Sveitarstjórn
Ása Valdís Árnadóttir oddviti setti fund, bauð fundargesti velkomna og leitaði athugasemda við fundarboð, engar athugasemdir voru við boðun fundarins.
Oddviti leitar afbrigða.
Samþykkt samhljóða
a) Næsti fundur sveitarstjórnar.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 25. fundar Framkvæmda- og veitunefndar, 24. mars 2025.
Mál nr. 4f, 5, 6b og 6c þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 25. fundargerð Framkvæmda- og veitunefndar, dagsett 24. mars 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 4f; Innanhúss frágangur efri hæðar.
Þann 19. mars 2025 var haldinn fundur með fulltrúum Grímsnes- og Grafningshrepps, Alefli ehf. og Verkís um innanhúss frágang efri hæðar. Niðurstaða fundarins var að stefnt skyldi að því að semja við Alefli um að taka að sér að ljúka við frágang efri hæðar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Framkvæmda- og veitunefndar um að unnið verði að samkomulagi við Alefli ehf. um innanhúss frágang efri hæðar. Sveitarstjóra falið að ganga frá viðaukasamningi.
Mál nr. 5; Minnisblað um tilboð í útboðsgögn og eftirlit vegna nýs íþróttagólfs.
Fyrir liggur minnisblað dagsett 21. mars 2025 um tilboð í útboðsgögn og eftirlit vegna nýs íþróttagólfs á íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar á Borg. Leitað var til Eflu og Verkís varðandi útboðsgögn og eftirlit með niðursetningu á gólfinu. Tilboð Verkís hljóðaði upp á 2.527.000 kr. án vsk. og tilboð Eflu hljóðaði upp á 3.738.000 kr. án vsk.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Framkvæmda- og veitunefndar að útboð og eftirlit vegna verksins verði unnið af starfsmönnum sveitarfélagsins.
Mál nr. 6b; Minnisblað vegna samnings um jarðhitaleit í landi Snæfoksstaða
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dagsett 19. mars2025 um jarðhitaleit í landi Snæfoksstaða. Í minnisblaðinu er farið yfir umræður á fundi milli fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps og Skógræktarfélags Árnesinga um boranir á tilraunaholum í landi Snæfoksstaða til að athuga hvort mögulegt sé að stefna að vinnslu vatns á svæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Framkvæmda- og veitunefndar um að fela Lögmönnum Suðurlandi að vinna drög að samkomulagi um rannsóknir á svæðinu. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Mál nr. 6c; Minnisblað um tilboð í tilraunaboranir hitaveitu
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dagsett 20. mars 2025 um tilboð í tilraunaboranir hitaveitu. Tilboð Ræktunarsambands Flóa og Skeiða hljóðar upp á 7.977.040 kr. án vsk. í fjórar 100 m djúpar 5“ hitastigulsholur á fjórum stöðum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Framkvæmda- og veitunefndar að farið verði í boranir á þremur af þeim fjórum holum sem lagðar eru til í minniblaðinu.
b) Fundargerð 26. fundar Skólanefndar 11. febrúar 2025.
Mál nr. 3 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 26. fundargerð Skólanefndar, dagsett 11. febrúar 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 3; Reglur um frístundaheimili Kerhólsskóla.
Uppfærðar reglur um frístundaheimili Kerhólsskóla lagðar fram til samþykktar. Lögð er til hækkun á afslætti fyrir einstæða foreldra úr 20% í 40% til samræmis við afslátt fyrir foreldra í námi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um frístundaheimili Kerhólsskóla með breytingum sem lagðar voru til fundinum. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að vísa tillögu Skólanefndar um breytingar á afslætti til einstæðra foreldra til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2026.
c) Fundargerð 27. fundar Skólanefndar 4. mars 2025.
Mál nr. 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 27. fundargerð Skólanefndar, dagsett 4. mars 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1; Námsstyrkir til starfsfólks Kerhólsskóla.
Drög að reglum Grímsnes- og Grafningshrepps um námsstyrki til starfsfólks Kerhólskóla lögð fram til umræðu og samþykktar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu og felur sveitastjóra að vinna málið áfram.
d) Fundargerð 299. fundar skipulagsnefndar UTU, 26. mars 2025.
Mál nr. 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 31 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 299. fundargerð skipulagsnefndar UTU, dagsett 26. mars 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 10; Seyðishólar frístundabyggð; Klausturhólar C-Gata 4a L169050 og 2c L208242; Breytt afmörkun, stærð lóða og byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2412032.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar, eftir grenndarkynningu, sem tekur til lóðanna Klausturhólar C-gata 4A L169050 og Klausturhólar C-gata 2C L208242 sem tilheyra frístundabyggðinni Seyðishólum í landi Klausturhóla. Afmörkun og stærð lóða og byggingarreita breytast frá gildandi deiliskipulagi og leikvöllur á svæðinu er felldur út. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 11; Lyngborgir 5 L227065; Rekstarleyfi í flokki II; Deiliskipulagsbreyting – 2503030.
Móttekin var umsókn þann 07.02.2025 um byggingarheimild fyrir nýju 106 m2 sumarhúsi í staðinn fyrir sumarhús mhl 01, 70 m2 sem verður rifið á sumarbústaðalandinu Vaðnesvegur 8E L169734, fasteignanúmer 2208332 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lögð er fram umsókn sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags Lyngborga, frístundabyggðar í landi Minni-Borgar. Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki II innan svæðisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Jafnframt mælist sveitarstjórn til þess að breytingin verði grenndarkynnt innan skipulagssvæðisins auk þess sem að frístundahúsafélagi aðliggjandi svæðis, sem hefur hagsmuna að gæta gagnvart sameiginlegum vegi, verði kynnt umsóknin.
Mál nr. 12; Kiðjaberg lóð nr. 109 L203692 og nr. 129 L201719; Breytt nýtingarhlutfall; Deiliskipulagsbreyting – 2503023.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóða nr. 109 og nr. 129 í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðanna breytist úr 0,03 í 0,05.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að framlagðri umsókn verði frestað. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við málsaðila og Kiðjabergsfélagið um framsetningu skipulagsbreytingar.
Mál nr. 13; Stærri-Bær I í Grímsnesi (L168283); byggingarheimild; skemma – 2503040
Móttekin var umsókn þann 17.03.2025 um byggingarheimild fyrir 240 m2 skemmu á jörðinni Stærri-Bær I í Grímsnesi L168283 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Mál nr. 14; Klausturhólar, Baulurimi 30; Fjölgun lóða; Deiliskipulagsbreyting - 2503062
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðarinnar Baulurima 30 í landi Klausturhóla. Í breytingunni felst uppskipting lóðarinnar í samræmi við upphaflegt afsal lóðanna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða beiðni um breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 15; Syðri-Brú L168277; Fækkun, stækkun og sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2503024.
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundabyggðar í landi Syðri-Brúar. Í breytingunni felst niðurfelling fjölda lóða við Smárabrekku, stækkun Lækjarbrekku 2 og sameiningu Smárabrekku 2, 4, og 6, auk stækkunar sameinaðrar lóðar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um að stækkun Lækjarbrekku 1 verði í takt við stefnumörkun aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps er varðar stærðir frístundalóða þar sem almennt er miðað við að frístundalóðir séu á bilinu 0,5-1 ha að stærð. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 16; Syðri-Brú L168277; Úr frístundabyggð í athafnasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2503029.
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 og deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Syðri-Brúar. Í tillögunni felst skilgreining á athafnasvæði fyrir uppsetningu átöppunarverksmiðju fyrir neysluvatn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 17; Vesturhlíð L192153; Bíldsfell III í Grafningi; Frístundabyggð F16; Deiliskipulag – 2410072.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis F16 innan aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps. Áður hafði lýsing verkefnisins verði kynnt og leitað umsagna við hana. Þær umsagnir sem bárust við lýsingu eru lagðar fram við afgreiðslu málsins. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining lóða, byggingarreita og byggingarskilmála innan svæðisins sem tekur til um 97 ha svæðis úr landi Bíldfells undir heitinu Vesturhlíð. Á svæðinu er gert ráð fyrir um 92 lóðum ásamt opnum svæðum, vegum, göngustígum og skilgreindu svæði fyrir vatnsöflun.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagnar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn bendir jafnframt á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020 – 2032 þá mega ný frístundasvæði ekki vera stærri en 25 ha innan hverrar jarðar eða jarðarhluta. Nýir áfangar verða alla jafna ekki teknir til skipulagsmeðferðar fyrr en minnst 2/3 hlutar fyrri áfanga hefur verið ráðstafað (selt/leigt).
Mál nr. 18; Vesturhlíð L192153; Niðurfelling verslunar- og þjónustusvæðis; óveruleg aðalskipulagsbreyting – 2503067.
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps sem tekur til lands Vesturhlíðar. Í breytingunni felst niðurfelling á verslunar- og þjónustusvæði VÞ5. Eftir breytingu verður svæðið skilgreint sem frístundasvæði líkt og aðliggjandi landnotkun gerir ráð fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar.
Mál nr. 19; Öndverðarnes 2 lóð L170106; Breyta byggingarreit og nýtingarhlutfall; Deiliskipulagsbreyting – 2503068.
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Öndverðarness 2 lóð L170106. Í breytingunni felst breyting á nýtingarhlutfalli og byggingarreit þar sem skilgreining hans er færð í 10 m fjarlægð frá lóðarmörkum í stað 12.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Mál nr. 20; Selfosslína 1, breyting við Ljósafossstöð; Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu; Umsagnarbeiðni – 2503043.
Lögð er fram umsagnarbeiðni vegna tilkynningar um matsskyldu sem tekur til breytinga á Selfosslínu 1 við Ljósafossstöð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við framlagða matskyldufyrirspurn sem tekur til endurnýjunar á Selfosslínu 1 frá Ljósafossstöð að Selfossi. Að mati sveitarstjórnar er með fullnægjandi hætti gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og helstu áhrifaþáttum.
Mál nr. 21; Folaldaháls í landi Króks; Nýting jarðhita; Umsagnarbeiðni – 2503046.
Lögð er fram umsagnarbeiðni vegna nýtingar á jarðhita á Folaldahálsi, á jörðinni Króki, í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við framlagða umsagnarbeiðni. Viðkomandi nýting er í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins þar sem svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði I2. Á grundvelli heimilda aðalskipulags er í gildi deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýtingu jarðvarma og uppbyggingu gufuaflsvirkjunar á svæðinu. Gefið hefur verið út framkvæmda- og byggingarleyfi sem taka til viðkomandi framkvæmda.
Mál nr. 31; Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 25-223 - 2501005F.
Lögð er fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa nr. 25-223.
e) Fundargerð 9. fundar Oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu, 11. mars 2025.
Mál 1 og 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 9. fundargerð Oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu, dagsett 11. mars 2025. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 1; Ársreikningur Laugaráshéraðs.
Fyrir fundinn liggur tölvupóstur frá Svanhildi Pétursdóttur starfsmanni Hrunamannahrepps, dagsettur 24. janúar 2025 þar sem hún tilkynnir um að hún muni ekki lengur sinna ársreikningagerð fyrir Laugaráshérað. Svanhildur Pétursdóttir hefur unnið ársreikninga Laugaráshéraðs í þó nokkur ár. Hún hefur samkvæmt tölvupóstinum hingað til unnið ársreikninginn í samvinnu við endurskoðanda Hrunamannahrepps en telur vegna breytinga að best sér að láta staðar numið núna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Oddvitanefndar um að Bláskógabyggð sjái um gerð ársreiknings fyrir jörðina þar sem nú þegar er í gangi samningur við sveitarfélagið um utanumhald á öðrum atriðum tengd jörðinni.
Mál nr. 2; Laugaráshérað.
Verkefnum oddvitanefndar í tengslum við jörðina Laugarás hefur farið fækkandi undanfarin ár og við gerð nýs samnings um utanumhald Laugarárjarðarinnar var ákveðið lóðarleiga og greiðsla vegna heita vatns greiðist beint til sveitarfélaganna í samræmi við eignarhlut þeirra í jörðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Oddvitanefndar um að fenginn verði ráðgjafi til að skoða eignarhald og framtíð Laugaráshéraðs.
f) Fundargerð 118. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 26. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
g) Fundargerð 119. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 12. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
h) Fundargerð 26. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 14. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
i) Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 15. mars 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
j) Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 27. september 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
k) Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 26. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
l) Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 28. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
m) Fundargerð 16. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 24. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
n) Fundargerð 243. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 18. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
o) Fundargerð 332. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 18. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
p) Fundargerð 6. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 13. janúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
q) Fundargerð 7. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 14. febrúar 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
r) Fundagerð 620. fundar stjórnar SASS, 19. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
s) Fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 11. mars 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Umsókn um Lækjartún 3.
Fyrir fundinum liggur umsókn um einbýlishúsalóðina Lækjartún 3.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu og felur oddvita að vinna málið áfram.
3. Samningur um sorphirðu.
Fyrir fundinn liggur erindi frá Jóni Þóri Frantzsyni forstjóra Íslenska gámafélagsins, dagsett 25. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir framlengingu núverandi sorphirðusamnings um eitt ár.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að framlengja samninginn við Íslenska gámafélagið um eitt ár í samræmi við samningsskilmála og felur sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.
4. Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Grashólsvegar (3812-01) af vegaskrá.
Lagt fram til afrit af bréfi frá Vegagerðinni, dagsett 24. mars 2025 þar sem tilkynnt er fyrirhuguð niðurfelling Grashólsvegar (3812-01) af vegaskrá.
Bréfið lagt fram til kynningar.
5. Þátttökuboð í Sveitarfélagi ársins 2025.
Fyrir liggur bréf frá bæjarstarfsmannafélögum innan BSRB þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í könnuninni Sveitarfélag ársins 2025 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins 2025.
6. Boð á Öruggara Suðurland 2025.
Fyrir liggur boð á Ársfund Öruggara Suðurland sem haldinn verður í Hótel Kötlu Vík í Mýrdal, þriðjudaginn 8. apríl klukkan 11:00. Af því tilefni er óskað eftir að sveitarstjórn tilnefni fulltrúa í framkvæmdateymi Öruggara Suðurlands.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Anný Ingimarsdóttur deildarstjóra velferðarþjónustu til áframhaldandi setu í teyminu. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að Fjóla Steindóra Kristinsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
7. Bréf frá Félagi atvinnuveiðimanna í refaveiði og minkaveiði.
Lagt fram til kynningar bréf frá félagi atvinnumanna í refa- og minkaveiði.
8. Ársreikningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. 2024.
Lagt fram til kynningar.
9. Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs. 2024.
Lagt fram til kynningar.
10. Ársreikningur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 2024.
Lagt fram til kynningar.
11. Ársreikningur Brunavarna Árnessýslu 2024.
Lagt fram til kynningar.
12. Ársreikningur Almannavarna Árnessýslu 2024.
Lagt fram til kynningar.
13. Ársreikningur Tónlistarskóla Árnesinga 2024.
Lagt fram til kynningar.
14. Ársreikningur Listasafns Árnesinga 2024.
Lagt fram til kynningar.
15. Ársreikningur og ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2024.
Lagt fram til kynningar.
16. Handbók um uppbyggingu ferðamannastaða.
Lögð er fram til kynningar Handbók Ferðamálastofu og Markaðsstofu Suðurlands til sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða.
17. Starfsáætlun Markaðsstofu Suðurlands 2025.
Lögð er fram til kynningar Starfsáætlun Markaðsstofu Suðurlands 2025.
18. Beiðni um samstarf við samræmda úttekt vatnsveitna á Íslandi.
Fyrir fundinn liggur erindi frá Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 19. mars, er varðar samræmda úttekt á slökkvivatni vatnsveitna á Íslandi. Óskað er eftir samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp.
Sveitarstjórn vísar erindinu til skoðunar og afgreiðslu hjá umsjónarmanni framkvæmda og veitna.
19. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús Lyngbrekka 10, fnr. 2345187.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 25. mars 2025, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Lyngbrekka 10, fnr. 2345187.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II að Lyngbrekka 10, fnr. 2345187 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
20. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús Langirimi 27, fnr. F2531063.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 21. mars 2025, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Langirimi 27, fnr. F2531063.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II að Langirimi 27, fnr. F2531063 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
21. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús Langirimi 25, fnr. F2531062.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 20. mars 2025, um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II, H Frístundahús að Langirimi 25, fnr. F2531062.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II að Langirimi 25, fnr. F2531062 í Grímsnes- og Grafningshreppi með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa.
22. Önnur mál.
a) Næsti fundur sveitarstjórnar.
Lagt er til að næsti fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 23. apríl 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.11:00