Sveitarstjórn
1. Kjörskrá og kjörfundur.
Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis er lögð fram og yfirfarin. Á kjörskrá eru 316 aðilar, 172 karlar og 144 konur. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að árita kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagins til 27. apríl n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður vegna kosninga til Alþingis þann 27. apríl n.k. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð. Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:25