Héraðsnefndar Árnesinga bs., 2023.
Lagt fram til kynningar.
10. Ársreikningur Listasafns Árnesinga 2023.
Lagt fram til kynningar.
11. Ársreikningur Tónlistarskóla Árnesinga 2023.
Lagt fram til kynningar.
12. Ársreikningur Brunavarna Árnessýslu 2023.
Lagt fram til kynningar.
13. Ársreikningur Héraðsskjalasafns Árnesinga 2023.
Lagt fram til kynningar.
14. Ársreikningur Almannavarna Árnessýslu 2023.
Lagt fram til kynningar.
15. Ársreikningur Byggðasafns Árnesinga 2023.
Lagt fram til kynningar.
16. Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, mál nr. 899.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að skila inn umsögn um málið.
17. Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um verndarog orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), mál nr. 900.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að skila inn umsögn um málið.
18. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 94/2024, „Skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála“.
Lagt fram til kynningar.
19. Skipun í nefndir Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Fjallskilanefnd sveitarfélagsins verði skipuð eftirfarandi fulltrúum:
Aðalmenn:
Bergur Guðmundsson formaður
Antonía Helga Guðmundsdóttir
Jakob Guðnason

Steinar Sigurjónsson
Ragnheiður Eggertsdóttir
Varamenn:

Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson
Árni Þorvaldsson

Guðmundur Jóhannesson
Smári Bergmann Kolbeinsson
Dagný Davíðsdóttir

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 10:55.





Skjöl

Getum við bætt efni síðunnar?