Sveitarstjórn
Ása Valdis Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða.
a) Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 0147/2025 í Skipulagsgátt.
b) Skipun nefndar vegna skólahúsnæðis.
- Fundargerðir.
a) Fundargerð 24. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 24. febrúar 2025.
Mál nr. 2d og 7 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 24. fundargerð Framkvæmda- og veitunefndar, dagsett 24. fundargerð Framkvæmda- og veitunefndar, dagsett 24. febrúar 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2d; Aukaverk.
Fyrir liggur kostnaðaraukning vegna frágangs á gólfi í lyftustokk vegna kröfu frá vinnueftirliti og kostnaðaraukning vegna rykbindingar lofta sem er um 180 m2 umfram það sem áætlað var í magnskrá. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Framkvæmdar- og veitunefndar um að gengið verði frá gólfinu í lyftustokk og að loft verði rykbundin ef arkitekt hússins telur þörf á því.
Mál nr. 7; Minnisblað um jólaskraut á Borgarsvæði.
Fyrir liggur minnisblað Steinars Sigurjónssonar og Ragnars Guðmundssonar, dags. 21.janúar 2025 um jólaskraut á Borgarsvæði. Í minnisblaðinu kemur fram að núverandi ljós á ljósastaurum séu úr sér gengin og enginn sem tekur að sér að þjónusta þau lengur. Lagðar eru fram fjórar mismunandi tillögur að nýjum jólaljósum en töluverður verðmunur er á þeim ljósum sem sett eru fram í minnisblaðinu. Í minnisblaðinu er lagt til að keypt verði klassísk stjarna með greni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að keypt verði klassísk stjarna með greni.
b) Fundargerð 30. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps 12. febrúar 2025.
Mál nr. 2 og 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 30. fundargerð Ungmennaráðs, dagsett 12. febrúar 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2; Fundarhöld Ungmennaráðs.
Á fundi Ungmennaráðs var fundarfyrirkomulag ráðsins tekið til umræðu. Í samræmi við 9. gr. samþykkta Ungmennaráðs var lögð fram tillaga um að funda reglulega á miðvikudögum eftir að grunnskóla lyki, með það að markmiði að efla starfsemi ráðsins og auka virkni fulltrúa þess.
Eftir umræður var samþykkt að óska eftir heimild sveitarstjórnar til að halda mánaðarlega fundi ráðsins, auk þeirra funda sem kveðið er á um í samþykktum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að haldnir verði mánaðarlegir fundir.
Mál nr. 4; Aðild ungmennaráðs í nefndum sveitarfélagsins.
Á fundi Ungmennaráðs var rætt um möguleika á aðild ráðsins að nefndum sveitarfélagsins, einkum þeim sem fjalla um aðstöðu-, tómstunda- og skólamál ungmenna. Ráðið telur mikilvægt að ungmenni séu virkir þátttakendur í stefnumótun og ákvörðunum sem varða þeirra málefni. Með aðkomu að nefndum sveitarfélagsins fá ungmenni aukna innsýn í stjórnsýslu og tækifæri til að leggja fram sjónarmið sín á viðeigandi vettvangi.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og beinir því til allra nefnda sveitarfélagsins að vera í samráði við ungmennaráð varðandi málefni sem þau varðar.
c) Fundargerð 297. fundar skipulagsnefndar UTU, 26. febrúar 2025.
Mál nr. 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 26 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 297. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 26. febrúar 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 6; Lækjartún 1 L237691; Aukið nýtingarhlutfall; Deiliskipulagsbreyting – 2502048.
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Lækjartúns 1 innan þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Í breytingunni felst að óskað eftir að auka leyfilegt nýtingarhlutfall úr 0,35 í 0,38. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins haldast óbreyttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða beiðni um breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 7; Vaðnesvegur 8E (L169734); byggingarheimild; sumarhús – 2502020.
Móttekin var umsókn þann 07.02.2025 um byggingarheimild fyrir nýju 106 m2 sumarhúsi í staðinn fyrir sumarhús mhl 01, 70 m2 sem verður rifið á sumarbústaðalandinu Vaðnesvegur 8E L169734, fasteignanúmer 2208332 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Fyrir er hús á staðnum sem verður rifið og telur sveitarstjórn því ljóst að grenndaráhrif vegna framkvæmdarinnar séu ekki til staðar. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 8; Hestur lóð 17 (L168530); byggingarheimild; sumarhús – viðbygging – 2502031.
Móttekin var umsókn þann 06.02.2025 um byggingarheimild fyrir 20 m2 viðbyggingu við sumarhús á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 17 L168530 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 63,5 m2.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 9; Kerið 1 L172724; Skilmálabreytingar, lóðabreytingar og breytt byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2502055.
Lögð er fram uppfærð tillaga deiliskipulagsbreytingar frá því sem var tekið fyrir á 297. skipulagsnefndarfundi. Deiliskipulagsbreytingin tekur til Kersins 1 L172724 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að lóð nr. 2 er felld niður og stærð og staðsetning lóða nr. 1 og 3 breytist. Einnig breytist og stækkar byggingarreitur á lóð nr. 1. Byggingamagn á lóð nr. 1 eykst um 250 m2, úr 1.000 m2 í 1.250 m2. Hámarkshæð byggingar hækkar úr 6 m í 8,5 m. Jafnframt er lögð fram tillaga um að lóðirnar innan deiliskipulagsins fái staðföngin Kervegur 2 og Kervegur 4.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við staðföngin og samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 10; Krókur land L219678; Breytt landnotkun; Fyrirspurn – 2502054.
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Krók land L219678 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Eigandi Króks lands L219678 hyggst sækja um stofnun lögbýlis á jörð sinni en við skoðun á skipulagsáætlun sem gilda um landið og skráningu þess hjá HMS hefur hins vegar komið í ljós ósamræmi í skráðri landnotkun. Óskað er eftir því að þessu verði breytt þannig að landið verði skilgreint að öllu leyti sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.
Landið sem um ræðir er um 19,4 ha að stærð og lendir að mestu innan óbyggðs svæðis samkvæmt skilgreiningu aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps, hluti landsins fellur þó innan landbúnaðarsvæðis auk þess sem hluti þess lendir innan deiliskipulags upprunajarðarinnar L170822. Innan deiliskipulags er landið að hluta til skilgreint sem golfvöllur auk þess sem skilgreindar virðast heimildir fyrir frístundalóðum á svæðinu sem skarast inn á viðkomandi landeign. Núverandi landeigandi eignast landið árið 2021 og gerir sveitarstjórn ráð fyrir því að við kaupin á landinu hafi viðkomandi kynnt sér skipulagslega stöðu landsins. Að mati sveitarstjórnar hefði verið æskilegt að landið væri innan landnotkunarflokks landbúnaðarlands, eða að öðrum kosti væri það skilgreint sem íþróttasvæði í ljósi þess að samkvæmt deiliskipulagi er það að mestu skilgreint sem golfvöllur. Á grundvelli framlagðrar beiðni er þó ljóst að landeigandi hefur ekki í hug að byggja upp golfvöll innan svæðisins.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að unnin verði aðalskipulagsbreyting í takt við framlagða fyrirspurn. Sveitarstjórn vísar því jafnframt til málsaðila að hafa samráð við landeigenda upprunalands varðandi deiliskipulag frístundabyggðar og golfvallar á svæðinu m.t.t. breytingar á deiliskipulagi í takt við raunverulega notkun og væntingar um notkun svæðisins.
Mál nr. 11; Brúnavegur 4 L168343 í landi Ásgarðs; Gisting flokkur I og II; Deiliskipulagsbreyting – 2412006.
Lögð er fram, eftir auglýsingu, umsókn sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki II innan svæðisins. Athugasemdir bárust á auglýsingartíma og voru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn synjar samhljóða tillögunni á grundvelli þeirra andmæla sem bárust við kynningu deiliskipulagsbreytingar.
Mál nr. 12; Hæðarendi lóð L168825; Athafnasvæði; Deiliskipulag – 2409031.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags, eftir auglýsingu, sem tekur til iðnaðarsvæðis I11 í landi Hæðarenda í Grímsnes- og Grafningshreppi. Á svæðinu fer fram vinnsla á kolsýru/koltvísýring úr vatni sem dælt er upp úr borholum í nágrenninu. Skipulagssvæðið tekur til lóðar með staðfang og landeignarnúmer samkvæmt fasteignaskrá: Hæðarendi lóð L168825. Stærð lóðar/skipulagssvæðis er 5.010 m². Aðkoma er til staðar af Búrfellsvegi (351). Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og uppfærðum gögnum. Einnig eru lagðar fram niðurstöður sýnatöku úr affalsvatni sem framkvæmd var í desember sl.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 13; Villingavatn bátaskýli L237203; Bátaskýli; Deiliskipulag – 2408067.
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til skilgreiningar á byggingarheimildum fyrir geymsluhúsnæði/skemmu á lóð Villingavatns bátaskýli L237203. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Þar sem fyrir liggur að nýir eigendur jarðarinnar Villingavatns gera ekki athugasemdir við framlagt deiliskipulag, samþykkir sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps deiliskipulagtillöguna eftir auglýsingu. Að mati sveitarstjórnar hefur verið brugðist við þeim umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra gagna. Sveitastjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.
Mál nr. 14; Vaðholt 2 L219744; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2502068.
Lögð er fram tillaga sem tekur til misræmis á milli skilmála gildandi deiliskipulags fyrir Vaðholt 2 L219744 og skilgreindrar landnotkunar samkvæmt. aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Samkvæmt breytingu á deiliskipulagi sem gerð var 2014 er gert ráð fyrir að lóðin sé landbúnaðarlóð þar sem ráðgert er að heimilt verði að stofna lögbýli. Samhliða var unnin óveruleg breyting á aðalskipulagi þar sem viðkomandi svæði var breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarland. Við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins lenti lóðin aftur innan frístundasvæðis þrátt fyrir viðkomandi breytingar og gildandi deiliskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar.
Mál nr. 15; Hraunbraut 1 L213339 og Skólabraut 8 L194470; Breytt skilgreining, stækkun lóðar og aukið byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2502069.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Hraunbrautar 1 og Skólabrautar 8 innan þéttbýlisins að Borg. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits umhverfis Skólabraut 8 og að lóð Hraunbrautar 1 er breytt úr lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir raðhús.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til sama svæðis.
Mál nr. 16; Brjánsstaðir land 1 L200776; Fjölgun lóða og þjónustulóð; Deiliskipulagsbreyting – 2411045.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Brjánsstaða lands 1 L200776. Málinu var frestað á 582. fundi sveitarstjórnar og er nú lagt fram að nýju með uppfærðum gögnum. Í tillögunni felst að lóðum verði fjölgað um tvær innan deiliskipulagssvæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 17; Efri-Brú Kvíanes lóð 1 (Kvíaból) L198858; Kvíanes og Kvíar; Stofnun lóða og breytt heiti – 2502067.
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 19.02.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar skiptingu landeignar í 3 landeignir. Óskað er eftir að stofna annars vegar 26.414,2 fm lóð, Kvíanes, og hins vegar 27.952,7 fm lóð, Kvíar, úr landi Efri-Brú Kvíanes lóð 1 sem verður 29.633,1 fm eftir skiptingu. Jafnframt er óskað eftir að upprunalandið fá heitið Kvíaból í stað Efri-Brú Kvíanes lóð 1.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun landeigna samkvæmt framlagðri merkjalýsingu. Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðanna en bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingu á staðfangi.
Mál nr. 26; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 25-221 - 2501005F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 25-221.
d) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ), 17. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð Héraðsskjalasafns Árnesinga, 13. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 25. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 12. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð 15. fundar Byggðarsafns Árnesinga, 20. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h) Fundargerð 26. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, 17. desember 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
i) Fundargerð 27. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, 4. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
j) Fundargerð 21. fundar stjórnar Arnardrangs, 27. janúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð 331. fundar stjórnar SOS, 25. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
l) Fundargerð 965. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 18. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
m) Fundargerð 966. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 19. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
n) Fundargerð 967. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 20. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
o) Fundargerð 968. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 21. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
p) Fundargerð 969. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 24. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2025.
Húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árið 2025 er nú lögð fram til samþykktar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða Húsnæðisáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps 2025.
3. Lóðarleigusamningur Vaðnes lóð 6.
Lagður er fram lóðarleigusamningur vegna Vaðnes lóðar 6, L217666, dagsettur 16. nóvember 2023, milli landeiganda og Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps kt. 610409-0910.
Sveitarstjórn staðfestir að lóðarleigusamningur um lóðina þar sem Grímsnes- og Grafningshreppur og Orkubú Vaðnes ehf., kt. 450608-1220 eru leigutakar, dagsett 2. september 2009, sé úr gildi fallinn og skuli afmáður úr þinglýsingarbók. Sveitarstjórn staðfestir áritun þáverandi sveitarstjóra, Iðu Marsibilar Jónsdóttur á lóðarleigusamninginn vegna þessa.
4. Afsal Vaðnes lóð 6, L217666.
Lagt er fram afsal vegna mannvirkja á Vaðnes lóð 6, L217666, fasteignanúmer 2318550. Sveitarstjórn samþykkir afsal mannvirkja á lóðinni til Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps en um er að ræða dælustöð (mhl 010101) og rafstöðvarhús (mhl 020101). Kaupverð mannvirkja er 0 kr. enda eru mannvirkin nýtt til reksturs hitaveitu afsalshafa.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita afsalið fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps sem afsalsgjafa og oddvita Grímsnes- og Grafningshrepps að undirrita fyrir hönd Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps sem afsalshafa.
5. Fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis mál nr. 12771/2024.
Fyrir liggur erindi frá Umboðsmanni Alþingis, dagsett 26. febrúar 2025 þar sem kemur fram að til umboðsmanns Alþingis hefur leitað Björgvin Njáll Ingólfsson með kvörtun er lýtur að ákvörðun sveitarstjórnar Grímsness- og Grafningshrepps 19. september 2023 um að synja honum um endurgreiðslu á mismuni þeirrar fjárhæðar sem honum var gert að greiða fyrir árskort í íþróttamiðstöð og sundlaug sveitarfélagsins og þeirrar sem íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu var gert að greiða. Umboðsmaður Alþingis óskar eftir að sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps lýsi afstöðu sinni til kvörtunarinnar og veiti umboðsmanni upplýsingar og skýringar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Óskari Sigurðssyni lögmanni sveitarfélagsins og sveitarstjóra að svara erindinu.
6. Erindi frá Vegagerðinni um nýjan héraðsveg að bænum Bíldsfelli.
Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni, dagsett 18. febrúar 2025 þar sem tilkynnt er um að umsókn um nýjan héraðsveg að Bíldsfelli (L216763) hafi verið samþykkt.
7. Afstaða innviðaráðuneytisins vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð – Mosamói 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagt fram til kynningar erindi frá innviðaráðuneytinu, dagsett 18. febrúar 2025, þar sem beiðni um undanþágu frá d-lið gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 vegna byggingarreitar fyrir frístundahús og aukahús á lóðinn Mosamói 1, Grímsnes- og Grafningshreppi í 70 metra fjarlægð frá Biskupstungnabraut 35-01 er hafnað.
8. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús að Lautarbrekku 7, fnr. F2345104.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 24. febrúar 2025, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Lautarbrekku 7 F2345104.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II að Lautarbrekku 7 F2345104 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
9. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokk II, H Frístundahús að Straumnesi, fnr. F2353172.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 14. febrúar 2025, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Straumnesi, fnr. F2353172.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II, H að Straumnesi, fnr. F2353172 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins. Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
10. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna afturköllunar umsóknar á gistileyfi II fyrir Jórukleif, Rofabæ 4, 805 Selfossi fnr. F2209648.
Lagt fram til kynningar erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 19. febrúar 2025 þar sem tilkynnt er um að umsókn vegna gistileyfis II fyrir Jórukleif, Rofabæ 4, 805 Selfossi fnr. F2209648 sé afturkölluð af umsækjanda.
11. Aðalfundur Límtrés Vírnets ehf 2025.
Lagt fram til kynningar boð á aðalfund Límtré Vírnets ehf. sem haldinn verður 6. mars.2025.
12. CanAm Iceland Hill Rally 2025.
Fyrir liggur bréf frá Tryggva M. Þórðarsyni f.h. keppnisstjórnar CanAm Iceland Hill Rally 2025, dagsett 17. febrúar 2025, þar sem sótt er um leyfi sveitarfélagsins til að halda fyrrnefnda keppni á vegi sem undir sveitarfélagið fellur. Leiðin sem um ræðir er eilítill hluti Eyfirðingavegar, hluti vegar er tengir Eyfirðingaveg við gamla “Lyngdalsheiðar” veginn og hluti gamla “Lyngdalsheiðar” vegarins til vesturs. Keppnin verður haldin dagana 7. – 10. ágúst 2025.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að keppnin verði haldin á umræddum vegi. Minnt er á að huga þarf vel að merkingum vegna keppninnar og skilja við svæðið í sama ástandi og tekið var við því.
13. Skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála um frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
14. Kjarasamningar.
Sveitarstjóri fer yfir samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu og ný undirritaðan kjarasamning milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
15. Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 50/2025, „Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu um farsæld barna“.
Lagt fram til kynningar.
16. Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 32/2025, „Drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga“.
Lagt fram til kynningar.
17. Önnur mál.
a) Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 0147/2025 í Skipulagsgátt.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun vegna máls nr. 0147/2025 í Skipulagsgátt um skógrækt í landi Villingavatns, nr. 0147/2025: Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).
Að mati sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps er með fullnægjandi hætti gert grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á innan framlagðrar matsskyldufyrirspurnar. Að mati sveitarstjórnar er skógrækt og uppgræðsla á röskuðu landi innan jarðarinnar Villingavatns ekki þess eðlis að þörf sé á umhverfismati vegna framkvæmdarinnar. Sveitarstjórn bendir þó á að í samræmi við stefnumörkun sem lögð hefur verið fram innan aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skógræktaráforma innan sveitarfélagsins er gert er ráð fyrir að svæði umfram 200 ha og stærri skuli almennt skilgreind sem skógræktarsvæði í aðalskipulagi og eftir atvikum minni svæði, þar sem um er að ræða samningsbundna eða skipulagða skógrækt s.s. til kolefnisbindingar. Viðkomandi áætlanir sem tilteknar eru innan matsskyldufyrirspurnar eru í því í öllum tilfellum háðar breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem svæðið skal skilgreint sem skógræktarsvæði og eftir atvikum gerð deiliskipulags sem tekur til einstakra framkvæmdaheimilda auk útgáfu framkvæmdaleyfis. Við útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir skógrækt leggur sveitarfélagið áherslu á að fram sé lögð áætlun og/eða deiliskipulag sem tekur til ræktunaráforma þar sem a.m.k. eftirfarandi atriði komi fram:
- Mati á verndargildi vistgerða á viðkomandi svæði
- Mat á landgæðum m.a. að teknu tilliti til líffræðilegrar fjölbreytni og að stuðlað sé að sjálfbærri landnýtingu lands.
- Mat áhrifa á þekktar forn- og náttúruminjar.
- Uppfærð fornleifaskráning, liggi fullnægjandi skráning ekki fyrir.
- Mat á áhrifum skógræktar á ásýnd og útsýni.
- Möguleg áhrif á grunnvatn, þ.m.t. vatnshlot.
- Gera grein fyrir jarðvinnslu s.s. plægingu, slóðagerð og tegundavali.
Auk þess eru sett fram eftirfarandi skilyrði:
- Á stærri skógræktarsvæðum skal m.a. hugað að tegundavali plantna m.t.t. brunavarna og flóttaleiða.
- Leitað skal umsagnar til Lands og Skóga, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar og eftir atvikum til annarra aðila og stofnana sem kunna að hafa hagsmuna að gæta, þegar kemur til umsóknar um framkvæmdaleyfi eða breytingu skipulags vegna skógræktar.
- Við skógrækt á opnum svæðum skal horft til þess að hámarka nýtingu svæðisins m.t.t. aðgengis almennings til útivistar og almennrar nýtingar á slíkum svæðum.
- Skógrækt í námunda við ár- og vatnsbakka skal ekki hindra frjálsa för manna.
- Skógrækt skal ekki valda snjósöfnun á vegum eða hindra vegsýn.
Að mati sveitarstjórnar má ná fram öllum þeim atriðum sem fjallað er um innan matsskyldufyrirspurnar innan skipulagsskilmála við skilgreiningu svæðisins í aðalskipulagi sem skógræktarsvæðis og eftir atvikum innan deiliskipulagsskilmála eða ræktunaráætlunar sem lögð skal fram við útgáfu framkvæmdaleyfis vegna fyrrgreindra skógræktaráforma.
b) Skipun nefndar vegna skólahúsnæðis.
Fyrir liggur að nemendum í Kerhólsskóla fer fjölgandi og mun Kerhólsskóli því þurfa meira rými. Verið er að byggja nýtt skrifstofurými á efri hæð í viðbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar sem áætlað er að verði rými fyrir skrifstofur sveitarfélagsins. Við flutninginn mun losna um rými sem áætlað er að Kerhólsskóli fái til umráða. Mögulega þarf að gera einhverjar breytingar á húsnæði Kerhólsskóla við þessar breytingar til að mæta betur þörfum skólans.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa nefnd vegna skólahúsnæðis sem vinna á að undirbúningi og mögulegri hönnun á húsnæðinu í heild sinni.
Nefndina skipa Pétur Thomsen fulltrúi og formaður skólanefndar sem jafnframt verður formaður nefndarinnar um skólahúsnæðið, Sigrún Hreiðarsdóttir og Sigríður Þorbjörnsdóttir sem fulltrúar Kerhólsskóla, Örvar Bjarnason sem fulltrúi foreldrafélagsins og Smári Bergmann Kolbeinsson sem fulltrúi sveitarstjórnar og formaður framkvæmda- og veitunefndar. Nefndinni er falið að funda með ýmsum hagaðilum og mun nefndin fá erindisbréf um verkefnið. Starfsmenn nefndarinnar verða sveitarstjóri og umsjónarmaður framkvæmda- og veitna. Nefndin á að skila afrakstri sínum í september.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.11:12