Fara í efni

Sveitarstjórn

310. fundur 03. október 2012 kl. 09:00 - 10:25 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigurður Karl Jónsson í fjarveru Ingvars Grétars Ingvarssonar
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. september 2012.  
       Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. september 2012 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     51. fundur Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 20.09 2012.

Mál nr. 1, 3, 6, 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram.

Mál nr. 1 – Fyrirspurn_Ásgarður – Suðurbakki 20. Sveitarstjórn samþykkir að breyta byggingarskilmálum svæðisins á þann veg að heimilt verði að reisa frístundahús með þakhalla á bilinu 0-45 gráður í stað 15-45.

Mál nr. 3 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa á afgreiðslufundum 85 og 86. Lagt fram til kynningar.

Mál nr. 6 – Óðinsstígur 16. Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnnar.

Mál nr. 8 – Askbr. Öndverðanes – lýsing. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Skipulagsstofnunar. Einnig að leitað verði umsagnar Fornleifaverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þegar unnið verður deiliskipulag fyrir svæðið.

Mál nr. 9 – Dsk Bíldsfell III – íbúðarhús og útihús. Sveitarstjórn staðfestir mat nefndarinnar.

Mál nr. 10 – Dskbr. Bíldsfell IIIe lnr. 174397. Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða deiliskipulagsbreytingu með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar og að það komi fram á uppdrætti að aðliggjandi lóðarhafa verði heimilt að nýta vegtengingu.

Mál nr. 11 – Dskbr. Sólheimar – norðausturhluti. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa framlagða breytingu á deiliskipulagi Sólheima skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 12 – Endursk. dsk – Kiðjaberg. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 
Mál nr. 13 – LB_Nesjar 170886 (Hestvíkurvegur 16) lnr. 170886 og Nesjar (Hestvíkurvegur 18) lnr. 170895. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lóðarblöð skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 14 – LB_Öndverðarnes 2_lóðir 170135 og 170136. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lóðarblað skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 
b)    Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),  18.9 2012.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Minni Borgum, Grímsnes- og Grafningshreppi, 801 Selfoss.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Minni Borgum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 
4.     Beiðni um styrk frá Bergmáli, líknar og vinafélagi. 
Á fundi sveitarstjórnar þann 5. september s.l. var frestað beiðni um styrk frá Bergmáli, líknar- og vinafélagi til rekstrar Bergheima sem er ókeypis orlofsdvöl fyrir alvarlega veikt fólk. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð 200.000 til verkefnisins.

 
5.       Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga um rekstur almenningssamgangna á Suðurlandi.
Fyrir liggur bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dagsett 17. september 2012  um rekstur almenningssamgangna á Suðurlandi. Lagt fram til kynningar.

 
6.       Bréf frá Innanríkisráðuneyti vegna fyrirspurnar um málstefnu sveitarfélaga skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneyti, dagsett 21. september 2012 vegna fyrirspurnar um málstefnu sveitarfélaga skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ný sveitarstjórnarlög hafa falið í sér mörg ný verkefni fyrir sveitarfélögin (fjármálareglur, siðareglur, nýjar samþykktir, endurskoðun samninga um samstarfsverkefni, o.m.fl.). Eðlilegt er að innleiðing laganna taki sinn tíma og sveitarfélögin þurfa, rétt eins og ráðuneytið, að forgangsraða verkefnum innan þess ferlis. Málstefna í sveitarfélaginu er ekki endilega forgangsmál og sveitarfélagið mun líta til þeirrar fyrirmyndar sem mun felast í málstefnu sem sett verður fyrir Stjórnarráðið.


 7.       Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um málefni innflytjenda, 64. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
8.       Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um barnaverndarlög, 65. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
9.       Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um kosningar til Alþingis og kosninga til sveitarstjórnar, 180. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
10.    Bréf frá Loftmyndum ehf. um þjónustu fyrirtækisins við sveitarfélög og landeigendur.
Fyrir liggur bréf frá Loftmyndum ehf., dagsett 6. september 2012  um þjónustu fyrirtækisins við sveitarfélög og landeigendur. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Bréf frá Veraldarvinum vegna sjálfboðaliða í verðug verkefni á árinu 2013.
Fyrir liggur bréf frá Veraldarvinum, dagsett 18. september 2012  um það hvort sveitarfélaginu vanti sjálfboðaliða í verðug verkefni á árinu 2013. Oddvita falið að skoða möguleika á að nýta sjálfboðaliða.

 
12.    Minnisblað frá Berki Brynjarssyni.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni, dagsett 28. september 2012 um plássleysi í áhaldahúsi sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að athuga málið frekar og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni.

 
13.    Yfirmatsgerð í héraðsdómsmáli nr. M-6/2012 við Héraðsdóm Suðurlands, Ásborgir 44 í Ásgarðslandi.
Fyrir liggur dómkvatt yfirmat í héraðsdómsmáli nr. M-6/2012 við Héraðsdóm Suðurlands, Ásborgir 44 í Ásgarðslandi. Lagt fram til kynningar.

 
14.    Bréf frá Skipulagsstofnun um umsögn á tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 24. september 2012 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024. Sveitarstjórn óskar eftir áliti skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps á tillögunni. Málinu frestað þar sem að athugasemdafrestur er til 20. nóvember n.k.

 
15.    Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar verði þriðjudaginn 23. október kl. 9:00.

 

 
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  458. stjórnarfundar 14.09 2012.
SASS.  Fundargerð  459. stjórnarfundar 21.09 2012.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  220. stjórnarfundar 21.09 2012.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  309. stjórnarfundar 05.09 2012.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  310. stjórnarfundar 10.09 2012.
Þjónustusvæði málefna fatlaðra á Suðurlandi. Fundargerð  8. stjórnarfundar 14.09 2012.
Þjónustusvæði málefna fatlaðra á Suðurlandi. Fundargerð  9. stjórnarfundar 21.09 2012.
Bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 19. september 2012, um fasteignamat 2013 ásamt skýrslu um fasteignamat 2013.
-liggur frammi á fundinum-.
Skýrsla Orkuveitu Reykjavíkur, verklag vegna örvaðrar skjálftavirkni í jarðhitakerfum.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10.25

 

Getum við bætt efni síðunnar?