Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. febrúar 2013.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. febrúar 2013 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) Fundargerð 14. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 30. janúar 2013.
Fundargerðin lögð fram. Gerð er athugasemd við að í upptalningu á fundarmönnum vantar einn fundarmanninn, Hörpu Dís Harðardóttur. Að öðru leyti er fundargerðin staðfest.
b) Fundargerð byggingarnefndar Kerhólsskóla, 12. febrúar 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
c) Fundargerð 23. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. febrúar 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.
3. Tilnefning á fulltrúa í stjórn sameignlegs þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða.
Í samræmi við ákvæði gr. 4.1 í samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða skal stjórn þjónustusvæðisins skipuð þremur fulltrúum og skal hvert félagsþjónustusvæði tilnefna sinn fulltrúa í stjórnina. Sveitarstjórn samþykkir að Aldís Hafsteinsdóttir verði fulltrúi Velferðarnefndar Árnesþings í stjórn þjónustusvæðisins.
4. Beiðni um styrk frá Hollvinum Grímsness.
Fyrir liggur beiðni frá Hollvinum Grímsness um styrk að fjárhæð kr. 400.000 vegna hátíðarinnar Brú til Borgar 2013 sem haldin verður dagana 6. júlí og 7. júlí n.k. að Úlfljótsvatni. Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk til hátíðarinnar.
5. Beiðni um styrk frá Fræðslu og forvörnum (FRÆ) vegna Forvarnarbókarinnar.
Fyrir liggur beiðni frá Fræðslu og forvörnum (FRÆ) um styrk að fjárhæð kr. 25.000 vegna útgáfu ritsins, Forvarnarbókinni um ávana- og vímuefni, endurskoðuð og aukin útgáfa. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
6. Bréf frá Golfklúbbi Kiðjabergs þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi vegna vinnuskóla sveitarfélagsins og jafnframt er óskað eftir styrk til útgáfu blaðs af tilefni 20 ára afmæli golfklúbbsins.
Fyrir liggur bréf frá Golfklúbbi Kiðjabergs, dagsett 13. febrúar 2013 þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við sveitarfélagið vegna vinnuskóla sveitarfélagsins. Jafnframt er óskað eftir styrk að fjárhæð kr. 120.000 til útgáfu blaðs af tilefni 20 ára afmæli golfklúbbsins. Sveitarstjórn hafnar að veita umbeðinn styrk til útgáfu blaðsins en tekur jákvætt í áframhaldandi samstarf með vinnuskóla sveitarfélagsins.
7. Beiðni um styrk vegna Lífstöltsins 2013.
Fyrir liggur beiðni um styrk vegna Lífstöltsins 2013 sem haldið er í þriðja sinn í reiðhöll hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ. Óskað er eftir fjárframlögum til ýmissa þátt þar sem ágóði mótsins mun renna beint til styrktar Líf. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
8. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXVII. landsþing Sambandsins.
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14. febrúar 2013 þar sem tilkynnt er að XXVII. landsþing Sambandsins verði haldið þann 15. mars n.k. á Grand Hótel í Reykjavík. Lagt fram til kynningar.
9. Bréf frá Þjóðskrá Íslands um rafrænt eintak fasteignaskrár 2012.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 7. febrúar 2013 um rafrænt eintak fasteignaskrár 2012. Lagt fram til kynningar.
10. Bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna íbúaskrár Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2012.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 11. febrúar 2013 vegna íbúaskrár Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2012. Samkvæmt íbúaskránni þann 1. desember 2012 er íbúafjöldi sveitarfélagsins 423. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við íbúaskránna.
11. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál.
Fyrir liggur beiðni frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál. Sveitarstjórn leggur til að þingsályktunartillagan verði samþykkt.
12. Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um búfjárhald, 282. mál.
Fyrir liggur beiðni frá Atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á frumvarpi til laga um búfjárhald. Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
13. Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um velferð dýra (heildarlög), 283. mál.
Fyrir liggur beiðni frá Atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á frumvarpi til laga um velferð dýra. Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
14. Beiðni um styrk vegna námsvistar utan lögheimilissveitarfélags.
Á fundi sveitarstjórnar þann 6. febrúar s.l. var afgreiðslu frestað á styrkbeiðni frá Guðmundi Inga Kristinssyni og Steinunni Lilju Hannesdóttur vegna námsvistar barna þeirra í Malasíu skólaárið 2011 - 2012. Tvö barnanna eru á grunnskólaaldri og eitt á leikskólaaldri. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
15. Útilistaverk.
Ræddar hugmyndir um staðsetningu á útilistaverki á grundvelli fyrirliggjandi gagna frá Oddi Hermannssyni. Oddvita, sveitarstjóra og skólastjóra falið að vinna að frekari útfærslu.
16. Beiðni um styrk frá Félagsmiðstöðinni Borg.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Félagsmiðstöðinni Borg að fjárhæð kr. 100.000 til reksturs á félagsmiðstöðinni. Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 224. stjórnarfundar 05.02 2013.
SASS. Fundargerð 464. stjórnarfundar 08.02 2013.
Bréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 25. janúar 2013 vegna umsagnarbeiðni deiliskipulags Ferjubrautar í Öndverðarnesi.
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 7. febrúar 2013 þar sem stjórn UMFÍ hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undurbúning og framkvæmd 28. Landsmót UMFÍ 2017 og 29. Landsmót UMFÍ 2021.
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 7. febrúar 2013 þar sem stjórn UMFÍ hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undurbúning og framkvæmd 19. Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina 2016.
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 7. febrúar 2013 þar sem stjórn UMFÍ hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undurbúning og framkvæmd 5. Landsmót UMFÍ 50+ árið 2015.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:00