Sveitarstjórn
1. Nýr varamaður í sveitarstjórn.
Fulltrúar K-lista hafa óskað eftir auka varamanni í sveitarstjórn. Búið er að óska eftir kjörbréfi vegna þessa til kjörstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps og er kjörbréfið tilbúið til afhendingar. Sveitarstjórn samþykkir að auka kjörbréf verði veitt og er Ágúst Gunnarsson boðinn velkominn til starfa sem varamaður K-lista.
2. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. janúar 2013.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. janúar 2013 liggur frammi á fundinum.
3. Fundargerðir.
a) Fundargerð kjörstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, 29. janúar 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
b) 55. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 24. janúar 2013.
Mál nr. 3, 6, 15, 16, 17 og 18 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 55. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 24. janúar 2013. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 3: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. til 18. janúar 2013.
Mál nr. 6: Nesjar, Kleifarkot – breyting á stærð lóðar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytingu á afmörkun og stærð lóðar með lnr. 170903 sbr. meðfylgjandi lóðarblað. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
Mál nr. 15: Ásgarður_Ásborgir – deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ásborga til samræmis við staðfesta breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Mál nr. 16: Dskbr. Sólheimar – norðausturhluti
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Sólheima og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 17: Kiðjaberg – endursk. deiliskipulag.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu á breytingu á deiliskipulagi Kiðjabergs þar til fyrir liggur umsögn umsækjenda um fyrirliggjandi athugasemdir.
Mál nr. 18: Öndverðarnes 2_deiliskipulag
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að nýju tillögu að deiliskipulagi tveggja sumarhúsalóða úr landi Öndverðarness 2. Sveitarstjórn tekur undir túlkun nefndarinnar um að ekki sé þörf á að auglýsa deiliskipulagið að nýju þar sem ekki er liðið ár frá því að athugasemdafresti lauk.
c) Fundargerð aukaaðalfundar Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs., 16. janúar 2013.
Fyrir liggur fundargerð aukaaðalfundar Byggðasamlags skipulags- og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps þann 16. janúar s.l. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
d) Fundargerð 13. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 12. desember 2012.
Fundargerðin lögð fram. Gerð er athugasemd við að í upptalningu á fundarmönnum vantar einn fundarmanninn, Hörpu Dís Harðardóttur. Að öðru leyti er fundargerðin staðfest.
e) Fundargerð 58. fundar Héraðsnefndar Árnesinga, 17. desember 2012.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
f) Fundargerð 1. fundar framkvæmdarstjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 22. janúar 2013.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Kaupsamningar um lóðir númer 11, 19, 21 og 23 í Ásborgum.
Fyrir liggja kaupsamningar um 4 lóðir í Ásborgum, lóð númer 11 að fjárhæð kr. 500.000, lóð númer 19 að fjárhæð kr. 2.000.000, lóð númer 21 að fjárhæð kr. 2.000.000 og lóð númer 23 að fjárhæð kr. 2.000.000. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi kaupsamninga og sveitarstjóra falið að undirrita samningana.
5. Samþykkt gatnagerðargjalda, síðari umræða.
Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjöld til seinni umræðu. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt. Að auki samþykkir sveitarstjórn að veittur verði 20% afsláttur af gatnagerðargjöldum á árunum 2013 og 2014.
6. Samkomulag um aðkomu Ásahrepps að Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.
Fyrir liggur samkomulag um aðkomu Ásahrepps að Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. Mun embættið heita Skipulags- og byggingarfulltrúi Uppsveita bs. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag.
7. Niðurstaða í dómi Hæstaréttar frá 19. desember 2012 í máli nr. 222/2012, Þór Þórsson og Hrafnhildur Markúsdóttir gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur dómur Hæstaréttar frá 19. desember 2012 í máli nr. 222/2012, Þór Þórsson og Hrafnhildur Markúsdóttir gegn Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem kaupsamningi er rift sem gerður var í september 2007 um lóð nr. 44 í Ásborgum. Stefnda, Grímsnes- og Grafningshreppi er gert að endurgreiða áfrýjendum lóðina, gatnagerðargjöld og annan kostnað að fjárhæð kr. 6.190.072 auk vaxta að fjárhæð kr. 1.577.661. Til viðbótar er Grímsnes- og Grafningshreppi gert að greiða málskostnað að fjárhæð kr. 2.000.000, heildarkostnaður dómsins er kr. 9.767.733.
8. Minnisblað frá Óskari Sigurðssyni hrl. vegna dóms Hæstaréttar frá 19. desember 2012 í máli nr. 222/2012.
Lagt fram minnisblað frá Óskari Sigurðssyni hrl., dagsett 14. janúar 2013 vegna dóms Hæstaréttar frá 19. desember 2012 í máli nr. 222/2012.
9. Bréf frá Óskari Sigurðssyni hrl. vegna aflýsingar kaupsamnings á lóð nr. 44 í Ásborgum.
Fyrir liggur bréf frá Óskari Sigurðssyni hrl., dagsett 18. janúar 2013 vegna aflýsingar kaupsamnings á lóð nr. 44 í Ásborgum. Lagt fram til kynningar.
10. Beiðni um styrk vegna námsvistar utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Guðmundi Inga Kristinssyni og Steinunni Lilju Hannesdóttur vegna námsvistar barna þeirra í Malasíu skólaárið 2011 - 2012. Tvö barnanna eru á grunnskólaaldri og eitt á leikskólaaldri. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
11. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna breytingar á rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki V og veitingastaðar í flokki II á Hótel ION, Nesjavöllum.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna breytingar á rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki V og veitingastaðar í flokki II í Hótel ION á Nesjavöllum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.
12. Bréf frá Landgræðslu ríkisins vegna afgreiðslu umsóknar Grímsnes- og Grafningshrepps til Landbótasjóðs 2013.
Fyrir liggur bréf frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 21. janúar 2013 þar sem Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið úthlutað styrk að fjárhæð kr. 275.000 úr Landbótasjóði Landgræðslunnar.
13. Bréf frá Helga Steinari Karlssyni þar sem óskað er eftir styrk við útgáfu bókar Brynjólfs Ámundasonar um Öndverðarnes í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Helga Steinari Karlssyni, dagsett 22. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir styrk við útgáfu bókar Brynjólfs Ámundasonar um Öndverðarnes í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
14. Beiðni um styrk frá Styrktarsjóði Sólheima.
Fyrir liggur beiðni Styrktarsjóðs Sólheima um styrk vegna uppbyggingar atvinnumála að Sólheimum og áframhaldandi uppbyggingu félagsaðstöðu íbúa. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
Guðmundur Ármann vék af fundi við afgreiðslu málsins.
15. Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárframlög sveitarfélagsins til ungmenna- og íþróttafélaga innan sveitarfélagsins.
Fyrir liggur bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárframlög sveitarfélagsins til ungmenna- og íþróttafélaga innan sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
16. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga.
Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 21. janúar 2013.
17. Afrit af bréfi til skipulagsfulltrúa frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, Ásborgir.
Fyrir liggur afrit af bréf til skipulagsfulltrúa, dagsett 22. janúar 2013, frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, Ásborgir. Erindið lagt fram.
18. Bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti þar sem sveitarfélaginu er tilkynnt um að það hafi ekki hlotið styrk frá Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða úr fyrri úthlutun á árinu 2013.
Fyrir liggur bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, dagsett 25. janúar 2013 þar sem sveitarfélaginu er tilkynnt um að það hafi ekki hlotið styrk frá Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða úr fyrri úthlutun á árinu 2013. Sveitarstjórn samþykkir að endurnýja umsóknina í seinni úthlutun 2013.
19. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um barnalög (stefnandi barnsfaðernismál), 323. mál.
Frumvarpið lagt fram.
20. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um náttúrvernd (heildarlög), 429. mál.
Fyrir liggur beiðni frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á frumvarpi til laga um náttúruvernd. Minnisblað oddvita er varðar athugasemdir við frumvarpið lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að gera athugasemdir við eftirtaldar greinar númer; 8, 9, 14, 15, 16, 32, 36, 54, 57 og 72. Sveitarstjóra falið að koma athugasemdunum á framfæri.
21. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020, 470. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.
22. Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014, 458. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.
23. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf.
Fyrir liggur nýr leigusamningur við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. eftir fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Leigutími samkvæmt samningi er 27 ár og tók hann gildi þann 30. júní 2011 og gildir til 30. júní 2038. Helstu breytingar frá eldri samningi er að fjárhæð heildarleiguverðs tekur mið af afborgunum og vöxtum af heildarlánasafni Fasteignar hf. þar sem sveitarfélagið á 3,4249% hlut í Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. Leigugreiðslur sveitarfélagsins lækka úr 84 milljónum á ári í um það bil 52 milljónir á ári að undanskildum fyrstu þremur árunum þar sem leigugreiðslur verða um það bil 32 milljónir á ári. Að auki getur sveitarfélagið nýtt sér kauprétt að öllu leyti hvenær sem er á leigutímanum og fyrstu þrjú árin án álags. Staða áhvílandi lána sveitarfélagsins hjá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. í ársbyrjun 2013 er um 730 milljónir króna. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi leigusamning.
Jafnfram liggur fyrir bréf frá Juris lögmannsstofu f.h. Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf., dagsett 1. febrúar 2013 þar sem tilkynnt er til hluthafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. um breytingu á félagaformi. Á hluthafafundi Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. þann 24. janúar s.l. var tekin ákvörðun um að breyta félaginu í einkahlutafélag í samræmi við 132 gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995.
Sveitarstjóra falið að kanna með lánafyrirgreiðslu vegna kaupa á eignunum og leggja fyrir sveitarstjórn.
24. Fundartími sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að fundir sveitarstjórnar hefjist framvegis kl. 9:30.
Til kynningar
ü Fundargerð 14. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu 17.01 2013.
ü Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 147. stjórnarfundar 18.01 2013.
ü Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 145. stjórnarfundar 18.01 2013.
ü SASS. Fundargerð 463. stjórnarfundar 18.01 2013.
ü Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 803. stjórnarfundar, 25.01 2013.
ü Samband orkusveitarfélaga. Fundargerð 9. stjórnarfundar, 11.01 2013.
ü Samtök orkusveitarfélaga, ársreikningur 2012.
ü Hestamannafélagið Trausti, ársreikningur 2012.
ü Aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi þann 14. febrúar 2013.
ü Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dagsett 23. janúar 2013 þar sem tilkynnt er að Námsmatsstofnun hefur umsjón með framkvæmd ytra mats á leik- og grunnskólum.
ü Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 24. janúar 2013 þar sem stjórn UMFÍ vill vekja sérstaka athygli á tillögum sem samþykktar voru á 38. sambandsráðsfundi UMFÍ.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00