Fara í efni

Sveitarstjórn

583. fundur 14. janúar 2025 kl. 18:00 - 18:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir

Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.

1. Samkomulag um starfslok fráfarandi sveitarstjóra.
Fyrir liggur undirritað samkomulag um starfslok fráfarandi sveitarstjóra í samræmi við ráðningarsamning sem var undirritaður 4. júlí 2022, sbr. einnig viðauka við ráðningarsamning frá 17. janúar 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samkomulagið samhljóða. Gögn er varða starfslokin eru færð í trúnaðarmálabók.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps sinni störfum sveitarstjóra samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs sveitarstjóra.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.: 18:10.

Getum við bætt efni síðunnar?