Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
- Fundargerðir.
a) Fundargerð 298. fundar skipulagsnefndar UTU, 12. mars 2025.
Mál nr. 2, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24 og 31 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 298. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 12. mars 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2; Heiðarbær við Þingvallavatn; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2206013.
Lögð er fram uppfærð tillaga deiliskipulags frístundabyggðar Heiðarbæjar við Þingvallavatn. Markmið deiliskipulagsins er að hafa til staðar deiliskipulag sem gefur heildarmynd af svæðinu þar sem lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir eru skýrar. Jafnframt að fylgja eftir stefnu Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps um að til skuli vera deiliskipulag fyrir eldri frístundasvæði. Með deiliskipulagsgerðinni er unnið að því að samþætta lóðamörk, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Hættumat vegna ofanflóða hefur verið unnið fyrir tillöguna auk þess sem fyrir liggur höfnun á undanþágu vegna skilgreiningar byggingarreita frá Þingvallavatni og Grafningsvegi -efri.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 15; Ásgarður frístundasvæði; Landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2403091.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 er varðar skilgreiningu á verslunar- og þjónustusvæði í landi Ásgarðs. Tilefni breytingarinnar eru áform landeiganda um uppbyggingu ferðaþjónustu á staðnum. Annars vegar er um að ræða hótel með veitingastað og hins vegar frístundahús til útleigu. Deiliskipulagsbreyting er lögð fram samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari. Athugasemdir og umsagnir bárust við skipulagslýsingu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 16; Ásgarður; Herjólfsstígur 2-12 og Óðinsstígur 1; Verslunar- og þjónustusvæði; Nýtt deiliskipulag og óveruleg breyting á DSK frístundsvæðis – 2403093.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til uppbyggingar á verslunar- og þjónustutengdri starfsemi í landi Ásgarðs auk óverulegrar breytingar á núverandi deiliskipulagi frístundabyggðar í Ásgarði. Breytingin er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem lögð er fram samhliða deiliskipulagsbreytingu þessari og nær til lóða 2-12 við Herjólfsstíg, lóðar Óðinsstígs 1 og þjónustulóðar við Búrfellsveg. Í breytingunni felst að skilmálar fyrir lóðir Herjólfsstíg 2-8 breytast að því leyti að þar er gert ráð fyrir frístundahúsum til útleigu. Herjólfsstígur 10 - 12, lóð við Óðinsstíg 1 og þjónustulóð við Búrfellsveg sameinast í verslunar- og þjónustulóð þar sem leyfilegt verður að reisa hótel/gistiheimili ásamt veitingastað og tilheyrandi þjónustumannvirkjum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða deiliskipulagstillöguna til kynningar og umsagnar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingu.
Mál nr. 17; Lyngdalur L168232; Skógrækt 2. áfangi; Framkvæmdarleyfi – 2412064.
Lögð er fram, eftir grenndarkynningu, umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til 2. áfanga skógræktar á jörðinni Lyngdal L168232. Í framkvæmdinni felst skógrækt á um 100 ha svæði í takt við framlagða umsókn. Umsagnir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum málsaðila.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni grenndarkynningu og umsögnum. Að mati sveitarstjórnar hefur þeim umsögnum sem bárust vegna málsins verið svarað með fullnægjandi hætti.
Mál nr. 18; Suðurbakki 3 L232548; Rekstrarleyfi; Deiliskipulagsbreyting – 2409012
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting, eftir auglýsingu, sem tekur til frístundabyggðar í landi Ásgarðs, hluti III (Búrfellsvegur að Sogi). Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu sumarhúsa innan deiliskipulagssvæðisins í takt við heimild aðalskipulags. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Athugasemdir bárust við umsóknina frá lóðarhafa innan svæðisins sem breytingin tekur til. Innan hennar er m.a. þær forsendur lagðar fram að sveitarstjórn hafi verið óheimilt að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu til kynningar innan svæðisins. Sveitarstjórn bendir á að með ferli grenndarkynningar umsóttar breytinga er megintilgangurinn sá að kynna öllum hlutaðeigandi innan svæðisins tillöguna og gefa viðkomandi kost á að veita andsvör eða mótmæla breytingunni. Í skilmálum aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps segir ekki að samþykki eigenda lóða á svæðinu skuli liggja fyrir heldur er tiltekið að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðis megi leggjast gegn starfseminni. Tilgangur kynningar breytingarinnar er einmitt sá að fyrir liggi að enginn lóðarhafi innan skipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni. Eftir kynningu málsins er ljóst að lóðarhafi innan skipulagssvæðisins leggst gegn breytingunni.
Sveitarstjórn synjar samhljóða tillögunni á grundvelli andmæla sem bárust við kynningu deiliskipulagsbreytingar.
Mál nr. 19; Miðbraut 1 L203103 og Miðbraut 3 L203104; Rekstrarleyfi í flokki II; Fyrirspurn - 2502075
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Miðbraut 1 L203103 og Miðbraut 3 L203104 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni felst hvort grundvöllur sé fyrir leyfi fyrir rekstri gististaðar í flokki II fyrir frístundahúsin.
Sveitarstjórn bendir á að almennt sé ekki heimilt að stunda rekstur á frístundasvæðum ef frá er talin heimild fyrir 90 daga gistingu sem einstaklingar geta nýtt sér fyrir útleigu sinna húsa. Innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps er tiltekið að slík starfsemi geti verið heimiluð á frístundasvæðum með ákveðnum fyrirvörum þar sem tiltekið er að heimilt sé að vera með rekstrarleyfisskylda gistingu hafi starfsemin tilskilin leyfi, bílastæði verði innan lóðar og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni. Gera skal grein fyrir starfseminni á deiliskipulagi. Starfsemin er því í öllum tilfellum háð beiðni um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Breytingin er kynnt öllum hlutaðeigandi innan deiliskipulagssvæðisins. Komi fram athugasemdir frá lóðarhöfum innan svæðisins við breytinguna er henni synjað í takt við stefnumörkun aðalskipulags.
Mál nr. 20; Torfastaðir 1 L170828; Breytt skilgreining lands í verslun og þjónustu og nýtt efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2502086.
Lögð er fram umsókn um aðalskipulagsbreytingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er Torfastaðir 1 L170828. Með breytingunni er annars vegar skilgreint nýtt verslunar- og þjónustusvæði, sem nær utan um um núverandi íbúðar- og útihús, og hins vegar er skilgreint nýtt efnistökusvæði. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið flokkað sem landbúnaðarsvæði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 21; Klausturhólar 177601; Endurbygging á rétt; Framkvæmdarleyfi – 2503015.
Lögð er fram beiðni um framkvæmdaleyfi sem tekur til viðhalds og endurbyggingar á Klausturhólarétt að hluta til. Gerðir verða tveir dilkar ásamt almenningi og hestagerði.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Mál nr. 22; Mat á umhverfisáhrifum; Vindorkugarður á Þorvaldsstöðum; Umsagnarbeiðni – 2503005.
Lögð er fram umsagnarbeiðni vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdar sem tekur til áætlana um vindorkugarð í landi Þorvaldsstaða í sveitarfélaginu Borgarbyggð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skila ekki umsögn.
Mál nr. 23; Grímkelsstaðir 12 (áður 33) L170844; Krókur L170822; Breytt heiti og stækkun lóðar – 2401041.
Lögð er fram, að nýju, umsókn ásamt uppfærðri merkjalýsingu dags. 10. mars.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar hnitsetta afmörkun og stækkun lóðarinnar Grímkelsstaðir 12 (áður 33) L170844. Lóðin er skráð með stærðina 2.585 fm en skv. merkjalýsingu þá mælist hún 4.913,7 fm eftir stækkun. Stækkunin kemur úr landi Króks L170822. Málinu var synjað á fundi sveitarstjórnar þann 16. október 2024 en nú liggur fyrir frekari rökstuðningur málsaðila vegna stækkunarinnar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu.
Mál nr. 24; Hallkelshólar lóð, L168514; Fiskeldi; Deiliskipulag – 2406077.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir fiskeldi að Hallkelshólum L168541 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem iðnaðarsvæði I13 og landbúnaðarsvæði L2 í gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Heildarstærð deiliskipulagssvæðis er um 13,6 ha. Leyfi er fyrir allt að 135 tonna framleiðslu á laxaseiðum með 100 tonna hámarkslífsmassa. Markmið með gerð deiliskipulags er að heimila áframhaldandi uppbyggingu iðnaðarstarfsemi og íbúðir fyrir starfsfólk. Afmarkaðir eru byggingareitir og settir skipulagsskilmálar vegna bygginga. Einnig eru settir rammar um mótvægisaðgerðir vegna mögulegra umhverfisáhrifa af starfseminni. Jafnframt er heimilt að byggja íbúðir fyrir starfsfólk. Umsagnir og athugasemdir bárust við skipulagslýsingu sem eru lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir samhljóða deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggja fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Mál nr. 31; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 25-222 - 2501005F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 25-222.
b) Fundargerð fagnefndar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ), 4. mars 2025.
Mál nr. 1 og 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð fagnefndar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ), dagsett 4. mars 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1; Tillaga að hækkun fjárhagsaðstoðar og breyttum gjaldskrám.
Lagðar fram tillögur um hækkun á fjárhagsaðstoð, greiðslum vegna stuðningsfjölskyldna og gjaldskrár vegna heimaþjónustu og akstursþjónustu.
Sveitarstjórn samþykkir tillögurnar samhljóða.
Mál nr. 2; Innleiðing farsældar – staða mála.
Lögð fram tillaga um að skipað verði í stýrihóp samkvæmt handbók um innleiðingu farsældar. Lagt er til að deildarstjórar/innleiðingarstjórar geri tillögu um hverjir eigi sæti í stýrihópum og kynni fyrir fagnefnd og aðildarsveitarfélögum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu fagnefndar um stýrihóp samkvæmt handbók um innleiðingu farsældar.
c) Fundargerð 212. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 11. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
d) Fundargerð 82. fundar stjórnar Bergrisans, 24. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
e) Fundargerð 81. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 19. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 964. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 7. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð 970. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h) Fundargerð 971. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 25. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Erindisbréf nefndar um skólahúsnæði.
Fyrir liggja drög að erindisbréfi fyrir nefnd um skólahúsnæði á vegum sveitarfélagsins sem skipuð var 5. mars 2025. Starfstími nefndarinnar er frá samþykkt þessa erindisbréfs og þar til nefndin hefur skilað inn tillögum í lok september 2025.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafninfshrepps samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf.
3. Erindisbréf nefndar um frístunda- og menningarstarf.
Fyrir liggja drög að erindisbréfi fyrir nefnd um frístunda- og menningarstarf á vegum sveitarfélagsins sem skipuð var 19. febrúar 2025. Starfstími nefndarinnar er frá samþykkt þessa erindisbréfs og þar til nefndin hefur skilað inn tillögum í lok september 2025.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafninfshrepps samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf.
4. Sumarlokun skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 21. júlí til og með 8. ágúst 2025.
5. Hestamannafélagið Jökull – ársskýrsla og ársreikningur 2024.
Lögð er fram til kynningar ársskýrsla og ársreikningur Hestamannafélagsins Jökuls fyrir árið 2024.
6. Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 164/2024.
Lagður fram til kynningar úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 164/2024 þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. október 2024 um að samþykkja deiliskipulag frístundasvæðis í Hraunkoti.
Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að hafna kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
7. Furuborgir, félag í frístundabyggð.
Lagt er fram afsal vegna sameignarlands Furuborga L238224, fasteignanúmer F2535234, sem er nú skráð með sér landeigna- og fasteignanúmer innan svæðis Furuborga. Upphaflega var heildarlandinu á Furuborgarsvæðinu, samtals um 23,9 hektarar, afsalað þann 16. júní 1988 til Stefánsbarna af hálfu Unnar Halldórsdóttur, þáverandi eiganda Minni-Borgar L168263. Síðar voru frístundahúsalóðir stofnaðar innan svæðisins, við Hóla-, Tungu- og Lækjarbraut, og kom hlutdeild hverrar lóðar í sameignarlandi svæðisins jafnframt fram í skráðri stærð lóðar í fasteignaskrá. Árið 2024 voru stærðir lóða skráðar samkvæmt nákvæmari hnitsetningu og tekin út hlutdeild hverrar lóðar í sameignarlandi svæðisins. Samhliða var þá sameignarland Furuborga stofnað, með landeignanúmer L238224 úr landi Minni-Borga, í stað þess að stofna lóð með viðkomandi hlutdeildarstærð úr hverri lóð innan umrædds svæði sem eru 33 talsins. Við það var Grímsnes- og Grafningshreppur skráður eigandi sameignarlandsins þar sem sveitarfélagið var þá orðið eigandi að upprunalandinu, L168263. Til að leiðrétta þá skráningu er umræddu sameignarlandi Furuborga nú formlega og að fullu afsalað til Furuborga, félags frístundahúsalóðareigenda í Furuborgum, en félagsmenn þess eru allir eigendur að frístundahúsalóðum í Furuborgum. Umrætt sameignarland Furuborga, landeignanúmer L238224, mælist og er skráð 38.212,7 fermetrar að teknu tilliti til hnitsettrar afmörkunar allra stofnaðra lóða á svæðinu. Engin mannvirki eru á lóðinni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkir framlagt afsal landsins á grunni ofangreindra skýringa og staðfestir undirritun sveitarstjóra frá 5.mars sl. Sveitarstjóra falið að ljúka málinu í samráði við Sýslumannsembættið á Suðurlandi.
8. Erindi frá Vegagerðinni um nýjan héraðsveg að bænum Ásgarði 2.
Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni, dagsett 28. febrúar 2025 þar sem tilkynnt er um að umsókn um nýjan héraðsveg að Ásgarði (L186425) hafi verið samþykkt.
9. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús að Undirhlíð 31b, fnr. 2349384.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 6. mars 2025, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Undirhlíð 31b, fnr. 2349384.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggjast gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II, að Undirhlíð 31b, fnr. 2349384 á þeim grundvelli að leyfisveitingin samræmist ekki heimildum gildandi deiliskipulags svæðisins. Sveitarstjórn bendir á að heimildir aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 gera ráð fyrir að gististarfsemi geti verið á frístundasvæðum. Þó er gerð krafa um að gististarfsemi sé skilgreind í skilmálum gildandi deiliskipulags. Heimildir fyrir gististarfsemi innan deiliskipulags eru háðar því að fjöldi bílastæða innan lóðar sé fullnægjandi og að enginn lóðarhafi innan deiliskipulagssvæðisins leggist gegn starfseminni við breytingu á deiliskipulagi eða við gerð nýs deiliskipulags.
10. Skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála um frumkvæðisathugun á akstursþjónustu sveitarfélaga.
Lögð er fram til kynningar skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar með niðurstöðum frumkvæðisathugunar á landsvísu á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldra fólk, í samræmi við 14. gr. laga nr. 88/2021 um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (lög um GEV).
11. Erindi frá 60plús í Laugardal.
Lögð fram til kynningar áskorun 60 plús í Laugardal varðandi það að komið verði á fót dvalarheimili fyrir aldraða að Lindarbraut 4. Þar er skorað á ríkið að nýta húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni sem dvalarheimili aldraðra.
12. Ársreikningur Límtré Vírnet ehf. 2024.
Lagður fram til kynningar ársreikningur Límtrés Vírnets ehf. fyrir árið 2024.
13. Sinfó í sundi.
Lagt er fram erindi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands, dags. 28. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir samstarfi við sundlaugar og sveitarfélög landsins vegna verkefnisins „Sinfó í sundi“ í tilefni af 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tekur jákvætt í erindið og vísar því til forstöðumanns íþróttamiðstöðvar.
14. Upplýsingabeiðni ASÍ, SGS og Eflingar um upplýsingar er varða útvistun ræstinga- og þrifastarfa.
Fyrir liggur bréf frá ASÍ, dagsett 6.mars 2025, þar sem óskað er eftir upplýsingu á grundvelli upplýsingalaga, nr. 140/2012 um útvistun sveitarfélagsins á ræstingum og þrifum sveitarfélagsins.
Grímsnes- og Grafningshreppur er aðeins með beinar ráðningar og því allir sem sinna ræstingum stafsmenn sveitarfélagsins. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu.
15. Erindi frá Samtökunum Landsbyggðin lifi.
Erindi frá samtökunum Landsbyggðin lifir, dags. 4. mars 2025, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélag í dreifbýli vegna þátttöku samtakanna í samstarfsverkefninu "Coming, Staying, Living - Ruralizing Europe".
Lagt fram til kynningar.
16. Þakkar- og hvatningarbréf mennta- og barnamálaráðherra vegna fyrirlagnar PISA 2025.
Lagt er fram þakkar- og hvatningarbréf mennta- og barnamálaráðherra vegna fyrirlagnar PISA 2025.
Lagt fram til kynningar.
17. Menningar- og viðskiptaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 57/2025, „Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (skilyrði fyrir skammtímaleigu, miðlun upplýsinga, tímabinding rekstrarleyfa)“.
Erindi frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu, dags. 13.03.2025, þar sem kynnt er samráð um frumvarp til laga um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (skilyrði fyrir skammtímaleigu, miðlun upplýsinga, tímabinding rekstrarleyfa)“. Umsagnarfrestur er til og með 24.mars nk.
Lagt fram til kynningar.
18. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál.
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál. Umsagnafrestur er til og með 20. mars nk.
Lagt fram til kynningar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.10:36