Sveitarstjórn
1. Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2012.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2012 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Ólafur Gestsson endurskoðandi Pwc og útskýrði reikninginn. Ársreikningi vísað til annarrar umræðu.
2. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 24. apríl 2013.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 24. apríl 2013 liggur frammi á fundinum.
3. Fundargerðir.
a) Fundargerð 15. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu 26. apríl 2013.
Fundargerðin lögð fram. Í dagskrárlið 1 þar sem óskað er eftir framlögum frá aðildarsveitarfélögum til uppbyggingar stjórnstöðva. Hlutdeild Grímsnes- og Grafningshrepps aðgerðastjórna og vettvangsstjórna ver að fjárhæð 59.486 kr. í verkefnið. Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðið framlag. Fundargerðin staðfest.
b) 58. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 23. apríl 2013.
Mál nr. 3, 4, 9, 10, 19, 23, 24, 25, 26 og 27 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 58. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 23. apríl 2013. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 3: Stöðuleyfi_Suðurkot Órunes
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar beiðni um stöðuleyfi fyrir tveimur 3x4 m skúrum.
Mál nr. 4: Stöðuleyfi_Kerið – aðstöðuhús.
Til viðbótar við þau gögn sem lögð voru fram á fundi nefndarinnar 23. apríl 2013 liggur nú fyrir tölvuskeyti umsækjenda dags. 2. maí 2013 með upplýsingum um salernis- og hreinlætisaðstöðu. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og fela skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Umhverfisstofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá.
Mál nr. 9: Afgreiðslur byggingarfulltrúa
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. mars til 19. apríl 2013.
Mál nr. 10: Torfastaðir 2 lóð 1
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir stofnun lóðar umhverfis íbúðarhúsa á jörðinni Torfastaðir 2 lnr. 170829.
Mál nr. 19.: Öndverðarnes 2 lóð 170136
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál nr. 23: Dsk_Litli-Háls lnr. 170823
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi 16 ha lands úr Litla-Hálsi í Grafningi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi sveitarfélagsins og er því ekki talin þörf gerð lýsingar skv. 2. mgr. 40. gr. laganna eða kynningu skv. 4. mr. 40. gr.
Mál nr. 24: Dskbr. Búrfell 2 – Þrengslaás 8 og 10
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.
Mál nr. 25: Dskbr. Vaðnes_Hvítárbraut 19a, b og c
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna.
Mál nr. 26: Norðurkot_A og B gata - deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og vísar málinu til úrlausnar lóðarhafa á svæðinu.
Mál nr. 27: Þjóðlendur_Grímsnes- og Grafningshr. – stofnun lands.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að þjóðlendurnar Grafningsafréttur, Grímsnesafréttur og Landssvæði norðan Grímsnesafréttar verði stofnaðar með fyrirvara um ný lóðablöð þar sem þjóðlendunni Grímsnesafréttur hefur verið skipt upp í samræmi við sveitarfélagamörk.
c) Fundargerð aðalfundar Skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs., 23.04 2013.
Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Byggðasamlags skipulags- og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
4. Skipulags- og byggingafulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs., ársreikningur og ársskýrsla 2012.
Fyrir liggur ársreikningur og ársskýrsla Byggðasamlags skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. vegna ársins 2012. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
5. Tilnefning fulltrúa í Héraðsnefnd Árnesinga bs.
Við gerð breytinga á samþykktum Héraðsnefndar Árnesinga bs. á Grímsnes-og Grafningshreppur einn áheyrnarfulltrúa fundum Héraðsnefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að Guðmundur Ármann Pétursson verði áheyrnarfulltrúi sveitarfélagsins og Ingvar Grétar Ingvarsson til vara.
6. Bréf frá Reyni Bergsveinssyni þar sem óskað er eftir afriti af skilagreinum til Veiðistjóra (UMST) yfir minka og refaveiði áranna 2009, 2010, 2011 og 2012.
Fyrir liggur bréf frá Reyni Bergsveinssyni, frá apríl 2013 þar sem óskað er eftir afriti af skilagreinum til Veiðistjóra (UMST) yfir minka og refaveiði áranna 2009, 2010, 2011 og 2012. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
7. Beiðni um styrk frá Félagi íslenskra fíkniefnalögreglumanna.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Félagi íslenskra fíkniefnalögreglumanna með því að styrkja birtingu auglýsingar í Morgunblaðinu þar sem verið er að vekja athygli almennings á þeirri vá sem að þjóðfélaginu steðjar vegna fíkniefna og fíkniefnaneyslu. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
8. Deiliskipulag – Reykjadalur, lýsing á skipulagsverkefni.
Lögð fram til kynningar lýsing á skipulagsverkefni, deiliskipulag – Reykjadalur, frá skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfus. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við lýsinguna en hefur þó fyrirvara um landamerki milli sveitarfélaganna.
Til kynningar
SASS. Fundargerð 466. stjórnarfundar 26.04 2013.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 805. stjórnarfundar, 19.04 2013.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, niðurstöður úr stefnumótunarverkefni í mars 2013.
Skógræktarfélag Grímsnesinga, ársreikningur 2010.
Skógræktarfélag Grímsnesinga, ársreikningur 2011.
Skógræktarfélag Grímsnesinga, ársreikningur 2012.
Bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur, dagsett 22. apríl 2013 um vatnsból á Heiðmerkursvæði og varavatnsból fyrir höfuðborgarsvæðið.
Byggðastofnun, ársreikningur 2012.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:15