Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. nóvember 2012.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. nóvember 2012 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerð oddvitafundar uppsveita Árnessýslu, 2. nóvember 2012.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Sameining á lögbýlinu Ásgarði 3 og Ásgarði árbakka, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur skjal vegna sameiningar á lögbýlinu Ásgarði 3, landnúmer 220978 og Ásgarði árbakka, landnúmer 220979. Eftir sameiningu mun lögbýlið heita Ásgarður 3 með landnúmerið 220978 og mun landnúmerið 220979 falla niður og réttindi þess og skyldur færast á landnúmerið 220978. Sveitarstjórn samþykkir sameininguna.
4. Samstarfssamningur um verkefni vegna IPA styrkumsóknar Uppsveita Árnessýslu.
Fyrir liggur samstarfssamningur milli Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps vegna umsóknar um IPA styrk vegna verkefnis um ferðaþjónustu og lýðheilsu í sveitarfélögunum í Uppsveitum Árnessýslu. Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og oddvita falið að undirrita samninginn.
5. Stofnsamningur Héraðsnefndar Árnesinga bs.
Fyrir liggja drög að stofnsamningi fyrir Héraðsnefnd Árnesinga bs. Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og oddvita falið að undirrita samninginn.
6. Fulltrúar á aukaaðalfund SASS.
Fulltrúar á aukaaðalfund SASS sem haldinn verður á Selfossi þann 14. desember n.k. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti og Guðmundur Ármann Pétursson verði fulltrúar sveitarfélagsins á aukaaðalfundinum og Hörður Óli Guðmundsson, varaoddviti og Sigurður Karl Jónsson til vara.
7. Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2013 frá Samtökum um kvennaathvarf.
Fyrir liggur beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2013 fá Samtökum um kvennaathvarf að fjárhæð 100.000 kr. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
8. Beiðni um styrk við Snorraverkefnið sumarið 2013.
Fyrir liggur beiðni frá Snorrasjóð um styrk til Snorraverkefnisins sumarið 2013 þar sem markmið verkefnisins er að auka tengsl Íslendinga við samfélag fólks af íslenskum ættum í Kanada og Bandaríkjunum. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
9. Beiðni um styrk vegna starfsemi Landsbyggðin lifi.
Fyrir liggur beiðni frá starfseminni Landsbyggðin lifi um styrk að fjárhæð 20.000 – 50.000 kr. til að sinna grunnstarfsemi samtakanna. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
10. Beiðni um styrk frá Blátt áfram vegna forvarnarverkefnis gegn kynferðisofbeldi á börnum á Íslandi.
Fyrir liggur beiðni frá Blátt áfram forvarnarverkefnis gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi þannig að Blátt áfram verði valið fyrir styrk í stað jólakorts í ár. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
11. Bréf frá starfsmönnum Þjóðskrár Íslands á Selfossi um að starfsemi á umdæmisskrifstofunni á Selfossi verði lögð niður frá og með næstu áramótum.
Fyrir liggur bréf frá starfsmönnum Þjóðskrár Íslands á Selfossi, dagsett 31. október 2012 um að starfsemi á umdæmisskrifstofunni á Selfossi verði lögð niður frá og með næstu áramótum. Sveitarstjórn mótmælir því harðlega að hagræðing ríkisstofnunar sé að flytja störf frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins.
Sveitarstjórn hefur auk þess þungar áhyggjur af því að skráningar fasteigna muni taka enn lengri tíma en verið hefur.
12. Beiðni um styrk frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, verkefni sem hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins.
Fyrir liggur beiðni frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda um styrk að fjárhæð 25.000 – 200.000 kr. vegna verkefnis sem hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
13. Bréf frá Félagi tónlistarkennara þar sem óskað er eftir tilnefningum sveitarfélaga inn í fagráð tónlistarskóla, vettvang Félags tónlistarkennara um fagleg málefni.
Fyrir liggur bréf frá Félagi tónlistarkennara, dagsett 12. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir tilnefningum sveitarfélaga inn í fagráð tónlistarskóla, vettvang Félags tónlistarkennara um fagleg málefni. Sveitarstjórn vísar erindinu til afgreiðslu Skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.
14. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög), 120. mál.
Frumvarpið lagt fram.
15. Bréf frá Skipulagsstofnun um gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 9. nóvember 2012 um gildi deiliskipulaga sem birt hafa verið í B-deild Stjórnartíðinda eftir að ný skipulagslög tóku gildi 1. janúar 2011 og athuga hvort meira en þrír mánuðir hafi liðið frá því að deiliskipulagið var samþykkt í sveitarstjórn þar til það var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa, Pétri Inga Haraldssyni, að vinna að málinu.
16. Drög að landskipulagsstefnu 2013-2024.
Á fundi sveitarstjórnar þann 3. október s.l. lá fyrir bréf frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024. Sveitarstjórn óskaði eftir áliti Skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps á tillögunni. Umsögn Skipulags- og byggingarnefndar liggur fyrir ásamt umsögn Skipulagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Eftirfarandi eru athugasemdir skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps við auglýsta tillögu að Landsskipulagsstefnu 2013-2024.
Hlutverk Skipulagsstofnunar
Það er almennt óheppilegt að Skipulagsstofnun hafi bæði það hlutverk samkvæmt lögum að leggja fram tillögu að Landsskipulagsstefnu og staðfesta aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaga. Þetta tvöfalda hlutverk stofnunarinnar getur að mati nefndarinnar leitt til vanhæfis við túlkun á því hvort að ákvæði aðalskipulag séu í samræmi við gildandi landsskipulagsstefnu.
Stefnur og áætlanir opinberra aðila
Í kafla 1.3.1 er sett fram yfirlit um stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða landnotkun. Svo virðist sem það vanti að tilgreina og fara yfir áætlanir sem varða uppbyggingu hins opinbera og geta haft mikil áhrif á búsetumynstur s.s. áætlanir er varða heilsugæslu, sjúkrahús, þjónustu við aldraða, lögregluumdæmi o.s.frv.
Stefna um búsetumynstur
Í kafla um búsetumynstur er of neikvæð umfjöllun um búsetuþróun í dreifbýli landsins án þess að fyrir því liggi haldbær rök. Fram kemur að í í landsskipulagsstefnunni séu skýrðar leiðir til að gera búsetumynstrið sjálfbærara og hagkvæmara fyrir sveitarfélögin. Spurningin er þá hvað telst vera sjálfbært og hagkvæmt fyrir dreifbýlissveitarfélög. Fram til þessa hefur ekki verið litið á íbúafjölgun í dreifbýlinu sem vandamál, frekar hið gagnstæða. Í flestum dreifbýlissveitarfélögum er eitt mikilvægasta verkefni sveitarstjórna að tryggja að íbúum fjölgi, eða a.m.k. reyna að viðhalda þeim íbúafjölda sem er til staðar, þar sem fækkun íbúa hefur neikvæð áhrif á tekjur sveitarfélaga þar sem færri þurfa að standa undir þjónustunni og samfélagið verður veikara sem heild. Það ætti því ekki að koma á óvar að mörg sveitarfélög hafa ekki verið neikvæð gagnvart hugmyndum um „búgarðabyggð“ eða gagnvart beiðnum um byggingu stakra íbúðarhúsa þó svo að nýir íbúar ætli ekki að stunda hefðbundinn landbúnað. Er það endilega óhagkvæmt og ósjálfbært fyrir sveitarfélögin að þjónusta aðeins fleiri íbúa sem búa út í sveitinni frekar en færri. Það þarf t.d. að alltaf að vera með skólaakstur og ég er ekki viss um að það teljist óhagkvæmt að ná í 8 börn frekar en 2-3.
Skipulag miðhálendisins
Í landsskipulagsstefnu virðis aðal áherslan vera á friðlýsingu og verndun á miðhálendinu en lítið sem ekkert er talað um mögulega nýtingu.
Þá er skilgreining á hugtakinu víðátta ekki nægjanlega skýr í ljósi mikilvægi þess í landsskipulagsstefnunni í tengslum við uppbyggingu.
Landsskipulagsstefna gerir ráð fyrir að landshlutasamtök verði ábyrg fyrir málefnum er varða miðhálendið. Er þetta sérstakt þar sem slík samtök hafa ekki skilgreint hlutverk sem stjórnvald samkvæmt skipulagslögum til að setja fram stefnumörkun er varðar landnotkun.
Að öðru leyti er tekið undir athugasemdir sem fram koma í umsögn skipulagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2013-2024.
Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á að fullt tillit verði tekið til athugasemda skipulags- og byggingarnefndar og gerir athugasemdir og tillögur nefndarinnar að sínum.
17. Lóðarleigusamningur á golfvellinum að Minni Borg.
Fyrir liggja drög að lóðarleigusamningi um viðskipta- og þjónustulóð undir hótelbyggingu inn á golfvellinum að Minni – Borg. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og oddvita falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
18. Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2013.
Fyrir liggja tillögur að álagningu gjalda og gjaldskrármála vegna 2013.
Útsvarshlutfall árið 2013 verði óbreytt 14,48%.
Fasteignaskattur A, 0,475% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.
Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C, 1,60% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.
Afsláttur er af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar eða meira og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign.
Afslættir vegna fasteignagjalda 2013 hjá elli- og örorkulífeyrisþegum:
|
Tekjuviðmiðun |
|
|
Einstaklingar |
Frá |
Að |
afsláttur |
|
0 |
2.015.722 |
100 % |
|
2.015.723 |
2.222.702 |
80% |
|
2.222.703 |
2.446.463 |
50% |
Hjón |
|
|
|
|
0 |
2.828.724 |
100% |
|
2.828.725 |
3.056.216 |
80% |
|
3.056.217 |
3.447.797 |
50% |
|
|
|
|
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:
Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.
- Seyra, seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði kr. 6.817 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,1% af fasteignamati húss.
Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðamörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 150.000.
Sorp, álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar vegna heimilissorp er:
Sorphirðugjald:
Ílátastæðir Grátunna Blátunna
240 L ílát 13.109 kr. 5.686 kr.
660 L ílát 37.828 kr. 17.406 kr.
1.100 L ílát 62.169 kr. 28.135 kr.
Grátunna: Hirðing á 14 daga fresti.
Blátunna: Hirðing á 42 daga fresti.
Sorpeyðingargjald:
Íbúðarhúsnæði 15.854 kr.
Frístundahúsnæði 10.466 kr.
Lögbýli 6.978 kr.
Fyrirtæki 13.955 kr.
Gjaldfrjálst verður á gámastöð fyrir allt að 3 m3 vikulega.
Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.
Móttökugjald á einn m3 4.000 kr.
Vatnsveita, vatnsskattur íbúðarhúsa verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 40.000 og lágmarksálagning verði kr. 20.000 á hús. Vatnsskattur frístundahúsa verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 40.000 og lágmarksálagning verði kr. 20.000 á hús. Vatnsskattur fyrirtækja verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 150.000 og þau fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti. Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 373.451. Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 563.017. Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 20.000. Fyrir ný skipulagða frístundabyggð sem tengjast skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 40.000 fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.
Gjaldskráin miðast við að heimtaug í sumarhús sé 20mm. Velji menn 25mm heimtaug tvöfaldast tengigjaldið og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.
6. Hitaveita, 5. gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps breytist þannig:
A. Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lámarksstilling er 3,0 l/mínútu.
Hemlagjald fyrir hvern mínútulíter á mánuði hækkar úr kr. 2.036 í kr. 2.117.
B. Eldri samningar
Þar sem vatnið er keypt skv. hemli beint úr stofnlögn hækkar gjald fyrir hvern mínútulíter úr kr. 1.815 á mánuðií kr. 1.888.
C. Rúmmetragjald skv. mæli:
Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns hækkar úr kr. 96,87 í kr. 100,70.
Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 6.351 á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.
Mælagjald á mánuði:
C1 Stærð mælis/hemils DN 15 1.010 kr.
C2 Stærð mælis/hemils DN 20 1.442 kr.
C3 Stærð mælis/hemils DN 25 1.785 kr.
C4 Stærð mælis/hemils DN 32 2.127 kr.
C5 Stærð mælis/hemils DN 40 2.470 kr.
C6 Stærð mælis/hemils DN 50 3.381 kr.
D. Stofngjöld
Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 539.012 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 205kr/m3. Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 313.327 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 205kr/m3. Fyrir sumarhús er stofngjaldið kr. 539.012. Gjald fyrir auka mælagrind er kr. 80.421.
Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða 4.027 kr. fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.
E. Önnur gjöld
Lokunargjald verður kr. 15.000 og auka álestur kr. 7.000.
7. Lóðaleiga, verði 1% af lóðamati.
8. Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg, verði eftirfarandi:
Sund: fullorðnir, 17-67 ára börn 7-16 ára
Stakt skipti 420 kr. 210 kr.
10 miða kort 3.400 kr. 1.700 kr.
30 miða kort 8.700 kr. 4.350 kr.
Árskort 25.000 kr. 12.500 kr.
Börn 0-6 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá frítt í sund.
Þreksalur:
Stakt skipti 730 kr.
10 miða kort 5.200 kr.
30 miða kort 12.500 kr.
Árskort 25.000 kr.
Íþróttasalur:
Fullorðinn – 60 mín. 420 kr.
Barn – 60 mín. 210 kr.
Hálfur dagur 6.250 kr.
Heill dagur 12.500 kr.
Sturta 170 kr.
9. Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla, verði eftirfarandi:
4 klst vistun 11.470 kr.
4,5 klst vistun 12.906 kr.
5 klst vistun 14.338 kr.
5,5 klst vistun 15.773 kr.
6 klst vistun 17.209 kr.
6,5 klst vistun 18.641 kr.
7 klst vistun 20.075 kr.
7,5 klst vistun 21.509 kr.
8 klst vistun 22.944 kr.
10. Gjaldskrá mötuneytis, verði eftirfarandi:
Stakur hádegisverður í leikskóladeild 156 kr.
Hádegisverður pr. mánuð í leikskóladeild 2.992 kr.
Stök hressing í leikskóladeild 81 kr.
Hressing pr. mánuð í leikskóladeild 1.780 kr.
Hádegisverður fyrir grunnskóladeild 281 kr.
Mjólk pr. mánuð í grunnskóladeild 416 kr.
Ávextir og brauð pr. mánuð í grunnskóladeild 1.040 kr.
Hádegisverður, eldri borgara 359 kr.
Hádegisverður, kostgangara 950 kr.
Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2013.
Sveitarstjórn samþykkir tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.
19. Fjárhagsáætlun 2013-2016, seinni umræða.
Sveitarstjórn vekur athygli á að skerðing á framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá árinu 2012 til ársins 2013 nemur um það bil 45 millj. kr. og munar þar mestu um framlag vegna grunnskóla sem samið var um vegna yfirfærslu grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Ekki var gert ráð fyrir þessari skerðingu í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins sem samþykkt var á árinu 2011. Má sveitarfélagið búast við skerðingu á næstu árum vegna framlaga til málefna fatlaðra? Sveitarstjórn krefst þess að öllum breytingum á reglum Jöfnunarsjóðs verði þannig hagað að gera megi ráð fyrir þeim í áætlunum sem leggja á fyrir til samþykktar samkvæmt lögum.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 var tekin til lokaafgreiðslu. Niðurstöður áætlunarinnar eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Rekstrarniðurstaða A-hluta tekjur umfram gjöld 39.628
Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld -2.061
Handbært fé frá rekstri A-hluti 124.727
Handbært fé frá rekstri samstæðu 122.413
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð samtals 73,6 millj. kr. Helstu liðir í fjárfestingu eru í eignasjóði. Ekki er gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga en gert er ráð fyrir sölu eigna sveitarfélagsins að fjárhæð 150 millj. kr.
Einnig liggur fyrir 3ja ára fjárhagsáætlun og eru helstu lykiltölur samstæðureikningsins í þúsundum króna:
2014 2015 2016
Tekjur 661.560 633.938 642.054
Gjöld 534.781 535.948 536.261
Fjármagnsgjöld 49.013 40.955 33.085
Rekstrarafgangur 77.766 57.035 72.708
Eignir 1.589.812 1.622.794 1.669.223
Skuldir 900.173 876.120 849.841
Eigið fé 689.639 746.674 819.382
Fjárfestingar (nettó) 60.000 25.000 0
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2013 og framlagða 3ja ára áætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2014-2016.
Til kynningar
SASS. Fundargerð 461. stjórnarfundar 05.11 2012.
Ályktanir ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2012.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:45