Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða
a) Hækkun á yfirdráttarheimild.
1. Rafrænt leiðsögukerfi í síma og handtölvur (App).
Á fundinn mætti Gunnar Kristinn Gunnarsson og kynnti fyrir sveitarstjórn rafrænt leiðsögukerfi í síma og handtölvur. Varaoddvita falið að vinna kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.
2. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. október 2012.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. október 2012 liggur frammi á fundinum.
3. Fundargerðir.
a) Fundargerð 20. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. október 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
b) Fundargerð 21. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 25. október 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
c) 52. fundur Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 25. október 2012.
Mál nr. 1, 5, 6, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18 og 31 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram.
Mál nr. 1 – Fyrirspurn_Ásgarður – Fljótsbakki 29.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
Mál nr. 5 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa á afgreiðslufundum 87 og 88. Lagt fram til kynningar.
Mál nr. 6 – Óðinsstígur 16. Sveitarstjórn samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi á grundvelli fyrirliggjandi mælinga. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir að hún skuli grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir öllum lóðarhöfum sem breytingarnar varða.
Mál nr. 12 – dskbr. Vatnsholt – Háahlíð 1, 3 og 5. Sveitarstjórn hafnar sameiningu lóðanna.
Mál nr. 13 – Hlauphólar – deiliskipulag frístundabyggðar úr landi Stóru-Borgar. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
Mál nr. 14 – Klausturhólar , Rimar – DSK, nýtt og gamalt. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sveitarstjórn telur ekki þörf á lýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga eða kynningu á tillögu skv. 4. mgr. 40. gr. þar sem skipulagið nær yfir þegar byggt frístundahúsasvæði auk þess sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.
Mál nr. 15 – Kæra_Miðengi – Dvergahraun 26 og 28. Lögð fram til kynningar niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi kæru á ákvörðun um að hafna sameiningu lóða við Dvergahraun í landi Miðengis. Ekki er gerð athugasemd við ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar.
Mál nr. 16 – LB_Bíldsfell 5 lnr. 170816 (og 170937). Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að landinu verði skipt á þann veg sem fyrirliggjandi lóðarblöð sýna. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr. 17 – LB_Úlfljótsvatn lnr. 170944 - afmörkun landsins. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lóðablað skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 18 – LB_Villingavatn lnr. 170931 - ný 2,5 ha spilda. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr. 31 – Landsskipulag 2013-2024.
Lagt fram til kynningar.
d) Fundargerð 12. fundar stjórnar Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 25. október 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Varðandi lið 1, fjárhagsáætlun ársins 2013 þá verður gert ráð fyrir kostnaðarhlut Grímsnes- og Grafningshrepp í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
e) Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 26. október 2012.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Varðandi lið 8, fjárhagsáætlun ársins 2013 ásamt kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga þá staðfestir sveitarstjórn áætlunina og skiptinguna.
4. Beiðni um styrk frá Uppliti, menningarklasa Uppsveita Árnessýslu.
Fyrir liggur beiðni Upplits, menningarklasa Uppsveita Árnessýslu um að fá Félagsheimilið Borg til afnota án endurgjalds fyrir viðburðinn Uppsveitastjörnuna þann 24. nóvember n.k. ásamt fríu kaffi. Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni Upplits.
5. Beiðni Stígamóta um fjárstyrk fyrir árið 2013.
Fyrir liggur beiðni Stígamóta um fjárstyrk fyrir árið 2013. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
6. Bréf frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni SÁÁ vegna átaksins „Betra líf!“.
Fyrir liggur bréf frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni SÁÁ þar sem óskað er eftir stuðningsyfirlýsingu við þær tillögur sem liggja að baki átakinu „Betra líf! – mannúð og réttlæti“ og að sveitarstjórn leggist á sveif með samtökunum um að safna undirskriftum meðal almennings til að draga fram vilja fólks í þessu máli. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
7. Bréf frá Birni H. Halldórssyni f.h. SORPU, Sorpurðun Vesturlands, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpstöð Suðurlands varðandi urðunarstað fyrir úrgang.
Fyrir liggur bréf frá Birni H. Halldórssyni f.h. SORPU, Sorpurðun Vesturlands, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpstöð Suðurlands, dagsett 16. október 2012 þar sem óskað er eftir tilnefningu sveitarfélagsins um mögulegan urðunarstað fyrir úrgang. Sveitarstjórn sér ekki möguleika á urðunarstað í sveitarfélaginu.
8. Bréf frá Umhverfis- og auðlindarráðuneyti vegna verkefnis starfshóps um utanvegaakstur og sveitarfélaga landsins sem eiga land innan miðhálendislínunnar.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfis- og auðlindarráðuneyti, dagsett 16. október 2012 vegna verkefnis starfshóps um utanvegaakstur og sveitarfélaga landsins sem eiga land innan miðhálendislínunnar. Óskað er eftir að sveitarfélagið skili tillögum um flokkun vega utan vegakerfis Vegagerðarinnar til starfshópsins. Stefnt er á að skila tillögum fyrir áramót.
9. Bréf frá Innanríkisráðuneyti um afgreiðslu og áætlun um úthlutun framlaga til sveitarfélagsins vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2013.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneyti, dagsett 31. október 2012 um afgreiðslu og áætlun um úthlutun framlaga til sveitarfélagsins vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2013. Lagt fram til kynningar.
10. Erindi frá Ómari G. Jónssyni um framhald á ferðasiglingum um Þingvallavatn og fleira þeim tengdum.
Á fundi sveitarstjórnar þann 23. október s.l. var erindi frá Ómari G. Jónssyni um framhald á ferðasiglingum um Þingvallavatn og fleira þeim tengdum frestað og óskað eftir frekari gögnum. Gögn hafa borist og gerir sveitarstjórn ekki athugasemdir við starfsemi Þingvallasiglinga ehf. svo framarlega að starfsemi félagsins falli að þeim lögum og reglum sem gilda fyrir slíka starfsemi og um verndun Þingvallavatns og vatnasvið þess.
11. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um félagslega aðstoð (bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra), 36. mál.
Frumvarpið lagt fram.
12. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum ( tvöfalt lögheimili), 152. mál.
Þingsályktunar tillagan lögð fram.
13. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (flokkun virkjunarkosta og gerð orkunýtingaráætlunar),
3. Mál.
Frumvarpið lagt fram.
14. Skólastefna sveitarfélagsins.
Fyrir liggja drög að skólastefnu Grímsnes- og Grafningshrepps ásamt mötuneytisstefnu Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og felur fræðslunefnd að sjá um útgáfu hennar.
15. Hringtorgið á Borg.
Í ljósi umræðna og umfjöllunar fjölmiðla undafarið vegna hringtorgs á Biskupstungnabraut við Borg vill sveitarstjórn koma eftirfarandi á framfæri;
Það er mat sveitarstjórnar að um sé að ræða miklvæga samgöngubót með tilliti til umferðaröryggis. Framkvæmdirnar voru alfarið á höndum Vegagerðarinnar og í samræmi við gildandi deiliskipulag frá árinu 2006, með smávægilegum breytingum sumarið 2012 til að bæta aðgengi að versluninni. Engar athugasemdir komu við auglýsingu deiliskipulagsins á sínum tíma né neinar óskir um breytingar. Haft var samband við lóðarhafa (Olís) vegna framkvæmdanna, honum send öll gögn og óskað eftir þátttöku hans við framkvæmdina. Hefur óskum sveitarfélagsins um aðkomu lóðarhafa að málinu ekki verið sinnt.
Þann 5. nóvember s.l. barst sveitarstjórn bréf frá Agnari Bent Brynjólfssyni, rekstaraðila Verslunarinnar Borg þar sem gerð er athugasemd við breytta aðkomu að versluninni og afleiðingu þess á viðskiptin.
Sveitarstjórn mun í samráði við rekstraraðila og lóðarhafa boð til fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar.
16. Þungatakmarkanir í Þjóðgarðinum.
Sveitarstjórn krefst þess að Þingvallanefnd og Vegagerðin aflétti þunga- / umferðartakmörkum um Þjóðgarðinn á Þingvöllum.
17. Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2013.
Fyrir liggja tillögur að álagningu gjalda og gjaldskrármála vegna 2013.
Afgreiðslu frestað.
18. Drög að fjárhagsáætlun 2013-2016, fyrri umræða.
Fyrir liggja drög að fjárhagsætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjárhagsárið 2013 og fyrir árin 2014, 2015 og 2016 sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sveitarstjórn vísar áætlunni til annarrar umræðu.
19. Hrísbrú 1, deiliskipulag.
Lagt fram lagfært lóðablað fyrir íbúðarhúsalóðina Hrísbrú 1 á Sólheimum. Gefið hefur verið út byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni en við útsetningu hússins á vettvangi kom í ljós að hentugra var að færa húsið um 6 m til vesturs miðað skilgreindan byggingarreit. Stærð lóðar breytist ekki en hún færist til vesturst á sama hátt og byggingarreitur. Að mati sveitarstjórnar er um svo óverulegt frávik að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og samþykkir því að staðsetning íbúðarhússins verði breytt í samræmi við fyrirliggjandi gögn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20. Breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, Ásborgir í landi Ásgarðs.
Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 19. október 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi fyrir Ásborgir. Þar kemur fram ósk um að sveitarstjórn taki skipulagstillöguna til endurskoðunar og setji greinargerð hennar fram á þann hátt að hún samræmist ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 eins og gerð er grein fyrir í bréfinu. Þá er jafnframt lögð fram lagfærð tillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir Ásborgir þar sem komið hefur verið til móts við ábendingar og athugasemdir ráðuneytisins. Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til ráðuneytisins.
21. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á svæði úr landi Stóru-Borgar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Smábýli í stað frístundabyggðar við Höskuldslæk.
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi á spildu úr landi Stóru-Borgar. Breytingin varðar um 37 ha spildu úr landi Stóru-Borgar sem liggur upp að Biskupstungnabraut og Höskuldslæk, sunnan þjóðvegar. Landið er í dag skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð en fyrirhugað er að breyta því þannig að heimilt verði að byggja þar nokkur smábýli, um 6-10 ha skv. fyrirliggjandi tillögu. Svæðið verður skilgreint sem blanda landbúnaðar- og íbúðarsvæðis. Tillagan var auglýst ásamt deiliskipulagi svæðisins 20. september 2012 með athugasemdafresti til 2. nóvember. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggur umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 19. október 2012 en ekki liggja fyrir umsagnir Vegagerðarinnar né Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins þó svo að óskað hafi verið eftir þeim í júní 2012. Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda breytingu og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Það sem varðar umsögn Vegagerðarinnar er vísað til afgreiðslu deiliskipulags svæðisins. Þar sem meira en en fjórir mánuðir eru liðnir frá því að umsögn var send ráðuneytinu er ekki talin þörf á að bíða eftir henni.
21. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Ásgarðs við Skógarholt. Svæði fyrir frístundabyggð í stað opins svæðis til sérstakra nota.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi á um 14 ha svæði úr landi Ásgarðs við Skógarholt sem í dag er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en með breytingunni verður að svæði fyrir frístundabyggð til samræmis við aðliggjandi svæði. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi hluta svæðisins þar sem gert er ráð fyrir 11 nýjum frístundahúsalóðum. Tillagan var auglýst ásamt deiliskipulagi svæðisins 20. september 2012 með athugasemdafresti til 2. nóvember. Engar athugasemdir bárust við aðalskipulagsbreytinguna en ein athugasemd við deiliskipulagsbreytinguna. Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda breytingu og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23. Deiliskipulag smábýlasvæðis við Höskuldslæk í landi Stóru-Borgar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Skagamýri, smábýlasvæði.
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi 36,8 ha svæðis úr landi Stóru-Borgar við Höskuldslæk á svæði sem kallst Skagamýri. Á svæðinu er gert ráð fyrir 8 smábýlalóðum (blanda íbúðar- og landbúnaðarsvæðis) sem eru á bilinu 2,7 til 6,2 ha stærð þar sem heimilt verður að reisa íbúðarhús auk bygginga tengdum búrekstri s.s. gróðurhús, skemmur og útihús. Á lóðunum verður heimilt að vera með þjónustuiðnað vegna viðhalds og uppbyggingar sumarhúsabyggða s.s. verktakaþjónustu eða veitinga- og gistiþjónustu. Tillagan var auglýst ásamt breytingu á aðalskipulagi svæðisins 20. september 2012 með athugasemdafresti til 2. nóvember. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggur umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 19. október 2012 en ekki liggja fyrir umsagnir Vegagerðarinnar né Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins þó svo að óskað hafi verið eftir þeim í júní 2012. Sveitarstjórn samþykkir ofangreint deiliskipulag með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
22. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fjölgun lóða við Skógarholt og Vesturbrún.
Lögð fram að lokinni auglýsing breyting á deiliskipulagi í landi Ásgarðs sem felst að gert er ráð fyrir 10 nýjum lóðum út frá Skógarholti á svæði 3 inn á svæði 2 þar sem áður var gert ráð fyrir útivistarsvæði. Einnig er gert ráð fyrir einni lóð við enda Vesturbrúnar á svæði 2. Ekki eru gerðar breytingar á skilmálum svæðisins. Tillagan var auglýst ásamt deiliskipulagi svæðisins 20. september 2012 með athugasemdafresti til 2. nóvember. Ein athugasemd barst þar sem nýrri lóð við Vesturbrún er mótmælt. Sveitarstjórn samþykkir ofangreint deiliskipulag óbreytt frá auglýstri tillögu og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auk þess að senda þeim sem gerðu athugasemdir, umsögn sveitarstjórnar um þær.
25. Önnur mál
a) Hækkun á yfirdráttarheimild.
Fyrir liggur tillaga frá sveitarstjóra að yfirdráttarheimild á bankareikning sveitarfélagsins verði hækkuð í sex mánuði um 30 milljónir króna. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir þessari hækkun hjá viðskiptabanka sínum.
Til kynningar
Fundargerð 12. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu 16.10 2012.
SASS. Fundargerð 460. stjórnarfundar 17.10 2012.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 221. stjórnarfundar 01.10 2012.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 800. stjórnarfundar, 26.10 2012.
Bréf frá Fornleifavernd ríkisins, dagsett 19. október 2012 vegna umsagnarbeiðni deiliskipulags Skagamýrar í landi Stóru-Borgar.
Bréf frá Fornleifavernd ríkisins, dagsett 12. október 2012 vegna umsagnarbeiðni deiliskipulags Hlauphóla í landi Stóru-Borgar.
Bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 29. október 2012 vegna úrskurðar yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 18/2012 um skráningu og mat hafnarmannvirkja.
Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands um uppskeruhátíð Markaðsstofu og verkefnið WinterWonderland.
Ljósmyndaverkefni á þremur skjalasöfnum, áfangaskýrsla frá Héraðsskjalasafni Árnesinga, Héraðsskjalasafni Austfirðinga og Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:15